Ekki mikið að marka þessa þingmenn

Þetta er sýnd veiði en ekki gefin hjá Bjarna Ben.  Þórarnir tveir; Guðlaugur og Kristján eru til alls vísir og stuðningsmenn Hönnu Birnu telja þá reyndar líka með sér. Ef þannig er í pottinn búið,  þarf aðeins einn þingmaður í viðbót að hlaupa út undan sér til að jafnt verði í þingflokknum. Annað eins hefur nú gerst. -

Bjarni á að vísu sterka stuðningsmenn og hefur sótt í sig veðrið undafarið enda staðið í heimsóknum til kjörmanna um land allt. - Á þessum fundum var honum lofað dyggu fylgi á komandi landsfundi. En þá var framboð Hönnu Birnu ekki komið fram. - Og núna spyrja margir kjörmennirnir sig hvort þeir séu í raun bundnir af loforðum sínum til Bjarna. -


mbl.is Bjarni með stuðning meirihluta þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Vegna fyrirsagnarinnar."Ekki mikið að marka þessa þingmenn".

Hvenær hefur eitthvað mark verið takandi á þingmönnum, svona almennt og yfirleitt ? Spyr sá sem ekki veit.

Dexter Morgan, 5.11.2011 kl. 21:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristján Þór Júlíusson g Guðlaugur Þór Þórðarson eru búnir að lýsa yfir stuðningi við Bjarna í formannskjörinu og eru ekki svo billegir að stökkva nokkrum dögum seinna frá þeirri yfirlýsingu sinni. Það er ennfremur ekki þingflokkurinn, sem hefur hér úrslitaáhrif, heldur grasrótin, 1800 landfundarfulltrúar. Svo gæti Davíð Oddsson leikandi átt þar innkomu og náð úrslitasigri og þeim mun fremur sem hin tvö verða bæði í framboði.

Jón Valur Jensson, 5.11.2011 kl. 23:07

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Valur. Er það ekki fjarlægur og blautur draumur gamalla foringjadýrkenda að DO komist aftur til valda.

En þetta með þóranna er á þá vegu að Guðlaugur studdi Kristján þegar hann gerði misheppnaða atlögu að embættinu og var aldrei dyggur stuðningsmaður Bjarna frekar en Kristján. Þeir eru því báðir líklegir til að styðja HB þegar á hólminn kemur. Eftir allt saman er þetta jú pólitík og þar halda engin orð eða eiðar og hafa aldrei gert.

Auðvitað eru það kjörmenn á landsfundarfulltrúar sem velja, en allir vita hver þingmaður á sitt bakland meðal þeirra. Þess vegna er mbl.is að tíunda þetta yfirleitt enda ætlað sem einskonar mótsvar við yfirlýsingu HB. Hætt við að þar hafi verið hleypt of snemma af stóru byssunum. 

Dexi; Þetta er svona -- nú sem ætíð áður fyrirsögn -  :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 6.11.2011 kl. 00:28

4 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Bjarni Vafningur og fyrrverandi stjórnarformaður gjaldþrota fyrirtækjana, N1 og BNT, skortir trúverðugleika. Þessvegna held ég Hanna Birna vinni þetta.

Það skemmir líka fyrir Bjarna að Tryggvi Þór hefur lýst yfir stuðningi við hann. Ef Bjarni hefði verið sniðugur, þá hefði hann borgað Tryggva smá aur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu.

Guðmundur Pétursson, 6.11.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband