The Monster raving looney party systurflokkur Besta flokksins

Alan&DavidBrandarakallar hér í Bretlandi kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að blanda gríni og þjóðfélags gagnrýni. Monty Python gengið og Sacha Baron Cohen eru nærtækustu dæmin um skemmtikrafta sem hafa náð að hreyfa við samfélaginu með skopi. -

En engin hinna frægu spéfugla Breta hefur nokkru sinni þorað að setja saman pólitískt framboð. En ef hægt er að tala um að Besti flokkurinn eigi sér systurflokk í Bretlandi væri það helst The Monster raving looney party.

Flokkurinn er alvöru grínflokkur, vettvangur fyrir grínara og spaugara sem bjóða fram bæði til alþingiskosninga og sveitarstjórna, þar sem  einhver (hver sem er) vill fara fram. Engin þeirra hefur fram að þessu nokkru sinni hlotið kosningu.

Það er eins og margir haldi að allt í einu hætti grínframboðið að vera grín og einhver alvara taki við. Það mundu vera mikil svik við kjósendur ef það gerðist.

Það er alveg klárt að Besti flokkunin er grín og ætlar að stjórna með gríni. Þannig á það að vera. Grínið er best og það á heima í besta flokknum.

Alvaran er hundleiðinleg og óheiðarleg þar að auki.

Og hver segir að ekki sé hægt að stjórna litlu sveitarfélagi á borð við Reykjavík með gríni? Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að það sem hefur verið að gerast og átti að vera alvara, var bara skoplegt.


mbl.is Sigur Besta flokksins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Þetta er það sem ég hef verið að segja: Ég heimta að fá Georg Bjarnfreðarson í borgarstjórastólinn. Það er maður með princíppin í lagi, sem lætur ekki einhverja lúsera vaða uppi!

Vendetta, 30.5.2010 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband