Burning love

Hvað gagna fortölur þegar frægð og frami er í boði? Jafnvel eitthvað af peningum. Þessi kótelettu predikari er sama um afleiðingarnar. Hann ætlar að brenna bækurnar, hverju sem raular.

Þetta er jú svoooo táknrænt. Dö..

Guð á sko eftir að sjá logana rísa upp til himins og verður eflaust að forða sér til að brenna ekki sjálfur.

Lygin er komin hálfan hringinn í kringum hnöttinn þegar sannleikurinn er enn að binda á sig skóna.

En hverjum er ekki sama?

Mandear geta brennt Tóruna, Nýja testamentið og Kóraninn. Trú þeirra er elst og þeir afneita öllu trúarbrögðum sem komið hafa eftir að bók Adams sem er þeirra trúarrit, var opinberuð.  

Gyðingar geta brennt Nýja Testamentið og Kóraninn. Þeir viðurkenna ekki Krist og ekki Múhameð eða rit þeirra.

Kristnir geta brennt Kóraninn en ekki Tóruna því þeir viðurkenna Móses .

Múslímar verða að láta allar þessar bækur í friði af því að þær eru hluti af ritningu sem þeir telja af guðlegum uppruna. 

En þeir geta í staðinn, eins og oft áður,  skemmt sér við að brenna rit Bahái trúarinnar sem eru yngstu trúarbrögðin í þessari seríu.


mbl.is Bókabrennan enn á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn mega náttlega brenna alla þá hluti sem menn eiga.. ég fagna þessum vitleysing fyrir að sýna okkur mannskemmandi áhrif trúar.

There is no such thing as "Holy book".. well except if you shoot holes in them ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband