Grínframboð Repúblikana

Donald-Trump--41056Repúblikanar í Bandaríkjunum eira sér ekki á meðan Barack Hussein Obama býr í Hvíta húsinu þeirra í Washington. Samt hafa þeir engann líklegan kandídat sem gæti sigrað forsetann í kosningunum 1012. Það mun ekki koma í veg fyrir að þeir reyni.

Þrír kunnir trúðar úr flokknum segjast ætla að fara fram.

Donald Trump, milljónamæringurinn sem er þekktastur fyrir að greiða hnakkahárið yfir enni sér og leika í leiknum raunveruleikaþætti, langar að bjóða sig fram. Hann verður að sigra tvo kventrúða til að verð aðal.  

Önnur er tepokakellingin Sarah Palin.

Sarah-Palin-Pitbull-With-Lipstick-46860Sarah segist halda að hún geti unnið Obama. Hún sagðist líka á sínum tíma hafa mikla reynslu í utanríkismálum því hún sæi Rússland út um eldhúsgluggann hjá sér þar sem hún býr í Anchorage í Alaska.

Hitt grínkvendið er Michele Marie Bachmann er reyndar líka tepokakella eins og Palin. Ekki er samt hægt að segja að þær séu samherjar eða vinkonur.   Michele vill endilega reyna við Obama 1012 en veit að hún þarf á tegenginu að halda til að ná einhverjum árangri. 

Hún sagði nýlega að Obama eyddi 200.000.000.dollurum daglega í ferð sinni til Indlands á dögunum. Það sýnir hversu vel hún er raunveruleika tengd. Seinna sagðist hún bara hafa verið að vitna í indverskt dagblað.

demon bachmannEf að það verður ofan á að einn af þessum grínistum Repúblikana reyni að sigra Obama í komandi kosningum, er von á góðri skemmtun á næstunni í bandarískum fréttatímum


mbl.is Trump íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Reyndar býr hún í Juneau, Alaska. Enn lengra frá Rússíá en Anchorage.

Heimir Tómasson, 19.11.2010 kl. 01:00

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er hún flutt?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.11.2010 kl. 01:35

3 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Feministar hljóta að fagna því mjög ef kvenframbjóðandi á eftir að keppa við fulltrúa ríkjandi karlaveldis og styðja kynsystur sína :)

Einnig gætu vinstri menn á íslandi glaðst ef Michele Marie nær kjöri því hún er norsk og á eftir að mynda norræna velferðarstjórn í USA eins og búið er að gera hér á okkar ástkæra landi.

Þorsteinn Sverrisson, 19.11.2010 kl. 11:51

4 identicon

Öll þrjú yrðu betri en Obama. Sorgleg taktík hjá þér hvað þú orðar allt/setur myndir til að láta þau líta út eins og hálfvita. Trump er svo ekki bara milljónamæringur, hann er milljarðamæringur og einnig lærður hagfræðingur.

Skil ekki hver þú heldur að þú sért til að geta talað niður um þessa þrjá einstaklinga, gengur þér betur en einhverjum þeirra?

Páll (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 13:29

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Páll; Skil það svo að þú sért hallur undir þessar mannvitsbrekkur. Það er í lagi, en þau eru á engan hátt sambærileg við mig, það getur þú verið viss um. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.11.2010 kl. 21:07

6 identicon

Sama hversu fullur þú ert af óverðskulduðu yfirlæti, trúðu mér, þú ert ekki á neinn hátt betri en nokkur þessa þriggja einstaklinga. Svo skiptir nánast engu hver verður frambjóðandi Repúblikana 2012, Obama fær ekki annað kjörtímabil. Varstu kannski sofandi yfir þingkosningunum þarna fyrr í mánuðinum?

P.S. Þorsteinn, ég er ekki viss hvort þetta sé kaldhæðni hjá þér eða ekki en Michelle Bachmann færi aldrei að mynda "Norræna velferðarstjórn". Það er nánast eins langt frá stefnu Teboðshreyfingarinnar og þú kemst.

Páll (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 21:38

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já Páll, steinsofandi og tók ekki eftir því að tepokarnir töpuðu jafn mörgum sætum og þeir unnu.

Yfirlætið er ofmat þitt, ég tók það strax fram að þessi samanburður þinn væri út í hróa hött. - Hvað Obama snertir kanntu vel að vera sannspár. Trúðar og trúðslæti eru vinsæl þessa daganal í pólitík. - Og eins og orðin fleygu segja, fær engin þjóð betri stjórn en hún á skilið.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.11.2010 kl. 00:59

8 identicon

Thetta er óttalega kjánalegt gengi.  Thad sem sagt er á thessum tepokafundum er innihaldslaust bull. 

Raema (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband