Merki um uppgjöf Jóhönnu

Sjaldan eða aldrei hef ég séð jafn mikla uppgjöf og ráðaleysi skína af líkamstjáningu nokkurrar stjórnmálamanneskju, eins og Jóhönnu Sigurðadóttir í þingsal í gærkvöldi. Ég fylgdist grannt með henni þar sem hún sat gugginn, gráhærð og gömul, undir stöðugri gagnrýni á störf hennar.

Höfuð hennar seig stöðugt neðar niður á bringuna og á tímabili hélt ég að hún væri annað hvort að sofna eða hefði látið bugast. Jóhanna er undir gríðarlegu álagi. Hún veit sem er að tilraunir hennar til þess verks sem henni var falið af þjóðinni, hafa mistekist.

Hún veit líka að allir aðrir vita að henni hefur mistekist og hún getur hvergi falið sig. Það hlýtur að sitja illa í konu sem leit á sig sem samvisku þjóðarinnar, konu sem aldrei gaf upp vonina um að komast til verulegra áhrifa í samfélaginu til að gera því gott. Jóhanna veit að hún er konan sem allir treystu og trúðu á en hefur nú orðið samviskulausri pólitíkinni að bráð.

Hinum megin við ræðupúltið sá ég reyndar að það var álíka komið fyrir Steingrími J.

Hann starði á borðröndina með krepptar greipar eins og sakamaður sem er að bíða eftir dómi sínum. Steingrímur er baráttujálkur. Hann er vanastur að berjast fyrir réttlætismálum.

Nú er honum ljóst að hann hefur látið plata sig. Hann hefur ekki lengur réttlætið að leiðarljósi, aðeins pólitíkina. -

Næst á dagskrá er að mynda þjóðstjórn. Bæði Jóhanna og Steingrímur þurfa að víkja úr sætum sínum sem leiðtogar. Katrín bíður þess albúin að leiða Vinstri græna og eins og stendur skiptir ekki máli hver leiðir Samfylkinguna svo fremi sem það er ekki Jóhanna.


mbl.is Þór: Stefnuræða í miðri byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna er ofmetnasti stjórnmálamaður íslands, hún hefur aldrei gert neitt til að öðlast þá virðingu sem hún var með.
Mistök hennar voru að láta plata sig í að verða andlit samfylkingar fyrir síðustu kosningar, vegna sjálfsblekkingar landans með ágæti hennar.

Ef hún hefði einfaldlega hætt í stað þess að fara út í þetta, þá væri hún enn með þessa misskilnings virðingu fyrir engu.
Í dag er hún orðin andlit fáránleikans, Steingrímur kemur út eins og kjaftaskur sem getur bara grenjað eins og vitleysingur í stjórnarandstöðu.

Aumingja ísland, að hafa þessa 4flokka.. helvitis fokking fjórflokk

doctore (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 12:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, ég vil ekki sjá þjóðstjórn - ég vil losna við flokksræði fjórflokksins!  Mér er jafn illa við það og doctore, vissi það einhvern tíma gætum við orðið sammála

Hvað Jóhönnu varðar og hennar tíma, þá dettur mér helst í hug orðtakið "gættu hvers þú óskar þér, það gæti ræst!" 

Kolbrún Hilmars, 5.10.2010 kl. 13:53

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Kolbrún.

Ég sé þjóðstjórn sem stiklustein til að greiða úr þessari kreppu. Farsælast væri að slík stjórn starfaði ekki á flokkspólitískum forsendum þar til stjórnlagaþing hefur fjallað um nýja stjórnarskrá og vonandi í framhaldi af því, kosningalög byggð á persónukjöri.Eitthvað ferli verður að eiga sér stað til að breyta þessu því það gerist ekki af sjálfu sér.-

Hin leiðin er utanþingsstjórn sem er mjög flókið fyrirbæri, en samt með öllu gerlegt. Það er bara engin reynsla af slíku og hætt við að allir flokkarnir vinni á móti henni með öllum ráðum, bara af því þeir fá ekki að vera með. Mér finnst að þeir eigi endilega að fá að vera með í að leggja sjálfa sig niður.

Ég er að mestu leiti sammála DrE í þessum málum líka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband