Mikið klúður, mikið gaman

Stjórnlagaþingið, óskabarn þjóðarinnar  datt á rassinn og nú standa allir úrtölumennirnir skellihlæjandi í kringum það og hæðast að hnokkanum. Þeir halda sig hafa ýmislegt um málið að segja og gallið sem drýpur úr dimmum munnum þeirra er súrt.

"Sko, við vorum aldrei fylgjandi þessu. Við vissum að þetta mundi ekki ganga.  Þetta barn kemst aldrei sjálft á koppinn. Það eitt að fólk trúði því að það gæti gengið, sýnir hversu léleg þessi ríkisstjórn er. Loksins, loksins klúður sem ekki er hægt að efast um að sé klúður, já, mikið fjör og mikið gaman."´

Samt liggur ljóst fyrir að króinn mun rísa aftur á fætur. Sjálfstraustinu verður dálítið ábótavant til að byrja með, en svo kemur þetta, rétt eins og vant er með þá sem eru að taka fyrstu skrefin. 

Við munum kjósa aftur til stjórnlagaþings eins og ekkert hafi í skorist og látum úrtöluliðið ekki hafa neitt um það að segja. Kjósum og kjósum aftur uns þetta tekst og krakkinn kemst á legg.

 


mbl.is Íhaldið er „skíthrætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já sammála því auðvitað verður að kjósa aftur, ekki nokkur spurning.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.1.2011 kl. 19:51

2 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þú meinar að barnið datt aftur og braut sig enn eina ferðina, síðast fótbrotnaði það(eftir að Íslendingar kusu gegn þessu með heimasetu)  og núna er það mjaðmabrotið

Ef það stendur verður það "fatlað" og 100% öryrki, ekki er það góð byrjun

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.1.2011 kl. 20:09

3 identicon

Brynjar þór það verður kosið aftur í sumar og þá líka um auðlindinar.Góðir hlutir gerast hægt.

ELÍAS Rúnar (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 20:38

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef Samfylkingin er þjóðin þá er þetta vissulega óskabarn þjóðarinnar. En hvað eru þá þeir tveir þriðjuhluti kjósenda sem hafa talið sig til þjóðarinnar hingað til?

Þetta er óskabarn Samfylkingar, ekki þjóðarinnar!!

Gunnar Heiðarsson, 25.1.2011 kl. 20:41

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Króinn kom undir í búsáhaldabyltingunni og er svona "lovechild" allra flokka Gunnar og þjóðarinnar. Krafan um bætta stjórnarhætti og stjórnlagaþing var almenn og vertu viss að Þegar að fram líða stundir munu allir flokkar vilja Lilju kveðið hafa.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.1.2011 kl. 20:56

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brynjar, fyrstu sporin eru ætíð þau erfiðustu. En spyrjum að leikslokum og þá verður ekki dæmt eftir því hversu oft króinn datt heldur hversu oft hann stóð upp aftur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.1.2011 kl. 21:02

7 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

"Krafan um bætta stjórnarhætti og stjórnlagaþing var almenn"

Já og hvernig hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur brugðist við þessari kröfu. Pukrið og leynimakkið hefur náð nýjum hæðum. ráðið er í stöður eftir flokksskírteinum. og gengið þvert á vilja þjóðarinnar í stórum málum. Stjórnlagaþing er lýðskrumsbrella sem stjórnin ætlaði að nota til að breyta stjórnarskránni þannig að hægt væri að innlima Íslendinga í ESB gegn vilja meirihluta landsmanna.

Hreinn Sigurðsson, 25.1.2011 kl. 22:26

8 Smámynd: Hjalti Tómasson

Fall er fararheill segir einhverstaðar. Það er hægt að tala sig bláan yfir klúðrinu kringum þetta en það breytir ekki þeirri staðreynd að lögin um stjórnlagaþing eru lög frá alþingi og ekki gott að sjá hvernig hægt er að hunsa þau.

Ég skal vera handviss um að raunverulega vill enginn flokkanna neitt stjórnlagaþing. Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir að taka áhættu á að stjórnlagaþingið legði fram tillögur sem heftu ef til vill völd þeirra ? 

Það var utanaðkomandi þrýstingur sem neyddi flokkana til að bregðast við kröfum um breytta stjórnarhætti og þeir, að hætti Rómarkeisara, hentu brauðmolum fyrir lýðinn til að róa fólk um sinn. Þeir hugsuðu bara ekki málið til enda, það óx þeim upp fyrir höfuð og því voru þeir tilneyddir til að halda því áfram. Því meiri vitleysan í kringum það og því veikara sem þeim tekst að gera það, því betra fyrir þá og þessvegna var ekki sú vinna sem þurft hefði að vinna, lögð í undirbúningin. Vandamálið var bara að allt of margir tóku þá alvarlega, eitthvað sem þeir reiknuðu síst með, það er að segja, þeir misreiknuðu óánægjuna sem var í þjóðfélaginu.

Þetta er nú mín kenning á þessu rugli og hana byggi ég á ýmsum þeim athöfnum og yfirlýsingum stjórnmálamanna kringum þetta stjórnlagaþing og ekki síður eftir að hafa fylgst með þessu góða fólki í vinnunni sinni undanfarin ár.

Auðvita hlýtur að þurfa kjósa aftur, annað væri brot á lögum og vonandi lesa menn nú vel fræðin sín áður en næst verður gengið til kosninga

Hjalti Tómasson, 25.1.2011 kl. 23:38

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hreinn.Ég get alveg fallist á að ríkisstjórn Jóhönnu hafi ekki tekst neitt betur upp en búast mátti við af harðsvíruðum pólitíkusum. 

En þrátt fyrir samsæriskenningar þínar um tilgang stjórnlagaþings, báru menn þá frómu von í brjósti að það mætti verða til að gera hlutina betri og að þingið mundi rísa yfir flokkadrætti og pólitíska sundrungu í samráði sínu og gera tillögur sínar þar með marktækar. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir til að sú von muni ekki rætast. (Samsæriskenningin þín passar samt illa við þá staðreynd að stjórnvöldum láðist að tryggja meirihlutafylgi stjórnlagaþingmanna við sjálfstæðisafsal)

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 00:16

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hjalti. Það má vel vera að kenning þín sé rétt og að engin pólitíkus hafi í raun viljað stjórnlagaþingið og því sé þetta allt mikið sjónarspil og óvönduð vinnubrögð hafi verið viðhöfð viljandi.

Mér finnst meginmálið vera að búið er að binda þinghaldið í lög því ber að koma þinginu á laggirnar sem fyrst, á þann veg að öllu reglum sé fullnægt.

Það verður líka að hafa í huga að alþingi hefur rétt til að hafna öllum tillögum þingsins. Það er mikil pólitísk flétta að koma hlutunum þannig fyrir að fáir kjósi, fyrsta kosning verði bæmd ólögmæt og að tillögur þingsins þegar þær loks koma, verði takdar ónothæfar af alþingi.

En á þetta allt þarf samt að reyna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 00:28

11 identicon

lítum bara jákvætt á þetta. Eftir næstu Alþingiskosningar munum við ekki þurfa að sjá vinstri flokk hérna næstu hundruð árin. Svipuð tilfinning og mannfólkið mun fá þegar endanleg lækning við krabbameini kemur

Sigurður (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 06:54

12 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Það er ekki alveg rétt með að flokkarnir vilji ekki stjórnlagaþing, samfylkingin kemst ekki inn í ESB án þess

Það er að verða erfitt að finna löggjöf frá þessari ríkistjórn sem er ekki algjör óhæfa eða sett að sérhagsmunasemi. Jóhanna lögleiddi ekki hjónabandslöggjöfinni til þess að bæta stöðu samkynhneigðra og bæta mannréttindi þeirra heldur svo hún gæti gengið ío það heilaga, henni var skít sama um aðra af sama sauðahúsi. Eða lögin sem banna Íslendingum að smíða kerrur? Enda er einn þingmanna samfylkingarinnar eigandi fyrirtækis sem flytur inn kerrur

Ef það er ekki til að bæta eigin hagsmuni þá er það algjört klúður og ESB rugl. Hver man ekki eftir bláu höndinni, Svanur þú ert nógu gamall til að muna hvernig það kom til að Hallgrímur kom því fram og kallaði svo

Sigurður, það eru of margir sem eru til í að verja vinstriflokkana út í rauðan dauðann þar fyrir utan munu menn gleyma þessu rugli á aðeins hálfu ári. Annars væru vinstri flokkarnir ekki til samanborið við þeirra fyrrum reynslu

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.1.2011 kl. 07:10

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður; Við getum svo sem skammast hérna vinstri hægri og haldið að það skili okkur einhverju. Það gerir það ekki. Það sem gæti skilað okkur einhverju í tengslum við stjórnlagaþingið er að það verði haldið og það skili tillögum sem bæti stjórnsýsluna og komi á meira réttlæti í samfélaginu. Fólk er bara orðið svo hvekkt og kaldhæðið í sambandi við allt sem heitir stjórnmál að það er erfitt fyrir það að vera raunverulega jákvætt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 08:01

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brynjar; Síðan hvenær hefur fólk ekki verið í pólitík nema til að skara eld að sinni eigin köku, hvort sem hún er elduð af blárri hendi eða undir rauðsól? -  

Í stuttan tíma hélt maður að almenningur gæti notið góðs af hræðslu flokkanna um að þeim yrði öllum hafnað fyrir aðgerðarleysi sitt og aulahátt þegar þjóðfundir, stjórnlagaþing og persónukjör voru allt í einu orðið umfjöllunarefni alþingis. -

Nú er þessi umræða öll að fjara út eða leysast upp í skítalykt. Þess vegna  er eina vonin um úrbætur,   það sem eftir stendur af lögunum sem samin voru í þessu stundarbrjálæði þingsins, verði höfð í heiðri og a.m.k. stjórnalagaþingið haldið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 08:09

15 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Það eina sem ný stjórnarskrá gerir er að festa í sessi þann djúpstæða ágreining sem ríkir í landinu, þar fyrir utan eru allt of mörg Pandóru kistlar
 í þessu rugli-það sem þú gerir öðrum verður þér gert. Seigi ég þetta um sjáfarútveginn. Rússar fegnu að reyna þetta 1918 og hvernig fór fyrir þeim? Það kostaði fleiri líf en báðar heimstyrjaldirnar saman lagt. En hvað um þjóðverja 1933, þeim fannst þetta Guðsgjöf þar til þeir fundu fyrir þessu á eigin skinni.

Og hver er það sem er að reyna að þvinga þessu upp á þjóðina, jú það eru Nasistar(jafnaðarmenn) http://www.britannica.com/EBchecked/topic/407190/Nazi-Party

Það hefur aldrei í sögu lýðveldisins verið jafn mikil sérhagsmunasemi og nú og spilling hefur aldrei verið jafn mikil síðan Danakonungi var "vísað á dyr" 1918

Brynjar Þór Guðmundsson, 26.1.2011 kl. 15:24

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brynjar minn kæri. Það er góð aðferð við að stúta hvað umræðu sem er að draga Nasista eða Hitler inn í hana. Þetta er svo algengt að Godwin nokkur hefur sett fram kenningu um athugasemdir á netinu og líkurnar á að Nasistar eða Hitler verði dreginn inn í umræðurnar, eftir því sem fjöldi þeirra verður meiri. þú hefur lagt þitt af mörkum til að sanna þessa kenningu.

Efnislega, ef við gerum tilraun til að rétta okkur af, er stjórnlagaþingi ætlað að koma með tillögur að nýrri stjórnarkrá. Ekkert er hægt að fullyrða á þessu stigi málsins hverjar þær tillögur verða, hvort þær verða samþykktar eða hvaða áhrif þær kunna að hafa yfirleitt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.1.2011 kl. 18:21

17 Smámynd: Pétur Harðarson

Ég vil benda hér á nokkrar ágætar tillögur um bætt lög fyrir stjórnlagaþing frá Jóhannesi Laxdal:

http://johanneslaxdal.blog.is/blog/johanneslaxdal/entry/1136914/#comments

Mér líst einkar vel á að þjóðin kjósi um stjórnarskrárbreytingarnar áður atvinnustjórnmálamennirnir ná að breyta þeim sér í hag. Stjórnlagaþing er þarft mál en það þarf að standa betur að því í næstu atrennu. Mun betur. Þá er ég ekki bara að tala um framkvæmdina heldur löggjöfina líka.

Pétur Harðarson, 26.1.2011 kl. 18:33

18 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Látum okkur sjá

ég er að bera saman íslenskan verkamannaflokk saman við þýskan verkamannaflokk

ég er að bera saman íslenskan flokk fullan af fólki með mikilmennskubrjálæði saman við Þýskan flokk sem var fullur af fólki með mikilmennskubrjálaði

Ég er að bera saman Íslenskan jafnaðarflokkflokk sem hefur geðsjúkan einstakling í brúnni saman við Þýskan jafnaðarflokk sem hafði geðsjúkan einstakling við stýrið

Ég er að bera saman Íslenskan flokk sem legst hart fyrir því að taka fyrirtæki eignarnámi og þjóðnýta(sjáfarútveginn vegna óánægju með störf þeirra) við Þýskan flokk þjóðnýtti fyrirtæki(banka vegna óánægju með störf þeirra)

Ég er að bera saman vitfyrta Íslenska stjórn sem sækist í að Evrópa lendu undir einni stjórn saman við vitfyrta Þýska stjórn sem reyndi að koma Evrópu undir eina stjórn

Ég er að bera saman Íslenska stjórn sem fyrirlýtur rök sem ekki hentar stefnumálum þeirra saman við Þýskan flokk sem fyrirleit öll rög sem ekki hentuðu stefnumálum þeirra

Ég er að bera saman Íslenskan flokk sem finnst það í lagi að lög séu brotin ef þau þvælast fyrir saman við þýskan flokk sem braut allar reglur sem þvældust fyrir þeim og það endaði með ósköpum

Ég er að bera saman Þýskan flokk  sem gerði ákveðin hóp manna að 2. stéttar fólki og gerði það sem þeir gátu til að gera útaf við þann hóp saman við Íslenskan flokk sem markvisst vinnur að því að gera ákveðinn hóp manna að 2. stétta fólki og vinnu leynt og ljóstað því að útríma ákveðnu fólki, veistu hverjir það eru?

Hvað er það sem hentar ekki með samanburð á þessum tveim flokkum? Fyrir utan að þetta eru systurflokkar, eru 99% á sama staðá hini pólitísku línu og hafa 99% sömu stefnu, bara mun á áherslum svo sem hver er óvinurinn?

Þegar ég les stefnumál Jóhönnu og nasistana hennar....úps samfylkingarinnar hennar þá dettur mér helst í hug "Mine Kamp". Sagan var rituð til þess að menn gætu lært af henni þar sem við(mennirnir) erum dæmdir til að endurtaka söguna. Kafbli nasistana er ekki sú sögustund sem ég vil endurtaka

Hlutir þurfa að vera gerðir af yfirvegun og eftir "bókinni",það eru endarlaust mörg dæmi til um það þegar lögum er ýtt til hliðar lýtt og gert var með stjórnlagakosningarnar. Það er full ástæða að hafa áhyggju af því að það sem menn eru að sækjast eftir með breytingar á stjórnaskránni verði meiri bölvunn en blessun eins og hjá Þýsku samfylkingunni 1933

Brynjar Þór Guðmundsson, 27.1.2011 kl. 00:08

19 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jæja Brynjar , þú lætur þér ekki segjast. En af því þú þekkir söguna svona vel, og hefur gert svona nákvæman samanburð á stefnu nasista og samfylkingarinnar og hefur lesið kverið hans Hitlers og skilið innihald þess, veistu að öfgafullt skrum á borð við það sem þú skrifar hér að ofan, er ekki líklegt til árangurs. Nema auðvitað að markmið þitt sé að sýna fáránleika slíks samanburðar. Þá hefur þér tekist frábærlega upp.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.1.2011 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband