8.9.2010 | 18:00
Færeyingar og bókstafurinn
Felix Bergsson lætur að því liggja að Færeyingar flæmi úr landi flesta samkynhneigða landa sína. Ef það er raunin, eiga Færeyingar við alvarlegt þjóðarmein að etja og vafasamt hvort hægt sé að telja þá með í hópi siðmenntaðra vestrænna þjóða.
Þeir virðast hvorki fara að lögum eigin lands og þar með ekki eftir eiginlegum boðskap Nýja Testamentisins eins og tilvitnunin hér að neðan sýnir. Færeysk lög banna misrétti á borð við það sem Felix lýsir. -
Að auki er það nokkuð ljóst að Þjóðfélag sem hyggist byggja siðferði sitt á bókstaf kristninnar að öll leiti, og hafa að engu þá mildi og manngæsku sem í anda hennar er að finna, á enga möguleika á að verða nokkurn tíman sjálfstæð þjóð eða fullvalda ríki. -
Hvernig ætlar t.d. þjóð sem trúir bókstaflega eftirfarandi orðum Biblíunnar nokkurn tíma að verða sjálfstæð?:
Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. 2Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn. 3Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim. 4Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa. 5Þess vegna er nauðsynlegt að hlýðnast, ekki einungis vegna hegningarinnar, heldur og vegna samviskunnar.
6Einmitt þess vegna gjaldið þér og skatta, því að valdsmennirnir eru Guðs þjónar, sem annast þetta. 7Gjaldið öllum það sem skylt er: Þeim skatt, sem skattur ber, þeim toll, sem tollur ber, þeim ótta, sem ótti ber, þeim virðing, sem virðing ber. -
Rómverjabréfið 13. 1-7
Ótrúlegir fordómar í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Athugasemdir
Það er, skilst manni, nýbúið að samþykkja einhvert lagaákvæði 266B er bætti réttarstöðu samkynhneigðra. Það var mikið hitamál og eftir því sem manni skilst var alþjóðlegur þrýstingur eins og sagt er að greinin væri samþykkt. Nú þekki eg það mál ekki nógu vel. Sá að Jens Guð minnstist á það.
En, að mínu mati, sýnir eftirfarandi vel inní hugarheiminn allavega sumra færeyinga. Gerhard Lognberg løgtingsmaður hefur tjáð sig um þetta og lýst nokkurnveginn skilningi á afstöðu Rana, þó hann taki fram að hann hafi ekkert með þetta gera því honum var ekki boðið til kvöldmatar og að hann hefði nú líklega mætt o.s.frv. - að þá metur hann það þannig að ef konum verði leyft að giftast konum og karlar kölum - þá er bara Færeyjar farnar að minna á Sódóma og Gómóra:
,,Øll kenna mína støðu við 266B, samkynd og alt tað.
Eg havi skrivað nógvar greinir og á tingsins røðarapalli havi eg sagt mítt. Tá menn og menn sleppa giftast og kvinnur og kvinnur, tá er okkara land søkkið djúpt og minnur um "Sodoma og Gomorra".
So tað skal ikki misskiljast, tað fer Gerhard altíð at kempa ímóti, so kunnu fólk skíra meg fyri at vera gamaldags."
http://new.vagaportal.fo/pages/posts/dogurdin-var-ikki-min-trupulleiki-3753.php
(Og þetta þarf ekki að þýða en ,,seppa" þe. ,,og menn sleppa giftast" o.s.frv. þýðir fá eða fá leyfi til að giftast)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2010 kl. 18:38
Já smá edit: þe. orðið ,,sleppa" í samhengi ,,Tá menn og menn sleppa giftast og kvinnur og kvinnur" þýðir fá að eða hafa leyfi til að o.s.frv.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.9.2010 kl. 19:22
Nú er ég alveg mállaus. Ég vissi að Felix Bergsson væri gyðingur, en er hann líka samkynhneigður? Some people have all the fun...
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.9.2010 kl. 23:22
Í fyrsta lagi Svanur, þá er Rómverjabréfið prédikun (hómilía), ritað af kennimanni kristninnar í boðhætti og því ekki spurning um að trú manna, heldur öllu frekar breytni þeirra. Það væri gaman að heyra hvað það er sem truflar þig varðandi Rómverjabréfið? Að yfivaldið sé frá Guði komið? Er það hlýðniboðið sem hræðir þig? Skyldi skattheimtan skelfa þig? Eða er það óttinn af hinum illu gjörðum sem hrýs í huga þér? Leyfðu okkur lesendum þínum að sjá hug þinn í þessum málum.
Óttar Felix Hauksson, 8.9.2010 kl. 23:37
Sæll Óttar.
Ég átta mig ekki á hvað þú ert að fara með að reyna að skilja á milli trúar og gjörða. Þetta tvennt verðrur að fylgjast að,samkvæmt kristinni trú.
Þessi kristni boðskapur átti ágætlega við á sínum tíma, þegar kristnir menn þurftu að sætta sig við stjórnskipan Rómverja og áttu ekki annarra kosta völ, enda enga stjórnskipan að finna í opinberun Krists. -
Það sem ég hef við þetta að athuga er að yfirvaldið sé frá Guði komið.
Í dag, á öld þar sem þjóðamyndun er á lokastigi, þótt brösuglega gangi á ýmsum stöðum, á þessi "hómilía" afar illa við. Nútíma vestræn stjórnvöld sækja ekki lengur umboð sitt til Guðs, heldur lýðræðislegra kosninga. Ef t.d. við Íslendingar hefðum haft þessa predikun að leiðarljósi, hefði Danakonungur enn óskorað valdumboð til að ríkja og ráða landinu.
Að því gefnu að lýðræði sé viðhaft hef ég ekkert við hlýðniboðið eða skattheimtuna að athuga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 9.9.2010 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.