Færsluflokkur: Enski boltinn
4.4.2011 | 22:43
Eitt fuck off getur verið dýrt
"Þú getur aðeins skorað í hóruhúsi", hrópaði einhver á Wayne Rooney þegar hann var að fagna því að hafa skorað þriðja markið í leik á móti West Ham. Andlit Rooney myndaðist af reiði. Hann veit að það er enn í fersku minni fólks þegar hann var staðinn að því að halda fram hjá konunni sinni með vændiskonu. "Fuck of" hrópaði hann beint upp í sjónvarpsmyndavélina. Félagar hans reyndu að leiða hann í burtu. Hann snýr sér við og spýti út úr sér "Twatt".
Óteljandi ungir drengir elska fótbolta. Þeir sömu elska og dá þá sem eru góðir í fótbolta og mest þá sem eru frægir fyrir a vera "bestir". Allt sem hetjurnar gera á knattspyrnuvellinum reyna þeir að apa eftir, við fyrsta tækifæri.
Þess vegna finna illa upp aldir óþekktarangar sem eru góðir í fótbolta sig allt í einu í þeirri stöðu að vera fyrirmynd milljóna drengja og stúlkna vítt og breitt um heiminn. Herra Rooney er einn slíkur. Þess vegna verður hann að passa á sér gúlinn betur en flestir aðrir.
Wayne baðst afsökunar á að hafa í bræði, sjóðandi af adrenalíni eftir markaskorunina, viðhaft óviðeigandi orðbragð.
Enska Knattspyrnusambandið sem daginn áður hafði kýst því yfir að það ætlaði að gera átak í að bæta hegðun enskra knattspyrnumanna átti ekki annars völ, ef það vildi láta taka sig alvarlega, en að taka harkalega á máli Rooney. ÞAÐ straffaði hann í tvo leiki. Rooney á þess kost á afrýja. Tíminn sem hann hefur til þess rennur út á miðnætti. Kannski hefur hann þegar gert það.
Víst er að stjórinn hans verður ekki hress með að missa Rooney úr liðinu, sérstaklega í seinni leiknum á móti Real Madrid. Rooney setti nefnilega á svið heilmikið leikrit fyrir skömmu til að fá launahækkun frá Alex Ferguson. Ferguson gaf sig en þegar hann gefur eftir vill hann fá sitt pund af fleski á móti. Ég gæti trúað að hann hugsi Rooney þegjandi þörfina ef straffdómurinn heldur. Eitt Fuck off getur verið ansi dýrt.
Redknapp: Heimskulegt hjá Rooney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 5.4.2011 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 23:45
Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið.
Breska landsliðið er á leið til Suður Afríku og með sér taka þeir vonir og drauma Bresku þjóðarinnar.
Okkur Íslendingum finnst við stundum vera dálítið kjánalegir þegar við spáum okkar lagi góðu gengi í Júró, eða "strákunum okkar" fyrsta sæti á stórmóti og svo fer allt í klessu.
Samt komumst við ekki í hálfkvist við Breta sem alltaf virðast sannfærast um það að þeir geti unnið heimsmeistarakeppnina knattspyrnu með smá heppni.
Fram að keppninni mun knattspyrnumanían breiðast út og heltaka þjóðina. Ólíklegasta fólk mun breytast í knattspyrnusérfræðinga og fleygar setningar munu verða til eins og þessi; "Galdurinn við að vinna leikinn er að vera alltaf fyrri til að skora jöfnunarmarkið." Nokkuð satt í því.
Ef að England vinnur fyrsta leikinn við Bandaríkin munu margir fullyrða að England geti vel orðið heimsmeistarar. Ef þeir ná upp úr riðlinum, munu Englendinga telja það mjög líklegt. Nái þeir í undanúrslit munu þeir telja sigurinn öruggan.
Og ef þeir komast í úrslitaleikin munu væntingarnar og spenningurinn verða svo yfirþyrmandi að bráðdeildir sjúkrahúsa munu fyllast af of drukknu og meiddu fólki og karlmönnum á miðjum aldri aðframkomnum vegna hás blóðþrýstings hvort sem England vinnur eða ekki.
Eru á leið til Suður-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 3.6.2010 kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2010 | 10:00
Eiður Smári áfram á bekknum?
Þetta fer að verða dálítið vandræðalegt með hann Eið Smára Guðjohnsen. Eiður en langþekktasti og eflaust enn besti knattspyrnumaður Íslands. En vandræðagangurinn á ferli hans eftir að hann fór fá Chelsea hefur ekki farið fram hjá neinum. - Á íþróttaþulum í bresku sjónvarpi í vetur eftir að hann kom til Spurs, er helst að heyra að þeim finnist Eiður sé komin af léttasta skeiði og hans besti tími sé liðinn.
Ég get ekki betur séð ( í þessi fáu skipti sem Eiður hefur fengið að spila) en að hann sé enn í fantaformi og skil ekki hvers vegna þjálfarar nota hann ekki meira. Ég veit að samkeppnin er hörð um allar stöður hjá þetta stórum félögum, en er þetta rétt að Eiður sé "over the hill"?
Eiður áfram hjá Spurs að óbreyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björgólfur Guðmundsson formaður og aðal-eigandi kattspyrnufélagsins West Ham á Englandi og varformaðurinn Ásgeir Friðriksson hafa sagt af sér. Rekstur klúbbsins verður framvegis í höndum CB Holding sem er að stærstum hluta í eigu Straums. Nýr stjórnarformaður verður Andrew Bernhardt, sem er einn af bankastjórunum hjá Straumi.
Straumur var eins og kunnugt er yfirtekin af ríkinu (Fjármálaeftirlitinu) og þess vegna er West Ham allt í einu orðin "eign" íslensku þjóðarinnar.
Björgólfur sem er sagður skulda persónulega um 300 millj. punda var hryggur mjög þegar hann skildi við og sagði; "Ég vil þakka öllum á Upton Park fyrir ógleymanleg ár. Þar sem auðna mín hefur breyst verð ég að segja af mér úr stjórn félagsins. Ég geri það með miklum söknuði en ég er sannfærður um að eigendaskiptin og ný stjórn West Ham mun verða félaginu til framdráttar. Ég mun ætíð verða West Ham aðdáandi og vonast til að koma hingað oft aftur"
Fjárfestingarfélagið Straumur var stofnað árið 2001 upp úr Hlutabréfasjóðnum og VÍB. Straumur keypti í framhaldi af því Brú fjárfestingar og fjárfestingabankann Framtak og fékk fjárfestingabankaleyfi árið 2004.
Í ágúst 2005 var ákveðið í framhaldi af stjórnarfundum Burðaráss, Straums, Eimskipafélags Íslands og Landsbanka Íslands að sameina Straum og Burðarás. Úr þessu varð stofnun Straums-Burðaráss í október 2005, stærsta fjárfestingarbanka á Íslandi.
Höfuðstöðvar Straums eru í Borgartúni 25, Reykjavík.
Fjármálaeftirlitið beitti neyðarlögunum á Straum Burðarás þann 9. Mars 2009 til að bjarga tugmilljarða innistæðum sem Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðirnir áttu í bankanum og yfirtók rekstur hans, vegna þessa féllu hlutabréf í félaginu niður um 98,83% þann sama dag í Kauphöll Íslands.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 03:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2009 | 20:01
Harry Potter og leyndarmál batnandi efnahags
Ekki hafa allir þurft að lúta í gras fyrir kræklóttri krumlu kreppunnar og sumum vegnar betur nú en nokkru sinni fyrr. Svo er um hinn 19 ára gamla Daniel Radcliffe, þann sem leikur hinn magnaða og göldrótta Harry Potter. Á síðasta ári óx auður hans um 10 milljónir punda sem gerði hann að auðugasta táningi Bretlands og í 12 sæti yfir auðugustu ungmenni landsins þegar miðað er við þá sem eru 30 ára eða yngri. Áætlaður auður Daniels er í dag um 30 millj. punda og mun að líkindum verða yfir 70 millj. þegar að sjöunda og síðusta Harry Potter kvikmyndin kemur út. Daníel er ríkari en prinsarnir þeir; William og Harry sem hvor um sig eiga 28 millj. punda.
Emma Watson, einn af mótleikurum Daníels, þ.e. sú sem leikur Hermione Granger, í kvikmyndaútgáfunni af verkum JK Rawling, er sögð eiga 12 millj. punda og kemst þannig einnig á blað yfir 100 ríkustu ungmenni landsins.
Sjálf þurfti Rawling að sjá á bak talsvert mörgum af sínum milljónum, því auður hennar skrapp saman heil 11% og féll úr 560 millj. pundum niður í 499.
Flestir á listanum yfir 100 ríkustu ungmennin hafa erft peningana sína og það eru aðeins tveir ungir menn sem sjálfir hafa aflað sér meira fé en Daníel. Þeir eru Formúlu l ökuþórinn Jenson Button og hrakfallabálkurinn og framherji Newcastle, Michael Owen, hvor um sig talinn eiga 40 millj. punda.
Á síðasta ári féll tala Billjónera á Bretlandi úr 75 niðrí 43. Það hlýtir að hafa verið skelfilegt fyrir þetta fólk að horfa á eftir öllum þessum billjónum, hvert sem þær fóru nú allar.
Sá sem tapaði mest af peningum af öllum í Bretlandi er auðjöfurinn Lakshmi Mittal. Hann tapaði 17 billjónum punda og nú á hann aðeins 10.8 billjónir eftir. Hann er samt áfram ríkastur allra Breta.
Roman Abrahamovich tapaði líka talverðu og innstæðan hans féll frá 11,7 billjónum í 7. Hann er annar ríkasti maður Bretlands.
Bæði Lakshmi og Roman voru auðvitað ekki fæddir Bretar en það var sá sem er þriðji ríkasti maður landsins, Hertoginn af Westminster sem á í fasteignum 6.5 billjónir. Hann erfði jafnframt mest af sínum auði.
Nokkrir af auðugustu mönnum landsins töpuðu ekki, heldur græddist talvert fé í kreppunni.
Á meðal þeirra er Sir Kevin Morrison, fyrrverandi yfirmaður Morrisson verslanakeðjunnar. Hann græddi 11% á árinu og á núna 1,6 billjón punda. Þá jók Mohamed al Fayed, eigandi Harrods auð sinn um 17% og á í hólfinu sínu 650 millj. En hlutfallslega græddu þau Peter og Denise Coates, eigendur net-veðmálsíðunnar BET356, mest allra. Peningarnir þeirra jukust um þriðjung og þau eiga nú 400 millur í pundum.
PS. Að lokum þetta, margur verður af aurum api og það er auðveldara fyrir kameldýr að komast í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast til himnaríkis, að maður tali ekki um ríkan apa.
8.9.2008 | 11:41
Hvað er að vera Englendingur?
Af og til birtast í breskum fjölmiðlum kannanir um hvað sé enskast af öllu ensku og útkoman er afar fyrirsjáanleg, fiskur og flögur í fyrsta sæti, drottningin og fjölskylda í öðru og Paul McCarney í þriðja til tíunda. Leit Englendinga að sjálfum sér er jafn óþreytandi og hún er tilgangslaus. Þeir eiga ríka sögu sem um leið er saga Evrópu, Indlands, Ástralíu, Ameríku og Afríku. Þeir tala tungumál sem sigrað hefur heiminn sem þeir bókstaflega réðu einu sinni yfir enda minjasöfn þeirra full af menningu annarra þjóða.
Samt er eins og þeir hafi ekki neina skýra mynd af hverjir þeir eru eða fyrir hvað þeir standa. Jafnvel fótboltafélögin þeirra eru smá saman að fyllast af útlenskum spilurum, þjálfurum og eigendum. Í byrjunarliði Chelsea í síðasta leik held ég að hafi verið einn Englendingur.
Aðrir Bretar þurfa ekki að efna til skoðunarkönnuna af og til til að muna hvað þeir eru.
Skotar vita alveg hvað það er að vera Skoti. Skotapils og sekkjapípugaul, blóðpylsa og Nessí ásamt öllum slagorðunum um frjálst Skotland og óborganlegum hreiminum gera Skota að sérstakri þjóð. Welsbúar með sín óskiljanlega-löngu orð, sér fótboltalið og heimaræktaða molbúahátt eru sömuleiðis öruggir með sjálfa sig.
Aðeins Englendingar eru í endalausri tilvistarkreppu að manni sýnist. Kannski er það hin stöðuga afneitun þeirra á borgarlífinu sem gerir þeim svona erfitt fyrir. Allir Englendingar sakna sveitarinnar. Iðnbyltingin sem þeir voru fyrstir til að láta endurmóta þjóð sína er enn ófreskja í þeirra augum. Þeir telja það til dyggða að fara í gúmmístígvéli og ganga um sveitina. Þeim finnst það hreinsandi fyrir sálu sína. Þeir eru flestir en haldnir sektarkennd yfir að hafa mergsogið aðrar þjóðir á heimsveldistímabilinu og lifað á auði þeirra. Þess vegna hleypa þeim öllum inn í land sitt án þess að hafa nokkra stjórn á innflytjendum. Stjórnkerfi þeirra er gamalt og nánast úrelt og þess vegna eru þeir efar þolinmóðir gagnvart "manlegum mistökum" sem samt bætta úr með smá kerfisbreytingu.