Málþófið virkar

Pabbi minn er sterkastur! Nei, minn er sterkastur! Nei minn! Nei, minn!

Þetta er málþófsleikur sem flestir strákar (og kannski stúlkur líka) kannast við úr sandkassanum í leikskólanum. Leikurinn endar á því að annar gefst upp og heldur áfram að moka sandi eða er tekinn í fangið af einhveri fóstrunni til að þurka horið framan úr honum.

Þingmenn í stjórnarandstöðu héldu á dögunum upp málþófi til að þvinga fram breytingar á stjórnarráðsfrumvarpi forsætisráðherra. Þeir stigu í pontu 800 sinnum til að ræða frumvarpið og fóru flestir með sömu tugguna eins og jórtrandi kýr í haga.  

Minnihlutinn kenndi meirihlutanum um hvernig komið væri því engin virti hann svars nema til að gera að málþófinu grín eins og t.d. þegar Mörður Árnason setti upp dálítið leikrit í ræðustólnum.

Að lokum náði stjórnarandstaðan fram vilja sínum og Jóhanna varð að setja fram málamiðlunartillögu, sex dögum og fleiri hundruðum ræðustúfa seinna. Sjálf skildi hún vel leikinn enda hefur hún oft tekið þátt í honum sjálf.

Sandkassapólitíkin virkar og lifir góðu lífi á Alþingi Íslendinga.

 

 

 

 


mbl.is Líkur á þinglokum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, stjórnarandstaðan varði okkur einu sinni enn gegn alræði og yfirgangi Jóhönnuflokksins, Svanur.  Frábært hjá þeim að ræða málin lengi og í þaula og það eina sem dugir á valdníðslu.  Hinsvegar er pabbi minn sterkastur.  

Elle_, 17.9.2011 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband