Efnahagslegir blóðtappar

Tvö lönd voru öðrum fremur völd af "heimskreppunni" svo kallaðri. Bandaríkin og Bretland. Bæði löndin skófluðu stórkostlegum fjármunum teknum af almannafé inn í einkarekin fyrirtæki til að forða þeim frá gjaldþrotaskiptum og settu þannig fordæmi sem önnur lönd fylgdu í góðri trú.   - Á sama tíma og "kreppan" er sögð á hægu undanhaldi hækka laun forstjóra bandarískra fyrirtækja um 11% og milljarðamæringum í Bretlandi fjölgar sem aldrei fyrr. - Á sama tíma er hvergi fé að fá til atvinnuuppbyggingar og atvinnuleysið því mikið. -

Fyrir þessari þróun eru einfaldar skýringar. Samfélagi manna má líkja við mannslíkamann og peningum heimsins við blóð hans. Til að allir hlutar líkamans séu heilbrigðir þarf blóðið að flæða óhindrað til allra líffæra hans og fruma. Um leið og eitt líffæri veikist vegna skorts á blóðstreymi veikjast brátt aðrir líkamshlutar líka. Þess vegna er það allra hagur að blóðið streymi og haldi áfram að næra allar frumur jafnt.  - Þegar að blóðið safnast saman á einum stað, myndast blóðtappi sem hæglega getur leitt líkamann til dauða. -

Bankar og auðmenn heimsins eru blóðtappar efnahagslegs líkama hans. Gúllinn sem blóðið myndar þegar að blóðstreymið er heft, gefur falska mynd af ástandinu. Fólk heldur að um ávöxtun og aukningu sé að ræða, en í raun er verið að svelta aðra hluta líkamans og veikja þá. -


mbl.is Laun forstjóranna hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður pistill!

Sumarliði Einar Daðason, 9.5.2011 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband