Ellý Blanka smá

Elly Blanksma HeimasíðumyndHún heitir Petronella Johanna Maria Godefrida Blanksma-van den Heuvel og situr á hollenska þinginu fyrir guðhrædda krata.  Hún á tvö börn og eiginmann. Hún kallar sig Ellý (lái henni það  hver sem vill) og stendur nú í því að "hóta"  Íslendingum því að ef þeir standi ekki við Icesave lll samninginn munu Hollendingar fara í mál við þá.

Ellý hefur orð á glundroðanum í innanríkismálum Íslands og segist hafa fylgst vel með þeim. Samt virðist hún ekki gera sér grein fyrir að hluti af ástæðunni fyrir því að samningnum var hafnað er einmitt til að fá úr því skorið fyrir rétti hvort íslenskir þegnar eigi að vera ábyrgir fyrir Icesave greiðslum til Hollendinga. Íslendingum er því lítil ógn í þeim orðum hennar.

Elly Blanksma fyrir skömmuSvo held ég líka að Ellý sé bara að plata. Ég held að hún sigli dálítið undir fölsku flaggi í svörum sínum eins og hún gerir á heimasíðu sinni. (Efri myndin er tekin af heimsíðunni og sú neðri er nýlegt fréttaskot)  

Ég held að hún viti ekki neitt um Icesave. Ég held að Morgunblaðið hafi beðið hana um þessa yfirlýsingu vegna þess að þeir á ritstjórninni vissu að hún vissi ekki neitt um málið en sem pólitíkus mundi hún ekki geta staðist að fá tækifæri til að segja eitthvað við erlent blað.

Hún féll í gildruna og á Íslandi hlægja allir sig máttlausa af Ellý blönku smá.


mbl.is „Sjáumst í réttarsalnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alveg yndislegt. 12 stig fyrir þennan Svanur.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.4.2011 kl. 03:37

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mér sýnist að blanka Ella sé einhver banka-Ella. Hún vann að minnsta kosti lengi í banka áður en hún villtist út í pólitík.

Leitt að hún getur ekki lesið þetta sjálf. Getur ekki einhver svissað þessu yfir á hrollensku, og sent það okkur í Haag.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.4.2011 kl. 05:57

3 identicon

Elly Blanksma : Ellý blanka smá :  Ella smá blanka :  Ella auralausa ?  

Elly er algeng stytting á Petronelle í Hollandi.                                                Hollenska orðið blank þýðir hvítur.  Sma í lok hollensks ættarnafns bendir til að ættin sé frá Frísland. Blanksma er vel að merkja ættarnafn eiginmanns "Ellu auralausu" Van den Heuvel er ættarnafn hennar sjálfrar.                                                Hollenska orðið blut þýðir blankur.

Mér finnst að við eigum að vanda okkur við uppnefnasmíði, sem er jú hluti af okkar menningararfi. 

Ég  legg til að einhver semji uppnefnalista yfir helstu ráðamenn "óvinaþjóða" okkar og líka Íslendinga sem hafa aðrar skoðanir en við sjálf á einhverju.

Þessi uppnefnalisti þyrfti  kannski að vera aðgengilegur á netinu (t.d.www.uppnefni.is)

Agla (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 11:28

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svanur. Það lítur helst út fyrir að það sé hreinlega nauðsynlegt með réttarhöldum að fara ofan í þessa hruna-fléttu svika-bankanna í vestri til að geta greint vandann!

 Ef það verður ekki gert þarf saklaust fátækt fólk í vestri að borga ránin og afsala sér þar með lífsskylyrðum á þessari jarðarkringlu vegna þrælahalds bankanna til að borga reikninga (rán) sem voru byggðir á sandi eða jafnvel lofti! Og örfáir ræningjar fá að halda áfram með sína villta-vestur-"siðmenningu" ef ekkert verður gert til að stoppa þessa vitleysu og óréttlæti sem saklaust fólk lætur hafa sig út í að þiggja mútur til að viðhalda! Er það eitthvað sem almenningur vestursins vill samþykkja?

 Ég stend með almenningi í Evrópu og USA en ekki ræningjum bankastofnana og áhangendum þeirra! Vona að sem flestir geri slíkt hið sama bæði hér á landi og í öðrum löndum! Það verður réttlátast og farsælast fyrir alla. Þetta mál snýst alls ekki einungis um íbúa Íslands heldur alla sem beittir eru órétti af banka-ræningjum! Eva Joly er einmitt að berjast við þetta Evrópska óréttlæti og við eigum að hafa kjark og manndóm til að standa með henni í þeirri baráttu fyrir réttlætinu.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.4.2011 kl. 15:24

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Frábært Svanur!

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.4.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband