Útgönguleið Jóhönnu

Jóhanna og Steingrímur eru komin í þrot. Þau eru að leita útgönguleiða. Í raun vilja þau nýjar kosningar. Þeim varð það ljóst í gærkveldi að hjá þeim yrði ekki komist nema að þau mundu bjóða stjórnarandstöðunni með í stjórn og Það vildu þau alls ekki.  

Að kalla stjórnarandstöðuna á sinn fund, til að gera þeim grein fyrir að allt yrði með sama hætti og fyrr er liður í útgönguáætlun þeirra. Nú geta þau sagt að allt hafi verið reynt en stjórnarandstaðan hafi ekki viljað hjálpa neitt og því verði að efna til nýrra kosninga. -

Kosningabaráttan er í raun hafinn. Jóhanna notar sömu frasana í dag og hún notaði fyrir síðustu kosningar. - Spurningin er hvort þjóðin er sé tilbúin í eina umferð enn af þessum pólitíska hráskinnaleik.


mbl.is Vilja ekki breyta um stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband