Varnarmálstofnun er úrelt

Framsóknarmenn og konur eru framverðir íslenskra stríðsmangara. Um það vitnar sagan. Nú tekur Eygló Harðardóttir þingkona upp þráðinn. Hún vill varðveita íslenska vísinn að hermálastofnuninni/leyniþjónustunni sem kölluð er Varnarmálastofnun Íslands. Yfirskinið er atvinnuskortur á Suðurlandi.

Stofnunin sér um allt NATO herbröltið og leynimakkið í tengslum við það. Hún sér líka um einhverjar vírusvarnir og öryggisvottanir, sem þýðir að hún ræður hverjir fá að sjá hvað og hverjir ekki. -

Sem betur fer er búið að ákveða að leggja þessa úreltu viðrinis-stofnun niður. Eygló er eitthvað óhress með það, enda í Framsóknarflokknum sem er stríðsæsigaflokkurinn eins og allir muna.

Hún hefur áhyggjur að hvað verði um öll verkefnin sem stofnunin á að sjá um. Hún fattar ekki að það er verið að leggja stofnunina niður í þeim tilgangi að þessum "verkefnum" verði ekki lengur sinnt. Það er pointið.


mbl.is Óvissa á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar ekki pointið.

Samkvæmt fréttum er það ekki ætlun stjórnvalda að leggja niður nein af verkefnum Varnarmálastofnunnar, aðeins stofnunina sjálfa. Verkefnunum verður komið fyrir hjá öðrum stofnunum, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunni o.fl.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 23:32

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það held ég ekki Hans. Stór hluti af þessum verkefnum er rugl. Þau verða lögð af. Sumir vilja bara ekki horfast í augu við það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.12.2010 kl. 23:37

3 Smámynd: Dexter Morgan

Leggja þetta óþarfa-apparat niður strax. Loka sjoppunni og henda lyklinum. Enda átti þetta bara að vera einkaleyniþjónusta fyrir general Björn Bjarna, sem ætlaði einmitt að nota þetta til að njósna um borgarana. þetta hefur engana annan tilgang hérn á landi. Þett átti að vera einhver gurlrót fyirr milljarða stólinn hans í Öryggisráðinu, sem aldrei varð af, sem betur fer.

Dexter Morgan, 9.12.2010 kl. 00:37

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Fækkum sýndarmennskusendiráðunum í leiðinni!!!

Þráinn Jökull Elísson, 9.12.2010 kl. 01:55

5 identicon

Gefum okkur það Svanur að þú eigir konu eða karl.

Nú kemur einn glæpamaður og nauðgar konu þinni eður karli.

Hann er þá handtekin af lögreglu og mál hans sent eftir hefðbundnum leiðum gegnum dómskerfið.

Þá koma 100 erlendir hermenn og nauðga konu þinni eður karli.

En þar sem landvarnir eru „úreltar“ þá kemur þú engum vörnum við og getur engar bjargir þér veitt. Hús þitt og eigur eru teknar og ýmist brenndar eða á brott færðar.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 02:50

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Er þetta djók hjá þér, Pétur? Hvaða gagn hefur þessi stofnun ef 100 erlendir hermenn koma hingað? Heldur þú að þeir leggji niður vopn og flýji þegar þeir sjá möppudýrin? Heldur þú kannski að þeir fái svo sterkan hláturskrampa þegar þeir sjá "varnirnar" að auðvelt verði að yfirbuga þá?

Varnir íslands felast í því að hafa góða bandamenn. Það er nóg að hafa síma og hringja í þá ef eitthvað ógnar öryggi landsins. Það er það eina sem herlaust land getur gert. 

Hörður Þórðarson, 9.12.2010 kl. 04:28

7 identicon

Það kemur hvergi fram að þessir 100 erlendu hermenn þurfi að vera vopnaðir Hörður minn. Hvergi.

Sjálfur er ég fylgjandi því að Varnarmálastofnun verði niðurlögð og öll hennar verkefni færð undir Landhelgisgæslu Íslands þar sem þau eiga og hafa ætíð átt heima.

Landhelgisgæslunni og Víkingasveitinni ætti ekki að vera skotaskuld úr því að taka í gegn 100 fjandssamlega hermenn, vopnaða eður óvopnaða. En að því einu tilskyldu að þær sinni landvörnum þjóðarinnar, en standi ekki út í horni og horfi á.

Öllum þjóðum eru mikilvægir góðir bandamenn, en fáir geta hringt þegar búið er að brytja þá niður. Herleysi er löstur en ekki kostur, enda gerum við Íslendingar okkur grein fyrir því og erum ekki með öllu herlausir.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 17:07

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Og hverjir heldur þú að séu að fara að ráðast inn í landið og brytja fólk niður Pétur?

Georg P Sveinbjörnsson, 9.12.2010 kl. 18:21

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Pétur. Eins og hefur margsannað sig stendur Íslandi mest ógn frá eigin þegnum. Landvarnir þurfum við engar gegn útlendingum umfram landhelgisgæsluna til að vernda miðin og tollgæsluna. Við þurfum aftur á móti öflugra eftirlit með íslenskum  kvótaþjófum og bankaræningjum. Flestar mafíur eiga þann draum að geta gert starfsemi sína löglega. Það tókst íslensku mafíunni sem keypti upp bankana og rændi þá síðan innan frá. Það tókst kvótabröskurunum sem selja óveiddan fiskinn og stiga milljörðunum í vasann. Og það minnstu munaði að eins færi með orkulindirnar og það er reyndar ekki séð fyrir endann á því málinn enn.

En yfirleitt stafar okkur engin hætta af útlendingum. Sú hætta sem hefur skapast, er í beinu samhengi við tjóðurband okkar við NATO og Bandaríkin.

Starfsemi Varnaarmálstofnunar er að stærstum hluta þjónusta við NATO og Bandaríkin.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.12.2010 kl. 18:40

10 identicon

Georg: Ýmsir öfgahópar t.d. Sea Shepherd, Al Qaeda eða valdgráðugar stórþjóðir, svo dæmi séu tekin. Við höfum ágætt dæmi um slíkt frá 1627, hefðum við þá ekki haft neinar varnir hefðu innrásarmennirnir hneppt mun fleiri Íslendinga í þrældóm eða drepið og heldur betur látið greipar sópa um núverandi höfuðborgarsvæði. Þá borguðu sig upp margfallt fallbyssurnar á Bessastöðum og spjót íslenskra bænda á Suðurnesjum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:53

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ef að stórþjóð ætlaði að taka landið yfir og ekkert af hinum stórþjóðunum vildi aðstoða við að hindra það hefði það lítið upp á sig nema allsherjar blóðsúthellingu og slátrun þó að hver einasti landsmaður væri grár fyrir járnum.

Held að Al-CIAda hafi lítinn áhuga á þessu skeri og Sea Shepard hræða mig ekki hætis hót.

Georg P Sveinbjörnsson, 10.12.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband