Ísland svarar

BBC fjallar um íslenska átakið á netinu til að laða fleiri ferðamenn til landsins. Engin vafi er á að orðspor Íslands beið hnekki eftir efnahagsþrengingarnar og gosið í Eyjafjalajökli og áhrif þess á flugumferð jók síðan á pirringinn út í landið hjá Evrópubúum.

Átakið á netinu er því afar þarft framtak og viðbrögðin við því sem komið er mjög jákvæð. -Landkynningar myndbandið við lag Emilíönu Torrini - Jungle drum t.d. ágætlega unnið og skemmtilegt þrátt fyrir að vera mjög gamaldags og einfalt.  Það var satt að segja eins og gamalt júróvisjón innlegg.

Bestu landkynningar sem hægt er að hugsa sér er einmitt að fá Sigurrós, Björk og Emilíönu til þess að gera ný myndbönd við lög sín í íslensku umhverfi en best er að láta listamennina sjálfa eða fólk á þeirra vegum koma með hugmyndirnar að uppbyggingu mundbandsins.

Besta íslenska landkyninningarmyndband sem ég hef séð er við lagið Glósóli eftir Sigurrós. 

 


mbl.is Ókeypis að hringja út til að kynna Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband