Össur í klóm drekans

Það fer um mann aulahrollur í hvert sinn sem maður sér íslenskan stjórnmálamann reyna að koma sér í mjúkinn hjá valdamiklum erlendum ráðamönnum. - Það var aulahrollur sem seytlaðast eftir hryggsúlunni þegar Davíð Oddson smjaðraði fyrir Bush yngri í von um að hann mundi framlengja veru varnarliðsins í Keflavík að ekki sé minnst á Halldór Ásgrímsson og niðurlægjandi loforð hans fyrir Íslands hönd um að styðja blóðbaðið í Írak.

Nú reynir Össur Skarphéðinsson sama leikinn á hinum árbakkanum. Samkvæmt kínversku fréttastofunni hefur Össur lofað Kína stuðningi við stefnu þeirra um "eitt Kína" sem merkir m.a. að Ísland styður hvorki sjálfstæðisbaráttu Tibeta eða Taiwana.

Utanríkisráðherra Kína er hinn vestrænt menntaði Yang Jiechi sem hefur um langan tíma, fyrst sem vara utanreikisráðherra og síðan 2007 sem numero uno, unnið að því hörðum höndum að koma stórum hluta auðlinda fátækra eða vanþróaðra afrískra og suður amerískra ríkja undir yfirráð Kínverja.  Kínverjar ráða orðið lögum og lofum í Afríku í krafti viðskiptahagsmuna og eru hinir nýju nýlenduherrar álfunnar. -

Aulahrollurinn breytist í óhugnað þegar ég heyri Yang Jiechi halda því fram að "mikið traust" ríki milli Íslands og Kína og "samvina landanna sé góð".

Það getur aðeins þýtt að hann telur sig hafa einhver efnahagsleg ítök á Íslandi og geti í krafti þeirra reitt sig á stuðning Íslands við óhæfuverkin heima og heiman.


mbl.is Össur í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reyna að forðast það eins og ég get.. að fylgjast með vesælum íslenskum stjórnmálamönnum í stórfiskaleik... ISG var ein sú hallærislegasta EVAR; En Össur mun veita henni harða keppni..

doctore (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 13:00

2 identicon

Össur er stórkostlegur. Heimsyfirráð eða dauði! Þannig eiga sýslumenn að vera.

Grefill (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 15:06

3 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Eru ekki ítökin fyrst og fremst þau að þegar öfgahægrimenn nefna valkost sem gæti komið í stað ESB þá nefna þeir oftast Kína. Sammála þér með aulahrollinn.

Sæmundur Bjarnason, 14.7.2010 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband