Kreppan er liðin hjá, segir Ólafur Ragnar

Enn eina staðfestinguna á því að kreppan sem skall á landinu eftir efnahagshrunið sé liðin hjá er að finna í orðum landsföðursins Herra Ólafs Ragnars, sem enn á ný ber sig mannalega og talar sem endranær digurbarkalega við erlenda fjölmiðla. - 

Það er eitt að tala hlutina upp, eða niður, og annað að vera svo fjarlægur því sem er að gerast í samfélaginu, að allt sem sagt er hljómar annarlega. -

Þetta grobb Ólafs að mannauður Íslands, sá hluti hans og kom landinu á kaldan klaka, hafi komið þjóðarskútinni aftur á réttan kjöl og öðrum þjóðum beri að taka sér það til fyrirmyndar, bera þess vitni að Ólafur lítur fyrst og fremst á sig sem ímyndarsmið íslensku þjóðarinnar. Einnig að hugmyndir hans um ímynd Íslands hafi ekkert breyst frá því sem þær voru fyrir hrun;  á Íslandi er allt best, hverju sem tautar.

 


mbl.is Stuðluðu að vexti eftir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nauðvörn Ólafs í embætti forseta hefur ekki mikla reisn yfir sér þessa dagana..

hilmar jónsson, 22.9.2011 kl. 13:03

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Besti forsetinn er hérlendis.

Þ

Viggó Jörgensson, 22.9.2011 kl. 15:14

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Það sér nú hver maður.

Viggó Jörgensson, 22.9.2011 kl. 15:14

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, Vigdís fv forseti talaði líka svona. Eini munurinn á þessum tveimur forsetum tengist tíðarandanum.

Fyrrverandi talaði um mannauðinn sem fælist í menningunni, hinn núverandi um mannauðinn sem felst í framkvæmdagleðinni.

Á öllum tímum er íslenskur mannauður semsagt mestur og bestur að mati forsetanna okkar. Í einhverjum skilningi.

Við hin óbreyttu getum svo verið sammála eða ósammála eftir atvikum.

Kolbrún Hilmars, 22.9.2011 kl. 16:21

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hilmar; Það er svo víða og hartað honum sótt með öllum þessu7m nýju framboðum.

Viggó; Hann er vissulega fremstur meðal jafningja.

Kolla; Jamm, það má vel vera satt en rembingur er að engu að síður.  Leiðinlegt samt að þurfa að verja svona mont fyrir þeim sem eðlilega gera athugasemdir við svona málfluttning. - Svo halda allir að þetta embætti sé eitthvað álíka og hjá Bandaríkjamönnum og þarna tali valdamesti maður þjóðarinnar. - Ég hef hingað til ekki orðið var við að fréttaskýrendur, hvað þá hann sjálfur,  séu mikið að skýra út fyrir fólki hver staða FÍ raunverulega er.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.9.2011 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband