Máttarstólpar þjóðfélagsins

Maður skilur ekkert orðið í þessari fréttamennsku. Til hvers er verið að rifja þetta upp núna? Eða er eitthvað athugavert við að þessir máttarstólpar þjóðfélagsins hafi fengi nokkrar millur í bónus út úr fyrirtækinu sem þeir voru að þræla fyrir? - Áttu þeir þær ekki skilið, eða hvað? -

Ok, allir vita að fyrirtækið stóð höllum fæti og skuldaði skrilljónir til íslenskra banka. En þeir voru hvort eð er allir að fara hausinn líka. Var ekki sjálfsagt að reyna að ná einhverju út úr draslinu áður en allt fór til helv.....

En ég endurtek, til hvers er verið að rifja þetta upp núna? Til hvers er eiginlega ætlast af þessum heiðursmönnum? Er kannski verið að vonast til að þeir skili þessu smáræði til baka? - Eða er bara verið að reyna gera orðspor þeirra eitthvað vafasamt núna þegar þeir eru búnir að koma sér vel fyrir aftur eftir þetta Existu ævintýri.

Haha, glætan að það takist.

Þeir eru og verða virtir máttarstólpar þjóðfélagsins. Að auki hefur þjóðin ekki lengur lyst á neinu blóði.  - Í stað þess að berja bumbur niður á Austurvelli mætir fólk nú uppáklætt í Hörpuna til að sýna stuðning sinn við höfuðpaurinn í hruninu sem verið er að lögsækja fyrir sinn þátt í Hrunadansinum. - Hann reynir að afsaka sig og segir réttarhöldin pólitísk. Á hvaða plánetu býr sá maður? Veit hann ekki að það er verið að ásaka hann um pólitíska glæpi? - Af hverju ættu þá réttarhöldin ekki að vera pólitísk?

 


mbl.is Exista greiddi bónusa 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þessi texti lýsa vel þessari geðveiki í samfélaginu.

 Snert Hörpu-stjóra, himinborna dís
svo heyri hún mitt bænakvak, ó, plís:
Mig dreymir um að ganga í húsið glæst,
...á gestalistann settu nafn mitt næst!

Ég svekktur sit hér sjónvarpstækið við,
í sálu minni finn ég engan frið:
Þeir sýna Dorrit - sú er glæsileg!
Þar situr elítan - en hér sit ég.

Þar situr einn sem setti Hörpu á haus
í heiðursstúku æru- og auralaus,
en ég sem tók í Landsbankanum lán
...má lufsast heima í sófa, hvílík smán!

Þau heyra í glerhjúp ljúfan goluþyt,
um gesti leikur gull- og perluglit,
en ég sit heima í flíspeysu með snakk
og sötra bjór og hugsa: Ég er pakk!

Ingó (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 09:48

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Góður Ingó! 

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.6.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband