Nægir peningar til í landinu

Það er greinilegt að kreppan er liðin hjá, a.m.k. hjá sumum. Eða kannski, náði hún aldrei til allra landsmanna.

Það eru ánægjulegar fréttir hvað mörgum íslendingum tókst að koma gullinu sínu undan. Eða áttu þeir svona mikið fyrir að þá munaði  ekki um að tapa slatta.

Það er líka ánægjulegt að sjá að gamla góða steinsteypan er aftur orðin besti fjárfestingarkosturinn á Íslandi, alla vega á meðan verið er að finna upp nýjar hlutabréfasvikamillur og finna meira "fé án hirðis."

Hinir kostirnir fela í sér einhverja atvinnu-uppbyggingu sem er auðvitað glötuð fjárfesting fyrir alvöru fjárfesta. -

60 millur fyrir íbúð hefði kannski ekki þótt dýrt hér fyrir hrun. En eftir allan barlóminn er undarlegt að sjá í dag hvað mörgum kokar ekki við að greiða slíkar upphæðir. -

Bankarnar halda áfram að skila milljarða hagnaði og einu sjáanlegu áhrif kreppunnar eru að þeir sem voru fátækir eru aðeins fátækari og þeir sem voru ríkir og höfðu alveg efni á að tapa nokkru og eru á hraðferð við að verða ríkari enn nokkru sinni fyrr.


mbl.is 50 lúxusíbúðir á einu bretti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband