Færsluflokkur: Mannréttindi
9.5.2012 | 11:24
10 leiðir til að nota dauð fóstur
Halda mætti að þessi framleiðsla Kínverja á barnslíka-dufti í töfluformi sé alveg einstæð villimennska. Því miður er það ekki svo. Eftir að fóstureyðingar urðu algengar og mannfóstur urðu fáanleg í miklu magni hafa mörg vestræn fyrirtæki freistast til að nýta sér þessa aukaafurð nútíma getnaðarvarna.
Einkum eru það fyrirtæki í fegrunarlyfja og snyrtivöru bransanum sem eru að sækjast eftir mennsku collageni, olíum og lífefnum til að blanda í anti-öldrunarsmyrsl sín og áburði. Ýmis lífverndarsamtök fullyrða að í dag sé á markaðnum fjöldi slíks varnigs.
Á áttunda áratugnum kom t.d. upp mál í Bandaríkjunum þar sem gámur fullur af fóstrum fannst í geymsluhúsæði sem tilheyrði fyrirtæki sem framleiddi skinnáburð fyrir hið virta Oil of Olay.
Fyrirtækið gerði sitt besta til að neita því að mannleg fóstur væru notuð í framleiðslu þeirra. En glöggskyggnar konur fullyrtu að áhrifum fegrunarsmyrsla þeirra hafi hrakaði til muna eftir að þessi kvittur komst á kreik.
Elstu heimildir um iðnað sem byggir á nýtingu mennskra líkama eru líkalega að verða aldar gamlar. Í fyrri heimstyrjöldinni voru þýsk fyrirtæki ásökuð um að gera sápu úr mannslíkömum. Ákveðnar vísbendingar hafa einnig fundist um að Nasistar hafi framleitt sápu úr líkamsfitu fórnarlamba sumra útrýmingarbúðanna.
Á hinn bóginn ber þess að gæta að margir telja ekkert athugavert við að nýta það sem þeir sjá aðeins sem óhjákvæmilega aukaafurð þess sem í dag er álitin aðeins ein af mörgum leiðum til að koma í veg fyrir óæskilegar þunganir.
Nái þau sjónarmið fram að ganga og verða að almenn og viðurkennd siðræn viðmið, erum við ekki langt frá því sem ekki fyrir löngu var álitin framtíðar-fantasía og gerð voru skil t.d. í kvikmyndinni Soylent Green 1973.
Hevr er munurinn á að borða mennska líkami í duftformi eða bera hann framan í síg?
Barnslík þurrkuð og sett í töflur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2012 | 10:40
Þar sem mömmur fá að borða
Það er oft gert grín af því þessa dagana þegar stjórnmálamenn segjast vilja standa vörð um heimilin og velferðarkerfi þjóðarinnar. Sérstaklega hljóma slíkar yfirlýsingar klisjulegar í eyrum hinna atvinnulausu og þeirra sem misstu eignir sínar ofaní lánakörfur bankanna. -
Þess vegna er gott að vera minntur af og til, hvernig líf okkar væri án þess sem unnist hefur í velferðar- mennta og samfélagsmálum í landinu og hvað það er sem við viljum standa vörð um í okkar menningu.
Ísland hefur til margra ára haft lægstu tíðni ungbarnadauða i heiminum og það er einmitt mennta og heilbrigðiskerfinu að þakka, segjum við.
En það sem skekkir samanburð í þessum efnum, við þjóðir hinum megin á skallanum, er að hér á landi þykir það sjálfsagt að bæði móðir og barn skorti aldrei grundvallar lífsforsendur eins og næringu. Við tilheyrum sem sagt þeim löndum þar sem mömmur fá að borða.
Það er skelfilegt að hugsa að við búum en í heimi þar sem í löndum sem neðst koma á besta mömmulands-listanum, búa mæður og hvítvoðungar við varanlegt hungur og næringarskort sem dregur þau til dauða frekar en nokkuð annað.
Eða eins og segir í þessari ágætu grein hér að neðan;
"Vannæring er undirliggjandi orsök að minnsta kosti fimmtungs dauðsfalla mæðra og þriðjungs barna í heiminum. Meira en 171 milljón barna þjáist af falinni vannæringu sem hefur varanleg áhrif á líkamlegan og andlegan þroska þeirra og gerir þeim ókleift að ná þeim árangri sem þau gætu annars.
Gott að vera móðir á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.5.2012 | 16:42
Feitar konur eru svo.......
Kynjamisrétti tekur á sig margar myndir. Ef taka á mark á feministum í nýrri ályktun þess ágæta félagsskapar, er langt í land að kynjajafnrétti ríki í landinu. Og líkalega er það rétt sem þessi könnun sýnir að feitar konur verða meira fyrir barðinu á misrétti á atvinnumarkaðinum, á meðan feitir karlar gera það bara gott. Og trúlega eru það einmitt feitu karlarnir sem standa fyrir þessu, eða hvað?
Að þetta sé satt um ástandið í landi þar sem í stefnir að konur verði í öllum æðstu þjóðarembættunum, fyrir utan að vera mjög fyrirferðamiklar í stærstu fyritækjunum, virðist dálítið mótsagnakennt. Forsætisráðherra er auðvita kona, Biskup er kona, Háskólarektor er kona og nú stefnir í að aftur vermi kona forsetastólinn á Bessastöðum. -
Engin þessara kvenna getur talist feit og því spyr maður sig hvort það sé virkilegt að frami þeirra sé virkilega tengdur vaxtarlagi þeirra. - Mundu þær hafa náð þessum árangri ef þær væru feitar?
En hvað er það sem gerir feitar konur svona misheppnaðar í atvinnulífinu? Setja yfirmenn fyrtækja, bæði karlar og konur, vaxtarlag kvenna í samband við einhver óæskuleg persónueinkenni? Eru feitar konur e.t.v. álitnar kærulausari, óáræðanlegri, latari eða ekki eins gáfaðar og grannar konur?
Feitum konum mismunað á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2012 | 14:19
Fertugsafmæli merkrar stofnunar
Að byggja upp nýja siðmenningu.
Nú um helgina verður þess minnst að 40 ár eru liðin frá því að andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðarráðið fer með yfirstjórn bahá'í samfélagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá'ía. Bahá'í (framber bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi.
Höfundar hennar, Bahá'u'lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum í Nýja kirkjublaðinu:
"Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættisdauða andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið."
Hólmfríður Árnadóttir, safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar, varð fyrst Íslendinga til að taka bahá'í trú 1924 og hún þýddi fyrstu bahá'í bókina á íslensku.
Svæðisráð bahá'ía í Reykjavík var fyrst kosið 1965. Bahá'í hjónavígslur fengu löggildingu og fyrstu bahá'íarnir giftu sig hérlendis 1967.
Árið 1975 fékk bahá'í trúin formlega viðurkenningu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt lögum um trúfélög utan þjóðkirkjunnar sem samþykkt voru það ár. Síðar fékkst opinber viðurkenning á bahá'í helgidögum fyrir skólanema. Upp úr 1970 var gert átak í kynningu bahá'í trúarinnar hér á landi og í september 1971 var haldin alþjóðleg bahá'í ráðstefna í Reykjavík, sem sótt var af rúmlega 800 manns frá 36 þjóðlöndum. Þessu kynningarstarfi hefur verið haldið áfram síðan og mikið af kynningarefni gefið út á íslensku.
Starf bahá'ía að skógrækt í landi Skóga í Þorskafirði hefur vakið nokkra athygli. Það hófst með starfi Jochums Eggertssonar sem var einn af brautryðjendum skógræktar hér á landi og meðal fyrstu bahá'íanna. Starfi hans hefur verið haldið áfram á þessum sögufræga stað.
Samkvæmt lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni er stefnt að því að a.m.k. 5% láglendis á Íslandi verði þakið skógi árið 2040. Skógræktarverkefnið að Skógum er hluti af þessari heildarmynd og bahá'íar telja mikilvægt að láta ekki sinn hlut eftir liggja með öflugu skógræktarátaki.
Bahá'í samfélagið hefur fest kaup á landi undir tilbeiðsluhús á Kistufelli undir Esjunni. Skrifstofa þjóðarráðsins, bóksala og fundarsalur eru að Öldugötu 2 í Reykjavík. Fjár til allrar bahá'í starfsemi er aflað með frjálsum, leynilegum framlögum og aðeins bahá'íar geta gefið í sjóði trúarinnar.
Bahá'í heimssamfélagið tekur virkan þátt í umræðu um málefni framtíðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar íslenska samfélagsins sóttu ráðstefnur SÞ um umhverfi og þróun í Ríó 1992, um félagslega þróun í Kaupmannahöfn 1995 og um málefni kvenna í Peking sama ár.
Samfélagið hefur einnig tekið þátt í umræðu hér á landi í tengslum við ár SÞ og lagði á ári fjölskyldunnar fram yfirlýsingu um mikilvægi fjölskyldunnar í þjóðfélaginu. Gefnar hafa verið út á íslensku bahá'í yfirlýsingar um friðarmál, jafnrétti kynjanna, hagsæld mannkyns og framtíðarþróun SÞ.
Bahá'íar í Íran hafa um langt skeið verið ofsóttir af þarlendum yfirvöldum vegna trúar sinnar. Um 300 þeirra verið líflátnir á undanförnum áratugum og fjöldi verið hrakinn frá heimilum sínum, vísað úr skólum og meinað um atvinnu. Þungir dómar voru nýlega kveðnir upp yfir sjö helstu leiðtogum samfélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa ávallt stutt ályktunir á vettvangi SÞ um mannréttindabrot í Íran þar sem bahá'ía er sérstaklega getið. Slíkur alþjóðlegur þrýstingur er ómetanlegur. Bahá'í samfélagið er rótgróið íslensku samfélagi, tekur þátt í þvertrúarstarfi og hefur átt gott samstarf við fjölmörg samtök og einstaklinga sem vinna að því að bæta íslenskt samfélag.
Á undanförnum árum hafa bahaí'ar um allan heim einbeitt sér að framgangi þjálfunarferlis, sem felur í sér gerð námsgagna, fræðslu og þjálfun fólks á öllum aldri. Þjálfunarferlið byggir á námsefni sem samið er með heildarmynd samfélags í huga og myndar þannig samfellu milli aldurshópa, barna, unglinga og fullorðinna. Tilgangurinn er að hafa áhrif til góðs í heiminum, stuðla að friði og farsæld mannlegs samfélags og vinna að menningu þar sem áherslan er fremur á andleg gildi en þau efnislegu.
Þetta felur m.a. í sér að hefja aftur til vegs og virðingar gildi eins og traust, heiðarleika, sannleiksást og aðrar manndyggðir sem virðast hafa fallið milli skips og bryggju á tímum efnishyggju og vantrúar. Unnið er með hugtök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Baháí samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum.
Hér eins og annars staðar er þessi starfsemi opin öllum, hvaða trú eða lífskoðanir sem þeir kunna að aðhyllast. Öllum er boðið að taka þátt í þessu starfi hvort heldur um er að ræða bænastundir sem næra andann eða sjálft námsferlið sem miðar að því að byggja upp nýja siðmenningu.
Þessi grein eftir Eðvarð T Jónsson birtist í Morgunblaðinu 25. apríl s.l. og er birt hér með góðfúslegu leyfi höfundar.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.1.2012 | 14:00
Svöng og vanfær, dansar hún fyrir ferðamenn
Andamaneyjar heitir eyjaklasi í Bengalflóa og tilheyra flestar eyjarnar Indlandi en nokkrar þeirra Burma. Heiti eyjanna er fornt, komið úr sanskrít og talið tengt indverska guðinum Hanuman sem í goðafræði hindúa er m.a. sagður herforingi frumskógarbúanna vanara. Í trúarritum hindúa eru Vanar eins og Hanuman sjálfur, oftast sýndir sem uppréttir mannapar.
Í ferðabók Marco Polo lýsir hann frumbyggjum eyjanna sem smáfólki sem hafi hundshöfuð. Talið er víst að Polo hafi lýsingu sína frá Indverjum þar sem hann sjálfur kom aldrei til Andamaneyja.
Vel er mögulegt að tengsl séu á milli nafngiftarinnar og útlits og hátta frumbyggja eyjanna, sem allt frá því að eyjarnar byggðust, (sem kann að hafa verið fyrir allt að 70.000 árum) og fram á okkar dag, hafa haldist á menningarlegu frumstigi veiðimennsku og safnara. Því ástandi viðhéldu eyjaskeggjar sjálfir, með að forðuðust eins og þeir mögulega gátu öll samskipti við umheiminn.
Innfæddir eru af ætt smáblökkumanna (nogrito) sem ekki eru skyldir stærstum hluta Asíubúa, heldur taldir afkomendur fólks sem hélt í burtu frá upphaflegu heimkynnum sínum Arabíuskaganum, fyrir 100.000 árum.
Íbúafjöldi eyjanna er í dag um 360.000 og hefur sjöfaldast frá því áið 1960. Stöðugur straumur innflytjenda frá Indlandi hefur þrengt mjög að frumbyggjunum sem fækkað hefur mjög undanfarna áratugi.
Fimm ættbálkar byggðu eyjarnar þegar að Bretar gerðu þær að nýlendu sinni og settust þar að seint á 18 öld og starfræktu þar fanganýlendu um hríð. Einn þeirra; Jangil ættbálkurinn, er nú talinn útdauður en enn má finna fólk af ætt Stór-Andamanía, Jarava, Onge og Sentinelese, alls rétt um 1000 einstaklinga.
Af Stór-Andamaníum eru aðeins 52 einstaklingar eftir en þeir töldu áður fyrr 5000 manns og skiptust í 10 ættbálka. Flestir voru drepnir af innflytjendum eða dóu af sjúkdómum sem bárust með innflytjendum til eyjanna, þrátt fyrir þann sið innfæddra, einkum Jarava ættflokksins sem nú telur 250-400 manns, að mæta öllum utanaðkomandi með örvardrífu.
Þannig réðust Jaravar gegn vegavinnumönnum sem byggðu veginn sem sker í sundur skóglendið á eyju þeirra og drápu nokkra þeirra snemma árs 1996. Seinna það sama ár fundu landnemar fótbrotinn Jarava dreng, Emmei að nafni, í nágrenni við borgina Kadamtala. Á sjúkrahúsinu þar sem Emmei hlaut aðhlynningu og gréri fljótt sára sinna, lærði hann nokkur orð í hindí. Eftir nokkra vikna dvöl meðal "siðmenntaðra" manna, snéri Emmei aftur til heimkynna sinna í frumskóginum.
Ári seinna sást meira til Jarava en nokkru sinni fyrr. Bæði einstaklingar og smáir hópar þeirra sáust við veginn sem skar í sundur veiðilendur þeirra. Þeir hættu sér meira að segja inn í bæi í þeim tilgangi einum að stela sér mat. Talið er að lagning vegarins hafi haft afgerandi áhrif á hefðbundna fæðuöflun þeirra og veiðilendur.
Eftir að kvikmynd var gerð um brimi við eyjarnar árið 1998 af amerískum brimbretta-áhugamanni vaknaði mikill áhugi á eyjunum sem áfangastað ferðamanna. Þangað streyma nú ferðamenn í gegnum Indland og Burma. Ferðaskipuleggjendur gera m.a. beint út á Javara fólkið sem gengur um að mestu nakið og syngur og dansar fyrir ferðamenn sem henda til þess brauðmolum að launum. -
Myndband á borð við það sem er hér að neðan, þar sem svöng og vanfær Javara kona er eggjuð af leiðsögumanni til að halda áfram að dansa fyrir jeppalest af ferðamönnum, hefur vakið mikla og verðskuldaða reiði mannréttindasamtaka víða um heim.
Myndbandið þykir sýna vel hversu lítil virðing er borin fyrir menningu innfæddra Andmaneyinga og hvernig stolt fólk sem gerði sitt besta til að vernda líf sitt og afkomu, varð að lúta í gras fyrir vestrænni neyslumenningu og vestrænum gildum.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 23:12
Hver á að lifa og hver að deyja?
Fyrir tæpum 100 árum, þegar Titanic sökk 14. apríl, 1912, var hinum óskráðu lögum um að konur og börn skyldu hafa forgang þegar raðað var í björgunarbátana, fylgt út í hörgul.
Til dæmis voru tveir ítalskir karlmenn sem gerðu tilraun til að komast í bátana áður en börn og konur voru frá borði, skotnir.
Hlutfall kvenna, barna og karlmanna sem komust lífs af úr þessu frægasta sjóslysi sögunnar, ber því vitni að þeirra tíma hugmyndir um riddaramennsku, réði því hver lifði og hver dó. 75% kvenna komst lífs af, 52% barna (miðað við tólf ára aldur) en aðeins 20% karla. Sumir af þeim karlmönnum sem lifðu voru sakaðir um ragmennsku fyrir það eitt að hafa komist af.
Hörmuleg endalok skemmtiferðaskipsins Costa Concordia hafa vakið nokkrar umræður um hvaða reglur eigi að gilda um forgangsröðun farþega og áhafnar þegar skip sökkva. Reyndar mætti heimsfæra þær vangaveltur upp á fjölda aðstæðna þar sem um líf og limi fólks er að tefla.
Spurt er m.a.
1. Hvað gerir líf kvenna á öld jafnræðis og jafnréttis, meira virði en líf karla?
2. Hvað gerir líf einstaklings sem er að hefja líf sitt verðmætara en líf annars í blóma lífs síns?
3. Hver á að ráða því því hver lifir og hver deyr?
Birti upptökur af samskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.12.2011 | 17:52
Fordæmi báðar tegundir gyðingahaturs
Af síðustu færslu minni, sem fjallaði um gyðingahatur á Íslandi spunnust nokkrar umræður. Nokkrar af fyrstu athugasemdunum gáfu til kynna að lesendur höfðu misskilið efni hennar.
Henni var fyrst og fremst ætlað að vera háð um þá skoðun að öll gagnrýni á stjórnvöld í Ísrael skuli túlka sem gyðingahatur og hvernig hversdagslega hluti má túlka sem gyðingaandúð, ef vilji er fyrir hendi. - Þessi misskilningur var svo sem ágætis lexía fyrir mig, um að stóla ekki um of á skopskyn sumra lesenda minna þegar kemur að hitamálum sem þessum.
En svo það sé alveg á tæru, þá lýsi ég mig á móti gyðingahatri, báðum tegundunum. Ég sem sagt fordæmi hatur á gyðingum og einnig hatur gyðinga á öðrum.
Kynþátta og trúarlegir fordómar hafa eitt sterkt einkenni og því er ekki mikill vandi í sjálfu sér að greina þá. Einkennið er að sá sem þjáist af þeim og reynir að halda þeim á lofti í umræðu, fyrirgerir fljótlega öllum vitsmunalegum rökum og byggir málflutning sinn þess í stað á tilfinningum sínum. -
Þetta staðfestir að orsökin fyrir raunverulegum fordómum er ekki "þekkingarskortur" eða "skilningsleysi" heldur tilfinningaleg innræting, sem getur verið erfitt að yfirstíga.
Fólk segir oft t.d; ég er ekki með neina fordóma. Ég dæmi ekkert fyrirfram. Ég veit bara að gyðingar eru ætíð til vandræða, hvar sem þeir eru. - Eða það segir; allur stuðningur við málstað Palestínu er ekkert annað en gyðingahatur.
Alhæfingar sem þessar standast enga vitsmunalega skoðun, engin rök styðja þær. Aðeins tilfinning viðkomandi fyrir málefninu, fær hann til að staðhæfa svona lagað.
17.12.2011 | 14:49
Örkumlaði konu sína
Afbrýðissamur eiginmaður á á hættu lífstíðardóm fyrir að höggva fingur af eiginkonu sinni vegna þess að hún stundaði nám í háskóla á laun. Rafiqul Islam, 30, batt bindi fyrir augu konu sinnar Hawa Akhter og límband fyrir munn hennar, og sagðist ætla að koma henni á óvart með gjöf.
Í stað þess að gefa henni gjöf, bað hann hana að halda út annarri hendi og hjó af henni alla fingur hægri handar. Einn af ættingjum hans kastaði síðan fingrunum í ruslið svo læknar gætu ekki grætt þá á aftur.
Herra Islam sem er farandverkamaður í Sameinuðu furstadæmunum hafði varað konu sína við alvarlegum afleiðingum þess að halda námi sínu áfram eftir að hann snéri aftur til síns heima í Bangladess.
Islam var handtekinn og játaði þegar verknaðinn. Hann býður nú dóms í höfuðborginni Dhaka en mannréttindasamtök þar í borg krefjast líftíðar fangelsisdóms fyrir að örkumla konuna.
Komið hefur í ljós að ástæða verknaðarins var afbrýði. Islam hafði aðeins lokið skyldunámi sem svarar til áttunda bekkjar en kona hans hélt áfram námi og innritaðist í háskóla.
Akhter segist nú vera að læra að skrifa með vinstri hendi og að hún sé staðráðin í að halda áfram námi.
Árásir af af þessu tagi á konur í Bangladess hafa færst í aukana síðustu misseri. Í júní mánuði t.d. stakk eiginmaður augun úr konu sinni sem var aðstoðarprófessor við háskólann í Dhaka.
1.12.2011 | 14:45
Froðusnakk um fátækt
Séra Bjarni Karlsson tjáir sig fjálglega um fátækt á Íslandi, og skyldi þá ætla að hann viti hvað hann er að tala um þar sem hann situr í velferðarráði Reykjavíkur, sem er stofnun sem ætti reyndar að endurnefna og kalla Fátæktarráð Reykjavíkur.
Það er orðin hefð á landinu, að í byrjun desember, rétt í þann mund sem hin mikla neysluherferð í tengslum við jólin er að hefjast, stígi á stokk umvandarar og talsmenn góðgerðastofnana til að benda okkur á hversu mikil fátækt er á Íslandi.
Alla hina mánuðina er lítið minnst á fátæka hópinn sem er svo fámennur, að sögn Bjarna, að það væri hæglega hægt að "banka upp á" hjá þeim öllum, hvað sem það þýðir.
Eftir fáeins daga verður örugglega viðtal við fulltrúa Mæðrastyrknefndar sem bendir okkur á að biðraðirnar hafi aldrei verið eins langar eftir aðföngum fyrir jólin og nú. -
Bjarni segir hinsvegar að hópur fátækra á Íslandi sé ekki stór og að hann samanstandi af sama fólkinu og var fátækt fyrir hrun. Að hans áliti gerði hrunið sem sagt engan fátækan á Íslandi.
Bjarni slær um sig með hugtökum eins og "félagsauði" og "valdeflandi menningu" sem hluta af lausn á málefnum fátækra, ef ég skildi hann rétt. - Hann virðist reyna að nálgast fátæktarmálin frá nýrri hlið. Að litlar tekjur og atvinnuleysi haldist í hendur eru þó ekki ný tíðindi. Og að heilsufar, félagsleg einangrun og lítil menntun komi þar við sögu eru það ekki heldur.
Hann minnist ekkert á að stór hluti fátækra á Íslandi eru öryrkjar og aldraðir og að hið opinbera viðheldur fátækt í landinu með að rýra stöðugt lífeyri þeirra.
Hann minnist ekkert á að orsök atvinnuleysis og fátæktar af þess öldum, er að bankarnir halda að sér höndum við að fjárfesta í atvinnutækifærum vegna of mikillar ávöxtunarkröfu.
Hann minnist ekkert á úrræðaleysið sem linflytjendur standa frammi fyrir í tengslum við aðgengi að menntun og á stóran þátt í að gera þá að undirstétt í landinu.
Fátæktin hefur mörg andlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2011 | 01:16
Forfeður Dorrit snúa sér við í gröfunum
Fréttir af ákvörðun alþingis um að viðurkenna Palestínu sem fullvalda ríki, vekur mikla athygli um allan heim, enda fyrsta vestur-Evrópu landið sem til þess varð.
Reiðin sýður í þeim sem eru mótfallnir sjálfstæði Palestínu og tjá sig um ákvörðun alþingis í athugasemdum við fréttina á hinum ýmsu netmiðlum. (dæmi)
Íslandi eru ekki vandaðar kveðjurnar og er augljóst að sumir þekkja talvert til Íslands, en aðrir minna. -
Nokkrir hafa minnst á að forsetafrúin íslenska sé gyðingur frá Jerúsalem og segja að forfeður hennar hljóti að snúa sér við í gröfunum við þessar fregnir.
Bent er á að Ísland hafi veitt gyðingnum Bobby Fischer íslenskan borgararétt en hann hafi verið mikill gyðingahatari og látið það óspart í ljós. -
Þá benda einhverjir á að ekki sé neins góðs að vænta frá landi sem spúir ösku ösku yfir umheiminn í tíma og ótíma.
Margir minnast þess að Ísland var mikið í fréttum vegna bankahrunsins og leiða að því líkur að ríkir Arabar hafi keypt þessa yfirlýsingu af Íslandi.
Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |