15.11.2011 | 12:55
Að "punga" unga drengi
Að pynda 13 ára dreng í 10 daga og hljóta fyrir það nokkra daga skilorðsbundinn dóm, hlýtur að teljast létt sloppið. Þetta virðist vera orðið að reglu á Íslandi að eftir því sem brot þín eru alvarlegri, eru dómarnir vægari.
Lýsingarnar á pyndingunum sem drengurinn þurfti að þola í sjóferðinni sem hann fór í með föður sínum eru eins og úr handriti að svæsinni hryllingsmynd; Sjóferð til helvítis. - Faðir stendur aðgerðarlaus og hræddur hjá á meðan níðingar pynda ungan son hans, bæði andlega og líkamlega í umhverfi sem þeir geta ekki flúið. -
Þá eru viðhorf níðinganna til glæpsins með eindæmum, en þeir telja að þetta hafi allt verið græskulaust gaman. - Hvernig mundu þeir þá haga sér gagnvart einhverjum sem þeim væri virkilega í nöp við? - Og hvað segja þessir fræknu sjómenn við konur sínar og börn?
Þetta mál veitir okkur einnig smá innsýn inn í heim barnaníðinga og því sérstaka málfari sem þeir hafa komið sér upp til að lýsa verknuðum sínum, sín á milli. Að "punga" unga drengi er þaðan komið. Það eru aðeins sjúkir karlpungar sem það gera.- Já, en "stemmningin var góð" og dómarnir eftir því.
Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sá að þetta var kallað "væg busun" í grein á Vísir.is. http://visir.is/fjorir-sjomenn-niddust-a-threttan-ara-dreng---var-svona-vaeg-busun“/article/2011111119359
Mér tekst ekki að koma auga á hvað er svona "vægt" við þetta athæfi.
Dagný (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 13:17
Ef þetta er "væg busun" ... hvernig er þá "venjuleg busun" og ég tala náttúrulega ekki um "harða busun" ?
Ég held að þetta sé einstakt og bara bundið við þennan eina bát eða þá einstaklinga sem eru þarna.
Sigurður (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 13:22
Þetta er nokkuð sem ég hef séð, en sem betur fer var ég það gamall þegar ég fór á sjó að skrápurinn var orðinn þykkur og heldur, og þá ekkert gaman að atast í kalli.
En misjafnar eru áhafnir, það get ég vottað eftir bara nokkrar siglingar á nokkrum skipum.
Þekki einn sem þraukaði af einelti sem skipti mánuðum, ef ekki árum. Hann skipti svo um fley, og er sáttur í dag.
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 13:52
Þrettán ára gamall drengur á sjó!!
Og pabbi hans með í geiminu.
Ég segi bara: "Djöfulsins aumingjar" að pabba hans meðtöldum.
Nöfnin eiga að koma fram, á skipstjóra, áhöfn og útgerð.
Nöfnin eiga að koma fram á dómara eða dómendum, og ef dómari eða dómendur eiga börn, á að senda þau með sömu skipshöfn í tíu daga.
Það hljóta dómendur að samþykkja miðað við dóminn sem þessir aumingjar hafa fengið. Að síðustu, ég get ekki gert upp á milli dómara eða skipshafnar hverjir eru meiri "AUMINGJAR".
Jóhanna (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 14:07
Komdu sæll Svanur.
Allt of vægur dómur! Hann hefði verið þyngri ef um stúlku hefði verið að ræða, þótt mörgum þyki þeir dómar ekki nógu þungir heldur.
Mér finnst bara frábært hjá stráknum að kæra þessa karl punga. Þessi dómur verður öðrum kannski víti til varnaðar.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.11.2011 kl. 15:23
Hver, ef einhver, er ábyrgð skipstjórans og útgerðarfyrirtækisins á þessari framkomu áhafnarmeðlima við þrettán ára barn?
Hver, ef einhver, er ábyrgð föður piltsins á velferð hans um borð?
Agla (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 15:54
Dagný; Væg busun segja þeir. Vægir dómar segi ég, í raun of vægir til að virka letjandi á svona háttsemi.
Sigurður; Ég er viss um að svona hegðun er ekki útbreidd meðal sjómanna.
Jón Logi; Þú ert að segja að svona eða lík hegðun sé bundin við ákveðin skip og áhafnir. Hvaða skip eru það?
Jóhanna; Bara sammála.
Sæl Margrét; Líklega rétt hjá þér með stúlkuna, en ég tel einmitt að dómurinn sé of vægur til að verða öðrum víti til varnaðar
Agla; Góðar spurningar. Auðvitað er skipstjórinn ábyrgur.
Þakka góðar athugasemdir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 15.11.2011 kl. 16:32
Svanur, það hefur ekkert með skipsnafnið að gera, enda er þetta bara vinnustaður, - en af-lokaðri en vinnustaðir í landi.
Ég hef séð svona hagelsi á landi líka, og svo á sjó. Ábyrgðarmaður upp á svona hluti ætti að vera skipstjóri, en hann getur jú ekki vitað allt og verið alls staðar.
Áhöfn er vinnustaðarhópur. Það sem skilur milli skeggs og höku þar er hið alkunna, - úti á sjó labbar maður bara ekki út ef fullkomlega misboðið er.
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 19:17
Þarna er ég innilega sammála þér nafni. Byggjum nýtt fangelsi og þyngjum svolítið dómana. Þetta er alvarlegri glæpur en t.d. ránið í úrabúðina.
Svanur Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 20:33
Ég var mikið á sjó sem ungur piltur og ég man aldrei eftir að einhver busun væri hefð á íslenskum bátum. Hér er látið eins og það sé eitthvað sjálfsagt mál. Nýgræðingar voru stundum plataðir. Sendir til að gefa kjölsvíninu eða vökva kompásrósina etc., en svona svínarí hef ég aldrei heyrt um fyrr, hvað þá séð.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2011 kl. 21:02
Þetta eru ekki sjómenn !!
Þetta eru einhverjir afdalarónar sem hvergi fá pláss á almennilegum skipum og enda því saman, líkt og rottur, á fljótandi netakamri keyrandi á tryggingu ár eftir ár og fá útrás fyrir eigin minnimáttakennd og aumingjaskap með því að níðast á 13 ára barni.
Er hægt að vera ömurlegra lífsform en þessir ræflar ??
Gaman þætti mér að sjá þessar "sæhetjur" reyna þetta gegn einhverjum sem svarað getur fyrir sig...ég býð mig fram !!!
runar (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 21:06
Ef þið eruð ekki búin að lesa dóminn, þá ættuð þið kannski að gera það. Alla vega einn af körlunum væri kallaður "perri" ef hann viðhefði slíka tilburði úti í þjóðfélaginu og fengi dóm fyrir.
Hrikalegt að faðir drengsins skyldi ekki koma honum til hjálpar. Erfitt fyrir strákinn að díla við það ofan á allt annað, en sýnir þó að það er mikið í hann spunnið með því að kæra karlana. Þetta er alvöru karlmaður þessi drengur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.11.2011 kl. 03:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.