Færsluflokkur: Dægurmál

Heldri bloggarar

bloggersÉg hef lengi verið að hugsa um að skrifa pistil um Félag heldri bloggara á blog.is en einhvern veginn ekki komið mér að því fyrr en nú. Ég hef sterkan grun um að ástæðan fyrir þessu framtaksleysi sé sú, að þetta ágæta félag er ekki til.

Það ætti að vera til og gæti orðið til, en mér vitanlega hefur það ekki verið stofnað enn.

Félag heldri bloggara gæti starfað mjög svipað og önnur menningarfélög. Félagar kæmu saman einu sinni tvisvar á ári, til að sýna sig og sjá aðra, hvetja hvern annan til dáða og klappa hverjum öðrum á bakið.

Eða kannski er þetta bara gömul hugmynd sem ég greip út úr ljósvakanum, og sem löngu er búið að afgreiða sem dauðadæmt rugl.


Fuglar sem byggja og búa í þorpum

SociableWeaverÁ Norður-Höfða Suður-Afríku er að finna kyndugan smáfugl sem ég veit ekki hvort á eitthvað íslenskt heiti. Á ensku er hann kallaður Sociable Weaver  og á  latínu Philetairus socius. Nafnið er gefið fuglinum vegna þess háttar hans að vefa sér hreiður og bústaði í félagi við aðra fugla af sömu tegund. Íslenska nafnið mætti því alveg vera "Félagsvefari".

"Félagsvefarinn" er svo sem ekki mjög merkilegur á að líta. Það sem gerir hann verulega frábrugðin öðrum fuglum er að hann býr sér svo stóran bólstað að allt að 300 fuglar geta hafst þar við. Í raun vefa fuglarnir sér einskonar fuglaþorp í greinum trjáa, sem hvert hefur í kringum 50 íbúðir og jafn margar dyr.

Webervogelnst_AuoblodgeÞorpið getur verið allt að eitt tonn á þyngd, 40 fermetrar í rúmmál og dæmi eru til um að tréð hafi sligast undan þunga þorpsins og brotnað.  Að neðan verðu liggja inn í þorpið göng sem gerð eru úr stífum stráum sem liggja öll inn á við til að gera snákum og öðrum óvinum erfitt fyrir að komast inn í þorpið.

Hver íbúðarhola er hnefastór og fóðruð með mjúkum stráum og hárum. Yfir þorpið reisa fuglarnir vatnshelt þak þannig að í þorpsholunum er ætíð þurrt.

Allt árið í kring erfiða "Félagsvefararnir" við að byggja, bæta og breyta bústöðum sínum. Þessi óvenjulegu en þægilegu hýbýli laða gjarnan að aðra fugla þannig að vefararnir eru sjaldnast einir í þorpunum. Þar má sjá bæði smá-fálka jafnt sem rauðhöfðaðar finkur á ferli.

sociable_weaver_nest_da


Íslendingar taka gleði sína á ný

article-1081683-02EE7F5100000578-812_468x286Það er alltaf gott að fá góðar fréttir að heiman. Vissulega, svona rétt fyrir og eftir að landið fór á hausinn (eins og útendingar tala um það) voru tíðindin fá sem virkilega glöddu litla stolta íslenska hjartað. Drungi virtist leggjast yfir þjóðina, af fréttum að dæma og sumum var svo misboðið að þeir fóru út að berja búsáhöldin sín í mótmælaskyni.

Nú hafa Íslendingar greinilega heldur rétt betur úr kútunum. 88% þjóðarinnar segist samkvæmt nýjustu könnunum vera mjög ánægt með líf sitt. Margt bendir til að þetta sé satt og landið, þjóðin og þingið sé aftur búin að finna fjölina sína eins og þeir segja í handboltanum. Kunnuglegt karp í þingsölum, dægurhjalið á blogginu og Silfur Egils aftur orðið leiðinlegt.

Spurning hvort nokkuð hafi bjátað á hjá fólki yfirleitt, ég meina svona innast inni þar sem þeir eru mest hamingjusamir, þegar þeir sögðu allt vera að fara fjandans til. Satt að segja efast ég um að hamingjusveiflurnar geti verið svona djúpar og háar á stuttum tíma. Nem að Íslendingar séu svo æðrulausir að þeir halda hamingju sinni sama hvað á gengur. Það er örugglega langlíklegasta skýringin. Já Einmitt.

Lengi lifi Ísland, hamingjusamasta þjóð í heimi


Karl Bretaprins neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum!

prince-charlesÞrátt fyrir áköf mótmæli mín og þar af leiðandi umtalverða aukningu á umferð Íslendinga á heimasíðu Karls Bretprins í dag, sem taka vildu þátt í að andmæla umælum hans þar sem hann hæddi mig og aðra Íslendinga svo til opinberlega, bólar ekkert á afsökunarbeiðni frá honum.

Fyrir mína parta skil ég tilvonandi þjóðhöfðingjann vel, því ummælin áttu sér aldrei stað, né gerðist neitt af því sem tengdist frásögn minni í pistlinum hér næst á undan.

Um var að ræða 1. apríl gabb.

Ég verð að viðurkenna að mér hefur sjaldan verið eins skemmt hér í bloggheimum og í dag/gær. Allan daginn var ég að vakta athugasemdir til að reyna forða því að upp kæmist við lestur athugasemdanna að þetta væri allt saman tilbúningur.

Ég greip til þess ráðs að fjarlægja nokkrar athugasemdir sem komu fljótlega frá glöggum lesendum og sem hefðu komið upp um gabbið. En nú hef ég birt þær aftur eins og sjá má í athugasemdahala pistilsins.

Rétt um 2000 manns lásu greinina og margir létu greinlega blekkjast af þessum græskulausa grikk og ég vona að hann eigi ekki eftir að draga neinn dilk á eftir sér, sem gæti samt vel gerst, einkum ef það kemur í ljós að einhver hafi í raun og veru sent prinsinum harðorð skilaboð. Það er vissulega hægt að koma til hans skilaboðum í gegn um heimsíðu hans, þótt ég efist um að þau fari beint í pósthólfið hans. Ég verð því að biðja Karl Bretaprins afsökunnar á að hafa notfært mér nafn hans og heiður á þennan vafasama hátt, og geri það hér með.

Ég birti hér fyrir neðan þær athugasemdir sem gerðar voru við "yfirlýsinguna", þ.e. undirsíðuna þar sem gabbinu var uppljóstrað og er vitnisburður þeirra sem létu blekkjast.

Urrrrrrrrrr... You had me gjörsamlega going there... Mér var rétt forðað frá því að gera þetta að milliríkjamáli... Þú ert heimsklassa hrekkjalómur, það get ég svarið :)

Ólafur Kr. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Skammstu þín.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Grin

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:24

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

So sorrrrry Ólafur. Takk fyrir að taka þátt :)

Sólveig, alveg niður í stórutá Devil

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 

fyrirgefðu Svanur ekki vildi ég eyðileggja skúbbið,  en auðvitað tókstu út athugasemdina, enda var ég ekki búin að kíkja.

Ég er bara nokkuð sperrt yfir að hafa fattað 1sta apríl, venjulega hleyp ég af göflunum þennan dag, bláeyg og saklaus! Tounge

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.4.2009 kl. 07:02

6 Smámynd: Grétar Eir

fíbl ;-) náðir mér gersamlega ;-) manni bregður ekki við neitt núorðið ! en flott ég hljóp .......... á vegginn

Grétar Eir, 1.4.2009 kl. 08:17

7

Jæja..alveg hljóp ég í hring ha,ha...þú náðir mér alveg þarna.

Þórey (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:30

8

Mér fannst þessi viðbrögð frekar ólik þér. Þannig að mig grunaði 1 apríl.

Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:33

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Þette er í góðu lagi Jenný.  Ég læt allra athugasemdir koma fram í lok dags . Þá sjá allir hvernig þetta gekk fyrir sig :)

Æ Grétar minn. Vonandi nærðu mér seinna í staðinn.

Þórey; Devil Takk fyrir að taka þátt.

Ingó; Já þú segir nokkuð :)  Ég hef nú velt því fyrir mér hvernig ég mundi bregðast við ef svona nokkuð gerðist í raun og veru. Hvað heldur þú?

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 09:48

10

 

Góður þessi. En ég hefði alveg trúað þessu, enda ekki í fyrsta sinn sem meðlimur í bresku konungsfjölskyldunni hefur móðgað fólk. Prince Philip maður Elísabetar hefur átt nokkur góð móment:

t.d. þessi:

During a state visit to China in 1986, he famously told a group of British students: "If you stay here much longer, you'll all be slitty-eyed".

Og fleiri hér:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/1848553.stm

Kristján Úlfsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:50

11 Smámynd: Jakob S Jónsson

Ég var farinn að leita að athgasemdadálkinum á heimasíðu prinsins. Fann hann hvergi og fór þá á "þjónustutakkann" sem þú hafðir útbúið. Ég tel mig nokkuð heppinn að hafa hvergi fundið athugasemdadálkinn. Þetta var glæsilegt aprílgabb.

Jakob S Jónsson, 1.4.2009 kl. 12:54

12

 

Góður, loksins eitthvað á íslensku netmiðlunum sem fékk mann til að brosa Grin

ASE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:55

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Takk fyrir það Kristján, Jakob og ASE að taka þátt í gríninu.

Philip er nú alveg kapítuli út af fyrir sig Kristjánog það væri verðugt verkefni að taka saman alla skandalanna sem hann hefur látið út úr sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 13:09

14

Þetta var eitthvert besta aprílgabb sem ég hef hlaupið! ég gerði dauðaleit á siðunni og var byrjaður á bréfi til Clarence House og allt það. Af því ég vinn í Bretlandi hef ég heyrt þessa brandara alla og var ekki skemmt. Takk fyrir - frábært.

Árni Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:29

15

Hahahahahaha!!! Þetta var gott gabb :D Ég var orðin mjög æst yfir þessum dónaskap í prinsinum... Hahahaha! :D

Sunneva Lind (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2009 kl. 14:37

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Góður Árni LoL

Ég er næstum farinn að trúa þessu sjálfur Sunneva Lind. Frown

Takk Jenný mín.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 14:48

18

Ég held að þú hefðir verið fljótur að svar Karli og notað húmorinn að vopni.

Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:59

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 

Aaa.  Auðvitað maður.

Mér fannst þetta eitthvað reifarakennt en frásögnin að öðru leiti svo sannfærandi.  Þ.e það reifarakenda var að prinsinn hefði gefið sig á tal við þig si sona með þessum hætti.  Hálf ævintýralegt.

En þú náðir mér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 15:46

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Shy Whistler 





Magnús Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 17:12

 

  


Karl Bretaprins gerir grín að Íslendingum og segir þá skulda Elízabetu móður sinni peninga.

new%20bath%20spa%20cornerKarl Bretaprins heimsótti borgina Bath í gærdag, (heimaborg mína um þessar mundir) þar sem hann var viðstaddur formlega opnun nýrrar viðbyggingar sem er yfir einu náttúrulegu heitavatns-baðlindinni í Bretlandi; Sjá Bath Spa.

Lindin sem hefur verið í notkun allt frá dögum Rómverja, hlaut  mikla andlitslyftingu þegar yfir hana var byggt umdeilt en veglegt húsnæði. Karl er mikill áhugamaður um byggingalist og varð því við  boði borgaryfirvalda að opna viðbygginguna formlega.

Til að gera langa sögu stutta, var ég einnig viðstaddur opnunina. Kannski af því að ég er frá landi þar sem heitavatns lindir eru algengar, og hafði að auki komið að gerð kynningarmyndbands fyrir staðinn, var mér boðið að vera einn gestanna.

Karl sem mætti með fríðu föruneyti, klippti á borðann og hélt síðan stutta ræðu við þetta tækifæri. Þar næst sté hann úr pontu og gaf sig á tal við viðstadda sem stóðu í litlum hópum vítt og breitt um viðhafnarsalinn.

BathSpaRooftopPoolSvo vildi til að ég var í fyrsta hópnum sem hann staldraði við hjá þar sem ég var þarna í boði kynningarfulltrúa staðarins. Kynningarfulltrúinn kynnti alla í hópnum og Karl tók í hönd þeirra. Þegar hann koma að mér (ég var síðastur) rak Karl þegar í stað augun í lítið merki með íslenska fánanum sem ég bar í jakkabarminum.  "Oh, have you ever been to Iceland"  spurði hann um leið og hann benti á barmmerkið.  "I am in fact Icelandic sir," svaraði ég. Hann brosti og spurði svo sposkur; "Any chance you fellows will ever pay may mother what you owe her? ." Ég varð skiljanlega hálf hvumsa en gerði mér samt strax grein fyrir hvað hann var að fara. Hann var að skýrskota til  leigu sem eitt af útrásarfyrirtækjum Íslendinga hafði ekki getað greitt Elísabetu drottningu þegar það fór á hausinn. Fyrirtækið (Kaupþing) hafði aðsetur í einni af mörgum eignum drottningar sem hún á í miðri London. Fréttir um málið höfðu birtist fyrir skömmu á Íslandi,   m.a. hér.

Prince%20CharlesÉg ætlaði að fara að svara honum einhverju, þegar hann spurði aftur; "What is the capital of Iceland? About three quids isn't it?" Svo snéri hann í mig baki og gekk hlæjandi yfir að næsta hóp.

Allt í kringum mig var fólk sem vel hafði heyrt það sem prinsinn sagði. Það skellihló með honum, að mér.

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim var að skrifa harðorð mótmæli á heimasíðu Karls Bretaprins fyrir ókurteisi hans og hótfyndni, ekki bara í minn garð, heldur lands míns og þjóðar hverrar gestrisni hann sjálfur hefur notið.

Þeir sem vilja taka þátt í að gefa honum orð í eyra geta gert það hér á heimasíðu hans hátignar.

 

 

 

 

 

Ef þér gengur illa að finna "athugasemdaflipann" á síðu Karls, geturðu skrifað undir sérstaka yfirlýsingu sem ég hef undirbúið  hér.

 


"Eins og álfur út úr hól"

kps09040575Íslendingar elska skáldin sín enda menning þeirra að stórum hluta byggð á skáldskap. Enn í dag, og ég hygg að það sé einsdæmi á meðal þjóða heimsins, koma Íslendingar saman í þeim einum tilgangi að yrkja og hlusta á aðra yrkja.

Að kasta fram stöku við öll möguleg tækifæri er jafnmikil andleg þjóðaríþrótt og glíman er líkamlega. Að geta komið áleiðis meiningu sinni í bundnu og hug-mynda skreyttu eða rímuðu máli, þykir næg ástæða til að hljóta æðstu hylli, bæði í lifandi lífi og að fólki gengnu.

Sem dæmi þá hvíla  bein  (mest af þeim alla vega) aðeins tveggja einstaklinga í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Báðir voru og eru elskuð og dáð skáld. Þá kemur íslenskur þingheimur saman einu sinni á ári þar sem andlega þjóðaríþróttin er í hávegum höfð og gráglettnar vísur, limrur og ferskeytlur fljúga um sali.

Í óbundnum skáldskap, sem er ekki síður mikilvægari grein íslenskrar menningar, þykja best þau skáld sem ekki þurfa að segja alla söguna beinum orðum heldur kunna að nota sér líkingamálið og skýrskotannir. Fólki er þá frjálst að lesa út úr frásögninni eins og því best lætur.

FairyLandWEBÍ pólitík er þessi frásagnartækni oft notuð, sérstaklega þegar koma þarf höggi á andstæðinginn á þann hátt að hann geti ekki vel svarað fyrir sig. Sumir kalla það að senda eitraðar pillur, aðrir kalla það bakstungur.

Gott dæmi um þetta er að í gær sté í pontu á fjölmennum fundi eitt af hinum dáðu skáldum þjóðarinnar. Í þaulhugsaðri ræðu sinni talaði hann m.a. um núverandi forsætisráðsfrú. Þegar hann vildi lýsa viðbrögðum hennar greip hann til gamallar íslenskrar líkingar og sagði hana hafa verið eins og "álfur út úr hól", og bætti svo við til að leggja enn frekari áherslu á þetta atriði; "enda lítur hún út eins og álfur út úr hól."

Á fundinum var mikið hlegið að þessu "gríni" skáldsins. Máltilfinningin sagði flestum fundargestum það, að vera eins og "álfur út úr hól",  merki að hún væri utangátta og að,  hún liti út eins og álfur út úr hól,  merki að hún líti skringilega út.

Aðrir vissu að ekkert í þessari ræðu var vanhugsað og skildu að öllu lymskulegra háð var á hér á ferðinni. Íslenska orðið álfur er bein þýðing á enska orðinu "fairy" sem jafnframt er slanguryrði um samkynhneigt fólk. Þar sem forsætisráðsfrúin er samkynhneigð, er háðið skírskotun til kynhneigðar hennar "undir rós". 


10 áhrifamestu persónur Íslandssögunnar

Margir sem velta fyrir sér hlutunum í sögulegu samhengi hljóta fyrr eða síðar að spyrja sig spurningarinnar; hver er áhrifamesta persóna allra tíma. Á netinu er að finna fjölmarga lista sem gerðir hafa yfir kandídata í þann hóp og margir þeirra eru sammála mati Michaels H. Hart sem skrifaði bókina The 100: A Ranking of the Most Influential Persons in History sem kom fyrst út árið 1978.

Egil_Skallagrimsson_17c_manuscriptÉg ætla ekki að að tjá um þann lista að sinni en þess í stað að þrengja aðeins hringinn. Það væri verulega áhugavert að sjá hverjir íslendingar í dag telja 10 mikilvægustu og áhrifamestu Íslendinga sem hafa lifað hafa frá upphafi Íslandsbyggðar. Nú hvet ég ykkur, lesendur góðir til að leggja höfuðið aðeins í bleyti og láta síðan í ykkur heyra og skrifa niður í röð frá 1-10 nöfn þeirra tíu einstaklinga sem þið teljið að ættu að tilheyra þessum hópi. Það væri gaman ef eins og ein skýringarlína fylgdi hverri tilnefningu. Til að sýna gott fordæmi ríð ég á vaðið og birti minn lista hér að neðan.

(Þeir sem ekki nenna að telja upp tíu telja bara eins marga og þeir vilja)

 

1. Snorri Sturluson (Fyrir ritverk sín og að varðveita helstu stoðir íslenskrar menningar)

2. Jón Sigurðsson (Fyrir að berjast fyrir sjálfstæði þjóðarinnar)

3. Jónas Hallgrímsson (Fyrir að hafa meira að segja en flestir og segja það betur en allir)

4. Ari Fróði (Fyrir fræði sín og heimilda varðveislu)

5. Guðbrandur Þorláksson Biskup (Fyrir lærdóm sinn og þátt í útgáfu Biblíunnar á Íslandi)

6. Árni Magnússon (Fyrir að bjarga þjóðarverðmætum Íslands frá glötun)

7. Davíð Oddsson (Fyrir að móta mesta velferðartíma landsins fyrr og síðar)

8. Vigdís Finnbogadóttir (Fyrir framlag sitt til aljóðamála og kvenréttindamála)

9. Egget Ólafsson (Fyrir framlag sitt til upplýsingarinnar á Íslandi)

10. Björk Guðmundsdóttir (Fyrir að vera mesta og besta landkynning sem landið hefur átt.)


Spáin um úrslit leiksins við Eista á Sunnudag og Dr. Phil svarar tveimur spurningum

Þá er komið að því að efna loforðið og birta hér spádóm Dr. Phil um leikinn við Eistlendinga á morgunn. Dr. Phil ræður aðeins í liti, tölustafi og bókstafi í spádómum sínum en þeir geta verið furðu nákvæmir þrátt fyrir það. En þá er það leikurinn á morgunn.

estonia-flagDr. Phil segir; það er pott þétt að sú þjóð sem hefur bláan lit í fána sínum sigrar og sú þjóð sem hefur ekki færri en tvo liti í fána sínum hefur betur. Ég tek það fram að jafnt verður á öllum tölum þar til að annað liðið nær að síga fram úr og að meira en fjórar tylftir marka verða skoraðar í leiknum."

iceland-flagEf að ég reyni nú aðeins að hjálpa við túlkun þessa spádóms þá lítur dæmið út svona. Báðar þjóðirnar hafa þrílita fána. Eistneski fáninn er svartur hvítur og blár, sá íslenski rauður, blár og hvítur.  Í fljótu bragði virðist spádómur Dr. Phils því geta átt við báðar þjóðirnar. En ef við höldum okkur við strangar vísindalegar skilgreiningar þá eru hvorki hvítt eða svart raunverulega litir. Svart varpar sem sagt ekki frá sér neinum lit og hvítt varpar frá sér öllum litum. Ef að tekið er tillit til þessa hljóta það að vera Íslendingar sem hafa sigur því þeir eru með tvo liti í fána sínum, rautt og blátt en Eistlendingar aðeins með einn, blátt. Saman ber; "sú þjóð sem hefur ekki færri en tvo liti í fána sínum hefur betur."

Dr. Phil svaraði einnig emailum mínum varðandi spurningarnar tvær sem bárust frá bloggvinum mínum í gær og svörin við þeim eru eftirfarandi;

Til "Love Her Everyone" Íslendingar berjast við rauða litinn. Hann er allsráðandi á bankareikningunum þeirra. Atvinnuástandið er svart og það byrjar ekkert að lýsast fyrr en á níunda mánuði ársins 2009. Framundan hjá þér eru hærri mínus tölur. Þær byrja að lækka aftur á sjöunda mánuði ársins 2009 ef  þú elskar græna litinn.

Skilaboð til ungmeyjarinnar á skerinu; Marga Íslendinga fýsir að flýja hvíta og gráa litinn. En þegar að græni liturinn fer að sjást, róast þeir aftur. Fáir munu því fara enda ástandið svart í flestum löndum.


Vor í lofti og Íslendingar á sigurbraut segir Dr. Phil

300px-Pulteney_Bridge,_Bath_2Vorið er komið og grundirnar gróa, alla vega hér í Bath á Englandi. Síðustu tveir dagar hafa fært mér sanninn heim um að vorið sé komið fyrir alvöru. Það er yfir 18 stiga hiti og rjóma blíða, gróðurinn óðum að taka á sig lit eins og mannlífið.

Kaffihúsin eru búin að setja stóla og borð út á stéttar, dagblöðin liggja hreyfingarlaus á borðunum og smáfuglar tísta í trjánum eins og þeir hafi eitthvað mikilvægt að segja. Ungmennin sitja í hópum á graseyjunum út um alla borg og eldra fólk stansar lengur við til að spjalla á götuhornunum. Þetta er skemmtilegur tími.

Ég er byrjaður að ræða aftur við Dr. Phil um handboltann. Hann er góðkunningi lesenda minna frá því á ólympíuleikunum í fyrrasumar. Hann sagði mér í fyrradag að Íslendingar mundu vinna landa Alexanders mikla.  Það gekk eftir.  Á Laugardaginn ætlar hann að spá fyrir um leikinn við Eistlendinga. Hann var með allt á hreinu í spám sínum um gengi íslenska liðsins á ólympíuleikunum, þannig að ég bind miklar vonir við spádómshæfileika hans.


Að hagnast á raunum annarra

Jake og Julie móðir hans 2004Jake Myerson er í dag rétt um tvítugt. Þegar hann var unglingur reykti hann kannabis í miklum mæli. Móðir hans þoldi ekki ástandið á drengnum og rak hann burtu af heimlinu. Um tíma var hann útigangur en fékk svo inni á heimili vinar síns.  Nú hefur Julie móðir hans skrifað bók um líf og neyslu Jakes og hvernig hann rústaði lífi sínu og fjölskyldunnar. Bókin heitir "The lost Child".  

Þegar að Jake las handrit móður sinnar, sá hann að í bókinni er hann niðurlægður með ýmsum hætti. Hann lagðist því gegn útgáfu hennar. Móðir hans telur aftur á móti að bókin geti orðið til að hjálpa fólki sem á við svipuð vandamál að stríða.

Fjölmiðlar í Bretlandi velta fyrir sér hvort hér sé enn einu sinni verið að gera einkamál fjölskyldu að fjölmiðalmat í gróða skini þar sem peningarnir eru raunverulega aðalatriðið en afsökunin sé almannaheill.

Meira hér

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband