29.8.2010 | 20:09
Bretar tapa alltaf fyrir Íslendingum
Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingar fá tækifæri til að lúskra á Bretum, alla vega ekki á löglegan hátt. En þegar það gerist notum við tækifærið út í ystu æsar. Utanríkisráðherra sakaði á dögunum Breta um að hafa gert ólöglega árás á Ísland. Þarna komum við loks höggi á þá fyrir það óréttlæti. Gunnar Nelson heldur uppi heiðri þjóðarinnar sem samanstendur af afkomendum manna og kvenna sem eitt sinn voru fræg fyrir að láta aldrei tækifæri úr hendi sleppa til að hefna sín á óvinum sínum. (Það kom okkur reyndar á kaldan klaka og undir Noregskonung, en það er önnur saga)
Annars líkar okkur sem þjóð, ágætlega við Breta sem þjóð.
Þrátt fyrir að þeir gerðu heiðarlega tilraun til að ná hér völdum á fimmtándu öld og settu meira að segja enskan biskup yfir okkur
og að þeir eru eina þjóðin sem hertekið hefur landið
og eru einnig eina þjóðin sem við höfum átt í stríði við (ef stríð má kalla) eru Bretar nokkuð vel þokkaðir á meðal okkar.
Ég held að það sé vegna þess að þeir hafa ætíð tapað þessum viðureignum við okkur.
Íslendingum líkar vel við þá sem þeir geta borið sigurorð af á einhvern hátt.
Alla vega tókst þeim ekki að ná hér varanlegum völdum og "enska öldin" leið undir lok þegar þeir fundu enn gjöfulli fiskimið úti fyrir Nýfundnalandi.
Hernám þeirra endaði líka þegar við kölluðum til stóra bróðir okkar í vestri, hvers lönd við höfðum numið og síðan gefið honum eftir,
og auðvitað töpuðu Bretar líka þorskastríðunum eins og frægt er.
Núna bætir Gunnar fyrir árásina sem þeir gerðu á okkur þegar þeir beittu á okkur hryðjuverkalögunum og gerðu skálkunum sem þá voru við stjórn bankanna ókleyft að flytja meira fjármagn úr sjóðum þeirra á Bretlandseyjum til Tortóla.
Gunnar sigraði einn efnilegasta Bretann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:10 | Facebook
Athugasemdir
Ja þú segir nokkuð Svanur Gísli,þetta með bretana.Það munaði nú litlu að Bretar og eða Holendingar hefðu getað eignast okkur með húð og hári,ef má orða það svo.Árið 1518 reyndi Kristján konungur II að koma okku í hendur þessara þjóða,en svo segir í ´´Öldinni Okkar,, ::Kristján konungur II, sem er í fjárþröng mikilli,hefur sent menn til Hollands og Englands til þess að bjóða Ísland fram gegn ríflegu gjaldi.Vill hann fá tuttugu til þrjátíu þúsund gyllini,ef við Hollenska kaupmenn er að skipta,en fimmtíu til hundrað þúsund ef Hinrik konungur VIII á í hlut.::. Þá má spyrja hvað er Samfylkingin og (VG?) að gera núna,! það er samlíking til í þessu.(Icesave,,ESB.??)
Númi (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 23:40
Þetta er dálítið flóknara í dag Númi ;) ESB gullið er freistandi, sérstaklega þegar þjóðin er í kröggum og sjálfstæði er ekki mikils virði fyrir þjóð sem þráir að skreyta sig með gullhlekkjum. -
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2010 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.