Færsluflokkur: Lífstíll

Farinn í gönguferð með didgeridú og búmerang að veiða Kengúrur

aboAð fara í gönguferð (walkabout) hefur ekki sömu merkingu meðal okkar flestra og það hefur á meðal frumbyggja í Ástralíu. Menning þeirra og tungumál sem töldu allt að 750 mismunandi mállýskur áður en hvíti maðurinn kom til skjalanna seint á átjándu öld, hafa átt í vök að verjast. Enn eimir samt eftir af þjóðháttum þeirra  og orð eins didgeridú, búmerang og Kengúra ( Kangooroo) sem eru komin úr málum frumbyggjanna, eru þekkt víðast hvar í heiminum. Þegar landnám hvítra mann hófst í Ástralíu er talið að tala frumbyggja hafi verið nálægt 750.000 manns. Í dag telja þeir um 410.000.

Saga frumbyggjanna er um margt afar merkileg, ekki hvað síst fyrir þær sakir að enn hefur ekki verið skýrt hvernig þeim tókst að komast frá Afríku yfir til Ástralíu fyrir allt að 125.000 árum eins og sumir fræðimenn halda fram en fundist hafa staðfestar mannvistarleifar í Ástralíu sem eru 40.000 ára gamlar.

Sjálfir tala frumbyggjar um forsögulega tíman sem Altjeringa eða"draumaskeiðið" (dreamtime). Draumaskeiðið á við um þann tíma þegar forfeður þeirra og skaparar sem þeir kalla "fyrsta fólkið" ferðuðust um suðurhluta álfunnar og nefndu alla hluti um leið og þeir sköpuðu þá.

Draumaskeið hefur einnig ákveðna merkingu í daglegu lífi frumbyggja. Það er einskonar samheiti yfir afstöðu þeirra til náttúrunnar og samskiptin við anda forfeðranna. Þeirra á meðal eru Regnbogaslangan, Baiame og Bunjil svo einhverjir séu nefndir. Hér kemur ein sagan úr digrum sjóði arfsanga sem tilheyra draumaskeiðinu. 070507-aborigines-dna_big

Öll veröldin svaf. Allt var hljótt, ekkert hreyfðist, ekkert gréri. Dýrin sváfu neðanjarðar. Dag einn vaknaði Regnbogaslangan og skreið upp á yfirborðið. Hún ruddi sér leið um jörðina. Eftir að hafa farið um landið varð hún þreytt og hringaði sig upp og sofnaði. Þannig skildi hún eftir slóð sína. Þegar hún hafði farið um allt, snéri hún til baka og kallaði á froskana. Þegar þeir komu voru magar þeirra fullir af vatni. Regnbogaslangan kitlaði þá og þeir fóru að hlægja. Vatnið gusaðist upp úr þeim og fylltu slóða Regnbogaslöngunnar. Þannig urðu til ár og vötn. Gras og tré uxu í kjölfarið og jörðin fylltist af lífi.

aborig

Manndómsvígsla frumbyggjana nefnist  gönguferð (walkabout). Þrettán ára að aldri halda ungir menn einir út í óbyggðirnar til að fylgja svo kölluðum Yiri eða söngvarákum sem eru slóðir forfeðranna sem farnar voru á draumaskeiðinu. Þeim er ætlaða að endurtaka hetjudáðir áanna, finna sjálfa sig og spjara sig sjálfir á þessari þrautagöngu. Hver ganga tekur ekki minna en sex mánuði og mun lengur ef hugur þeirra og hjarta býður þeim svo. Frumbyggjar fara líka í gönguferð seinna á ævinni eða þegar andinn kallar á þá. Án þess að gera neinum viðvart halda þeir út í buskann, oft frá konu börnum og ferð þeirra verður ein samfelld pílagrímsferð um landið þvers og kruss. Samneyti við andanna og draumalíf er megin tilgangur gönguferðanna.

 

 

 


Rannsókn hvarfs Madeleine McCann hætt í Portúgal

_44525721_maddie_pa226bNýjustu fréttir frá Portúgal herma að yfirsaksóknari í Madeleine McCann málinu hyggist tilkynna að rannsókn málsins verði hætt að hálfu yfirvalda þar í landi. McCann hjónin munu eflaust ekki láta af leit sinni og halda áfram að auglýsa eftir stúlkunni sinni.

Síðan að Medeleine hvarf hafa hátt í eitt þúsund börn (undir 14 ára aldri) horfið í Bretlandi og ekkert til þeirra spurst. Þrátt fyrir hina yfirgripsmiklu leit sem gerð var að Madeleine og þá heimsathygli sem hún vakti  og að hún hafi að hluta til verið réttlætt með því að segja að athyglin mundi koma öðrum hvarfsmálum til góða, þekkja fáir nöfn þeirra hundruða sem horfið hafa  síðan Medeleine hvarf. Ekkert bendir til að fjölmiðlafárið í kring um hvarfið eða eftirmálar þess hafi komið að gagni við að beina athygli fólks að barnahvörfum svo þau mættu verða fátíðari.

Það sem eftir stendur er þetta;Madeleine-McCann

Líkt og McCann hjónunum  fyrr á þessu ári, hefur Robert Murat, sem grunaður var um tíma að eiga aðild að hvarfinu, nýlega verið dæmdar háar skaðabætur (600.000 pund)  og afsökunaryfirlýsingar frá 11 fréttablöðum, Sun, Daily Express, Sunday Express, Daily Star, Daily Mail, London Evening Standard, Metro, Daily Mirror, Sunday Mirror, News of the World og the Scotsman og Sky sjónvarpsstöðinni fyrir að vera ranglega opnberlega ásakaður um að eiga sök á hvarfi Madeleine.

McCann hjónunum voru dæmdar í bætur 550.00 pund í leitarsjóð Medeleine.

 

 


Bonoboar

Langt inn í myrkviði Kongó er enn að finna hina gleymdu apa-ætt Bonoboa. Menn komust ekki að því að þeir voru  sjálfstæð apategund fyrr en árið 1928. Þeir eru stundum kallaðir Suðurbakka-apar vegna þess að heimkynni þeirra eru á suðurbakka Kongó árinnar og þar með voru aparnir lengi vel afar einangraðir.

bonobos1

Vísindamenn safna nú sem flestum gögnum um Bobnoboa því þeir eru í mikilli útrýmingarhættu af völdum manna sem ágirnast kjöt þeirra. Menn þarfnast skiljanlega þessa kjöts þar sem þeir hafa ekki tíma til að hirða um búfénað eða rækta jörðina á þessum slóðum,  vegna anna við að drepa meðbræður sína í borgarastyrjöldinni sem þarna hefur geisað upp síðustu ár.

ss_061105_animaltracks_03_h2

Bonoboa samfélögunum er stjórnað af kvennategundinni, sem tekur sig saman og þvingar karltegundina til undirgefni. Samfélagið byggist upp á einskonar "elskumst ekki berjast"reglu og kemur m.a. fram í því að árásarhvöt allri er svalað í kynlífi. Kynlíf er sem sagt ekki eingöngu stundað á meðal Bonboa til að fjölga tegundinni. Mikið hefur verið fjallað um kynlíf Bonoboa og me.a. bent á þá sem dæmi um samkynhneigð meðal dýra. Staðreyndin er að þeir eru flestir Bi-Sexual.

Bonobob 

Þeir eru að auki svo viðkvæmir að mikill hávaði og læti getur orðið þeim að aldurtila. Þannig fór t.d. með fyrstu Bonoana sem voru geymdir í dýragarði í Berlín í þýskalandi fyrir fyrra stríð. Þeir dóu allir úr skelfingu þegar sprengjuárás var gerð á borgina. Simpansana í næsta búri sakaði ekki.

bonobo20mom20and20child

Bonoboar láta svo vel að afkvæmum sínum að barnadráp er svo til óþekkt á meðal þeirra, ólíkt sem gerist hjá öðrum öpum. Vel hefur gengið að kenna þeim táknmál og sagt er að Bonoboa api hafi náð að þekkja allt að 600 tákn. (Meðal daglegur orðaforði íbúa í New York er um 250 orð)

bonobo_DW_Wissensch_179993g

 

 


Krissy Wood - Smá eftirmáli við skúbbið

Í gær brá ég mér af bæ og heimsótti hjón sem ég þekki lítillega og búa í nærliggjandi smábæ. (Bradford on Avon) Þar voru samankomnir á heimili hjónanna nokkrir af vinum þeirra sem ég hafði aldrei hitt áður.  

Þegar líða tók á kvöldið kom að tali við við maður sem kynnti sig sem Tom. Kvaðst Tom þessi hafa starfað mikið með þekktum hljómsveitum hér í Bretlandi, aðallega sem sviðsmaður og m.a. tekið þátt í að setja saman hið fræga svið sem Pink Floyd notaði í hljómleikaferð sinni The Wall. Mér varð á að minnast á að ég hefði hitt fyrir tilviljun Ronnie Wood á dögunum og við það viðraðist Tom allur upp og sagðist hafa þekkt vel fyrri konu Ronnies, Kryssy Wood sem lést 2005 langt um aldur fram. Hann lét gamminn geysa langt fram eftir kvöldi og hafði frá mörgu að segja.

Þegar hann loks kvaddi og fór, kom húsfreyjan til mín og sagðist hafa heyrt ávæning af samræðum okkar. Hún sagði jafnframt að Tom þessi hefði verið grunaður um að vera sá sem "skaffaði" Krissy Wood valíum töflurnar sem drógu hana til dauða eftir að hún hafði tekið þær inn í ómældu magni. - Þetta varð til þess að ég fór að leita mér frekari upplýsinga um Krissy og það sem ég komst að er svo furðulegt og lærdómsríkt að ég má til með að deila því með ykkur.

woods

Fyrirsætan Krissy Wood var heimsfræg hljómsveitafylgja (groupía) og eiginkona Ronnie Wood gítarleikara Rolling Stone, dó í skugga fremur villtrar fortíðar sinnar. Hún er ekki eina konan sem skilin hefur verið eftir drukknandi í kjölfari hljómsveitarinnar. 

Eins og allir fágætir fuglar, missa  rokkstelpur líka að lokum fjaðrir sínar. Og þegar það gerist, fylgir allt annað á eftir, auður,orðstýr, vinir, og sjálfsvirðingin. - Þannig var með Krissy Wood.
Hún var ein af þessum alvöru hljómsveitafylgjum og meðal ástsveina hennar voru tveir Bítlar, gítarleikari Led Zeppelin og svo giftist hún Stónsara. En þegar hún dó aðeins 57 ára að aldri vegna oftöku á Valíum töflum, var hún fátæk og slitin kona. Konan sem átt hafði vingott við Eric Clapton, Georg Harrison, John Lennon,og Jimmy Page og gift Ronnie Wood, þurfti að sjá fyrir sér með að selja persónulega minjagripi sína og vinna í matvöruverslun.
Því miður fyrir Krissy sem margir telja hina upprunalegu grúpíu (og þá sem flesta fræga menn ku hafa sængað hjá) - höfðu aðstæður hennar versnað til muna frá þeim tímum er hún flaug til Portúgal eða  New York eftir því sem vindurinn blés og víman sagði til um. Hún fékk rétt 200 pund á viku í lífeyri frá Ronnie sem sagðist ekki hafa efni á meira vegna slæmra fjárfestinga sinna. 
Kannski eru 200 pund ekkert til að frýsa við, en samt langur vegur frá því sem hún átti að venjast þegar hún var gift meðlim ríkustu rokkhljómsveitar allra tíma. Skömmu fyrir dauða sinn var hún að reyna að selja íbúðina sem hún bjó í í Richmond og flytja til Jesse sonar síns sem hún átti með Ronnie. Hún hugleiddi einnig að selja Gibson gítarinn fræga sem Ronnie samdi mörg af frægustu lögum sínum á allt frá því að hann spilaði með Samall Faces (seinna Faces).

Krissy byrjaði á toppnum; hún sagðist hafa tapað meydóminum á sófa mömmu sinnar í Ealing með Eric Clapton. Þá hét hún Krissy Findley og kom úr strangtrúaðri Rómversk-kaþólskri fjölskyldu, gekk í skóla sem heitir Gregg Grammar og þótti gaman að dansa og hlusta á hljómsveitir.  
Hún var aðeins 16 ára þegar hún hitti Ronnie Wood árið 1964. Hún var grönn, ljóshærð og viðkvæm og ljósvakaleg fegurð hennar átti vel við anda tímanna sem í hönd fóru. Hún fékk fljótlega að reyna sig sem fyrirsæta og starfaði við það á meðan Ronnie spilaði með Small Faces. Þau giftu sig árið 1971.
woods1

Munmælasagan segir að hún hafi verið ábyrg fyrir því að Ronnie fór að spila með Stones. Kvöld eitt kom hún heim úr klúbbi í London með Keith Richard í eftirdragi. Hún kynnti hann fyrir Ronnie og þeir byrjuðu að semja saman. 1974 fóru Stones í hljómleikaferð og þá tóku þeir Ronnie með sér.
Einnig er sagt að innblásturinn við samningu lagana  Mystifies Me og Breathe On Me, eftir Ronnie, hafi komið frá Krissy.
Eftir að Ronnie hóf að leika með Stones urðu hlutirnir flóknari og fengu á sig meiri losarabrag á milli þeirra hjóna. Peningarnir streymdu inn og þau keyptu sér höll í Richmond og þau höfðu greiðan aðgang að háaðli rokksins. Þau höfðu einnig meiri tíma til að láta sér leiðast og sækja skemmtanir hvar sem þær var að finna. 

Ári 1975 var Krissy ákærð í Kingston Crown Court fyrir að neyta kókaíns. Eftir það hélt hún með  George Harrison til villu hans í Portúgal.

Ronnie virtist afar ánægður með það, sem ekki ber að undrast, því hann var á leiðinni til  Barbados eyja með konu Harrisons, fyrirsætunni Patti Boyd. (Hún skildi seinna við Harrison og giftist Clapton.) Krissy og Harrison urðu elskendur og þegar þau komu til baka frá Portúgal tóku þau á móti mökum sínum á heimili Harrisons í Friar Park í Oxfordskýri.

Hvernig þeim fundi reiddi af fer ekki sögum af hér, en fljótlega eftir þann fund hélt Krissy til Los Angeles og hóf þar samband við  John Lennon, sem þá var giftur Yoko Ono. Það var Krissy sem var með  Lennon þegar að plötuframleiðandi einn miðaði á hann byssu sinni. Lennon kastaði sér yfir Krissy til að vernda hana. Hvorugt meiddist. Í annað skipti voru þau bæði borin út úr partýi hjá Díönu Ross eftir að ólyfjan hafði verið blandað í drykki þeirra.
Sambandið við Lennon varði ekki lengi. Lennon hafði þann ósið að kalla hana Patti og ruglaði henni greinilega saman við eiginkonu Harrison. Krissy fór frá Los Angeles til að hitta Ronnie í New York. Þar hitti hún líka Jimmy Page og saman flugu þau öll þrú til Bretlands. Þar heimsóttu Wood hjónin oft Page á heimili hans í Sussex.
Eftir eina drykkjulotuna, hneig Krisy niður á gólfið. Samkvæmt henni rumskaði hún við sér við að einhver vafði hana örmum. Hún hélt að það væri Ronnie en komst svo að því að það var Page. Kærasta Page, Charlotte kom að þeim og næsta dag yfirgaf hún Page. Krissy og Page bjuggu saman í ár eftir það.
Eftir þetta framhjáhlaup með Page, tóku hún og Ronnie aftur upp þráðinn og hún varð ólétt. Sonur þeirra Jessi fæddist árið 1977. Þá hafði Ronnie þegar hitt Jo Howard sem varð síðari kona hans. Krissy nefnir hana í skilnaðaráli sínu 1978 sem orsök skilnaðarins.
Krissy lét Ronnie eftir höllina gegn óformlegri tryggingu um "að hann mundi alltaf sjá um hana". Hann greiddi henni meðlag með Jessi sem seinna var skorið við nögl vegna "óheppni" Ronnies í fjármálum.
Jesse Woods
"Hann lofaði að hann mundi alltaf sjá um mig. Nú hefur hann brotið það loforð" sagði Krissy eftir að hún hafi verið stöðvuð við sjálfsvígstilraun eitt skiptið.
Hún hafði ekki unnið síðan hún vann við fyrirsætustörfin og síðustu vikurnar fyrir andlát sitt var hún afar fjárþurfi, svo að hún reyndi að fá starf við afgreiðslu í matvörubúð. En síðustu daga fyrir dauða sinn sagði hún vinum sínum að hún og Ronnie hefðu komist að samkomulagi og koma ætti upp sjóði fyrir Jesse og hún gæti lifað af rentunum. 
 Daginn fyrir andlát sitt hringdi hún í vin sinn og sagði að allt væri í lagi en 24 tímum seinna lá hún andvana á sófa hans. 150 manns sóttu útför hennar sem gerð var frá Mortlake Crematorium og Ronnie, sem var viðstaddur með  Jo, var sagður yfirbugaður af sorg.  

Saga Krissy eftir að hún skildi við  Ronnie er dæmigerð fyrir örlög margra grúpía sjötta áratugarins. Jo Jo Laine sem missti meydóminn með Jimi Hendrix og átti elskhuga á borð við Rod Stewart og Jim Morrison, giftist síðan Denny Laine, gítarleikara  the Moody Blues og síðan Wings, varð alkóhóli og heróíni að bráð. Hún var loks lokuð inni á þunglyndislyfjum eftir að hún komst að því að Denny hafði sofið hjá bestu vinkonu hennar. Þá mætti  nefna  Marianne Faithfull, Marsha Hunt, Mandy Smith, Anitu Pallenberg sem dæmi um konur sem steinarnir frægu rúlluðu yfir og skildu eftir misjafnlega á sig komnar um aldur og ævi.
En hei, þetta er rock and roll.
Stuðst er m.a. við heimildir úr grein eftir Önnu Púkas

Pete Doherty, villingur og snillingur

Pete Doherty er stundum kallaður síðasti rómantíski rokkarinn, drengurinn sem lítur út eins og bróðir ákveðinnar kvennkyns teiknimyndarfígúru frá upphafi síðustu aldar og síðast en ekki síst, dóparinn sem allir elska að hneykslast á. Mér er nokkuð sama hvað fólk segir um piltinn því eitt verður ekki af honum skafið að mínu mati; hann er frábært ljóðpete_dohertyskáld. Ég valdi eitt af ljóðum hans til að snara á íslensku. Það er án titils og fjallar um það sem Pete er kærast, vímuna.

Vakna upp á lífi á aurugum járnfylltum ströndum Lundúna

sjóðandi undir

pollum regns

votu sápuvatni

Fitzrovia sullar í holunum

á gangstéttarbrúnum hennar

um leið og ég renni fimmara

í þvalan hanska

og renn af gangstéttinni

við "Kebabish Borgina"

Sleiki sleiki steiktan kjúlla spjall

rotna tennurnar við að sprauta upp?

Hvað um mínar.

Í hinum sæta draumi

segir hið skælda bros mitt

af of mörgum sorglegum kveðjustundum,

ekki lengur halló.

(Vesturbærinn er hrúga að riðgandi laufum og tómum augnagotum járns)


 


Að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum

Í tilefni af talverðri umræðu á blog.is þessa dagana um stöðu kvenna, vændissölu og jafnréttismál, ákvað ég að birta hér greinargerð til Sameinuðu þjóðanna frá Bahai samfélaginu um þessi mál.

Myndirnar sem fylgja eru ekki úr greinargerðinni.  

Lagabætur einar nægja ekki: Hlutverk menningar og hæfni við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum

women1. Staða kvenna hefur að mörgu leyti batnað umtalsvert undanfarin fimmtíu ár. Lestrarkunnátta og menntun kvenna hafa aukist, meðaltekjur þeirra hafa hækkað og þær hafa áunnið sér frama bæði í starfi og stjórnmálum. Enn fremur hefur með víðtæku samstarfsneti kvenna í svæða-, lands- og alþjóðasamtökum tekist að koma hagsmunamálum þeirra á dagskrá á heimsvísu, og ýta undir lagalegar og opinberar aðgerðir þessum hagsmunamálum til framdráttar. Þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun, heldur miskunnarlaust ofbeldi gegn konum og stúlkum áfram að geysa sem faraldur í öllum hlutum heims; ofbeldið birtist – og er raunar viðhaldið – í félagslegum venjum og hefðum, öfgum af trúarlegum toga og efnahags- og stjórnmálalegri kúgun. Um leið og alþjóðasamfélagið leitast við að setja lög til verndar konum og stúlkum er augljóst að djúp gjá skilur enn að lagalegar ráðstafanir og menninguna – sem felst í gildismati okkar, hegðun og stofnunum – sem þarf til að stemma stigu við þessum faraldri.

violence2. Hið skelfilega ofbeldi gegn konum og stúlkum á sér stað í heimsástandi sem einkennist af tvenns konar en þó samstíga þróun. Annars vegar er ferli upplausnar, sem hefur afhjúpað getuleysi úr sér genginna stofnana, úreltra kennisetninga og ósæmilegra hefða um víða veröld og á öllum sviðum lífsins, ferli sem veldur glundroða og þjóðfélagshnignun. Raddir öfgamanna og lífsskilningur efnishyggjunnar, sem afneita mannlegri reisn, hafa fyllt upp í það siðferðilega tómarúm sem trúarbrögðin hafa skilið eftir sig þegar dregið hefur úr hæfni þeirra til að hafa siðræn áhrif. Arðránshagkerfi sem kyndir undir öfgum auðs og fátæktar, hefur hneppt milljónir kvenna í efnahagslegan þrældóm og svift þær réttindum á borð við eignarétt, erfðarétt, líkamlegt öryggi og jafnan rétt til þátttöku í almennri verðmætasköpun. Kynþáttaátök og vanhæfni stjórnvalda, hafa leitt til mikillar fjölgunar kvenna sem hafa flosnað upp og jafnvel orðið landflótta. Þetta ástand hefur aukið enn frekar líkamlegt og efnahagslegt óöryggi þeirra. Niðurlægjandi meðferð á konum og börnum sem og útbreiðsla kynferðislegrar misnotkunar, hafa aukist innan sem utan heimilisins og hafa, ásamt miklu heimilisofbeldi, hraðað þessu ferli upplausnar.

0013. Samhliða fyrra ferlinu má greina annars konar ferli; ferli uppbyggingar og sameiningar. Það á sér rætur í siðfræði Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og sækir kraft í vaxandi samstöðu um aðgerðir kvenna á heimsvísu en með þeim hefur á síðastliðnum fimmtán árum tekist að koma málefnum sem snerta ofbeldi gegn konum og stúlkum á dagskrá um allan heim. Sá viðamikli og samræmdi lagarammi sem var mótaður á þessum árum hefur beint athygli alþjóðasamfélagins, sem ekki hafði verið með á nótunum, að því menningarviðhorfi að svona misnotkun væri meinlaus og væri því liðin og jafnvel afsökuð. Þáttaskil urðu hins vegar árið 1993 með Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um að uppræta ofbeldi gegn konum,1 þar sem sett var fram eftirfarandi skilgreining á hugtakinu „ofbeldi gagnvart konum“: [Ofbeldi gagnvart konum er allt] ofbeldi á grundvelli kynferðis sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga kvenna, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. 2 Í þessari skilgreiningu var véfengd sú ranga afstaða að ofbeldi gegn konum og stúlkum væri einkamál. Þar með voru heimilið, fjölskyldan, menning okkar og hefðir ekki lengur hinn eini og endanlegi dómari um gerðir er varða ofbeldi gegn konum og stúlkum. Stofnun embættis sérlegs skýrslugjafa [Sameinuðu þjóðanna] um ofbeldi gegn konum nokkru síðar, var enn eitt úrræðið til þess að rannsaka og fá fram í dagsljósið hinar mörgu hliðar á þessu hættulega ástandi, og til þess að beina athygli alþjóðasamfélagsins að því.

2311849706_9f3133f15d_o4. Þrátt fyrir mjög miklar framfarir undanfarin fimmtán ár, hefur vangeta þjóða heims til þess að draga úr ofbeldi, sýnt fram á augljósa annmarka á þeim aðferðum sem fyrst og fremst bregðast við eftir á. Smám saman hefur þróast víðari sýn þar sem forvarnir gegn ofbeldi eru orðnar að markmiði. Með öðrum orðum þá er meginverkefni alþjóðasamfélagsins nú að átta sig á hvernig hægt verði að skapa samfélagsgerð þar sem félagslegar og efnislegar aðstæður eru til þess fallnar að konur og stúlkur geti þroskað hæfileika sína til fulls. Þær nýju aðstæður munu ekki aðeins byggja á yfirveguðum tilraunum til að breyta hinu lagalega, stjórnmálalega og efnahagslega umhverfi samfélagsins, heldur munu einnig þurfa að byggja á öðru sem er jafn mikilvægt, það er á umbreytingu einstaklingsins — umbreytingu karla og kvenna, drengja og stúlkna — þar sem núverandi gildismat þeirra viðheldur á einn eða annan hátt hegðunarmynstri misnotkunar. Sjónarmið bahá’í trúarinnar er að forsenda allra samfélagsumbóta sé sá grundvallarskilningur að einstaklingurinn búi yfir andlegum eða siðferðilegum eðlisþáttum. Þær víddir móta skilning hans á tilgangi eigin lífs, og á ábyrgð sinni gagnvart fjölskyldunni, samfélaginu og umheiminum. Meðfram mikilvægum breytingum á hinu lagalega, pólitíska og efnahagslega umhverfi sem er hægt og sígandi að taka á sig mynd er þroski siðferðilegra og andlegra hæfileika einnig nauðsynlegur og grundvallandi þáttur í þeirri erfiðu viðleitni að hindra ofbeldi gegn konum og stúlkum alls staðar í heiminum.

5. Hugmyndin um að efla tiltekin siðferðileg gildi kann að vera umdeild þar sem slík viðleitni hefur í fortíðinni of oft tengst þvingandi trúariðkun, kúgun vegna pólitískrar hugmyndafræði og þröngri sýn á almannaheill. Engu að síður er það siðræn færni, sem samræmist almennu mannréttindayfirlýsingunni og ætlað er að hlúa að.

 1 Auðkenni yfirlýsingarinnar á ensku er: United Nations General Assembly resolution 48/104 of 20 December 1993. Declaration on the Elimination of Violence Against Women, Article 2. UN Document A/RES/48/104.

2 Þýðing Mannréttindaskrifstofu Íslands á 1. gr. yfirlýsingar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna frá 20. desember 1993 „um afnám ofbeldis gagnvart konum,“ vefslóð: http://www.humanrights.is/log-og- samningar/mannrettindasamningar/sameinudu-tjodirnar/yfirl-afnam-ofbeldis-konur/ andlegum, félagslegum og vitsmunalegum þroska allra manna, sem nauðsynleg er til að móta ofbeldislaust þjóðfélag. Þar að auki þurfa slík gildi að eiga rætur í þeim félagslegu og andlegu meginreglum samtímans, að allir menn eru innbyrðis háðir og mannkynið innbyrðis tengt. Þungamiðja siðrænna framfara færist þá frá einstaklingsmiðuðum hugmyndum um ,,frelsun” einstaklingsins yfir á siðrænar framfarir mannkynsins í heild. Rétt eins og okkur hefur nú tekist að þroska með okkur skilning á félagslegu og efnislegu skipulagi samfélagins, sem felur í sér þetta grundvallarmarkmið, verðum við einnig að leggja rækt við og þroska með okkur siðferðisgetu til að takast á við nútímalíf.

women_rights_16. En hvernig kennum við þetta? Allmargir skólar og æðri menntastofnanir á vegum bahá’ía hafa skilgreint ákveðna siðræna getu til að búa börn og ungmenni undir að þroska með sér siðræna rökhugsun og ábyrgð á að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélag sitt. Undirstaða slíkrar námsskrár er vissan um að sérhver manneskja sé andleg vera með takmarkalausa hæfni til göfugra gerða en til þess að slík hæfni birtist í verki verður að rækta hana meðvitað og kerfisbundið með námsefni sem miðast við þessar grundvallareigindir mannsins. Meðal þeirra siðrænu hæfileika sem bahá’í menntastofnanir tilgreina eru (1) að geta tekið virkan þátt í sameiginlegri ákvarðanatöku án þess að líta á þátttakendur sem andstæðinga (í þessu felst að umbreyta skaðandi hegðunarmunstri sem byggir á valdbeitingu og þeim misskilningi að átök séu hornsteinn mannlegra samskipta); (2) að geta komið fram af heiðarleika á grundvelli siðrænna gilda; (3) að rækta með sér tilfinningu fyrir reisn og sjálfsvirðingu; (4) að geta haft skapandi en agað frumkvæði (5) að vera tilbúinn til að taka þátt í styrkjandi fræðslustarfsemi, (6) að geta skapað framtíðarsýn sem byggir á sameiginlegum siðrænum gildum og meginreglum og vakið með öðrum hugsjón til að vinna að slíkum árangri, (7) að geta greint samskipti sem byggjast á yfirgangi og breytt þeim í samskipti byggð á gagnkvæmni og þjónustu. Þannig leitar námsefnið eftir því að ná fram heildrænum þroska einstaklingsins með því að samþætta hið andlega og efnislega, hið fræðilega og hagnýta og tilfinninguna fyrir því að framfarir hvers og eins tengist þjónustu við samfélagið.

WomenFlee~cmp30~capt_1000565819pakistan_afghanistan7. Þótt slík gildi sé hægt að kenna í skóla þá er það í faðmi fjölskyldunnar sem börn vaxa úr grasi og mynda sér skoðanir um sig sjálf, heiminn og tilgang lífsins. Að því marki sem fjölskyldunni mistekst að uppfylla grundvallar þarfir barnanna, mun samfélagið bera afleiðingar vanrækslu og misnotkunar og líða sárlega fyrir sinnuleysi og ofbeldi sem af því leiðir. Það er innan fjölskyldunnar sem barnið lærir um eðli valds og hvernig því er beitt í persónulegum samskiptum; það er hér sem það lærir fyrst að samþykkja eða hafna ráðríki og ofbeldi sem tjáningarleið og leið til þess að leysa ágreining. Í þessu umhverfi verður útbreitt ofbeldi, sem framið er af körlum gagnvart konum og stúlkum, árás á grunneiningu samfélags og þjóðar.

8. Jafnræði innan fjölskyldu og hjónabands gerir kröfur til sífellt meiri hæfni til þess að samræma og sameina í stað þess að sundra eða einblína á einstaklingsþarfir. Í heimi örra breytinga þar sem fjölskyldur standa frammi fyrir óbærilegu álagi sem fylgir umbrotum í umhverfis- , efnahags- og stjórnmálum, þá er getan til að treysta og vernda fjölskylduböndin og búa börnin undir samfélagsskyldur í flóknum og síminnkandi heimi mikilvægust. Í þessum aðstæðum er brýnt að hjálpa karlmönnum til þess að skilja þá ábyrgð sem þeir bera í fjölskyldunni sem feður, auk ábyrgðar á fjárhagslegri velferð hennar, þannig að í sjálfri fjölskyldunni verði til fyrirmynd að sjálfsaga, heilbrigðum samskiptum og jafnri virðingu beggja kynja. Þetta er viðbót og stuðningur við móðurhlutverkið, en móðirin er fyrsti fræðari barnanna og hamingja hennar, öryggistilfinning og sjálfsvirðing eru forsenda þess að hún nái árangri í hlutverki sínu.

children9. Það sem börn læra innan fjölskyldunnar er ýmist í samræmi eða í mótsögn við þau félagslegu samskipti og gildi sem móta samfélagslíf þeirra. Allt fullorðið fólk í samfélaginu — kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, atvinnurekendur, stjórnmálamenn, trúarleiðtogar, lögregla, fjölmiðlafólk og aðrir — ber sameiginlega ábyrgð á að vernda börn. Þó virðist öryggisnet samfélagsins víða svo illa farið að það verði ekki bætt: miljónir kvenna og stúlkna eru seldar mansali á hverju ári og neyddar til vændis eða ofurseldar aðstæðum sem jafnast á við þrælkun. Farandverkakonur hafna utangarðs með tvennum hætti, bæði fyrir að vera konur og fyrir að vera uppflosnaðar, og líða fyrir andlega, líkamlega og fjárhagslega misbeitingu vinnuveitenda sinna í svörtum hagkerfum. Ofbeldi gegn vaxandi fjölda eldri kvenna, sem geta oft ekki borið hönd fyrir höfuð sér, hefur aukist mjög mikið. Barnaklám breiðist út eins og veira á óseðjandi, stjórnlausum markaði sem ekki lýtur neinum landamærum; og jafnvel það að sækja skóla setur stúlkur í mikla hættu á að sæta líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi í eða á leið í skóla. Ástandið sem skapast af linku ríkisstjórna og skorti á lögum verður enn verra vegna djúpstæðrar siðferðiskreppu knýr samfélagið til að spyrja: „Hvað kemur fólki til þess að misnota líf og sæmd annarrar manneskju? Hvaða siðrænu grunngildi hefur fjölskyldu og samfélagi mistekist að rækta?”

squad210. Í gegnum tíðina hafa trúabrögð sinnt afgerandi hlutverki um heim allan í að rækta gildi samfélagsins. Margar þær raddir sem í dag tala í nafni trúar verða þó að teljast mesta hindrunin við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Málsvarar öfgafullra trúar-túlkana sem nota trúarlegt ákall til að bera uppi vald sitt, leitast við að ,,temja” konur og stúlkur með því að hefta ferðafrelsi þeirra utan heimilisins, takmarka aðgang þeirra að menntun, láta þær sæta líkamlega skaðlegum venjum, stjórna klæðaburði þeirra og jafnvel taka þær af lífi fyrir gerðir sem sagðar eru vanvirða heiður fjölskyldunnar. Það eru trúabrögðin sjálf sem þarfnast sárlega endurnýjunar. Lykilatriði slíkrar endurnýjunar er að trúarleiðtogar lýsi yfir með ótvíræðum hætti og verði í fararbroddi fyrir meginreglu jafnréttis karla og kvenna – meginreglu sem hefur siðrænt og hagnýtt gildi og brýn þörf er á til að framfarir verði á pólitískum, félagslegum og efnahagslegum sviðum samfélagsins. Nú verður að grandskoða þær trúarlegu athafnir, kenningar og kreddur sem fara svo svívirðilega í bága við alþjóðlega mannréttindastaðla og muna að í öllum trúarbrögðum eru raddir kvenna sem að mestu leyti hafa verið fjarri skilgreiningunni, sem sífellt er í mótun, um hvað trúabrögð séu og hvers þau krefjist.

11. Einstaklingurinn, fjölskyldan og samfélagsumhverfið eru þegar allt kemur til alls undir verndarvæng ríkisins; það er á þessu stigi sem svo sár þörf er á upplýstri og ábyrgri forystu. Flest stjórnvöld halda engu að síður uppteknum hætti og varpa frá sér ábyrgðinni á þeim alþjóðlegu skuldbindingum sínum að vinna gegn og refsa fyrir misnotkun og ofbeldi gegn konum og stúlkum. Fjöldi þeirra skortir pólitískan vilja, sum veita ekki nægu fjármagni til að framkvæma lögin, víða eru ekki til sérhæfðar stofnanir til að takast á við ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og forvarnarstarf hefur í nánast öllum tilfellum verið staðbundnar skammtímaaðgerðir.3 Í rauninni geta fá ríki státað af því að hafa dregið hið minnsta úr heildartíðni ofbeldistilfella4. Mörg ríki halda áfram að fela sig á bak við menningarlega og trúarlega fyrirvara þegar kemur að alþjóðlegum sáttmálum sem fordæma slíkt ofbeldi. Þannig varðveita þau enn frekar andrúmsloft lagalegs og siðferðilegs refsileysis og gera um leið bæði ofbeldið og fórnalömb þess að mestu ósýnileg.

untitled412. Vinnunni við að þróa lagaramma þarf nú að fylgja eftir með áherslu á framkvæmd þessarra laga og fyrirbyggjandi aðgerðum. Grundvöllur slíkra aðgerða er áætlun sem byggir á að veita börnum menntun og þjálfun sem gerir þeim kleift að þroskast jafnt vitsmunalega sem siðferðilega, að rækta með sér tilfinningu fyrir reisn og ábyrgðartilfinningu fyrir velferð fjölskyldu sinnar, samfélags síns og heimsins alls. Með tilliti til fjárlaga krefjast fyrirbyggjandi ráðstafanir þess að kynbundnar aðgerðir séu teknar upp með markvissum hætti til að tryggja að hlutfallslega sé nægu fjármagni ráðstafað til aðgengilegri félagsþjónustu og lagalegra úrræða. Slíkar aðgerðir þarf að styrkja með því að ofbeldi sé skýrt skilgreint, með skilvirkri gagnasöfnun til að geta metið viðleitni landsins á þessu sviði, og með því að auka skilning karla og kvenna á alvarleika og útbreiðslu ofbeldisins sem á sér stað í samfélagi þeirra.

13. Alþjóðasamfélagið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þessu málefni með yfirlýsingu sinni árið 1993 og með að viðurkenna að ofbeldi gagnvart konum og stúlkum „hindri jafnrétti, þróun og frið“ og eins með vinnu hins sérstaka skýrslugjafa. En engu að síður hefur það verið klofið og atkvæðalítið hvað varðar að koma orðum sínum í framkvæmd. Árið 2003 var vangeta þess til að framkvæma undirstrikuð á 47. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem, í fyrsta skipti sögu nefndarinnar, náði ekki að koma sér saman um samþykktir varðandi ofbeldi gagnvart konum. Í því tilviki voru menningar- og trúarleg rök notuð til að reyna að sniðganga skyldur ríkja eins og þær voru settar fram í yfirlýsingunni 1993. Það er því mjög áríðandi að á fundum nefndarinnar verði í framtíðinni komist skýrt og ákveðið að orði í samþykktum varðandi það að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum og fram komi ekki aðeins lagalegur heldur einnig siðferðilegur andi sem hæfi þessum hnattræna faraldri.

14. Til þess að geta staðið við hinar mörgu skuldbindingar sínar þarf alþjóðasamfélagið að auka til muna völd, yfirráð og fjárráð tileinkuð mannréttindum kvenna, kynjajafnrétti og eflingu kvenna. Alþjóðlega bahá’í samfélagið er aðili að umræðum 3 . Deild Sameinuðu þjóðanna fyrir framgöngu kvenna (2005). Skýrsla fundar sérfræðihópsins: Góðar venjur í eyðingu ofbeldis gagnvart konum.17-20 maí 2005, Vín - Austuríki. http://www.un.org/womenwatch/daw/egm/vaw-gp-2005/docs/FINALREPORT.goodpractices.pdf 4 Ibid. þar sem lagt er til að stofnuð verði sjálfstæð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna með víðtækt umboð tileinkað öllu sviði réttinda og málefna kvenna. Þessar hugmyndir eiga rætur að rekja til Beijing aðgerðaáætlunarinnar, vinnuáætlunarinnar frá Kaíró og sáttmálans um afnám allrar mismununar gagnvart konum, og tryggja það að mannréttindasjónarmið séu samþætt til fulls í öllu starfi Sameinuðu þjóðanna. Til að tryggja konum rödd á hæstu stigum ákvarðanatöku innan Sameinuðu þjóðanna þyrfti slíkri stofnun að vera stýrt af framkvæmdastjóra sem hefði stöðu aðstoðar- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Til þess að geta sinnt umboði sínu með áhrifaríkum hætti þarf stofnunin að hafa næg áhrif gagnvart þjóðríkjum jafnframt því sem hún þarf á að halda sjálfstæðum sérfræðingum í málefnum kvenréttinda sem ættu sæti í stjórn.

women_1315. Vinna við að uppræta þennan ofbeldisfaraldur gagnvart konum og stúlkum verður að halda áfram og eflast á öllum sviðum mannlegs samfélags – allt frá einstaklingum til alþjóðamfélagsins. Þó mega aðgerðirnar ekki einskorðast við að bæta lög og stofnanir, því slíkar umbætur taka einungis á hinum augljósa glæp en megna ekki að koma á hinni djúpstæðu breytingu sem þarf til að skapa menningu þar sem réttlæti og jafnrétti ríkja yfir hvatvísi gerræðislegs valds og líkamlegs afls. Innri og ytri víddir mannlegs lífs eru vissulega gagnverkandi – ekki er hægt að breyta öðru án þess að breyta hinu. Það er þessi innri, siðferðilega vídd sem nú þarfnast umbreytingar og myndar þegar allt kemur til alls traustasta grunninn að gildum og hegðun sem efla konur og stúlkur og veldur þannig framförum alls mannkyns.

Lagabætur einar nægja ekki: Hlutverk menningar og hæfni við að uppræta ofbeldi gagnvart konum og stúlkum Yfirlýsing Alþjóðlega bahá’í samfélagsins júlí 2006 Skrifstofa Alþjóðlega bahá’í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum 866 United Nations Plaza Suite 120 New York, NY 10017 oaw-nyc@bic.org (212) 803-2500 BIC skjal nr. 06-0702


Himneskur stórfiskaleikur

Fólk þrætir oft um það hver trúin sé rétt og hver trúarbrögðin frá Guði komin og hver ekki.  Mörgum finnst fáránlegt að ætla að einn Guð geti staðið á bak við "svona hrikalega ólíkan boðskap".

En er það virkilega svo? Er boðskapurinn svona mismunandi?

Eftir því sem ég kynnist hinum mismundi  trúarbrögðum heimsins betur, því betur er ég sannfærðari er ég um að uppruni þeirra er einn. Merki um það eru alsstaðar. Tökum eitt lítið dæmi frá þremur mismunandi og fjarlægum menningarsvæðum heimsins. Hér sjáum við þrjár myndir.

Quetzalcoatl_tellerianoEin er frá Mið- Ameríku og sínir hvernig helsti Guð fornþjóða álfunnar Quetzalcoatl tekur á sig mynd stórfisks til að ná til manna. Sagan er um 3000 ára gömul.

 

 

matsya-xÖnnur myndin er Indlandi og sýnir Guði Vishnu taka á sig birtingarmynd stórfisks til að ná til mannkynsins. Sagan er um 5000 ára gömul.

 

 

70715138_41b88218fdÞriðja myndin er af predikanatóli úr kristinni kirkju frá 11. öld og sýnir hvernig Jónas er gleyptur af stórfisknum. Í kristni er sú saga sett í samband við dvöl Krists í helju og upprisu hans til að bjarga mannkyninu. Sagan er ca. 3500 ára gömul.

 

 

Gefðu manni fisk að borða og þú hefur mett hann í einn dag. Kenndu manni að veiða fisk og þú hefur mett hann allt lífið., sagði LaoTse eða Laozi eins og það er núna skrifað.

Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér frekar hvernig mannfiskurinn birtist aftur og aftur í nánast öllum trúarbrögðum heimsins og hvaða merkingu hann hefur, bendi ég á þessa síðu; Amphipious Gods


"I have been a bad boy"

Í gær hitti ég heimsfrægan hljóðfæraleikara og átti við hann orðastað. Hann heitir Ronnie Wood og spilar á gítar með félögum sínum í sveitinni Rolling Stones. Þannig var mál með vexti að ég tefli skák einu sinni í viku á einu á kaffihúsinu hér í Bath. 

ronnie woodSá sem ég tefli við var eitt sinn "suð-vesturlands" meistari hér í Englandi. En það segir í sjálfu sér ekkert um styrkleika hans því Englendingar hafa aldrei haft orð á sér fyrir að vera snjallir skákmenn frekar enn að þeir geti spilað handbolta. Eiginlega eru þeir ekki góðir í íþróttum nema þeim sem þeir hafa fundið upp sjálfir, eins og fótbolta, Krikket og Rugby: 

Við næsta borð á kaffihúsinu sátu tveir menn að spjalla. Ég kannaðist við annan þeirra, írskan skartgripasala sem stundar þetta kaffihús mikið. Hinn var lítill og pervisinn eldri maður með svart litað hár sem var klippt eins og Rod Stewart hafði það í gamla daga. Hann var klæddur eins og unglingur, í þröngar svartar gallabuxur, í eldrauðum bol, svörtum jakka og í rauðum strigaskóm. Fötin vor greinilega ný. Andlitið var rúnum rist og leðurbrúnt og minnti mig á andlit gamalla indíána frá norður Ameríku.

Ég vissi að ég átti að þekkja þennan mann en ég kom honum ekki strax fyrir mig. Þegar hann stóð upp og skrapp á salernið, notaði ég tækifærið til að spyrja skartgripasalan hver hann væri. Jú, þetta er Ronnie Wood sagði hann.

Hér hafa blöðin verið uppfull af fréttum um að Ronnie væri týndur og hefði stungið af eftir að myndir náðust af honum í félagi við unga stúlku.

Þar sem félagi minn var ókominn færði ég mig yfir á borðið hjá Íranum og þegar Ronnie kom til baka tókum við að spjalla.

Hann sagðist vera nýkominn frá Írlandi, hefði flogið til Bristol þá fyrr um morguninn. Hann sagðist eiga litla íbúð í grenndinni og hann væri á leiðinni þangað.

Hann spurði mig hvort ég væri Hollenskur. - Nei Íslenskur.

Vá, svalt (Cool) svo hló hann eins og hann væri fyrsti maðurinn sem hafði sagt þennan brandara.

Hvað ertu að gera hér, spurði hann. Búa til tónlistarvideo, svaraði ég. Hefurðu búið til video fyrir einhverja fræga? - Já Frans Ferdinand, svaraði ég. 

Hefurðu komið til Íslands spurði ég.-  Já það held ég, flott land.

Þekkirðu einhvern á Íslandi.

Já, ég hef hitt Björk.

Hvað varstu að gera á Írlandi?

Hann brosti. "Ég er búinn að vera slæmur strákur".

Fyrir framan hann á borðinu hafði hann raðað smámunum upp úr vösum sínum. Ipot, sími, tóbaksumslag, pappírshylki. Hann byrjaði að vefja sér sígarettu, þrælvanur greinilega.

Viltu reykja, spurði hann.

Nei, takk ég er nýhættur. Annars reykti ég bara vindla. -

Þú getur alveg fengið vindil sagði hann. Nei takk.

Ég virti hann fyrir mér. Undarlegt hvernig frægt fólk sem maður er margbúinn að sjá á myndum og í sjónvarpi, virkar þar miklu stærra en það er í raunveruleikanum. Írinn var að tala í síma á meðan ég spjallaði við Ronnie.

Síminn á borðinu hringdi. Rionnie leit á númerið og ákvað að svara. Þetta var einhver nákominn að spyrja hvort allt væri í lagi með hann og hvar hann væri.

Nú birtist skákfélagi minn svo ég stóð upp. Ronnie stóð upp líka, setti dóttið sitt í jakkavasana,  tók í höndin á Íranum og mér og skundaði á braut.


Hvernig á að búa til gott te

  1. Fyllið ketilinn af köldu fersku vatni. tea
  2. Hitið ílátið og látið tepokann í bollann eða tekönnuna.
  3. Látið vatnið sjóða og hellið því síðan í bollann eða tekönnuna og hrærið í.
  4. Bíðið í  2-3 mínútur og allt upp í sex mínútur ef tekannan er stór. Þessi bið er mikilvægasti þáttur tegerðar. Teið er ekki tilbúið þótt bæði litur og kaffín hafi borist út í vatnið nánast strax. Sjálft bragð tesins tekur lengstan tíma að berast út í vatnið. Nauðsynlegt er að halda teinu heitu þann tíma sem beðið er eftir bragðinu.
  5. Hellið teinu í bolla (ef tekanna er notuð) 
  6. Næst er sett sætuefni (sykur, hunang) í teið ef þú notar það á annað borð og hrært í. Ef þú notar mjólk er henni bætt í síðast og aftur hrært í. 

 Ef þú ert ekki sammála þessu þá getur þú spreytt þig á tegerðarprófinu hér.

 

 


Demi-guðir á Íslandi fyrir 38 árum. Varst þú þar?

alla1970 þegar hippamenningin stóð sem hæst hér á Íslandi, komu demi-guðirnir í Led Zeppelin til landsins og léku fyrir 2.5% af þjóðinni, (meðal hans undirritaðan) sem var ekki minna en 5000 manns í Laugardagshöll. Ferðin til Íslands hafði varanleg áhrif á sveitina því á meðan dvöl hennar stóð á landinu samdi Robert Plant textan við eitt þeirra frægasta lag Immigrant song.

Úr Söngleiknum "ÉG elska alla"  

Robert sagði í viðtali um tilurð textans; We went to Iceland, and it made you think of Vikings and big ships... and John Bonham's stomach... and bang, there it was - Immigrant Song!

Textinn fjallar að sjálfsögðu um Ísland og Leif Eiríksson og var frumflutt á tónleikum Í Bath á Englandi,  aðeins sex dögum eftir tónleikana á Íslandi.  Lagið kom út á plötu þeirra Led Zeppilin III og var yfirleitt opnunarlag þeirra á tónleikum eftir það. Hér kemur þessi frægi texti sem sýruhausarnir brutu svo mikið heilann yfir "hvað þýddi í raun og veru".

Ah, ah,Led_Zeppelin_on_stage_1977
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
The hammer of the gods
Will drive our ships to new lands,
To fight the horde, singing and crying:
Valhalla, I am coming!
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
Ah, ah,
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
How soft your fields so green,
Can whisper tales of gore,
Of how we calmed the tides of war.
We are your overlords.
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
So now youd better stop and rebuild all your ruins,
For peace and trust can win the day
Despite of all your losing.

Hér er sjónvarpsfréttin af komu þeirra til landsins og viðtal við Robert Plant.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband