Morðin í Cumbríu

Smátt og smátt koma fram meiri upplýsingar um atburðina í Cumbríu sem áttu sér stað í gær þegar  12 íbúar þessa friðsæla héraðs voru skotnir til bana af 52 ára fráskildum leigubílstjóra Derrick Bird að nafni.  Að auki særði hann 11 aðra áður en hann framdi sjálfsvíg.  

Ekkert skýrir samt enn hvers vegna þessi vinalegi faðir og afi vopnaður riffli og haglabyssu byrjað að haga sér eins og sérsveitarmaður sem misst hefur vitið. Hugsanlega geta fjölskyldudeilur út af erfðaskrá haft eitthvað með málið að gera. Komið hefru fram að meðal hinna látnu séu David Bird tvíburabróðir Derricks og lögfræðingurinn Kevin Commons.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband