Óbærilegur léttleiki tilverunnar í Reykjavík

Hvað tekur nú við, hugsa eflaust margir eftir að söguleg úrslit í borgarstjórnarkosningunum urðu ljós á sunnudagsnótt.

Eflaust fljúga brandararnir vinstri hægri í samningarviðræðunum við Samfylkinguna og Besta flokks fólk gerir sitt ýtrasta til að halda gríninu áfram, eins og því ber skylda til. Til þess voru þau kosin. 

Eitt er víst að Jón Gnarr fær borgarstjórastólinn og  mun sitja á honum með fulltingi Dags og Samfylkingar. Saman mynda Besti flokkurinn og Samfylking meirihluta. Hlutverk þeirra verður að bræða saman ábyrga gamaldags stjórnarhætti og óbærilegan léttleika tilverunnar.

Utangarðs verður Sjálfstæðisflokkur og VG. Saminingaviðræður standa yfir um hvernig málflokkum borgarinnar verður skipt á milli flokkanna. Enn sem komið er bendir ekkert til að miklar breytingar á stjórnarháttum séu í aðsigi. Fram að þessu hefur allt farið fram með hefðbundnum hætti. Yfir samningaviðræðunum hvílir sama leyndin og venjulega. Það væri nú of langt gengið að þær færu fram fyrir opnum tjöldum.

Auðvitað veit enginn hvað Jón Gnarr er að hugsa. Hann hagar sér eins og venjulegur pólitíkus, nema að honum er mikil alvara í að halda gríninu til streitu. Á það eitt getum við stólað.

Er ekki lífið yndislegt?


mbl.is Besti og Samfylking ræða saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Þetta er snilld.

Nú er hægt að láta einn og einn brandara fylgja þegar þarf að skera niður og segja upp fólki hjá borginni.

Allt annað líf.

ThoR-E, 31.5.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband