Hvað gerist þá 12.12.12.

Víða að úr heiminum berast fregnir af uppákomum í tengslum við daginn, 11.11.11. - 11 pör voru gefin saman í Ráðhúsinu og píramídum var lokað fyrir almenning í Egyptalandi af ótta við einhverjar dulrænar athafnir. Talna og stjörnufræðingar sjá þó ekkert merkilegt við talnaröðina.

Ætla má samt að þegar síðasta tækifæri til að láta allar tölur dags, mánuðar og árs vera þær sömu á þessari öld, þ.e. að rúmu ári, þegar að 12.12.12. rennur upp, verði enn meira um óvenjulegar athafnir og uppákomur. Þeir sem misstu af því að gifta sig í dag, geta t.d. undirbúið sig vel því þeir hafa til þess 13 mánuði. - Reyndar eru þeir til sem eru sannfærðir um að þann dag verði heimsendir og ef það stenst, verður trúlega lítið úr öllum ráðahögunum. -


mbl.is 11.11.11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband