Gnarr gaf græna ljósið

Occupy Iceland er komið aftur. Þeir sýna þrautseigju krakkarnir. Jón Gnarr hefur ákveðið að það sé smart fyrir Reykjavík að vera með tjaldbúðir fyrir framan þinghúsið. Nú hafa þau leyfi og löggan og Geirjón geta ekkert gert. - Ætli maður verði ekki að rölta niðrí bæ og athuga hvaðan þau eru. Vonandi tala einhver þeirra íslensku.

Mér finnst að bara Íslendingar eigi að fá að mótmæla við þinghúsið. Jú og svo líka þeir sem vinna hérna og hafa dvalarleyfi. Og svo líka þeir sem koma hingað sem ferðamenn svo þeir geti séð með eigin augum hvernig við gerum á Íslandi. Jæja þá, allir mega mótmæla niðrá Austurvelli, sama er mér.  Þetta er svo þjóðhátíðarlegt eitthvað.

Ég veit auðvitað að krakkarnir eru að mótmæla einhverju en ég er ekki viss um hverju. Kannski eru þetta eintómar fegurðardrottningar sem vilja bara réttlæti og frið í heiminum. - Það kemur í ljós.


mbl.is Nýjar tjaldbúðir að rísa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nema í þjóðhátið þá kemur fólk með sín eigin tjöld....

Sleggjan og Hvellurinn, 5.11.2011 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband