Hvað heitir okurlánarinn?

Ef þú leggur saman allt það sem allar þjóðir heimsins skulda, kemur í ljós að það er sem nemur 95% af vergri þjóðarframleiðslu allra landa heimsins samanlagt. Og hverjum skulda þjóðirnar svona mikla peninga.

Ekki hafa jarðarbúar slegið lán af annarri plánetu, eða hvað? -

Hver er sá sem heldur um skuldaviðurkenningar þjóða heimsins og getur með því að þrýsta á greiðslur komið þjóðum eins og Grikklandi og Ítalíu á svo kaldan klaka að það frýs meira að segja undir sjálfum Berlusconi?

Hvað heitir þessi okurlánari sem innheimtir svo háa vexti af skuldunautum sínum, sem lagðir eru síðan við verðbólginn höfuðstólinn, að greiðslufall, og í kjölfarið heimskreppa, virðist ætíð vera handan við hornið?

Hver kann svörin við þessari spurningu?


mbl.is Getum komist út úr kreppu á þremur árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ertu viss um að það sé einhver einn sem þjóðirnar skulda?

Og ertu viss um að ekki séu eignir á móti þessu?

Kínverjar eiga til dæmis stóran hluta af bandarískum ríkisskuldabréfum. Þannig skulda Bandaríkin Kína háar upphæðir. Kína skuldar svo einhverjum öðrum en á móti eiga þeir bandarísku bréfin.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2011 kl. 14:51

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þorsteinn; Ef það eru þjóðir heimsins sem skulda hvor annarri alla þessa peninga er heimskreppan aðeins bókhaldsatriði, ekki satt. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2011 kl. 15:06

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ríkin skulda hvert öðru og þau skulda bönkum. Menn geta auðvitað litið þannig á að heimskreppan sé bókhaldsatriði ef þeir vilja. En kreppur snúast almennt ekki um skuldir ríkja heldur um samdrátt í neyslu og fjárfestingu.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.11.2011 kl. 15:40

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Örugglega ýmislegt, sem skekkir þessa mynd, en mest af þessu er náttúrlega eitthvað sem bankamafían situr á. Þeir fitna vafalaust í hlutfalli við skuldir ríkissjóða en falla náttúrlega ef þeir borga ekki.

Það eru svo 600 billjónir dollara af einskisnýtum vafningum í umferð, sem allt eru að sliga (lesist trilljónir á enska vísu) Mest af skuldum heimsins er því toxic waste.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2011 kl. 16:06

5 identicon

Heitir hann ekki "kaupmaðurinn í feneyjum" ... og veit ekki betur en að hann sé frægur í mankynsögunni.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 17:28

6 identicon

Jón Steinar, bankarnir fara ver út úr þessu en þú og ég ... og að ráðast á þá, er svona aĺíka viturlegt eins og að byrja að rífa niður rekkju sína fyrir veturinn ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 17:30

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef við tökum auðugustu þjóð heimsins sem er sögð Bandaríkin sem dæmi, skuldar hún Japönum mest af öllum. Japanir skulda sjálfum sér (eftirlaunasjóðum og fjárfestingasjóðum landsins) mest og síðan Bandaríkjamönnum næst mest.

Bandaríkin skulda Kína næst mest en þeir fjármögnuð nær allt Írak stríðið fyrir þá. Einkennilegt að Kínverjar skuli nota fé sitt til endurlána í ófrið í stað þess að auka hagsæld í sínu landi.

Þriðji stærsti lánadrottin Bandaríkjanna er Bretland og stærsti lánadrottinn Bretlands eru Bandaríkin. þá skulda Bandaríkin OPEC ríkjunum dágóða sumu. Ein af þeim er Angóla sem er eitt af fátækustu þróunarríkjum heimsins. Önnur þjóð sem þeir skulda er Írak. Það er skondin tilhugsun.

Grikkland sem allir segja að sé komið að hruni, skuldar mest öðrum Evrópuþjóðum og svo AGS. AGS er eins of við vitum í eigu flestra þjóða heimsins. Í Grikklandi kunna menn ekki að borga skatta, hvort sem þeir eru fátækir eða ríkir. Þess vegna hefur ríkið engin ráð með að innheimta fé upp í skuldir landsins og verður að fá meira lánað frá lánadrottnum sínum. - Það mun ekki breytast í bráð.

Kreppan hér á landi birtist okkur mest í að ríkissjóður dældi raunverulegum peningum í að greiða skuldir sem engin raunveruleg verðmæti lágu að baki. Bara bókhaldsbrellur.

Að auki létu þeir eignarhald á alla vega tveimur bönkunum í hendur erlendra braskara. Braskararnir fengu verðbólgnar kröfur á íslenskan almenning keyptan fyrir lítið og reyna nú að innheimta þær af fullri hörku. Á sama tíma lána þeir ekki krónu renna til uppbyggingar atvinnulífsins.

Út af stendur að fólk hér og um allan heim missir atvinnu sína vegna samdráttar í neyslu og fjárfestingu eins og Þorsteinn orðar það, og hvort sem það er svo satt eða ekki, er sú kreppa sögð tilkomin vegna ofurskulda þjóðanna.

Hvernig væri að þjóðirnar skuldajöfnuðu sín á milli og afskrifuðu einnig þær skuldir sem eru tilkomnar vegna þessara bókhaldsbrellna?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.11.2011 kl. 19:04

8 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Svo má bæta því við þessar fínu athugasemdir að þegar grikkir eða aðrir fengu peninga úr margfrægum "björgunarpökkum", þá voru aurarnir lagðir inn í franska banka.

Þetta brjálæði mun halda áfram allt til enda ferlisins og því lengur sem evrópskir og ameriskir stjórnmálamenn halda þessu betli áfram, þeim mun stærri verður hvellurinn þegar "leiðréttingin" á sér stað. 

Við erum að tala um 30-40% niðurskurð í starfsemi ríkisvaldsins með öllu sem fylgir. Þetta mun gerast óháð allri óskhyggju. 

Eitt land er búið að ganga í gegn um þessa vindu og er farið að sýna batamerki. Það er Lettland. 

Hinir hugsa og tala eins og Loðvík XVI. Hann var reyndar hálshöggvinn þegar menn náðu áttum, en það er nú önnur saga .............

Guðmundur Kjartansson, 11.11.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband