Færsluflokkur: Mannréttindi

Sannleikur sannleiksnefnda

Fá mannhvörf á Íslandi hafa verið rannsökuð jafn rækilega og hvarf Geirfinns Einarssonar. Og það er fjarri mér að amast við upptöku þess máls ef það má verða til þess að linna sársauka þeirra sem verst urðu úti í tengslum við ásakanir um meinta glæpi tengda því. - Reyndar er þessi ráðstöfun samt allt of sein á ferðinni til að fólk geti vonast eftir að hún verði til að þau grói um heilt  sárin sem svo margir hlutu af hörmulegri málsmeðferð þessa máls.

Sannleiknefndir eru vinsælar erlendis, sérstaklega þegar grunur leikur á að sannleikanum hafi verið hagrætt af stjórnvöldum gagnvart almenningi.  -

Á Íslandi hafa aðeins tvær sannleiksnefndir starfað svo ég muni. Önnur á vegum Alþingis til að rannsaka bankahrunið og á niðurstöðum hennar er nú verið að lögsækja Geir Haarde. Það fer um mann aulahrollur í hvert sinn sem það mál ber á góma. 

Hin sannleiksnefndin var á vegum Kirkjunnar til að rannsaka viðbrögð hennar við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni um kynferðisafbrot. Þar fannst vitanlega ekkert sem neinu breytti.

Verði tillagan um sannleiksnefnd til að rannsaka Geirfinnsmálið samþykkt, vona ég að niðurstöður hennar verði meira sannfærandi en niðurstöður þessara tveggja nefnda sem við höfum nú þegar reynslu af.

Á Bretlandi var af góðri og gildri ástæðu skipuð sannleiksnefnd til að rannsaka nákvæmlega aðkomu Bretlands að innrásinni í Írak. Þar komu fram upplýsingar sem sönnuðu að innrásin var gerð á fölskum forsendum og að ráðamenn innrásarþjóðanna vissu það vel. -

Þegar Ísland lýsti stuðningi við þá styrjöld og þær hörmungar sem ekki er séð fyrir endann á enn, var það á ábirgð tveggja manna að landið tapaði siðferðilegri stöðu sinni meðal þjóða heimsins. Það var ófyrirgefanlegt klúður sem er þess virði að rannsaka og setja í sannleiksnefnd. -


mbl.is Vilja sannleiksnefnd um Geirfinnsmálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla að hengja prestinn

yosef-nadarkhaniJósef Nadarkhani er 34 ára kristinn íranskur prestur. Honum hefur verið gefið að sök að hafa gengið af trúnni (Íslam) og stunda trúvillu. Í réttarhöldunum yfir honum á síðasta ári kom fram að írönsk yfirvöld álíta að hann hafi verið múslími þegar hann var 15 ára (fullveðja samkvæmt lögum Íslam) og hafi því réttlega gengið af trúnni þegar hann tók kristna trú.

Þessu neitar Jósef og segist aldrei hafa verið múslími. Dómararnir bentu þá á að hann væri af íslömskum ættum og dæmdu hann til dauða. Yfirréttur staðfesti þann dóm nýlega en gaf Jósef þrjú tækifæri til að afneita hinni kristnu trú fyrir dóminum og komast þannig hjá aftöku. Jósef þáði ekkert þeirra og bíður nú eftir dauðadómnum verði fullnægt í þessari viku.

Jósef NadarkhaniÞrátt fyrir að kristnir, gyðingar og fylgjendur Zóroasters eigi að njóta friðhelgi (sem fólk bókarinnar) undir Íslam samkvæmt Kóraninum, hefur aukin harka færst í ofsóknir á hendur þessum minnihlutahópum í Íran síðustu misseri. - Hún er rakin til yfirlýsingar Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins og yfirklerks, sem hann sendi frá sér fyrir u.þ.b. ári síðan; "Markmið óvina Íslam er að veikja trúarbrögðin í írönsku samfélagi og til að ná því markmiði útbreiða þeir siðleysi, tómhyggju, falska dulhyggju,  Bahai-isma og stofnsetja heimakirkjur."

Ofsóknirnar eru vitanlega í blóra við allar alþjóðasamþykktir og jafnvel einnig  stjórnarskrá Íran sem kveður á um að trúfrelsi skuli vera í landinu. Enn eins og í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggjan og hræðsluáróðurinn beinist fyrst og fremst að innri óvinum frekar en þeim sem landinu ógna utanfrá, gleymast fljótt lög og reglur, hvaðan sem þær koma. Ofsóknabrjálæði stjórnvalda í Íran beinist nú í auknum mæli gagnvart öllum sem ekki tilheyra rétttrúnaði Shia klerksins í Qom.

Bahaiar sem teknir hafa verið af lífi í ÍranÍ Íran búa um 70 milljónir manns.  Rétt um 2% heyra ekki til Islam. Shia grein Íslam er þar allsráðandi en þótt rétt um 8% tilheyri suni greininni eru þeir einnig beittir miklu misrétti. Í höfuðborginni Theran, þar sem a.m.k. ein milljón þeirra býr fá þeir ekki að byggja sér tilbeiðsluhús (mosku).

Langstærsti minnihlutahópurinn (700.000)  í Íran eru bahaiar en fjöldi þeirra sitja án dóms og laga í írönskum fangelsum en þeir hafa sætt ofsóknum í landinu allt frá upphafi trúarinnar.

Talið er að kristnir í Íran telji um 300.000 og eru flestir þeirra af armenskum uppruna.


Lágkúrulegur áróður kínverskra yfirvalda

Kínversk aftakaKínversk yfirvöld taka af lífi þúsundir manna og kvenna á hverju ári. Dauðasakirnar eru misjafnlega alvarlegar en það er fátítt að yfirvöld sjái ástæðu til að réttlæta aftökurnar. Nú ber svo við að mikið fjaðrafok verður út af aftöku ungs manns sem fundinn var sekur um morð. - (Sjá meðfylgjandi frétt)

Yfirvöld hafa gripið tækifærið til að réttlæta dauðadóms-stefnu sína og með tilvísun í hið fólskulega morð sem þessi ungi  nemandi framdi  fá þau um leið tækifæri til að fordæma æskufólk í landinu fyrir slæmt siðferði og glæpahneigð.

Hvað sem sagt hefur verið um kínverska slæg og kænsku í stjórnarháttum, hefur því öllu  verið varpað fyrir róða í nútíma kínversku stjórnarháttum. Fólskubrögð yfirvalda þar á bæ eru auðsæ og áróðurinn vita gagnsær og einfeldningslegur. - Blekkingar þeirra og fyrirsláttur, blekkja ekki nokkurn mann. -

Í tengslum við örlög þessa unga manns hafa kínversk stjórnvöld sett af stað sjónarspil sem þeir halda að muni draga úr gagnrýni mannréttindasamtaka og almennings í öðrum löndum á gengdarlausar aftökur á sakamönnum í Kína.

Þeir reyna um leið að hámarka árangurinn af sjónarspilinu með að koma áleiðis grófum áróðri sem beint er að æskulýð landsins. -

Gömlu kínversku kommarnir hafa lært eina lexíu vel af  bandamönnum sínum, Bandaríkjunum. Það er að halda almenningi í stöðugri hræðslu við allt og alla. Það er besta stjórnunartæki sem hægt er að hugsa sér.


mbl.is Stúdent tekinn af lífi í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kínverska hugmyndalögreglan

Hvar er Ai WeieiMyndlistamaðurinn Ai Weiei situr enn í fangelsi einhversstaðar í Kína. Til að minna á hann og baráttu hans, héldu nokkrir listamenn myndlistarsýningu sem opnuð var fyrir þremur dögum.. Einn vegginn, sem þeir skildu eftir auðan, helguðu þeir minningu Ai Weiei.

Sýningin sem sett var upp í Beijing hafði varla opnað dyrnar þegar að kínverskar öryggissveitir birtust. Þar var komin sendinefnd frá kínversku hugmyndalögreglunni sem er ætlað að hafa hemil á öllum hugmyndum sem ríkinu líkar ekki við einhverra hluta vegna. Talið er að fjöldi manna og kvenna í þjónustu hugmyndalögreglunnar sem m.a. reynir að stjórna aðgangi Kínverja að internetinu, skipti milljónum. 

Hugmyndalöggan tók niður allar myndir sýningarinnar og handtók síðan aðstandendur hennar. Tveir þeirra voru hnepptir í fangelsi og ekkert hefur til þeirra spurst. -

Þessi og önnur miklu grófar mannréttindabrot líða þjóðirnar Kína. Ísland, sem í stað þess að fordæma þetta fasíska og úrelta stjórnarfar sem viðgengst í Kína, sækist eftir meiri samskiptum og auknum viðskiptum við ríkið.

Mannréttindasamtök sem hvetja til aðgerða gegn Kína er sagt að tillögur þeirra mundu í framkvæmd standa í vegi fyrir efnahagslegum vexti Kína og það væru líka mannréttindabrot gegn hinum almenna Kínverja. Sannleikurinn er sá að umsvif Kína í heiminum aukast dag frá degi og áhrif þess á efnahagslíf annarra þjóða eru nú orðin svo mikil að ekkert þeirra getur fórnað ábatanum af viðskiptunum við Kína án þess að finna verulega fyrir því. Þess vegna sleppa  flest lönd að gagnrýna kínversk stjórnvöld, hvað þá að grípa til aðgerða gegn þeim.

 


mbl.is Minnast mannréttindabrota í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málið sem ekki vill hverfa

Dr_David_KellyDavid Cameron forsætisráðherra Bretlands segist ekki sjá neinar góðar ástæður til að láta rannsaka dauða sýklavopnasérfræðingsins Dr David Kelly sem sagður er hafa framið sjálfsmorð árið 2003.

David Kelly var sá sem BBC bar fyrir því að skýrslan sem Tony Blair notaði til að réttlæta innrásina í Írak, hefði verið viljandi ýkt til að láta líta svo út að Saddam Hussain réði yfir sýklavopnum. (Sjá grein)

Afskipti Camerons af málinu sannar að málið er pólitískt en ekki lögreglumál eins og það ætti að vera. Einnig hefur verið bent á að David Cameron þyki mikilvægt og sjálfsagt að enduropna mál Madeleine McCann en sjái ekki neina þörf á því að vita fyrir víst hvað og hver var valdur að dauða Dr. Kellys.

Ummæli forsætisráðherrans hafa verið gagnrýnd af læknum og vísindamönnum sem berjast fyrir því að málið verði tekið upp að nýju og að í þetta sinn verði rannsókninni hagað í samræmi við réttarlækninga-lögin frá 1988 sem hin fræga Lord Hutton skýrsla gerði ekki.

Niðurstaða Hutton skýrslunnar er að David Kelly hafi framið sjálfsmorð með því að taka in stóran skammt af verkjatöflum og skera sig púls með vasahnífnum sínum.

Skýrslan lætur ósavarað fjölda spurninga um dauða Dr Kelly og þykir frekar illa unnið plagg.

Að auki hafa komið fram upplýsingar eftir að skýrslan var gefin út sem ástæða þykir til að rannsaka betur.

Atferli Kellys dagana fyrir "sjálfsmorðið" þykir ekki benda til að hann hafi verið í neinum slíkum hugleiðingum. Hann skipulagði vinafundi í næstu viku og bókaði far aftur til Írak til að halda áfram vinnu sinni þar.

Gagnrýnendur Hutton skýrslunar hafa margoft bent á að ekki er fjallað í henni um ástæður þess að engin fingraför fundust á þeim munum sem hann hafði á sér, né þá staðreynd að verkjatöflurnar sem hann tók gátu akki leitt hann til dauða.

Þá er ekki minnst á þyrluna sem Thames Valley lögreglan leigði til að fljúga á þann stað sem Dr Kelly lá, 90 mínútum eftir að líkami hans fannst. Þyrlan hafði viðdvöl í fimm mínútur og hvarf sían af vettvangi. Hvað hún ar að gera og hver var í þyrlunni hefur aldrei komið fram.


Peningar og kynferðislegt ofbeldi

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er í afar vondum málum. Hann gerðu þau slæmu mistök að koma fram við konu, (þernu á hótelinu þar sem hann dvaldist)  á sama hátt og stofnunin sem hann vinnur fyrir kemur er þekkt fyrir að koma fram við þær þjóðir sem þurfa á aðstoð hans að halda.
Rétt eins og Dominique neyddi konuna til að fara að vilja sínum með ofbeldi, neyðir sjóðurinn þjóðirnar sem sóst hafa til eftir aðstoð hans,  til að gera allt eins og þeim þóknast.
Dominique  hagaði sér alveg eins og auðugur þrælahaldari á 19 öld. Hann sá þjónustustúlkuna, ágirntist hana og gerði hana svo að fórnarlambi sínu.
Hvatir AGS og framkoma sjóðsins gagnvart sínum skjólstæðingum er af nákvæmlega sama toga.  
Hér sannast eina ferðina enn, þótt margir eigi erfitt með að viðurkenna það, að persónubrestir og karaktersgallar þeirra einstaklinga sem veljast í miklar valdastöður,   móta hegðun þeirra og störf á lands og alþjóðlega vísu og endurspeglast þannig í samskipum þjóða og alþjóðlegra stofnana. -

mbl.is Strauss-Kahn ákærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósýnilegar konur

hillary%20clinton%20photoshopMyndin af Obama og Co þar þau fylgjast með aftöku Osama bin Ladens í beini útsendingu var látin í té af Hvíta húsinu til birtingar í fjölmiðlum með ákveðnum skilyrðum. Fréttastjórum dagblaðsins Der Tzitung í Brooklín er greinilega nokkuð sama um þau skilyrði.  Þær Hillary Clinton og Audrey Tomason eru báðar gerðar ósýnlegar á þeirri útgáfu af myndinni sem blaðið birti. Skilmálar Hvíta hússins eru svona;

"This official White House photograph is being made available only for publication by news organizations and/or for personal use printing by the subject(s) of the photograph. The photograph may not be manipulated in any way and may not be used in commercial or political materials, advertisements, emails, products, promotions that in any way suggests approval or endorsement of the President, the First Family, or the White House."

Ef að fréttablað hefur ákveðið að halda sig við miðaldaviðhorf gagnvart konum og birta ekki einusinni af þeim  myndir, er vandséð hvað vakir fyrir þeim að birtingu þessarar breyttu ljósmyndar yfirleit, þegar þeir vita að þeir eiga yfir höfði sér lögsókn fyrir að hafa rofið birtingarskilmálanna. Blaðið hefði átt að sleppa fótósjoppinu og halda sig við tækni sem hæfir hugarfari ritstjórnarinnar.


Íslenski fáninn misnotaður af NATO

NATO_Briefing_8Apr11_hdhb_160x90_1873092000_thumbnailVið ætluðum ekki að drepa Gaddafi segja talsmenn NATO. Allir vita að þeir eru að ljúga. Jafnvel Obama sagði skýrum orðum korter fyrir stríð að tilgangurinn væri að koma Gaddafi frá. Þegar að talsmenn NATO koma fram, blaktir íslenski fáninn ætíð fyrir aftan þá. 

Libía 2Sjaldan sést í bandaríska, breska eða franska fánann. Það er eins og það sé viljandi gert að láta talsmennina ljúga blákalt upp í opið geðið á fréttamönnum heimsins með íslenska fánann mest áberandi að baki sér. Kannski finnst NATO að framlag Íslands til stríðsins sé svo lítið að það minnsta sem þeir geti gert sé að lána fána til að verða tákn þessara ófara í Líbíu í undirmeðvitund fólks. Eða kannski það sé krossinn kristni í fánanum sem áróðursmeistararnir eru að sækjast eftir. Gaddafi heldur því jú fram að herferðin gegn sér sé nútíma-krossferð og krossfarar voru jú ávalt sveipaðir krossinum.

Libía 1Gaddafi segir að sonur sinn Saif al-Arab hafi látist í sprengjuárás NATO. Gadaffi segist eining hafa misst þrjú barnabörn í þessari sömu árás.

144-Libya-Bombs-hit-Gaddafi-home-Nato-strikes-killHann vill samt ekki segja umheiminum nöfn þeirra.

Kannski hann þurfi tíma til að ættleiða einhver dáin börn eins og hann varð uppvís að árið 1986 þegar hann sagði að dóttir sín hefði látist í lofárásunum á Líbíu sem Ronald Regan fyrirskipaði. Seinna kom í ljós að þessi stúlka sem lést var ættleidd af Gaddafi að henni látinni.

Stríð er ljótur leikur beggja megin borðs.

Slæmt samt að íslenski fáninn skuli endilega þurfa að vera beint fyrir aftan þessa blessuðu talsmenn NATO þegar þeir ljúga að heiminum. Þeir eru greinilega að misnota íslenska fánann, eða allavega að ofnota hann. Geta þeir ekki notað einhvern annan, eins t.d. þann tyrkneska?


Er Jón Gnarr stjórnleysingi?

Grímuklæddur Jón GnarrJón Gnarr kemur á óvart. Hann er ekki samkvæmur sjálfum sér. Hann segist ekkert vilja tala við þessa dáta um borð í þýsku herskipunum því hann er á móti öllum hernaði.

Jón hlýtur þá líka að vera á móti því að Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verði bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í heimsókn í Reykjavík, ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.

Eins og komið hefur  fram í fréttum er verið að klára skoðun á TF-LÍF og var því þýska þyrlan til að vera til aðstoðar TF-GNÁ, ef kemur að útkalli og þörf er á að fljúga út fyrir 20 sjómílurnar.

Vísir skýrði frá því að "hernaður"  þessa skipa hafi m.a verið fólgin í því að sjá um flutning 412 egypskra flóttamanna í mars, frá Túnis og til síns heima í Egyptalandi, einnig hefur  Rheinland-Pfalz  verið við gæslu og eftirlit á Aden flóa sem er á milli Sómalíu og Jemen. Þar eru það einkum sjóræningjar sem sem þarf að hafa gætur á eins og kunnugt er.   

Jón er tilbúinn samkvæmt fréttinni að leyfa að herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli séu þær að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi. En hann vill samt sýna vanþóknun sína á veru skipana sem liggja nú við Skarfabakka í Sundahöfn  með því að taka ekki á móti yfirmönnum þeirra.

Ég er líka friðarsinni eins Jón Gnarr. En ég er ekki stjórnleysingi. Þess vegna finnst mér þessi yfirlýsing Jóns dálítið mótsagnakennd. Nema auðvitað að hann aðhyllist stjórnaleysi.


mbl.is Á móti hernaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna afhöfðaðir

Pokapresturinn Terry Jones sem á heima í Flórída, lét langþráðan draum rætast fyrir nokkrum dögum. Hann sviðsetti réttarhöld í kirkju sinni yfir kóraninum og brenndi hann síðan. Ódæðið var tekið upp og ekki leið álöngu fyrr en upptakan var komin á netið.

Þessi kristni predikari hafði áður valdið fjaðrafoki með því að boða til Kóran-brennu, en var talið tímabundið hughvarf af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna. -

SÞ bækistövar í Mazar-i-sharif-brennaÞegar klerkahyskið í bænum Mazar-i-Sharif í norður - Afganistan heyrði af verknaðinum, skipulögðu þeir mótmælagöngu. Hún endaði með að ráðist var á bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í bænum og þar var murkað lífið úr að þvi að talið er 20 manns. Sumir voru afhöfðaðir, aðrir skornir á háls.

Terry Jones finnst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann neitar að biðjast afsökunar á að brenna Kóraninn. Hann segir að bókina illa.  

Klerkarnir í Mazar-i-Sharif segja að Talibanar hafi tekið yfir mótmælin og beint fólkinu að bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfir hafi Þeir ætlað að hafa mótmælin friðsamleg.

Terry Jones vissi vel að viðbrögð herskárra múslíma mundu verða ofbeldisfull ef hann brenndi kóraninn opinberlega. Þegar að hann ætlaði að benna kóraninn á síðasta ári gerðu hinir máttugu fjölmiðlar heimsins  hann að hættulegum manni með að beina kastljósinu að honum.

Nú er skaðinn skeður og hann er mikill. 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband