Draumurinn að rætast

Þá geta landsmenn tekið gleði sína aftur. Eftir að hafa gert útrásarvíkingunum mögulegt að fá að láni allt það fé sem bankar landsins gátu mögulega fundið eða búið til með "fé án hirðis" barbabrellum, býðst okkur nú aðgangur að hinni stóru jötu Evrópubandalagsins. -

Til að gera Ísland að löglegum  hreppi í ESB sendu þeir okkur smá styrk, aðallega til að þýða nokkra doðranta og samþykkja innihald þeirra formlega á alþingi. Þetta er auðvitað bara formsatriði og auðvitað bara forsmekkurinn að því sem koma skal. En það glittir þegar í blóðið á tönnum landans. - Það verður fljótt að hafast upp í þessa smáskuld við AGS, Breta og Hollendinga þegar bitlingarnir byrja að streyma inn fyrir alvöru. - Og þetta er staða og umhverfi sem okkar fjármálspekúlantar kunna vel að nýta sér.

Þeir sem haf áhyggjur af "sjálfstæði landsins" hljóma eins og nátttröll í umræðunni þegar bent er á að nú þegar er búið að gefa fordæmi fyrir hvernig staðið skuli að sölu á auðlindum landsins. Það er heilmikið hægt að hafa upp úr umboðslaunum á sölu hlutabréfa í íslenskum orkufyrirtækjum og veiðikvótum.

Að auki eru skúffurnar í löndum ESB eru fullar af asískum og amerískum fyrirtækjum sem stöðugt eru á höttunum eftir arðvænlegum fjárfestingum í lifibrauði og nauðsynjum þjóðanna.


mbl.is Ísland á nú rétt á ESB-styrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband