28.11.2010 | 01:57
Þjóðin má vel við una
40% þátttaka er alls ekki slæmt þegar tekið er tillit til þess að þjóðin hefur aldrei fyrr gengið til slíkra kosninga. Á kjörseðlinum voru engir bókstafir sem fólk er búið að harðkóða í flokkspólitíska heilastarfsemi sína. Pólitíska uppalninginn, hefðir og áhrif fyrirgreiðslupólitíkur kikkaði aldrei inn fyrir þessar kosningar.
Hefðbundnar þrætur farmbjóðenda í sjónvarpi og útvarpi,fóru ekki fram og lítið var um auglýsingar og loforðaskilti blaðskellandi frambjóðenda með uppbrettar ermar sem lofuðu gulli og grænum skógum.
Samt lagði 40% þjóðarinnar það á sig að kynna sér stefnu meira en 500 einstakra frambjóðenda, og taka þátt í persónukosningum sem í raun eru algjör nýlunda að undantöldum forsetakosningum þar sem aðeins fáeinir eru í framboði þegar best lætur.
Þá útkomu tel ég því nokkuð góða.
Margir verða eflaust til að gagnrýna hana og segja að ekki hafi nægilega vel til tekist. Þeir sömu ættu að hugleiða það að þetta er aðeins byrjunin. Á þessari reynslu er vel byggjandi í framtíðinni.
Að gagnrýna "dræma" þátttöku í kosningunum og telja hana rýra umboð þingsins á einhvern hátt, er dálítið likt því að gagnrýna ungabarn fyrir að pissa á sig.
Kosningaþátttaka líklega um 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svanur, ég er ekki sammála þér, ég tel að um 65% hefði verið nær lægi af þessari þjóð sem búin er að ganga í gegn um þessar hremmingar og mótmæli, en af þessu tel ég að það sé alls engin ástæða til að örvænta eða hvað???
Guðmundur Júlíusson, 28.11.2010 kl. 02:52
Tel að ástæðan fyrir lélegri þátttöku sé einfaldlega sú að stór hluti landsmanna er sannfærður um stjórnlagaþing sé einungis pólítískt samsæri. Með því slær ríkisstjórnin þrjár flugur í einu höggi:
Fyrsta flugan: Láta líta út sem svo, að ólýðræðislegasta ríkisstjórn í sögu landsins, sem mest allra hefur brotið á bak aftur eigin hugsjónir og kosningaloforð, og staðið fyrir mesta valdaráni af þjóðinni í manna minnum, sé einhver talsmaður "umbóta" og "breytinga" sem vilji færa "fólkinu", sem hún hefur svikið, arðrænt og hunsað "vald." Blekkja lýðinni og slá ryki í augu hans.
Önnur flugan: Losna við forsetan með að leggja áherslu á að gera "breytingar" á forsetaembættinu, með öðrum orðum, gera forsetan, eina talsmann lýðræðis sem eftir er í þessu landi, fyrir utan kannski Gnarrinn, ónýtan og óvirkan og með öllu valdalausan. Þá stendur enginn eftir í vegi fyrir þeim þegar þau vilja troða Icesave, ESB, forréttindum banka og stórfyrirtækja, AGS etc kjaftæðinu upp á þjóðina, þjóðin hefur þá engan að skjóta máli sínu til og stendur ein síns liðs.
Þriðja flugan: Losna við kirkjuna. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir hún hafi margíhugað úrsögn úr Þjóðkirkjunni, Össur er bróðir draugavinakallsins fræga og nú hafa þessir draugavinir og trúleysingjar tekið sig saman til að reka kirkjuna, spara smá pening og auðvelda stórlega Islamovæðinguna þegar við göngum í ESB-stan Islamska ríkið verðandi, ef barneignamál fara ekki að breytast, sem ekki er útlit fyrir, þegar óheftur Islamo innflutningur mun skella hér á (nema við forðumst ESB)
Þjóðin kaus ekki afþví það var um lítið að kjósa nema málpípur og talsmenn ríkisstjórnarinnar. Og afþví hún sér í gegnum blöff og valdaránstilraunir í sauðargærum.
NÚ ER KOMIÐ NÓG AF GERFILAUSNUM ! ÞJÓÐIN LÆTUR EKKI HAFA SIG AÐ FÍFLI FRAMAR! NÚ ER KOMINN TÍMI Á ALVÖRU BYLTINGU!
Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:06
Andspyrnuhreyfingin: ég get ekki verið meira ósammála þér, þú segir:
"NÚ ER KOMIÐ NÓG AF GERFILAUSNUM ! ÞJÓÐIN LÆTUR EKKI HAFA SIG AÐ FÍFLI FRAMAR! NÚ ER KOMINN TÍMI Á ALVÖRU BYLTINGU!"
Var ekki málið fyrir þjóðina að gera úr um málið með því að mæta í dag og kjósa???
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:21
Ég mætti vitandi vits að það er til lítils af því þetta er sett á svið...Einfeldningar steypa alltaf öllu í glötun með því hvað þeir eru auðsveipir og tilkippilegir að trúa hvaða blekkingu sem er. Svoleiðis vangeflingaháttur er víst í tísku núna.
Þetta þing mun engu breyta. Nema þá til verra. Það þarf að losna við ríkisstjórnina sem fyrst. Bláa höndin er þó bara það sem hún segist vera. En að þykjast vera málsvari þeirra sem minna mega sín og misbjóða þeim svo eins og þessi ríkisstjórn hefur gert, meðan milljörðum er eytt í ESB...það er ófyrirgefanlegur glæpur í augum okkar sem tökum vinstrimennskuna alvarlega. Í okkar augum eru þeir verri glæpamenn en hinir.
Andspyrnuhreyfingin (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 03:26
Svanur ert að spauga?
40% þátttaka er afleit. Og þýðir að þetta stjórnlagaþing hefur sáralitla vigt.
Þetta einfaldlega misheppnaðist. Réttast væri að falla frá þessu stjórnlagaþingi og spara pening, þetta „floppaði“.
Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 07:26
Sæll Svanur
Þetta er góðar pælingar hjá þér. Sjálfur er ég dálítið svekktur vegna þessarar þátttöku - en lít á bjartari hliðarnar: það er farið af stað ferli sem gæti leitt þessa skrítnu þjóð áleiðis að öflugra lýðræði.
Hjálmtýr V Heiðdal, 28.11.2010 kl. 10:46
Vesturlönd hæla sér oft að því að hafa þróað lýðræði og norðurlöndin, mestu velferðarlönd heimsins, eru oft tekin sem dæmi um hvernig stjórna eigi þjóðum.
Mín skoðun er að lýðræði sé tiltölulega stutt á veg komið, jafnvel í þeim löndum sem oft eru talin til fyrirmyndar. Beint lýðræði og persónukjör, fráhvarf frá sundrunarungaröflum flokkspólitíkur, tel ég vera næstu skrefin í lýðræðisþróuninni.
En það tekur tíma að þróa lýðræðið í þá átt og þær tilraunir til þess sem þegar er verið að reyna, eru góðra gjalda verðar.
Allir kannast við það þegar börn taka sín fyrstu skref. Foreldrarnir keppast við að hrósa barninu og eru sjálf afar ánægð með málið, jafnvel þótt þau viti að krakkinn eiga eftir að detta margoft aftur á bossann. -
Af sömu ástæðu fagna ég þessum árangri í fyrsta persónukjöri til þings og einnig því skrefi að fulltrúar fólksins sjálfs endurskoði plaggið sem er grunnurinn að velferð landsins.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.11.2010 kl. 12:52
Jóhanna skilur ekki hvað hún er orðin óvinsæl, né hversu verðskuldaðar óvinsældir hennar eru þegar hún hefur látið leiða sig um eins og sauð.
Ef Jóhanna hefði struntaðð í lýðræðið og gefið skít í það, eins og í Icesave kosningunum, þegar hún sagðist bara ætla að skrópa á svipinn eins og bólugrafin gelgja með tyggjó, og þetta væri bara rugl og fólk ætti ekkert að mæta..........þá hefði verið met kosningaþáttta í þessa kosningu, afþví þjóðin vantreystir henni svo rosalega hún gerir alltaf öfugt við það sem hún segir.
Enda óhreint mjöl í pokahorni þessari kosninga. Skrattinn segir þér aldrei að leika einhvers staðar nema hann ætli að reyna að leiða þig í gildru. Hvet þá sem geta til að hafa augun úti varðandi allt sem viðkemur þessu stjórnlagaþingi...
Anti Jóhanna (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:50
Umboðið sem stjórnlagaþing fær verður of veikt. Best að hættavið þetta og draga uppsagnir nokkurra tuga heilbrigðisstarfsmanna til baka fyrir peninginn sem sparast.
Greinilegt að fólki finnst þetta ekki mikilvægt málefni og auk þess mjög dýrt.
Framkvæmdin var líka mjög vafasöm. Ógegnsætt talningakerfi og allt of margir frambjóðendur. Ég kaus um 15 manns en er ekkert viss um hvort ég hafi verið að kjósa rétt!! Flestir voru með sömu frasana í kynningum svo maður pikkaði bara einhverja uppá von og óvon!
Þorsteinn Sverrisson, 28.11.2010 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.