Færsluflokkur: Heilbrigðismál

Kynlíf í kvöld

Hætt er við að spennan sem hefur verið að hlaðast upp í fólki smá saman undanfarnar vikur og jafnvel mánuði, nái hámarki í kvöld, þegar kjörstöðum verður lokað og byrjað verður að telja upp úr kössunum. Víst er að Það verður spennufall hjá mörgum seinni hluta kvöldsins þegar úrslit verða staðfest og því mikilvægt að vita hvernig hægt er að bregðast við því. -

Framvindan um myndun stjórnar eftir kosningar er nokkuð skýr og fyrirsjáanleg, þannig að ekki verður nein veruleg spenna tengd henni. XV og XS munu mynda stjórn og í stjórnarandstöðu verða XO, XB og XD. En hvort sem þú telur að þú hafir unnið eða tapað kosningunum, aukið völd þín eða tapað þeim, er viðbúið að í þér búi langvaraandi streita sem leita muni útrásar í kvöld.

Sex-and-stressÞað er samdóma álit lækna og sérfræðinga að besta leiðin til að bregðast við spennufalli sé að beina hinni innlokuðu orku inn í kynlífið. 

Kynlíf og spenna eru mjög tengd. Spenna hefur oft verið sögð orsök minni kynþarfar en jafnframt er kynlíf oft besta leiðin til að losa um spennu. Þeir sem eru í vafa um undursamleg áhrif kynlífs á heilsu og líf okkar, geta lesið hér  og hér stuttar greina um efnið.


Fagrar og sexý eða konur í neyð

Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú sérð svona myndir?  Í gegnum huga minn flaug spurningin,

a2b2Hvað er eiginlega að í þessum heimi?

Ef það eru til vitsmunaverur á öðrum hnöttum, skilur maður vel af hverju þær halda sig fjarri okkur, þegar við skoðum myndirnar sem hér fylgja og berum þær saman.

a3b5Sumar eru teknar í landi þar sem fólk lifir við alsnægtir og friður ríkir. Aðrar eru teknar þar sem styrjaldir, hungurneyðar og kerfisbundin utrýming fólks hafa átt sér stað.

Sjúkdómarnir sem valda þessu ástandi eru mismunandi.

a1b1Þeir heita mismunandi nöfnum en eiga það sameiginlegt að eiga heima í huga og hjörtum fólks.

Annars vegar heita þeir;  hatur og vanþekking, fordómar og græðgi. Einkenni þessarar sjúkdóma á heimsmælikvarða eru styrjaldir og hungurneyðir.

a6b7Hins vegar heita þeir; sjálfshatur, ímyndarveiki, depurð og einmannleiki sem eru andleg einkenni anorexíu og búlimíu.

Eins og flestum er orðið ljóst eru myndirnar vinstra megin af tísku-sýningarstúlkum. Þær eru fyrirmyndir þúsunda ungra stúlkna í Bandaríkjunum og mörgum löndum Evrópu. Stúlkurnar hægra megin eru fórnalömb úr útrýmingarbúðum og hungursneyða af völdum styrjalda.  


Grænu börnin

woolpitÞorpið Woolpit er nefnt eftir fornum pyttum sem finna má í grenndinni og kallaðir eru "Úlfapyttir" vegna þess að þeir voru í fyrndinni notaðir til að veiða í úlfa.

Dag einn síðla sumars fyrir meira en átta hundruð árum gengu þorpsbúar Woolpit til verka sinna á akrinum fyrir utan þorpið. Þegar þeir nálguðust akurinn heyrðu þeir hræðileg óp kom úr einum úlfapyttinum skammt utan akursins. Við nánari eftirgrennslan fundu þeir tvö felmtri slegin börn á botni hans.

greenkidzBörnin virtust eðlileg í alla staði fyrir utan tvennt; þau töluðu tungumál sem enginn skildi, en það sem meira var, hörund þeirra var grænt á litinn. Drengurinn og auðsýnilega eldri systir hans voru líka klædd í föt sem gerð voru úr torkennilegum efnum.

Eftir að þorpsbúar höfðu undrast og býsnast nægju sína yfir börnunum, ákváðu þeir að far með þau til landeigandans Sir Richard de Calne, á óðal hans í  Wikes. Sagan um fund barnanna fór eins og eldur í sinu um héraðið og margir lögðu leið sína til Wikes til að berja eigin augum undrin.

Börnin voru greinilega örmagna og hungruð en fengust ekki til að borða neitt af því sem þeim var boðið. Það var ekki fyrr en einhver veitti því athygli að þau gutu augunum í áttina að matreiðslukonu sem fór fyrir gluggann með fulla körfu af grænum baunum í fanginu, að þeim var boðið hrátt grænmeti eingöngu. Það þáðu þau og næstu mánuði lifðu þau eingöngu á grænum baunum og káli þar til loks þau fengust til að bragða á brauði og öðrum almennum mat.

aili_and_the_green_beanSmátt og smátt breyttist litarháttur þeirra og færðist nær því sem gekk og gerðist meðal enskrar alþýðu á þeim tíma.

Fólki fannst viðeigandi að láta skýra börnin og var það gert en þau dvöldust í góðu yfirlæti á heimili 
Sir Richard þar sem allir komu vel fram við þau.

Þegar leið að jólum, var orðið ljóst að drengurinn átti  greinlega mun erfiðara með að aðlaðast nýjum háttum. Hann varð þunglyndur og lést skömmu fyrir aðfangadag eftir skammvinn veikindi. Systir hans braggaðist hins vegar vel og eftir nokkra mánuði var ekki hægt að sjá muninn á henni og öðrum börnum.

Hún dvaldist á heimili  Sir Richards í mörg ár og lærði þar að tala reiprennandi ensku. En það sem hún hafði af fortíð sinni að segja jók frekar á leyndardóminn frekar en að skýra hann. Hún sagðist hafa átt heima í landi sem kallað væri St. Martin. Landið væri kristið og þar væri að finna margar kirkjur. Þar risi sólin ekki upp á himininn og íbúar þess byggju þess vegna í stöðugu rökkri.  

Green-4Stúlkan gat ekki skýrt hvernig hún og bróðir hennar hefðu lent í úlfapyttinum. Hún sagðist eingöngu muna eftir því ð hafa verið að gæta kinda föður síns þegar að hún heyrði mikinn klukknahljóm. Við hljóminn missti hún meðvitund og þegar að hún rankaði við sér voru þau stödd í stórum helli. Þau reyndu hvað þau gátu til að komast út úr hellinum og gengu á birtu sem barst inn í hann. Þannig komust þau í botn pyttsins þar sem þorpsbúarnir loks fundu þau.

Saga stúlkunnar var skráð af sagnritaranum William of Newburge. (1136-1198 í Historia rerum Anglicarum) Samkvæmt heimildum hans tók stúlkan sér nafnið Agnes Barre og giftist manni frá  King's Lynn.

Annar sagnritri Ralph of Coggeshall (d.1228), segir einnig frá grænu börnunum í Chronicon Anglicanum sem hann skrifaði í frá 1187 til 1224.

Báðir skrifuðu samt um atburðinn löngu eftir að hann átti að átt sér stað.

woolpit-village-signSagan um grænu börnin er einnig varðveitt í skjaldarmerki þorpsins Woolpit sem enn er í byggð og einnig á útsaumuðum refli í kirkju staðarins. Ekki er vitað hvort "Agnes" eignaðist afkomendur en svo mikið er víst að ekki hafa nein græn börn fæðst á Englandi svo vitað sé um.  

PS. Hér er að finna athyglisverða grein um svo kölluðu "Grænu veikina" eða chlorosis.

 


Pyntingaraðferðir CIA

torture_by_soldiers_1Obama Forseti, segja fréttir,  ætlar ekki að sækja til saka þá sem skipulögðu eða stóðu að pyntingum fanga í fangelsum CIA vítt og breitt um heiminn, ekki hvað síst í fangabúðum við Guantanamo flóa á Kúbu.

Sex mismunandi pyntingaaðferðir sem CIA reyndar kallar "Frekari yfirheyrslu aðferðir  (Enhanced Interrogation Techniques)  hafa verið í notkun frá miðjum mars 2002. Þær hafa einkum verið notaðar gegn grunuðum  al Qaeda meðlimum sem haldið er föngnum í fangelsum CIA í Austur Evrópu og Asíu. Aðeins örfáir CIA fulltrúar eru þjálfaðir í notkun pyndingaaðferðanna og hafa leyfi til að nota þær.

Aðferðirnar sem um ræðir eru þessar:

1. Að ná athyglinni; Yfirheyrandi grípur í skyrtu fangans að framan og hristir hann.

2. Athygli-kinnhestar. Slegið er opinni hendi í andlit fangans með það fyrir augum að valda snöggum sársauka og ótta. 

3. Maga-slög; Slegið er harkalega með opnum lófa á maga fangans. Markmiðið er að valda sársauka en ekki innvortis skaða. Læknar mæltu gegn því að nota hnefahögg sem gætu valdið innvortis blæðingum.

4. Langtíma-staða. Þessi er aðferð er sögð sú áhrifaríkasta. Fangar eru látnir standa hlekkaðir við keðjuauga sem fest er við gólfið, í meir en 40 klukkustundir. Þreyta og svefnleysi verða til þess að fanginn játar oftast.

5. Kaldi klefinn; Fanginn er látinn standa nakinn í klefa sem er fimm gráðu heitur. Allann tíman er skvett á fangann köldu vatni.

waterboarding-26. Vatns-pynding; Fanginn er reyrður við planka og fætur hans og höfðu reist frá honum. Plastfilma er strekkt yfir andlit fangans og vatni helt yfir hann. Ósjálfrátt byrjar fanginn að koka og drukknunarviðbrögð taka yfir. Nær undantekningarlaust biðja fangarnir sér vægðar og játa fljótlega í kjölfarið.

Samkvæmt heimildum CIA líða að meðaltali 14 sekúndur frá því að vatnspyndingarnar hefjast þangað til að játning liggur fyrir. sagt er að harðasti  al Qaeda fanginn, Khalid Sheik Mohammed,hafi unnið sér aðdáun pyntara sinna með því að gefast ekki upp fyrr en eftir tvær og hálfa mínútu.


10 einkenni Alzheimer.

Hinum skelfilega sjúkdómi Alzheimer hefur verið skotið inn í umræðuna, alltént með ósmekklegum hætti. Það hlýtur að vera einsdæmi að fyrrum "landsfaðir" þjóðar lýsi því yfir á fjölmennum og fjölmiðalvöktuðum fundi, að hann vonist til að annar nafngreindur einstaklingur sé haldinn Alzheimer.

Flesti sjúkdómar takmarka getu þína til að njóta dagsins og jafnvel framtíðarinnar. Alzheimer rænir þig ekki bara nútíð og framtíð, heldur fortíð þinni líka. Minningarnar og tilfinningarnar sem tilheyra þeim, ástvinir og hugmyndirnar sem við varðveitum með okkur um þá, hverfa í móðuna sem heitir Alzheimer. Alzheimer rænir þig að lokum öllu sem gerir þig að þér.

Sem tilraun til þess að umræðan fari ekki öll í vandlætingu á höfundi téðra ummæla, þótt hún kunni að vera verðskulduð , birti ég hér að neðan 10 algengustu einkenni sjúkdómsins sem kenndur er við Alzheimer.

Minnisleysi

Fólk gleymir oft nýlegum upplýsingum og getur ekki munað þær, jafnvel þó síðar sé.

Eðlilegt er að ; Gleyma stöku sinnum nöfnum og dagsetningum.

 

Að eiga erfitt með að framkvæma dagleg verk.

Fólk á í erfiðleikum með að skipuleggja og framkvæma dagleg verk. það getur átt í erfiðleikum með að elda mat, velja símanúmer eða taka þátt í leikjum.

Eðlilegt er að; Muna ekki endrum og eins hvers vegna þú fórst inn í herbergið eð a hvað þú ætlaðir að segja.

 

Erfiðleikar með mælt mál 

 Fólk með Alzheimer sjúkdóminn, man oft ekki einföld orð eða nota í stað þeirra óalgeng orð þannig að erfitt verður að skiljamálfar þeirra. Það er kannski að leita að tannbursta og segir þá; "þetta sem ég set í munninn".  

Eðlilegt er að; Fólk lendi af og til í erfiðleikum með að finna rétt orð.

 

Að ruglast á tíma og staðsetningu.

 Fólk með Alzheimer getur villst í nágrenni heimilis síns, gleymt með öllu hvar það er statt og hvernig það komst þangað sem það er statt og veit ekki hvernig það á að komast heim.

 Eðlilegt er að; gleyma stundum hvaða dag þú átt að vera einhversstaðar.

 

Slæm dómgreind.

 Þeir sem þjást af sjúkdóminum eiga það til að klæða sig á óviðeigandi hátt, geta farið í margar peysur á heitum degi eða litlu sem engu í köldu veðri. Dómgreind þeirra er skert og það getur átt það til að eyða háum peninga-upphæðum í símasölumenn. 
 

Eðlilegt er að; Gera eitthvað kjánalegt endrum og eins.

 

Að eiga erfitt að hugsa rökrétt 

Alzheimer sjúklingar eiga venjulega erfitt með að framkvæma flókin verk, gleymir gildi talna og hvernig á að nota þær.  
 

Eðlilegt er að; Finnast erfitt að reikna saman í huganum stöðuna á kortinu þínu.

 

Að týna hlutum 

Fólk með Alzheimer á það til að setja hluti á mjög óvenjulega staði; straujárnið í ísskápinn eða úrið sitt í sykurskálina.

Eðlilegt er að; Finna ekki lyklana eða veskið sitt af og til.
Breytingar á skapferli 

 Alzheimer sjúklingar geta sýnt mjög skjóttar skapferlisbreytingar. Frá ró getur grátur sótt að því og síðan reiði, án sýnilegra orsaka.

Eðlilegt er að; Að finna til sorgar eða reiði af og til.

 

Breytingar á persónuleika

Persónuleiki Alzheimer sjúklingar getur breyst mjög mikið. Þeir verða mjög ringlaðir, finnst annað fólk grunsamlegt, verður auðveldlega hrætt og háð öðrum fjölskyldumeðlimum. 

Eðlilegt er að; Persónuleiki fólks breytist lítillega með aldrinum.
Skortur á frumkvæði 

 Alzheimer sjúklingar geta misst allt frumkvæði. Það getur setið fyrir framan sjónvarp klukkustundum saman, sefur meira en vant er og vill ekki taka þátt í daglegum störfum. 

Eðlilegt er að; Verða þreyttur á vinnunni eða samfélagskyldum.

Að drekka heitt te getur valdið krabbameini.

teapot2Það er vandlifað í þessum heimi og margt mannanna bölið. Maður var ekki fyrr búinn að venja sig af kaffiþambinu, þegar þetta kemur í bakið á manni.

Að drekka of heitt te er nú talið geta valdið krabbameini í vélinda, rétt eins og reykingar og brennivínsdrykkja.

Það eru alla vega niðurstöður íranskra lækna sem undruðust háa tíðni krabbameins í vélinda meðal fólks sem hvorki reykir eða drekkur áfengi. Um það fjallar frétt BBC sem er að finna hér í fullri lengd.

Ólíkt því sem gengur og gerst í mið-austurlöndum nota vesturlandbúar mjólk út í tevatnið sem kælir það nægjanlega til að það verði ekki skaðlegt, eða niður fyrir 70 gráður.

Einkum eru Bretar þekktir fyrir þennan sið, sem er talin algjör helgispjöll á drykknum þegar austar dregur. Annars fjallaði ég ekki fyrir löngu um hvernig á að gera fullkominn tebolla. Áhugasamir sem ekki sáu þann "gagnmerka pistil" geta fundið hann hér.


100 forhúðir fyrir kóngsdótturina

Abraham1Sumir undra sig á því að kristið fólk umsker ekki sveinbörn sín þrátt fyrir að trúin sé sprottin úr gyðinglegum hefðum þar sem umskurður var stundaður í  þúsund ár fyrir burð Krists. Umskurður ungsveina á rót sína að rekja, samkvæmt Biblíunni, til fyrirskipunar Guðs til Abrahams í fyrstu Mósebók 17:9-15;

 9 Guð sagði við Abraham: "Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars. 10 Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera. 11 Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar. 12 Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg. 13 Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli. 14 En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."

Davíð með forhúðirnarUmskurðir tíðkuðust líka meðal forn-Egypta en siðurinn lagðist þar af og er hvergi trúarleg skylda nema meðal Gyðinga. Fræg af endemum er frásögnin í fyrstu Samúelsbók sem segir frá þegar Davíð reynir að ná sáttum við Sál konung um að gefa sér dóttur hans sem Davíð girntist;

24 Þjónar Sáls báru honum þetta og sögðu: "Slíkum orðum hefir Davíð mælt." 25 Þá sagði Sál: "Mælið svo við Davíð: ,Eigi girnist konungur annan mund en hundrað yfirhúðir Filista til þess að hefna sín á óvinum konungs.'" En Sál hugsaði sér að láta Davíð falla fyrir hendi Filista. 26 Og þjónar hans báru Davíð þessi orð, og Davíð líkaði það vel að eiga að mægjast við konung. En tíminn var enn ekki liðinn, 27 er Davíð tók sig upp og lagði af stað með menn sína og drap hundrað manns meðal Filista. Og Davíð fór með yfirhúðir þeirra og lagði þær allar með tölu fyrir konung, til þess að hann næði mægðum við konung. Þá gaf Sál honum Míkal dóttur sína fyrir konu.

Egyptar umskeraJesús var umskorinn í samræmi við þessi fyrirmæli Guðs til þjóðar sinnar (Lúkas 2.21.) og allir postularnir voru karlmenn af gyðinglegum ættum og hljóta því að hafa verið umskornir.

Í Postulasögunni má lesa hvernig Páll postuli byrjar að boða þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs kristna trú. Það varð til þess að deilur spruttu upp á meðal kristinna hvort nauðsynlegt væri að umskera þá sem tóku hina nýju trú. Í Postulasögunni 15.1 segir svo;

1 Þá komu menn sunnan frá Júdeu og kenndu bræðrunum svo: "Eigi getið þér hólpnir orðið, nema þér látið umskerast að sið Móse." 2 Varð mikil misklíð og þræta milli þeirra og Páls og Barnabasar, og réðu menn af, að Páll og Barnabas og nokkrir þeirra aðrir færu á fund postulanna og öldunganna upp til Jerúsalem vegna þessa ágreinings.

Uumskurður meðal GyðingaÍ kjölfarið á þessum deilum hinna fyrstu kristnu manna voru þeir kallaðir saman til fundar í Jerúsalem til að ræða málið. En segir Postulasagan frá þeim fundi;

Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea, er trú höfðu tekið, og sögðu: "Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse."

6 Postularnir og öldungarnir komu nú saman til að líta á þetta mál. 7 Eftir mikla umræðu reis Pétur upp og sagði við þá: "Bræður, þér vitið, að Guð kaus sér það fyrir löngu yðar á meðal, að heiðingjarnir skyldu fyrir munn minn heyra orð fagnaðarerindisins og taka trú. 8 Og Guð, sem hjörtun þekkir, bar þeim vitni, er hann gaf þeim heilagan anda eins og oss. 9 Engan mun gjörði hann á oss og þeim, er hann hreinsaði hjörtu þeirra með trúnni. 10 Hví freistið þér nú Guðs með því að leggja ok á háls lærisveinanna, er hvorki feður vorir né vér megnuðum að bera?

Umræðurnar héldu áfram um drykklanga stund og enduðu með því að Jakob bróðir Krists segir;

19 Ég lít því svo á, að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim, er snúa sér til Guðs, 20 heldur rita þeim, að þeir haldi sér frá öllu, sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21 Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag."

Það er í sjálfu sér athyglisvert að Pétur lýsir umskurðinum sem oki sem hann og forfeður hans hafi þurft að bera, og gefur þannig í skyn að til hafi verið gyðingar sem voru umskurðinum fótfallnir. Hann gerir sér glögga grein fyrir að muni verða hindrun á vegi fkarlmanna við að móttaka kristna trú ef þeim yrði gert að undirgangast umskurð. Samt sem áður má lesa í næsta kafla hvernig Páll sjálfur tekst á hendur að umskera Tímóteus til að gera hann hæfari til að stunda trúboð meðal Gyðinga.

Í bréfum sínum leggur Páll sig fram um að  þróa hugmyndina um táknrænan og andlegan umskurð, frekar en bókstaflegan. Í framhaldi af því lögðust umskurðir af í kristinni trú sem trúarleg skylda þar til á síðustu öld.  Árið 1963 kom út bók eftir  SI McMillen, sem heitir "None of these Diseases" þar sem hann segir að Móselögin hafi komið til af heilsufarslegum ástæðum. Það er aftur á móti ekkert sem bendir til að umskurður hafi nokkuð með heilsu mana að gera, hvorki til hins verra eða betra. En bókin vakti athygli og rímaði vel við umskurðardelluna sem ríkti meðal lækna í Bandaríkjunum á seinni hluta síðustu aldar.

Umskurður kvenna

umskurður stúlkubarnsUm það sem stundum er kallaður umskurður kvenna, gegnir allt öðru máli. Um er að ræða afskræmingu á kynfærum kvenna sem hafa margar skaðlegar afleiðingar í för með sér og er víðast hvar fordæmdur sem villimannleg grimmd.  Talið er að siðurinn sé ævaforn og eigi rætur sínar að rekja til suðaustur Afríku. Þaðan barst hann til Arabíu og miðausturlanda. Siðurinn viðgengst enn hjá frumstæðum ættbálkum Afríku og Arabíuskagans, einkum þeirra sem játa íslamska trú og hefur því verið settur í samband við Íslam.

Ætlunin með "umskurði" kvenna er að reyna að  koma í veg fyrir að konan njóti kynlífs og verði þannig trygg eiginmanni sínum. Hún má samt ekki neita honum um hjúskaparrétt hans. Umskurðurinn er því gróf valdbeiting og kúgunaraðferð sem konurnar eru beittar og sem ekki eiga sér neina stoð í Íslam þó varla sé hægt að segja að þau trúarbrögð séu höll undir jafnrétti kynjanna.


Að setja rassinn í klór

RassgatsklórFyrirsögnin er reyndar miklu prúðmannlegri en efni þessa pistils gæti hæglega gefið tilefni til. (En aðgát skal höfð í nærveru sálar.) Það sem um ræðir er ný fegrunartækni og fegrunarlyf sem ætlað er fyrir þann hluta líkamans sem virðist algjörlega hafa orðið útundan fram að þessu í líkamsfegrunar-æði nútímans.

Það er sem sagt byrjað að selja fegrunarlyf fyrir endaþarminn og svæðið í kringum op hans.(Venjulega kallað rassgat) 

Hugmyndin er að gera aftur hvítan eða bleikan þennann mikilvæga líkamhluta sem mörg okkar sjáum svo sjaldan að við höfum ekki einu sinni hugað að litnum á honnum.

Þetta svæði hefur, er mér sagt, tilhneygingu til að dökkna og verða brúnleitt á fullorðinsárum sem mörgum æskudýrkandanum þykir bagalegt. Þess vegna hefur skapast eftispurn eftir bleikingarefni sem hægt er að nota á endaþarma og nú er það komið á markaðinn.

Ég get því miður ekkert fullyrtt um virkni efnissins persónulega og kem ekki til með að gera það að sinni. (Aldrei að að segja aldrei)  

Satt að segja finnst mér þessi tegund fegrunaraðgerða minna dálítið á síðustu tvö bloggefni mín, þ.e. tilraunir frambjóðenda í prófkjörum til að sannfæra okkur um að það hafi orðið eðlisbreyting á viðhorfum þeirra. Ég er nokkuð viss um að það sé alveg sama hversu lengi þú leggur rassinn á þér í klór, á endanum kemur það sama út úr honum og fyrr.


Eldri feður eignast heimskari börn

Gamall faðirEftir því sem vísindin færa okkur meiri þekkingu breytist samfélag okkar, næstum því án þess að við tökum eftir því.

Fólk talar um að ýmis viðmiðunarmörk á æviferlinum hafi raskast og breyst þannig að fólk geti í dag t.d. átt fyrri og seinni starfsferil og stofnað fyrri og seinni fjölskyldu o.s.f.r.

Eftir því sem langlífi verður algengara, gerir fólk kröfur til þess að lifa lífi sínu sínu eftir eigin vali og skipulagi, frekar en náttúrulegu vali eins og áður virtist ráða. 

En eitthvað hefur náttúran sjálf  verið sein að átta sig á þessum nýungum í lífshlaupi hins vestræna nútíma-manns því í ljós hefur komið að það er ekki bara aldur mæðra sem getur ógnað heilsu afkvæma þeirra, heldur er hætta á að börn eldri feðra verði ekki eins gáfuð og börn yngri manna.

Að auki eru börn eldri karlmanna (eldri en 40 ára) líklegri til að fá allskonar sjúkdóma, bæði andlega og líkamlega. Helsta ástæðan er sögð að stökkbreytingar í litningum sæðis karla, hlaðast upp með aldrinum og  valdið þessum einkennum í börnunum þeirra.

Slíkar eru alla vega niðurstöður rannsókna sem nú eru kynntar okkur. hér, hér og hér


Sjaldgæfasti sjúkdómur í heimi - Ekki gefast upp

0 Sjaldgæfasti sjúkdómurinnHann heitir Ruben og er átta ára og á heima í Gomersal, West Yorkshire á Englandi. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn er svo sjaldgæfur að það er ekki einu sinni búið að gefa honum nafn. Hann hefur þjáðst af sjúkdóminum frá fæðingu og læknar fundu enga lækningu. Það næsta sem þeir komust í greiningu sjúkdómsins var að segja hann líkjast Diamond Blackfan Anaemia (DBA)

Hann þjáðist af stöðugum svima og ónæmiskerfið var svo veikt að hann var með astma og exem á háu stigi. Hann þurfti stöðugar blóðgjafir vegna þess hve rauðu blóðkornin fjölguðu sér lítið. Hjartsláttur hans var stundum þrefalt hraðari en eðlilegt getur talist og hann var mikið á eftir jafnöldrum sínum í þroska.

Foreldrum hans Peter Mead og Michelle Grainger-Mead var sagt að líklega þyrfti hann að undirgangast beinmergskiptingu sem gæti verið honum lífshættuleg vegna þess hve veikbyggður hann var.

En þau gáfust ekki upp við að leita að lækningu fyrir son sinn. Þau rannsökuðu allar heimildir sem var að finna í þrjú ár og reyndu fjölda óhefðbundna læknisaðferða. Þau þræddu netið við að lesa læknisfræðigreinar og prófuðu jafnframt allt frá nálarstungu til sérstakra vatnsbaða.

Loks duttu þau niður á lausn sem virðist virka. Læknarnir sem önnuðust Ruben hafa lýst undrun sinni yfir því að drengur sem þurfti á blóðgjöf að halda einu sinni í mánuði hefur nú verið án þeirra  í þrjú ár. Einkenni sjúkdómsins hafa að mestu horfið og þroski Rubens tekið stór stökk fram á við.

Það var næringarfræðingurinn  Diana Wright sem kom þeim á sporið. Hún uppgötvaði að Ruben skorti ákveðnar kjarnasýrur (leucine og isoluceine) og eggjahvítuefni í líkama sinn. Hann var því settur á eisnkonar fæðubótarefni sem var blandað í drykk hans og fæðu. Áhrifin létu ekki á sér standa og nú hafa læknar ákveðið að rannsaka þessi tengsl ýtarlegan í von um að finna megi lækningu fyrir þau hundruð barna sem þjást af DBA.

Fæðubótarefnin sem Ruben tekur eru ekki ódýr. Þau kosta foreldra hans 10.000 pund á ári.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband