Færsluflokkur: Heilbrigðismál
15.2.2009 | 20:42
"Ekki koma inn í áruna mína"
Það vakti verðskuldaða athygli á dögunum þegar að Ragnheiður Ólafsdóttir vara-þingkona sté í pontu á Alþingi og skammaði samkunduna fyrir að eyða of miklum tíma í bull og kjaftæði.
Í viðtali sem ég sá við hana, kom í ljós að hún segist sjá árur, einskonar útgeislun frá fólki sem myndar allt að sex metra víðan hjúp yfir og í kring um viðkomandi. Það sem meira var, er að Ragnheiður segist geta lesið út úr þessum geislum, lunderni og skap árueigandans og af öllum þingmönnum hafi Forsætisráðsfrúin Jóhanna Sigurðardóttir, fögrustu áruna.
Orð Ragnheiðar um stærð árunnar, minntu mig á atvik sem átti sér stað fyrir nokkrum árum þegar ég kynntist lítillega manni sem var haldin geðhvarfasýki á háu stigi. Viðkvæði hans var ætíð þegar þú nálgaðist hann; "Ekki koma inn í áruna mína".
Þeir sem dregið hafa árutilvist í efa benda einmitt á að hún geti verið afleiðing brenglaðrar heilastarfsemi.
Nú er það nokkuð víst að fólk hefur sammælst um að sumir hafi meiri og betri "útgeislun" en aðrir en þá er ekki endilega verið að meina það sem kallað er ára. Góð útgeislun er í þessu sambandi sett í samhengi við "góða viðveru" viðkomandi og/eða bjarta og hrífandi persónutöfra sem virðast jafnvel skila sér á ljósmyndum.
Ára er samkvæmt almennri skilgreiningu notað yfir paranormal fyrirbæri sem reyndar er vel þekkt úr trúarbrögðunum. Geislabaugar og skínandi ásjónur eru einmitt sögð eitt af einkennum helgra persóna og sögur af slíku að finna viðast hvar á jarðarkringlunni.
Frægur er misskilningurinn eða misþýðingin á hebreska orðin "karnu panav" קרנו פניו sem notuð eru til að lýsa skínandi ásjónu Móse í GT og þýðir "lýsandi ásjóna". Í miðaldar þýðingum Biblíunnar er orðið þýtt "cornuta" sem þýðir "hyrndur" og það varð til þess að t.d. Michelangelo sýnir Moses með horn í stað geislandi ásjónu.
Þegar að nýaldar fræðin flóðu yfir heimsbyggðina upp úr 1970 varð árusýn og árutúlkun afar vinsæl tómstundaiðja og jafnvel atvinnugrein, enda margir sem töldu sig geta séð ljósagang í kringum fólk. Oft var í því sambandi vísað til svokallaðrar Kirlian ljósmyndatækni sem sögð var sanna að árur væru raunverulegar.
Semyon Davidovich Kirlian var rússneskur vísindamaður sem tókst árið 1939 að taka myndir (samt án myndavélar) af örfínni útgeislun frá lífrænum hlutum eins og laufblöðum, með aðstoð hátíðni hraðals. Þegar að Kirlian lét þau orð falla að þessi útgeislun væri sambærileg við áru manna urðu niðurstöður hans fljótlega afar umdeildar meðal raunvísinda-manna sem á annað borð gerðu sér far um að fjalla um þær.
Þeir sem fjallað hafa um áruna (og þeir eru ófáir) skipta henni oft í mismunandi tegundir. Talað er um ljósvaka áru (etheric), megin áru og andlega áru. Hver litur í árunni er sagður hafa sína heilsufræðilega merkingu og jafnframt gefa til kynna andlegt ástand viðkomandi. Áran er ekki raunverulegt ljós heldur skynhrif sem augað getur framkallað umfram venjulega sjón.
Árufræðin hafa í dag blandast ýmsum öðrum gervivísindum og paranormal fyrirbrigðum eins og orkustöðvafræðum, nálarstungum, kristalfræðum og heilunarkenningum.
Allar tilraunir til að sanna árusýnir undir vísindalegum aðstæðum, hafa hingað til ekki þótt sannfærandi.
14.2.2009 | 15:14
Líf án lima
Hann heitir Nick Vujicic og var fæddur í Melbourne í Ástralíu 1982. Hann er fót og handleggjalaus og þjáist af svo kölluðum Tetra-amelia sjúkdómi.
Líf hans hefur verið ein þrautaganga. til að byrja með fékk ekki að ganga í venjulega skóla þar sem lögin í Ástralíu gera ráð fyrir að þú sért ófatlaður, jafnvel þótt þú hafir óskerta vitsmuni.
Þessum lögum var svo breytt og Nick fékk að ganga í skóla þar sem hann lærði að skrifa með því að nota tvær tær á litlum fæti sem grær út úr vinstri hlið líkama hans. Hann lærði einnig að nota tölvu sem hann stórnar með hæl og tám.
Hann þurfti að þola einelti í skóla og varð af því mjög þunglyndur og um átta ára aldurinn byrjaði hann að íhuga sjálfsvíg.
Fjölskylda Nick er mjög kristin og Nick bað Guð heitt og innilega að láta sér vaxa limi. Þegar það gerðist ekki varð hinum ljóst að honum var ætlað annað hlutskipti.
Þegar hann varð sautján ára byrjaði hann að halda smá ræður í bænahópnum sem hann stundaði og brátt barst hróður hans sem ræðumanns og predikara víðar. Í dag stjórnar hann sjálfstyrkingarnámskeiðum og flytur fyrirlestra víða um heim.
Hann stofnaði samtök sem heita Líf án lima sem hefur að markmiði að veita limalausu fólki innblástur og uppörvun.
En sjón er sögu ríkari.
Á netinu er að finna nokkur myndskeið með Nick og þar á meðal þetta sem ég mæli með að fólk horfi á enda tekur það ekki nema eina og hálfa mínútu.
Þá sýnir myndbandið hér að neðan, hvernig Nick ber sig að við að hjálpa sér sjálfur.
5.2.2009 | 16:22
Tæknlilegar lausnir á andlegum vandamálum
Sumir trúa því að tæknin og vísindin get leyst flest ef ekki öll vandamál mannkynsins, svo fremi sem þeim sé bara rétt beitt. Þessi trúa er jafnan byggð á þeirri staðreynd að mörg af þeim meinum sem fylgt hafa mannkyninu í gegn um tíðina hafa verið farsællega leyst með tilkomu vísindalegar þekkingar og beitingu hennar gegn vandamálinu. Sú staðreynd sýnir sig e.t.v. best í læknisfræðinni þar sem fjöldi sjúkdóma sem áður voru jafnvel banvænir, eru nú meðhöndlanlegir.
Siðferðilegum spurningum um hvað sé tilhlýðilegt og hvað ekki, þegar kemur að því að bjarga mannslífum, auka líkurnar á langlífi og velsæld og koma til móts við misjafnar og persónulegar kröfur fólks, fækkar stöðugt eða er slegið á frest að svara þangað til þær verða einhvern veginn óþarfar.
Engin spyr lengur hvort það sé siðferðilega rétt að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma með því að breyta genauppbyggingu einstaklinga. Það gerist einnig æ líklegra, að fólk geti haft áhrif á útlit og atgervi barna sinna með því að breyta genauppbyggingu þeirra.
Þá eru í dag framleiddir róbottar sem hafa þann tilgang einan að vera félagar fólks sem þarfnast félagsskapar en fær hann ekki í nægjanlegum mæli frá samferðafólki sínu. Þessir róbottar sýna viðbrögð við strokum, bregðast við augnaráði og gefa frá sér hljóð eftir því hvernig þeir eru snertir. Allar siðferðislegar spurningar um hvort slíkt sé í lagi eða ekki eru löngu hættar að heyrast. Hver er munurinn á Róbott og hundi ef að hvorutveggja kemur á móts við þarfir einstaklingsins?
Æðstu siðferðilegu rökin við öllum nýungum eru; að ef þau skaða engan, eru þau í lagi og hver og einn verður að meta hvað er skaðlegt fyrir hann sjálfan.
En er þetta rétt? Er ekki hægt að ganga fram af siðferðiskennd fólks svo fremi sem þessi rök halda?
Tökum sem dæmi Þetta;
Í dag geta petafílar keypt sér litlar dúkkur við sitt hæfi sem kynlífsleikföng. Þá er unnið að því að þróa róbott sem sýnir þau viðbrögð sem petafílar sækjast eftir í fórnarlömbum sínum.
Tæknilega er verið að koma á móts við ákveðið vandamál sem mikill fjöldi karlmanna á við að stríða.
Með hvaða rökum er hægt að mótmæla þessu, svo fremi sem þeir gera sér "vélmennisbarn" að góðu? Og hvar á að stöðva þróun vélmenna í þessu tilliti. Má t.d. blanda saman lífrænum vefjum við vélina til að gera hana líkari mennsku barni? -
Hverjar eru ykkar skoðanir á þessu ?
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)