Er persónuvald harðkóðað í hugmyndafræði flokka?

Fyrir alþingiskosningarnar létu VG og Samfylking sem svo að mest aðkallandi umbætur í íslenskri stjórnsýslu og lýðræðisþróun væri að lögleiða persónukjör í almennum kosningum og að efnt yrði til stjórnlagaþings. Frumvarpið sem átti að efna hluta þessara umbóta hefur nú verið sett í salt og ríkisstjórnin þannig opinberað hug sinn til þessara mála. Þeim er annt um völdin í flokkseigenda félögunum og öll skerðing á þeim er til vansa að þeirra áliti.

Hvenær ætla Íslendingar að skilja að það mun ekkert breytast í íslenskri pólitík uns flokksvaldinu verður hnekkt. Stjórnmálaflokkar eru jafn úrelt fyribæri og risaeðlurnar. Allar umbótatilraunir þeirra og naflaskoðanir hafa ekki skilað neinu því þeir fatta ekki hvað er að. Spurningin er hvort óeining og persónuvald sé ekki bara harðkóðuð í hugmyndafræði þeirra.


mbl.is „Lýðræðistal hjóm eitt"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband