Er hún virkilega of feit?

Jennifer í fínu formiMig hefur oft langað til að skrifa um annars konar slúður en þetta pólitíska. Sárstaklega slúður um frægt fólk sem lætur plata sig til að tjá sig opinberlega um einkamál sín, skoðanir og lífsspeki, harm og hamingju - Það eru stórskemmtilegir atburðir. Við getum ekki annað en drukkið þá í okkur.

Nú stenst ég ekki mátið því Jennifer Lopez sem er besta söngkonan meðal kvenleikara í Hollywood og besta leikkonan meðal söngkvenna, hefur talað. 

Allt frá því hún varð fræg hefur hún þurft að þola háðsglósur bandarískra sjónvarpsþátta-stjórnenda og annarra brandarakalla fyrir að hafa stóran rass og vera of feit miðað við allar hinar anórexurnar sem hafa "rétta" lúkkið. -

Hún hefur fram að þessu þóttst kæra sig kollótta og látið ljósmynda sig og filma í bak og fyrir reglulega án nokkrar blygðunar fyrir útlit sitt.

Hún hefur líka ætíð verið vinsæl og vaðið í myndarlegum karlmönnum sem greinilega eru ekkert að setja stóra rassa fyrir sig....eða þannig.

Í þessu viðtali við Jane Fonda eilífðarfegurðardís, reynir á lífsspeki Lopezar. Hún segir í svo mörgum orðum að erfiðleikar séu til að læra af þeim.

Þetta er forn og gild háspeki sem fólk getur alveg tekið alvarlega. Lopes hefur örugglega þurft að kafa lengi í kabala-fræðin sín til að finna þetta út. -  Og hvað skyldi Lopes svo hafa lært í öllum sínum erfiðleikum sem einn ríkasti og vinsælasti skemmtikraftur í USA með alla sætu strákana á hælunum?

Jú,  að manni þurfi að líða vel í eigin skinni til að geta liðið vel með öðrum. Þetta er líka alkunnur sannleikur sem margir flaska á.

Einkum þeir sem alls ekki geta verið einir og með sjálfum sér um tíma, ja eða svona eins og Lopez sem ætíð hefur ætt úr einu sambandinu í annað.

En nú er hún öll að mannast og hefur lært sína lexíu.

Hún rekur umbann sinn fyrir að segja henni sannleikann, (eins og hann sér hann) af því henni líður svo vel í eigin skinni og er ekkert viðkvæm fyrir þessu bulli.

Go girl,  go.


mbl.is Rak umboðsmann sem sagði henni að léttast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ehhhmmm fólk hefur yfirleitt talað um það sem jákvæðan hlut að hafa JLo rass.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 03:27

2 identicon

"...því Jennifer Lopez sem er besta söngkonan meðal kvenleikara í Hollywood og besta leikkonan meðal söngkvenna, hefur talað. "

Ha.ha.ha. þetta var ágætlega orðað hjá þér Svanur.  Annars leiðist mér hálf söngurinn hjá henni, held að það sé tónlistarstíllinn, en ég hef séð skratti góðar myndir með kellu.  Allt frá ofsóttri einstæðri móður upp í kvenútgáfuna af Clint (eða S. Jackson.)

 Svo máttu ekki gleyma því að hún er nú bara þó nokkuð góður rassadillir líka! (enda hefur hún einhverju að dilla)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 13:40

3 Smámynd: Njörður Helgason

Vörumerki Latínunnar J-Lo er þrýstinn vöxtur hennar. Væri varið í Nigellu Lawson ef hún væri beinin ein. Nei hennar fallegi líkami eins og J-Lo er til að horfa á og njóta.

Njörður Helgason, 5.11.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband