Friður sé með yður Brad Pitt

brad-pitt-braiding-his-beard-200x300Brad Pitt er enn vaxandi leikari, kominn fast að fimmtugu, og þótt hann hafi í seinni tíð tekið nokkur hlutverk sem lítið gerðu til að auka hróður hans. Kvikmyndaleikur getur verið mikil list og miklir listamenn geta haldið áfram að vaxa í list sinni allt fram á dauðadægrið.

Þess vegna er maður dálítið undandi á að heyra einn vinsælasta karlleikara allra tíma lýsa því yfir að hann vilji hætta að leika og taka upp leikstjórn.

Nokkrir góðir leikarar hafa í ellinni tekið upp leikstjórn og farnast vel en þeir hafa aldrei flogið hærra í því listformi en þeir gerðu sem leikarar. - Brad Pitt á ekki að hætta leika um fimmtugt.

Hann á að halda áfram og taka við Sean Connery sem flottasti gamlinginn á hvíta tjaldinu. Hann þarf ekki endilega að leika einhverja hálfteiknaðar ofurhetjur, heldur takast á við dramatísk hlutverk, tja.. eins og Connery hefur gert.

Hvað þessa töffaralegu lífsspeki að hamingjan sé ofmetin og að það eina sem hann sækist eftir sé friður, veit Pitt örugglega að engin finnur frið sem ekki hefur frið innra með sér. Og sá sem hefur frið innra með sér er líka hamingjusamur.

Nei, Pitt talar þarna eins og maður sem er orðinn dauðþreyttur og vill hvíta sig um stund, fjarri barnaskaranum og gagginu í sætustu og frekustu konu í heimi.


mbl.is Brad Pitt yfirgefur hvíta tjaldið eftir þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband