Bretar fagna Icesave samningum

Breska fjármálaráðuneytið er mjög ánægt með nýju  Icesave samningana. Svo ánægt reyndar, að kanslarinn (aðal-gjaldkerinn)  George Osborne segir samningana eiga stóran þátt í að Bretar leggist ekki lengur gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið, eins og þeir gerðu þar til nýlega.

"Ásættanlegri samningar til að loka málinu fyrir alla aðila og kaflaskil í samskiptum Breta og Íslendinga" er haft eftir talmanni ráðuneytisins.

"Ég held að þetta muni leiða til mun uppbyggilegri sambands milli Íslenski ríkisstjórnarinnar og þeirrar bresku, en það hefur verið frekar frosið upp á síðkastið" er haft eftir Osborne.

Þar á Osborne eflaust við hnútakastið milli fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, sem kallaði viðbrögð íslenskra stjórnvalda "óásættanleg" og "ólögleg" og  Geir Haarde sem sakaði Brown um að beita Íslendinga "eineltistilburðum" með því að frysta eigur þjóðarinnar í Bretlandi undir ákvæðum hryðjuverkalaga.


mbl.is Sátt við nýjan Icesave samning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband