Verður Jón Gnarr næsti forseti Íslands

Það þykkir sýnt að Jón Gnarr mun vinna glæsilegan kosningasigur í kvöld. Borgarstjórastóllinn verður hans. Til hamingju með það Reykjavík. En hví skyldi Jón Gnarr láta þá forfrömun nægja.

Jón er ástsælasti maður landsins um þessar mundir, rétt eins og Jóhanna Sigurðardóttir var það þegar hún tók við forsætisráðherra embættinu forðum.

Jón getur ef hann vill, boðið sig fram til hvers sem er og fengið kosningu. Honum mundi ekki verða skotaskuld úr að koma nokkrum þingmönnum á þing og gerir það eflaust í næstu kosningum.

 Honum mundi takast það sem Hreyfingunum báðum mistókst.

Nú styttist einnig í forsetakosningar. Enginn líklegur kandídat í það embætti er sjáanlegur, nema auðvitað Jón Gnarr. - Mikið yrðu veislurnar á Bessastöðum skemmtilegri með Jón sem veislustjóra og áhugi fólks fyrir embættinu mundi stórlega aukast, að ekki sé talað um virðinguna.

Það er gömul regla í skemmtanabransanum á Íslandi að vegna fæðar landsmanna, verða þeir sem ná vinsældum að hamra járnið á meðan það er heitt og reyna að kreista allt sem hægt er út úr atriðinu, áður en fólk fær leið á því. 

Nú hefur Gnarr tækifæri til að tryggja sér sess meðal þjóðarinnar allrar til langframa. Hann gæti byrjað að undirbúa forsetaframboð sitt, en  hver veit hvað það kynni að leiða til ef hann hlyti kosningu.

The sky is the limit.


mbl.is Oddviti Besta flokksins kaus í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Jón Gnarr sem borgarstjóra og Pál Óskar á Bessastaði og þá er ég sátt, óþarfi að leggja of mikla virðingu á herðar Jóni, það eiga fleiri dásamleg krútt hana skilið

halkatla, 29.5.2010 kl. 12:15

2 Smámynd: Durtur

Svo ég segi bara eins og er finnst mér báðar uppástungurnar ekkert minna en frábærar. Ef Jón sýnir að hann sé alls óvitlaus í þessum málum (eins og ég er fastlega að búast við) mundi hann vera sérlega skeleggur talsmaður þjóðarinnar. Ef Jón verður alveg rosalega ofboðslega svakalega góður í borginni væri betra að hafa hann bara þar og senda Pál Óskar á Bessastaði. "Pál Óskar á Bessastaði..." prófið bara að segja þetta upphátt og takið eftir hvað það hljómar náttúrulega :)

Durtur, 29.5.2010 kl. 13:14

3 identicon

Hvað er glæsilegur kosningasigur? Fyrir flokk sem er að koma í fyrsta sinn, þá væri að koma tvemur inn glæsilegt! Eða hvað?

CrazyGuy (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 15:21

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Átta menn (og konur) væri stórglæsilegur sigur, sex væri glæsilegur, en aðeins einn eftir allt það sem á undan er gengið mundi þýða að allt í einu væri sem Reykvíkingar hefðu hafnað Jóni og co. eða þá að þeir hafa bara sagt ósatt í könnunum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.5.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband