7.11.2010 | 15:40
Ég er það sem ég er
Ef að hrunið hefur orðið til þess að sýndarveruleikinn sem umlék Ísland á erlendri grund, hrundi, eru það góðar fréttir. Ef að Ísland er að læra smátt og smátt að vera "það sem það er", í stað þeirrar uppblásnu og óheilbrigðu ímyndar sem var að vaxa upp með þjóðinni á 21. öldinni er það líka gott. -
Ef Ísland hefur verið neytt til að koma út úr skápnum, fyrst vestrænna þjóða, og þröngvað til að leita nýrra leiða til að skapa mannvænna samfélag, ber að fagna því.
Ef að Íslendingar eru að átta sig á því að það er ekki endilega eftirsóknarvert að teljast meðal auðugustu þjóða jarðar og að hamingjan er ekki fólgin í að eiga erlendar verslunarkeðjur og fótboltafélög og hafa efni á því að eta gull í Dubai, er það mikil framför.
Það lét Íslendingum aldrei vel að bera sig saman við þjóðir og háttu þjóða, sem eiga sér langa sögu af yfirgangi gagnvart öðrum þjóðum og hömlulausum ágangi á náttúrauðlindir heimsins. Við tilheyrðum aldrei þeim hópi og nú höfum við vonandi áttað okkur á að samleið með honum er ekkert eftirsóknarverð.
Ísland hefur sem betur fer hrapað á öllum velferðar og hamingjulistum þar sem þjóðirnar eru bornar saman við hverja aðra og notast er við staðla sem eru gjörsamlega grundvallaðir á efnishyggju.
Ímynd Íslands í molum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 787109
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst bara eins og margir Íslendingar hafi ekkert lært.
Svo finnst mér vafa samt að Ísland hafi mælst hátt á velferðar og hamingju listum sem eru grundvallaðar við efnishyggju - þar sem ýtrekaðar rannsóknir sýna að efnishyggjan veldur beinlínis óhamingju. Allavega hef ég ekkert tekið eitthvað sérlega eftir því að Við eyjaskeggjar séum eitthvað voðalega hamingjusamir og verð alltaf jafn undrandi þegar ég frétti af því.
Við erum aftur á móti í nánd við það að vera geðhvarfasjúk sem lýsir sér best í því að núna - þegar ástandið er fjarri því að vera alslæmt - eru mjög margir íslendingar helstóaðir af svartsýnii í stað þess að vera raunsæir.
Brynjar Jóhannsson, 7.11.2010 kl. 16:20
Sæll Brynjar og takk fyrir athugasemdina.
Að læra er ferill sem tekur tíma. Það er ekki nóg að vita, eins og þú veist, heldur verður að tileinka sér það sem maður veit. Á meðan forframaðir íslendingar létu sem þeir ættu heiminn og ætluðu að deila honum með öðrum löndum sínum skoraði Ísland hátt í öllu þessum mælingum. - Nú heftur landið dalað allnokkuð sem er bara fagnaðarefni fyrir þá sem hafa áhuga á annarskonar velferð en þeirri sem frjálshyggja kapítalismans eða nauðung kommúnismans hafa að bjóða.
Íslendingar eru upp til hópa bjartsýnir í eðli sínu. Þetta svartnættistal dregur marga niður, rétt eins og ofurbjartsýnin hífði þá sömu upp á sínum tíma.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 17:05
algerlega sammála þér Svanur :)
Óskar Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 21:14
...og mannleg gildi einskis metin.
Nú er bara að stofna nýtt samfélag með nýjum gildum. Hættum að vera hamingjusamasta þjóð í heimi á fölskum forsendum og snúum okkur að raunveruleikanum. Hver veit nema það gæti veitt okkur sanna hamingju í framtíðinni.
Takk fyrir greinina.
Bergljót Gunnarsdóttir, 7.11.2010 kl. 23:14
Daginn sem Íslendingar á Íslandi hætta að nota lýsingarorð í efstastigi og skeyta þeim jafnframt við nafnorðið heimur; besta, stærsta, flottasta lengsta, fallegasta í heimi, þá er kominn tími til að pakka saman pjönkur og halda heim á leið á ný!
Brotnaði gjörsamlega saman við að lesa frétt fyrir helgi um "stærsta og flottasta bíósal í heimi" sem verið var að opna .......... á Íslandi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.11.2010 kl. 02:33
Hvernig hefðu viðbrögðin orðio hefði staðið "stæðsta og flottasta" sem er þó svo algengt.
Ertu virkilega svona viðkvæm? Vona að þú hafir fengið áfallahjálp af einhverjum toga. Það er svo erfitt að haltra heim.......... "algerlega samanbrotinn".
Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2010 kl. 08:18
Viðkvæm eins og eitt smáblóm, með titrandi tár; það held ég nú!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.11.2010 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.