Allt Íslandi að kenna!

Eins og ég fjallaði um í síðustu færslu er Ísland mikið í breskum fjölmiðlum þessa dagana. Í gærkveldi voru tveir þættir um landið í sjónvarpinu, annar fjallaði um gosið í Eyjafjallajökli og hinn um þorskastríðin. þótt báðir þættirnir hafi verið afar fræðandi og í sjálfu sér jákvæðir í garð Íslands og Íslendinga, læddist að mér sá grunur í morgun að klisjan um að allar auglýsingar séu góðar auglýsingar, sé ekki alltaf sönn.

Þrátt fyrir hremmingaranar í tengslum við efnahagshrunið fundust mér Bretar ætíð tiltölulega jákvæðir gagnvart landi og þjóð. Nú kveður við annan tón. Fólk verður jafnvel vandræðalegt þegar það heyrir að ég sé frá Íslandi og það er styttra í aulabrandarana en áður.

Það er eins og fólk bregðist verr við því sem ógjörningur er að stjórna en því sem gerist af mannavöldum.

Ókunn kona á pósthúsinu sagði við mig í fúlustu alvöru að Ísland bæri ábyrgðina á því að sumarfríið hennar væri nú í uppnámi.

Kennarinn á námskeiðinu sem ég sótti í dag, lét aulabrandarana rigna yfir mig, en sá svo eftir öllu saman og baðst afsökunar á bullinu.

Jafnvel góðir kunningjar mínir sjá nú ástæðu til að hafa þetta á orði eins og lesa má úr þessum tölvupósti sem ég fékk sendan í dag:

Just to see if you're still going to do a spot at May 21st What A Performance!
What would it be? A 12 minute something?
Let me know
There will of course be no references or cheap jokes about ash, volcanoes, banks or anything of that sort - trust me!

Á síðasta ári lýstu margir íslendingar búsettir erlendis því hvernig þeir máttu þola háð, spott og jafnvel reiði út í Íslendinga vegna hamfaranna í efnahagslífinu og þá átti ég  bágt með að trúa þeim. Ekki bjóst ég við að ég ætti eftir að finna fyrir slíku á eigin skinni vegna náttúrhamfara á landinu. Svo lærir sem lifir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Fékk alveg splunkunýtt Private Eye í hendurnar í gær. Þar verður ekki þverfótað fyrir gosbröndurum, flestum heimfærðum upp á breska pólitík. Veit ekki hvort ég nenni að þýða, en fyndnir eru þeir nú samt sumir.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.5.2010 kl. 00:51

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he bara gaman af þessu :)

Óskar Þorkelsson, 11.5.2010 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband