Færsluflokkur: Lífstíll
6.10.2008 | 21:54
Ég er að deyja...úr hlátri
Atli Húnakonungur (406-453)er einn af illræmdustu persónum sögunnar. Á fyrri helmingi fimmtu aldar lagðist hann í landvinninga í Asíu og Evrópu og eyddi gjarnan þeim þorpum og byggð sem á leið hans urðu allt frá útjaðri Kína í austri til landamæra Rússneska heimsveldisins í vestri. Hann lést, eftir því sem best verður séð, af blóðnösum sem hann fékk á brúðkaupsnótt sína. Hann var grafinn ásamt miklum fjársjóði en þeir sem tóku gröfina og báru hann til grafar voru allir aflífaðir af ótta við að þeir segðu frá staðsetningu grafarinnar.
Breski leikarinn George Sanders (1906-72) fékk óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á skapilla leikhús-gagnrýnandanum í kvikmyndinni "All about Eve". Hann fór einnig með aðal-hlutverkið í myndinni "Death of a scoundrel" 1956 og seinna kennara sem fremur sjálfsmorð í kvikmyndinni "Village of the Damned". Samkvæmt litlum miða sem fannst á dánarbeði hans, framdi hann sjálfsvíg vegna þess hve honum leiddist.
Eftir að hafa orðið fyrir kúlunni sem leiddi hann til dauða, hrópaði mexíkanski uppreisnarmaðurinn Pancho Villa til nærstadds blaðamanns: " Ekki láta þetta enda svona. Segðu þeim að ég hafi sagt eitthvað".
Þótt að Bobby Leach (1858-1926) hafi brotið næstum því hvert einasta bein í líkama sínum, lifði hann það af að láta sig gossa niður Niagarfossa 1911 í sérstakri tunnu. Hann náði sér að mestu og ferðaðist víða um heiminn eftir það og skemmti fólki með frásögnum af þessari svaðilför. Á einni slíkri söguferð á götu á Nýja Sjálandi rann hann á bananahíði og fékk svo slæmt höfuðhögg að hann dó.
John Sedwick (1813-54) hét hershöfðingi einn bandarískur og tók hann þátt í borgarastyrjöldinni milli suður og norðurríkjanna. Síðustu orð hans voru: " Þeir geta ekki einu sinni hæft fíl á þessu færi".
Þegar að ein kunnasta kvikmyndaleikkona Bandríkjanna Joan Crawford lá fyrir dauðanum ákvað bústýra hennar og líklegast hennar eina vinkona að biðja fyrir henni. Um leið og Crawford heyrði í vinkonu sinni við rúmgaflinn reisti hún sig upp við dogg og sagði: "Þú skalt ekki dirfast að biðja Guð um að hjálpa mér". Hún var ekki lögst aftur á koddann áður en hún var dáin.
Hinn hugprúði franski heimspekingur Voltaire (1698-1778) var oft í mótstöðu við ríkjandi hefðir og viðtekna trú síns tíma þótt hann færi í öllu að hinum ströngu 18. aldar lögum. Þegar að prestur einn á dánarbeði Voltaire bað hann um að afneita djöflinum svaraði heimsspekingurinn: "Svona nú sér minn, þetta er ekki tíminn til að eignast nýja óvini".
Síðustu ár ævi sinnar leitað hið mikla bandaríska ljóðskáld Walt Whitman(1819-92) í djúpum sálar sinnar að fáeinum framúr skarandi orðum sem verða skildu hans síðustu orð sem hann mundi skilja eftir sem síðustu arfleifð sína til handa mannkyninu. Hann gafst upp á endanum og síðasta orð hans var "Shit".
Albert Einstein(1879-1955) sagði síðustu orð sín á dánarbeði sínu en heimurinn fær aldrei að vita hver þau voru því hjúkrunarkonan hans skyldi ekki þýsku.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.9.2008 | 01:50
Umsátrið við Sidney Street
Þessi náungi hét Pétur Piaktow og var alræmdur á götunum í eystri enda Lundúna á árunum fyrir fyrra heimstríð.
Peter Piaktow, sem var af Lettneskum ættum,og reyndar betur þekktari undir nafninu Peter the Painter (Pétur Málari) var leiðtogi stjórnleysingja gengis sem sagt var bera ábyrgð á dauða þriggja lögregulumanna sem skotnir voru til bana þegar gengið rændi skartgripaverslun. Pétur var að lokum króaður af í frægu umsátri sem átti sér stað við Sidney Street 100 og hófst þann 2. Janúar 1911.
Umsátrinu lauk með miklum skotbardaga og síðan eldsvoða og það var þáverandi innanríkisráðherra Winston Churchill sem stjórnaði aðgerðum 200 lögreglumanna og 800 herliða sem kallaðir voru til.
Winston var mjög gagnrýndur eftir að umsátrinu lauk, fyrir tilskipanir sínar, en sjálfur var hann næstum drepinn þegar að stjórnleysinginn skaut byssukúlu í gegnum hatt hans. Á myndinni sést Winston kíkja fyrir horn rétt áður en kúlan gerði gat á hattinn hans. þegar að eldur kom upp í húsinu sem stjórnleysingjarnir vörðust frá, neitaði Winston Churchill slökkviliðinu aðgang að húsinu og innsiglaði þannig dauða þeirra allra.
Nú, næstum öld eftir að þessir atburðir áttu sér stað hafa aftur risið deilur vegna Péturs. Húsnefnd þeirra húsa sem byggð hafa verið á þeim stað þar sem Pétur féll, hefur sett upp tvo minningarskildi sem tíunda tengsl staðarins við Pétur.
Á öðrum skildinum stendur þetta; Þessi bygging var reist árið 2006 af Tower Hamlets Community Housing og er nefnd eftir Peter Piaktow,sem fyrst var þekktur sem Peter the Painter og and-hetja í umsátrinu við Sidney Street Siege árið 1911.'
Lögreglusambandið breska hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem bent er á að minningaskildirnir "mikli gjörðir morðingja" Einnig bendir sambandið á "að það valdi vonbrigðum að húsbyggingafélagið hafi valið að heiðra stjórnleysingjann á þennan hátt þegar hryðjuverk eru svo fyrirferðamikil í hugum fólks."
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá umsátrinu. Þær skýra sig sjálfar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.9.2008 | 01:55
Beðið eftir Ástralíu
Það er þegar farið að líkja þessari mynd við "Á hverfandi Hveli" og þótt ég sé ekki alveg sannfærður enn,um að myndirnar séu sambærilegar finnst mér þetta ekki líta illa út. Hér fyrir neðan getið þið nálgast kynningarmyndbandið.
Það er Baz Luhrmann sem stýrir þessari stórmynd sem gerist í norður Ástralíu nokkru áður en Heimsstyrjöldin seinni skellur á. Hún segir sögu enskrar aðalskonu (Nicole Kidman) sem erfir risastórt býli í Ástralíu. Þegar að enskir kúabarónar reyna að taka yfir land hennar, sameinar hún krafta sína með frekar grófgerðum kúasmala (Hugh Jackmann) og saman halda þau með 2000 nautgripi nokkur hundruð kílómetra langa leið yfir auðnir Ástralíu. Þau komast í hann krappan í Darwin þegar að Japanir gera loftárás á borgina, en sú orrusta var sú eina sem átti sér stað á meginlandi Ástralíu í allri heimstyrjöldinni. Reyndar var þarna kominn sami árásarherinn og gert hafði árásina á Pearl Habour aðeins einum mánuði fyrr.
Í þessari nýju kvikmynd málar Luhrmann á ansi stóran striga með öllum helstu litbrigðum góðra kvikmynda, rómantík, drama, ævintýrum og sjónarspili.
Myndin verður frumsýnd 14. Nóvember næst komandi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 11:42
Breyttasti maður heims
Tilgangurinn er ekki að vekja með ykkur viðbjóð þótt það sé e.t.v. óumflýjanlegt hjá sumum. Þegar ég var að kanna hverjir hefðu gengist undir flestar "fegrunar-lýtaaðgerðir" fann ég umfjöllun um þennan mann. Raunverulegar öfgar okkar tíma eru svo ótrúlegar að þær taka öllum skáldskap fram
Hann er sagður vera "breyttasti" maður heims. Saga hans er eiginlega óskiljanleg, sérstaklega þegar þú íhugar ábyrgð tannlæknanna og skurðlæknanna sem hljóta að hafa samþykkt að gera þessa breytingar á honum. Hér til vinstri er mynd af Dennis áður en breytingarnar hófust.
Hann heitir Dennis Avner og er rúmlega 50 ára gamall. Hann á heima í Nevada, USA og er komin af Indíánum. Indíánanafn sitt segir hann vera "Veiðiköttur". Fyrir utan eiginnafn sitt er hann þekktur undir nöfnunum; Kattarmaðurinn, Kötturinn, Tígur og Tígurmaðurinn.
"Ég er Hjúrani og Lakkóta Indíáni og ég fylgi gamalli Hjúrana hefð með að umbreyta sjálfum mér í verndardýr þeirra, tígurinn."
Denis hóf umfangsmiklar breytingar á líkama sínum þegar hann var 23 ára, eftir að hafa verið sagt af indíánahöfðingja einum; "Fylgdu vegi tígursins".
Dennis hefur greitt miklar fúlgur og gengið í gegnum mikinn sársauka til að breyta líkama sínum í þeim tilgangi að líkjast tígursdýri. Þeir sem hafa áhuga á að sjá fleir myndir af þessum furðulega Indjána geta skoðað þær á heimasíðu hans hér .
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.9.2008 | 00:22
Eru fegrunaraðgerðir orðnar lýtaaðgerðir?
Þegar ég var strákur las ég sögu frægs læknis sem var einn af þeim fyrstu lagði fyrir sig lýtalækningar. Ég hreyfst af göfugri hugsjón hans. Fólk sem hafði fengið alvarleg áverka á andliti í slysum eða hafði fæðst með áberandi lýti eignaðist von. En lýtalækningar eru eitt og svokallaðar fegrunaraðgerðir annað. Eða þannig er það skýrt á fróðlegri síðu Ólafs Einarssonar lýtalæknis þar sem segir m.a.
"Lýtaaðgerðir eru framkvæmdar til að lagfæra ástand vegna sára, sýkinga eða lýta sem eru afleiðingar slysa og áverka af ýmsu tagi, t.d. til að græða bruna-, legu- eða leggjarsár og til að laga afleiðingar eftir slík sár. Þá eru lýtaaðgerðir framkvæmdar til að lagfæra meðfædda vansköpun af ýmsu tagi. Lýtaaðgerðir eru einnig framkvæmdar við uppbyggingu brjósta hjá konum sem hafa misst brjóst vegna krabbameins. Sjúkratryggingar koma að lýtaaðgerðum af þessu tagi, sbr. reglugerð nr. 471 um greiðslur sjúkratrygginga fyrir lýtalækningar og fegrunaraðgerðir. Sjá síðu um gjaldskrá. Fegrunaraðgerðir eru hins vegar framkvæmdar í því augnamiði að fegra eða bæta útlit eða endurheimta yngra útlit. Einstaklingar sem leita slíkra aðgerða teljast ekki sjúkir eða bera menjar áverka eða slysa. Almannatryggingar taka engan þátt í kostnaði við slíkar aðgerðir. Dæmi um fegrunaraðgerðir eru andlitslyfting, augnlokaaðgerðir, brjóstastækkun o.fl. "
Miðað við útkomuna á mörgum þeim sem á síðustu árum hafa undirgengist skurðaðgerðir er eins og þessum hugtökum hafi verið snúið við. Fegrunaraðgerðir eru orðnar lýtaaðgerðir. Alla vega finnst mér árangurinn ekki til bóta. Dæmið sjálf af þessum myndum.
Mickey Rourke, vinsæll leikari og sjarmör á miðjum níunda áratugnum. Hann stundaði mikla eiturlyfja og vínneyslu og lenti í miklum erfiðleikum með sjálfsmyndina. Hann hefur undirgengist fjölda aðgerða til að breyta og bæta útlit sitt. Útkoman er vægast sagt á hina leiðina. Nýjasta kvikmyndin hans "Glímumaðurinn" hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Michael Jackson þarf ekki að kynna. Stjörnufréttir síðustu ára hafa gert lífshaupi hans góð skil. Afleiðingar "æskuþráa" hans eru sársaukafullar þeim sem álíta.
Þessi kona er móðir Sylvester Stallone. Hún heitir Jackie Stallone og hefur gert sitt besta til að halda sér í dofnandi ljósinu af syni sínum og í því tilefni gengist undir hnífinn, að mínu viti nokkrum sinnum of oft.
Að lokum kemur hér myndasyrpa af drottningu "fegrunaraðgerðanna"kattarkonunni Jocelyn Wildenstein. Hún hefur lifað afar skrautlegu lífi eftir að hún skildi við mann sinn Alec í framhaldi af framhjáhaldi hans með rússneskri ljósku. Hún virðist staðráðin í því að halda elli kerlingu til hlés (hún er rétt sextug) og þetta er árangurinn, öllum æskuelexírleitendum til varnaðar.
13.9.2008 | 14:45
Brúðkaupið í Kína
Brúðkaupsmyndir, eru misjafnlega góðar og spennandi fyrir ókunnuga á að líta. Fólk er yfirleitt brosandi á góðri stundu og brúðhjónin leika við hvern sinn fingur. Hér koma afar óvenjulegar brúðkaupsmyndir.
Þann tólfta Maí síðastliðinn (2008) var efnt til brúðkaups í um eitt hundarð ára gamalli kirkju í þorpinu Sichuan í Kína.
Hjónavígslan hófst rétt um klukkan 14:00 á hefðbundinn hátt. Þessi mynd var tekin af brúðhjónunum á kirkjutröppunum.
Skyndilega, kl:14:28 að staðartíma hófust miklar jarðhræringar. Yfir reið mesti og mannskæðasti jarðskjálfti í Kína síðan að Tangshan skjálftinn 1976 skók landið.
Jörðin skalf í þrjár mínútur og kirkjan byrjaði að hrynja. Brúðkaupsgestirnir 33 stóðu enn fyrir utan kirkjuna sem betur fór.
Stórir hnullungar hrundu úr kirkjunni yfir kirkjugesti.
Brúðguminn sást varla fyrir ryki
Og brúðurin sést hér með kirkjurústirnar í bakgrunni.
Skelfingu lostnir brúðkaupsgestir eftir að aðalskjálftanum lauk.
Það sem eftir stóð af kirkjunni
Jarðskjálftinn varð um 100.000 manns að bana og enn er verið að grafa lík úr rústum húsa eftir þennan skjálfta í Kína. 17.000 manns er enn saknað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2008 | 11:43
Vogue, Gere, Clooney og Lebron James
Vogue hefur í fjölda ára verið álitið fremsta og besta tísku tímarit heims enda meira en 100 ára gamalt. Við skulum ekki rugla Vogue saman við Men´s Vogue, enda tvo algjörlega óskyld tímarit þar á ferð.
Það fólk sem prýtt hefur forsíðu tímaritsins hverju sinni hefur ætíð fyllt flokk þeirra sem talið er best fylgja tískunni. Venjulega eru það aðeins kvenmenn og yfirleitt einhver af ofur fyrirsætunum svokölluðu.
Árið 1992 var brotið blað í sögu tímaritsins, því þá prýddi karlmaður í fyrsta sinn forsíðu þess. Það var ofur-sjarminn , Richard Gere sem þann heiður hlaut en hann var myndaður fyrir blaðið ásamt þáverandi (1991-1995) eiginkonu sinni , ofur-fyrirsætunni Cindy Crawford.
Átta árum seinna í Júní hefti blaðsins árið 2000 varð annar hjartaknúsari til að brosa framan í heiminn á forsíðu Vogue. Hann heitir George Clooney og lét mynda sig í fylgd ofur-fyrirsætunnar Gisele Bundchen.
þriðji karlmaðurinn og sá síðasti í röðinni fram að þessu til að láta heiminn njóta þokka síns á þennan hátt er NBA stjarnan LeBron James. Hann og fyrrnefnd Bundchen sjást hér framan á Apríl heftinu 2008.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2008 | 16:12
Konan í apelsínugula jogging gallanum
Þær eru ekki margar bresku leikkonurnar fyrir utan Glendu Jackson og Helen Mirren sem ég hef verið afskaplega hrifinn af. Ein hefur þó alltaf átt alla mína aðdáun, ekki bara af því að hún er frábær leikkona, heldur einnig vegna þess að hún er frábær einstaklingur. Ég er að tala um stórleikkonuna Vannessu Redgrave.
Allt frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar hefur hún studd dyggilega við bakið á ýmsum mannréttindasamtökum, afvopnunarhreyfingum og friðarhreyfingum vítt og breitt um heiminn. Hún hefur varið meira af tekjum sínum til þessara málefna en nokkur önnur kvikmyndastjarna og verið ötulli talsmaður verðugra málstaða en flestir stjórnmálamenn. Starf hennar og framganga er of viðamikið til að gera því einhver almennileg skil í þessari færslu en þeir sem hafa áhuga geta lesið sér til um Vannessu m.a. á síðunni sem ég linka við nafnið hennar hér að ofan.
Sem einlægur aðdáandi Vannessu varð ég glaður mjög þegar mér áskotnaðist í fyrradag miði á leiksýningu hennar "The year of Magical thinking" (Ár töfrandi hugsanna) sem sýnt er um þessar mundir í Theatre Royal hér í borg. (Bath)
Ég flýtti mér niður í leikhús til að ná í miðann en sýningin er á morgunn (Laugargdag). Þegar ég kom að leikhúsinu sé ég hvar kona ein, klædd í appelsínu-gulan jogging-galla með baseball-derhúfu á höfði, dálítið hokin í herðum, stendur og púar sígarettu. Ég þekkti hana vitaskuld strax. Þetta var Vanessa Redgrave.
Um leið og ég gekk fram hjá henni, kinkaði ég kolli til hennar og ávarpaði hana. "Þú ert Vanessa er það ekki".
Hún brosti með sígarettuna í miðjum munninum og kinkaði kolli.
"Ég er mikill aðdáandi þinn" sagði ég aulalega.
Hún tók sígarettuna út úr sér og sagði brosandi. "Ertu búin að sjá sýninguna"?
"Eh, nei, ég er að ná í miða á sýninguna á laugardaginn".
Vannessa henti sígarettunni í götuna, steig á stubbinn.
"Ég sé þig þá" sagði hún glaðhlakkalega og hvarf svo inn um hliðardyrnar á leikhúsinu, snör og kvik eins og táningur. (hún er 72 ára)
Ég hlakka mikið til að sjá leikritið á morgunn. Það er eftir Joan Didion blaðakonu til margra ára og er einleikur. Það verður ekki ónýtt að fá að fylgjast með Vanessu Redgrave í 90 mínútur einsamalli á sviði.
Verkið hefur að sjálfsögðu fengið frábæra dóma þrátt fyrir að vera eintal einmanna konu um dauða eiginmanns síns. Segi kannski meira frá því á morgunn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
12.9.2008 | 15:08
Loks allt á hreinu með rendurnar
Tískulöggurnar segja að konur (og karlar) sem hafi mjúkar línur, eigi alls ekki að klæðast þverröndóttum fatnaði. Það hefur verið óskrifuð tískulög að rendur sem liggja þvert á, geri það að verkum að sá sem klæðir sig þannig fötum, sýnist meiri um sig. Hinsvegar hefur ætíð verið haft fyrir satt að lóðréttar rendur á klæðnaði, láti mann líta út fyrir að vera grennri og jafnvel hærri.
Nýlegar vísindalegar rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki alls kostar rétt. Reyndar þveröfugt. Lóðréttar rendur gera mann feitari í útliti og láréttar grennri. Þessar merkilegu niðurstöður voru kynntar á "The British Association´s Festival of Science" í Liverpool í gær.
Í könnun sem var gerð um málið var hópi fólks sýndar myndir af jafn háu og jafn þungu kvennfólki sem annað hvort var klætt í þverröndóttan klæðanað eða með lóréttum röndum. Niðurstaðan var sú að sú sem klædd var í þverröndótt föt þótti yfirleitt grennri og hærri en þær sem klæddust teinóttum klæðanaði. Félagsfræðingurinn frá Háskólanum í York sem kynnti þessar niðurstöður sagði að ekki væri ljóst hvers vegna fólki fyndist þverröndótt virka grennandi því yfirleitt skapaði teinótt munstur meir dýpt.
Til gamans má geta þess að til eru 150 ára kenningar frá þýskum sálfræðingi (Hermanvon Helmholtz) sem halda því sama fram og vísindalegar rannsóknir hafa nú staðfest. Í handbók sem hann skrifaði 1867 segir hann m.a. "Kjólar kvenna sem eru þverröndóttir gera það að verkum að þær sem klæðast þeim líta út fyrir að vera hærri".
Hermann hélt því líka fram í sömu handbók að herbergi sem í væru húsgögn litu út fyrir að vera stærri en þau sem engi hefðu og einnig ef munstraður veggpappír væri á veggjum í stað einlitrar málningar. Þessar kenningar hafa samt ekki verið staðfestar af vísindunum enn.
Þeir sem ekki vilja láta sannfærast af þessum niðurstöðum York háskólans geta alltaf klætt sig í svart. Vísindalegar niðurstöður sanna að svartur hringur á hvítum bakgrunni virkar smærri en jafnstór hvítur hringur á svörtum grunni. En þeir sem eru hugaðir geta líka reynt að klæðast svörtu með þverröndóttu í bland.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2008 | 19:16
Fegurðardrottningin Sarah Palin varaforsetaefni McCain
Gamli maðurinn John McCain slakar hvergi á klónni í forsetaslagnum í USA. Í dag útnefndi hann sem varaforsetefni 44 ára gamla konu frá Alaska sem heitir Sarah Palin.
Sarah er menntuð sem blaðakona og starfaði í stuttan tíma sem slík hjá sjónvarpsstöð í Anchorage um leið og hún vann fyrir bónda sinn Todd Palin sem er sjómaður og útgerðarmaður.
Hún giftist Todd 1988 eftir að hafa verið með honum frá því í grunnskóla. Sarah var kappskona mikil og stýrði m.a. körfuboltaliði skólans sem hún gekk í til sigurs 1982 þegar það varð Alaskameistarar. Vegna harðfylgi síns var hún uppnefnd Sarah Barakúta.
Árið 1984 tók hún þátt í fegurðarsamkeppninni í heimabæ sínum Wasilla og vann hana. Hún lenti síðan í öðru sæti í Alaska keppninni sjálfri. Sarah fór fljótlega að skipta sér af pólitík og hlaut þar skjótan frama. 2006 var hún kosinn fylkisstjóri í Alaska þrátt fyrir að njóta ekki stuðnings flokkssystkina sinna og eyða talvert miklu minna en demókratinn Tony Knowles, andstæðingur hennar.
Með útnefningu hennar þykir McCain hafa slegið Obama ref fyrir rass í harðnandi barráttu um athygli fjölmiðla, jafnvel þótt Obama hafi baðað sig ótæpilega í sviðsljósi þeirra síðustu daga.
Sarah er talin góður kostur fyrir McCain af eftirtöldum ástæðum.
- Hún er miðlínu-íhald
Hún er á móti hjónaböndum samkynheygðra, fylgjandi dauðarefsingum, á móti fóstureyðingum, og fylgjandi almennri byssueign. - Hún er ung og hún er kvennmaður
- Hún er afar aðlaðandi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)