Færsluflokkur: Dægurmál

Æðsti draumurinn

lunaAllar kýr dreymir um að verða hestar. Því miður verða fáir til að veita þeim tækifæri til þess að láta þann draum rætast. Flestir eru þeirrar skoðunar að þó að margt búi í hausum þeirra, séu þær ekki hestar og eða annarskonar reiðdýr.

Sem strákur í sveit á Snæfellsnesi, gerði ég samt mitt besta til þess að gera þennan alheimslega beljudraum að veruleika og það var minn sveitapilts draumur að verða knár kúaknapi. 

Grána gamla var afar þekkur reiðskjótti og  í hvert sinn sem ég sótti kýrnar út fyrir stekk hleypti ég henni á skeið og hætti á að þola skammir afa míns í staðinn. Þess vegna er ég sérlega  ánægður að heyra að Lúna í Þýskalandi upplifi nú drauminn til fulls, jafnvel þótt ég geti ekki betur séð en að hún sé naut.


mbl.is Heldur að hún sé hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Make me one with everything

Íslenska pylsan er einn af fáum réttum sem getur gert tilkall til þess að kallast þjóðarréttur íslendinga. Það líður sjaldan langur tími frá því að ég stíg á íslenska grund og þangað til ég er kominn inn í einhverja sjoppuna til að fá, það sem fyrir mér er hinn eina sanna pylsa.

Hér áður fyrr, áður fyrr þegar Prins póló var og hét og bragðaðist eins og Prins á að bragðast, var það hluti af þjóðarréttinum, eins konar eftirréttur. En eftir Chernobyl slysið breyttist bragðið og síðan umbúðirnar og þá fór þjóðlegi svipurinn af því.

Eins og pylsa með öllu er nú góð og vinsæl á landinu er mesta furða að útlenskir  matargurúar hafi ekki fyrir löngu tekið hana upp á sína arma líkt og gert er í Huffington Post. En þá ber þess að gæta að smekkurinn fyrir réttinum er "áunninn" því margir af þeim útlendingum sem ég hef boðið upp á góðgætið, eru ekki eins hrifnir og ég, alla vega ekki í fyrsta sinn.

Besti pylsubrandarinn sem ég hef heyrt er svona; Búddisti gekk upp að pylsusalanum í New York og sagði; make me one with everything.


mbl.is Íslenska pylsan slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt fuck off getur verið dýrt

fuck off"Þú getur aðeins skorað í hóruhúsi", hrópaði einhver á Wayne Rooney þegar hann var að fagna því að hafa skorað þriðja markið í leik á móti West Ham. Andlit Rooney myndaðist af reiði. Hann veit að það er enn í fersku minni fólks þegar hann var staðinn að því að halda fram hjá konunni sinni með vændiskonu. "Fuck of" hrópaði hann beint upp í sjónvarpsmyndavélina. Félagar hans reyndu að leiða hann í burtu. Hann snýr sér við og spýti út úr sér "Twatt".

Óteljandi ungir drengir elska fótbolta. Þeir sömu elska og dá þá sem eru góðir í fótbolta og mest þá sem eru frægir fyrir a vera "bestir". Allt sem hetjurnar gera á knattspyrnuvellinum reyna þeir að apa eftir, við fyrsta tækifæri.

Þess vegna finna illa upp aldir óþekktarangar sem eru góðir í fótbolta  sig allt í einu í þeirri stöðu að vera fyrirmynd milljóna drengja og stúlkna vítt og breitt um heiminn. Herra Rooney er einn slíkur. Þess vegna verður hann að passa á sér gúlinn betur en flestir aðrir.

Wayne baðst afsökunar á að hafa í bræði, sjóðandi af adrenalíni eftir markaskorunina, viðhaft óviðeigandi orðbragð.

Enska Knattspyrnusambandið sem daginn áður hafði kýst því yfir að það ætlaði að gera átak í að bæta hegðun enskra knattspyrnumanna átti ekki annars völ, ef það vildi láta taka sig alvarlega, en að taka harkalega á máli Rooney. ÞAÐ straffaði hann í tvo leiki. Rooney á þess kost á afrýja. Tíminn sem hann hefur til þess rennur út á miðnætti. Kannski hefur hann þegar gert það.

Víst er að stjórinn hans verður ekki hress með að missa Rooney úr liðinu, sérstaklega í seinni leiknum á móti Real Madrid. Rooney setti nefnilega á svið heilmikið leikrit fyrir skömmu til að fá launahækkun frá Alex Ferguson. Ferguson gaf sig en þegar hann gefur eftir vill hann fá sitt pund af fleski á móti. Ég gæti trúað að hann hugsi Rooney þegjandi þörfina ef straffdómurinn heldur. Eitt Fuck off getur verið ansi dýrt.


mbl.is Redknapp: Heimskulegt hjá Rooney
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og Hitler

hitler8_308x385Svei mér þá ef herra Mike Godvin hefur ekki rétt fyrir sér. Eins og mörgum er kunnugt setti hann árið 1990 fram þá kenningu í hálfgerðu gríni að því lengri sem athugasemdahalinn í umræðum á netinu verður, sama hvert málefnið er,  því meira aukast líkurnar á því að einhver kynni Hitler og/eða nasisma til sögunnar. -

Og eins og enn fleiri vita er oftast um að ræða sérstaka rökvillu sem heitir Reductio ad Hitlerum sem hefur þann sérstaka eiginleika að steindrepa alla uppbyggilega umræðu. Þetta má sannreyna með að kíkja á nokkra af lengstu athugasemdahölunum sem finna má hér á blog.is

Á meðan þið gerið það, ætla ég að skemmta mér við að horfa á þessar óvenjulegu og merkilegu myndir.

Hitlerköttur


Settu peningana þar sem munnurinn er..

russell-brand-2Orðatiltækið "Put your money where your mouth is" kemur upp í hugann við lestur þessarar fréttar. Russell Brand er ekki á flæðiskeri staddur. Spurningin er hvort hann sjái sér ekki fært að fjárfesta í fótboltaliðinu West Ham sem hann elskar svo mikið, úr því að íslendingarnir valda honum svona miklum vonbrigðum.

Hann er reyndar á margan hátt ekki ólókur þeim í lund og Þegar hann  og hin syngjandi Katy Perry, giftu sig fyrir skömmu, minnti brúðkaupsveislan um margt á veislur íslenskra útrásarvíkinga, þegar þeir voru upp á sitt besta. Slíkur var íburðurinn.

Russel hefur þénað vel á síðustu misserum og ekki léttist buddan neitt við að giftast Katy Perry. Saman gætu þau rekið West Ham með glæsibrag. Hann gæti sagt brandara í leikhléinu og Katy tekið lagið. Það mundi trekkja,  því að fótboltinn sem liðið spilar gerir það ekki.


mbl.is Óheppnir með milljarðamæringa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú mátt fá hana því ég vil ekki sjá hana

Stephanie NaumoskaÞað er vandlifað i heimi tísku og fegurðar. Fegurðarsamkeppnir eru ein leiðin fyrir ungar stúlkur til að gerast þátttakendur í því "rottukapphlaupi" og ef þær ætla að ná árangri, verða þær að skilja að líkami þeirra tilheyrir þeim ekki lengur.

Fyrir tveimur árum þótti hin ástralska Stephanie Naumoska  of mjó og vannærð til að geta verið fulltrúi álfunnar í Fröken Alheimur, þrátt fyrir að hún hafi borið sigurorð að meira en 7000 keppendum. Stephanie reyndi að afsaka sig með því að hún væri af makedónskum uppruna og þar væru konur svo grannar.

Domonique Ramirez þótti of feit eins og fréttin ber með sér, þótt hún hafi unnið titilinn aftur fyrir dómsstólum.

Domonique RamirezÍslenskar stúlkur, og þær eru nokkrar, sem fetað hafa þessa slóð og náð þar talverðum árangri, hafa fæstar enst lengi í alþjóðlega fegurðarbransanum, einmitt vegna þess hve miklar kröfur hann gerir til ákveðinnar lágkúru.

Þótt kvikmyndin Litle MISS SUNSHINE fjalli um fegurðarsamkeppni telpna, tekur kvikmyndin á frábæran hátt á þeim tvískinnungi sem fegurðarsamkeppnir yfirleitt eru þekktar fyrir.

Gott dæmi um hann er þegar að fyrsta svarta ameríska fegurðardrottningin (1983) Vanessa Lynn Williams þurfti að segja segja af sér embættinu vegna þess að í ljós koma að til voru af henni nektarmyndir.  - Skelfilegt fyrir konu sem vinnur keppni þar sem skylda er fyrir keppendur að koma fram svo til naktir.

Engin stúlka hefur nokkru sinni verið svipt titlinum fyrir að vera ekki nógu falleg "innanfrá", eða fyrir að vera of heimsk.


mbl.is Svipt titli fyrir að vera of feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of strekktur, of bótoxaður og of gamall

Steven-SeagalFyrir stuttu sá ég heimildarmynd um Steven Seagal. Ég hætti að fylgjast með ferli þessa fyrrum bardagalista-þjálfara einhvern tíman á níunda áratugnum, eftir að ljóst var að magnið skiptir hann meira máli en gæðin þegar kom að gerð kvikmynda.

Satt að segja hélt ég að hann væri löngu hættur að leika í kvikmyndum.

Nei, ekki alveg. Þrátt fyrir að hann sé orðinn allt of þungur, of strekktur og bótoxaður, allt of gamall og þar af leiðandi allt of luralegur til að geta leikið einhverja hasarhetju, þráast hann við.

Þessir sjónvarpsþættir sem fréttin talar um, eru einskonar leiknir raunveruleikaþættir þar sem Seagal er gerður að alvöru löggu, eru augljóslega dreggjarnar í sjónvarpsþáttagerð í Bandaríkjunum í dag. Slæmt þegar leikarar, sérstaklega þeir sem ekki hafa annað til bruns að bera en að líta þokkalega út, þekkja ekki sinn vitjunartíma.


mbl.is Seagal réðst á heimili á skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pokaljón

Ljón í ÁstralíuÍ Ástralíu finnast engin stór rándýr nú til dags, en þangað til fyrir 30.000 árum var pokaljónið (Thylacoleo carnifex) útbreitt um álfuna.

Varðveist hafa margar þokkalega heillegar beinagrindur af þessari kjötætu af ætt pokadýra, en nýlega hafa fundist hella ristur sem gefa til kynna hvernig þessi skepna leit út holdi og skinni klædd.

Árið 2008 ljósmyndaði náttúrufræðingurinn Tim Willing nokkrar fornar steinristur í helli á norðvestur strönd Ástralíu. Mannfræðingurinn Kim Akerman, telur að þær séu af pokaljóni og geti ekki verið af neinni annarri dýrategund.

Fyrir utan einkenni sem koma vel heim og saman við beinagrindurnar, sýnir myndin að pokaljónið hefur haft strípur á baki, skúf á rófunni og uppreist eyru.

Þessi einkenni sjást ekki af beinagrindunum en frumbyggjar Ástralíu sem búið hafa í álfunni a.m.k. í 40.000 ár, hljóta að hafa haft góða hugmynd um útlit dýrsins.

Til eru aðrar hellamyndir í Ástralíu sem einnig er taldar sýna pokaljón en útlínur þeirra eru of máðar til að segja megi um það með vissu. Þær gætu eining hafa verið af Tasmaníutígur, sem varð útdautt af manna völdum árið 1936 eins og líklegt er að hafi orðið örlög pokaljónsins fyrir ca. 30.000 árum. 

 


Liz Taylor öll

lizElizabeth Rosemond Taylor er fallin frá og með henni endar ákveðið tímabil í kvikmyndasögunni. þessi ensk/ameríska leikkona sem varð fræg fyrir leik sinn í stórmyndum eins og Kleópatra, var þegar orðin að goðsögn í lifanda lífi.

"Ég ætlaði aldrei að eignast mikið af skartgripum eða fjölda eiginmanna" er haft eftir stórstjörnunni sem nú er öll.

"Ég lifði bara lífinu rétt eins og hver annar en ég hef verið ótrúlega heppinn. Ég hef kynnst mikilli ást og tímabundið verið hirðir mikilla og fagurra dýrgripa. En mér hefur aldrei þótt ég meira lifandi en þegar ég horfði á börnin mín hamingjusöm að leik, aldrei meira lifandi en þegar ég horfði á mikla listamenn og aldrei ríkari en þegar ég aflaði mikils fjár fyrir eyðnisjúka."


mbl.is Elizabeth Taylor látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heppnir menn í Japan

Japanir öðrum þjóðum fremur trúa á heppni. Í menningu þeirra stjórnar hópur sjö Guða sem saman eru nefndir Shichifukujin, hamingju fólks sem mest ræðst af heppni þeirra. Það er því ekki að furða að saga Zahrul Fuadi hafi ratað á síður japönsku blaðanna og þaðan í heimspressuna.

Heppni hans er vissulega mikil og jafnast kannski á við heppni Japanans Tsutomu Yamaguchi sem lifði af tvær kjarnorkusprengingar  í Ágúst árið 1945 þegar Bandaríkjamenn beittu kjarnavopnum gegn japönsku borginni Hiroshima þar sem Tsutomu Yamaguchi var í heimsókn og aftur þremur dögum seinna , heimaborg hans ,Nagasaki.

 


mbl.is Slapp undan tveimur flóðbylgjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband