30.8.2010 | 09:58
Ljósanótt í skugga skulda
Þetta er gersamlega óskiljanlegt. Fáir bæjarstjórar hafa notið eins mikillar hylli meðal bæjarbúa og bæjarstjóri Reykjanesbæjar sl. ár og fáir bæjarstjórar landsins fengið jafn óskorað umboð til verka og Árni og flokkur hans. Allt virtist ganga svo vel. Alla vega fyrir kosningar. Nú blasir bara við gjaldþrot.
Þetta eru skelfileg tíðindi og ljósanótt á næsta leiti. Ætli að það verði að spara að lýsa upp bergið?
Annars mátti alveg segja sér að það mundi kosta eitthvað að fegra bæinn eins og Árni hefur gert. Allar þessar grjóthrúgur á hringtorgunum og eiginlega hvar sem hægt hefur verið að sturta þeim, hafa þurft sitt.
Rukkaður um 1,8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sveitarstjórnarkosningar, Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta staðfestir bara það að popúlismi getur vel virkað í stjórnmálum. Lofaðu kjósendum bara því að þú eyðir nógu miklu, þá verður þú kosinn. Kjósendur virðast einfaldlega ekki átta sig á því að sá sem þeir kjósa ætlar að eyða þeirra eigin fé. Aðhaldssemi í fjármálum er ekki vinsælt kosningaloforð. Því fer sem fer.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:30
Hvernig væri að kynna sér málin betur. Reykjanesbær hefur varið miklum kostnaði í undirbúning fyrir álver sem samþykkt var á Alþingi að kæmi þarna. Bærinn hefur farið í lóðaframkvæmdir fyrir fyrirtæki sem ætla að setjast þarna að þegar álverið kemur, hafnagerð og fl. Ef Reykjanesbær hefur hagað sér svona fáránlega eins og þú segir, hvað þá með Ríkisstjórnina sem hefur miklu meiri tekjur af þessum framkvæmdum á fjárlögum sínum? Og situr svo sjálf í vegi fyrir þeim. Reykjanesbær hefur staðið við sitt, það eru orkufyrirtækin og Ríkisstjórnin sem setja sífellt nýjar hindranir og tafir í þeirri von VG að koma í veg fyrir álverið og orkan verði búin þegar að því kemur.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 30.8.2010 kl. 11:01
Einmitt Þorgeir. Gömul saga glæný sem enginn virðist læra nokkuð, nokkurn tíman, af.
Já Adda, það tapa greinilega allir á þessu. Reykjanesbær tapar, ríkistjórnin tapar meiru og svo tapa Magma eigendur og "náttúruverndarsinnar" og þeir sem vilja að Íslendingar eigi orkuauðlindirnar og réttinn til að nýta þær. Þetta er svona "tap tap", staða.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2010 kl. 11:58
Adda Þorbjörg, hugsaðu þig um.
Bróðurparturinn af orkunni átti að koma frá virkjunum í öðru sveitarfélagi, framkvæmdum sem Reykjanesbær gat ekkert gert til að stjórna. Það getur enginn gert kröfu um það að ríkið grípi inn í í einu sveitarfélagi og þvingi fram virkjun sem andstaða er gegn með valdníðslu, og kallað það réttlæti bara vegna þess að eitthvað allt annað sveitarfélag telur sig þurfa álver. Reyknesingar geta ekki vaðið yfir Árnesinga á skítugum skónum með fulltingi ríkisvaldsins og kallað það réttlæti.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:07
Rétt hjá ykkur Svanur og Þorgeir. Það er ekki ríkisstjórnin sem tók lánin og álverið reddar ekki öllu. Lánið var tekið árið 2000 nú er 2010 og af hverju var þetta ekki framkvæmt af fyrri ríkisstjórnum. Adda þú getur ekki kennt núverandi ríkistjórn um þetta, ekki það að hún er neitt mikið betri, en það vill eingin fjárfest greinilega. En það kom krís 2008 sem var af völdum græðgisvæðingar, af kanski 10-20% þjóðarinnar og sofandi stjórnsýslu. Þetta er allt að fara í gang en margir fjárfestar halda að sér höndum i þessum taugatitringi sem hefur verið. Það hefi kanski litið betur út ef stóriðjan hefði borgað meira fyrir rafmagnið alla tíð. Við tökum ekki endalaust dýr lá til að borga stóriðjuframkvæmdir og gefa hálfpartinn síðan strauminn.
Ingolf (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:09
Það fellur hratt á þá mýtu þeirra Sjálfstæðismanna að engin kunni með peninga að höndla nema þeir.
Málflutningur Öddu er dæmigerður og þennan áróður mun dynja á okkur næstu vikur og mánuði að staða Reykjanesbæjar sé ríkisstjórninni að kenna. Þessar skuldir urðu ekki til vegna Helguvíkur, heldur fyrri framkvæmda og eyðslu.
Sjallar héldu hinsvegar að þeir gætu "reddað" afleitri stöðu eða frestað hruninu með Helguvík. En afleitri skuldastöðu verður aldrei bjargað með meiri skuldsetningu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 13:15
Það kemur allt sem hann gerir í fréttum, ætli hann hringi inn sjálfur?
Halla Rut , 30.8.2010 kl. 16:00
Einmitt hárrétt Axel.
Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 17:39
Það þarf að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður. Hann er með öllu vanhæfur.
Brynjar Jóhannsson, 31.8.2010 kl. 03:11
Maður fékk kjána og hryllingshroll þegar maður heyrði í meintum bæjarstjóra.. .maðurinn er ruglaður, sama má segja um allan sjálfstæðisflokk.. og það versta, sama má segja um alla flokka, flock of fools is what they are
doctore (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.