Kína mun kaupa heiminn

Herra Hu sá ástæðu til að reyna sannfæra Obama um að Kína mundi aldrei sækjast eftir heimsyfirráðum. Hu er sennilega skyggn úr því hann getur fullyrt þetta.  Kína er fjölmennasta ríki veraldar. Efnahagskerfi þeirra hefur þanist út á s.l.  30 árum og  skotist fram fyrir allar þjóðir nema Bandaríkin.

Engin þjóð hefur á síðustu 10 árum fjárfest eins mikið í iðnaði annarra þjóða, en Kína. Hu getur óhræddur lýst því yfir að Kína ætli ekki að fara með hernaði gegn þjóðum heimsins. Innan skamms munu þeir geta keypt þær með húð og hári.

Samt á Kína langt í land þegar augun beinast inn á við. Þeir eru, miðað við höfðatölu, enn fátæk þjóð, þótt þeir sitji á billjónum að dollurum í varasjóðum sínum. Vandamál Kína snúa fyrst og fremst inn á við og varða innviði samfélags þeirra.

Í fljótu bragði má benda á þrennt.

Mikil ósátt milli þeirra sem stjórna landinu, og þeirra sem stjórnað er. Kommúnistaflokkurinn er enn við völd og í gegnum hann liggja allir valdþræðir í Kína.  Þeir sem á einn eða annan hátt vinna gegn flokknum,  eru ofsóttir og fangelsaðir.

Þá er einnig óeining innan kommúnistaflokksins. Valdabaráttan innan hans stafar ekki af mismunandi hugsjónum, heldur er hún eingöngu barátta um völd og áhrif. Kerfið býður ekki upp á skilgreindar leiðir fyrir flokkmeðlimi að velja helstu leiðtoga sína og þess vegna er þetta ætíð spurning hver er snjallastur í pólitísku hrossakaupmennskunni sem stunduð er í flokknum. 

Enn er talsvert um árekstra milli einkageirans og hins opinbera. Kína er með blandað hagkerfi sem gefur stjórnvöldum í raun yfirráð yfir öllu hagkerfinu um leið og þeir sigla undir flöggum frjálsra viðskipta þegar það hentar þeim. Sá auður sem skapast hefur í Kína, sést aðeins í borgum landsins. Mestur hluti íbúa landsins lifir enn við mikla fátækt. -

 


mbl.is Kínverjar vilja ekki heimsyfirráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Kína ræður sínu hagkerfi, en hver stjórnar skulda súpu hagkerfinu ? Gæti verið að bankarnir stóru hafi komið skuldar súpu dæminu í gang vísvitandi ?  Eða telur þú þetta sé allt bara örlög ?

Sveinn Þór Hrafnsson, 21.1.2011 kl. 04:18

2 Smámynd: Björn Emilsson

Ekki ólikt Steingríms Islandi

Björn Emilsson, 21.1.2011 kl. 07:34

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sveinn. Skuldasúpan hér var fyrst og fremst kokkuð upp af bankaræningjunum, vísvitandi af græðgi og óheilindum.  

Björn. Sumt er líkt en muurinn er samt meiri.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.1.2011 kl. 08:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

" I believe it is peace for our time"  sagði Neville Chamberlain 30 september 1938 þegar hann kom frá Munich með friðarsamkomulagið við Hitler, þar sem Chamberlain fórnaði Tékkoslovakiu fyrir frið, því hann trúði Hitler þegar hann sagðist ekki gera frekari landakröfur. 

Kínverjar segjast ekki stefna að heimsyfirráðum en hnýta við þá yfirlýsingu kröfu um að vesturlönd láti hernám Tíbet og ásælni þeirra í Taivan afskiptalaust. Er þetta ekki hliðstætt við samkomulagið sem var gert í lok september 1938 og hélt í 11 mánuði?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.1.2011 kl. 09:41

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það eina sem er sammerkt með Kína og Íslandi; það eru Kommúnistar sem stjórna báðum þessum löndum.

Hinsvegar kusu Íslendingar Kommúnistastjórnina yfir sig í frjálsum kosningum eftir búsáhalda "potta og pönnu" byltingu, en Kínverjar fengu þetta yfirsig með blóðugri byltingu.

Munurinn er hinsvegar sá, að kínverskir Kommúnistar eru vitsmunaverur sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti sér en íslenski Kommúnistar eru Steingrímur J., Álfheiður Ingadóttir, Svanhildur Gestsdóttir og Svavar Gestsson sem reyndi að semja Ísland og Íslendinga til örbirgðar til framtíðar með dyggum stuðningi Jóhönnu Sigurðardóttur og hennar fylgifiskum, beiku Kommúnistunum, sem gara allt sem hægt er að gera, sama hvað það er eða kostar þjóðina, til að fá að vera í stjórn. 

Með kveðju, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 21.1.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband