Færsluflokkur: Trúmál
11.10.2011 | 19:04
Reiði, harmur og sorg biskups
Biskupar landsins leitast nú við að sefa reiði fólks og hugga harm og sorg þá er mál Guðrúnar Ebbu hefur vakið meðal þjóðarinnar. Yfirlýsing þeirra bendir til að afstaða þeirra til málsins og kirkjunnar þar með, hafi lítið breyst .
Málsmeðferðin hefði verið sú sama, segir hann, þótt augljós mistök hafi átt sér stað. Reiðin, harmurinn og sorgin sem biskup talar um í yfirlýsingu sinni eru samt ekki hans, heldur einhverra annarra. Hvergi örlar á fordæmingu á biskupnum sem ódæðin vann, þrátt fyrir að ýjað sé að því að kirkjunnar þjónar trúi samt framburði Guðrúnar. -
Hugmynd þeirra er greinilega að hægt sé að sigla fram hjá þessu og lempa málið án þess að einhver einn, hvað þá kirkjan sjálf, verði kölluð til ábyrgðar. Líklega eru þeir smeykir við að dæma svo þeir verði ekki dæmdir sjálfir. -
Kirkjunnar menn finna sig þó knúna til aðgerða af einhverju tagi og hafa gripið til ýmissa úrræða til að friða þá tilfinningu. Allar miða þær að því að bregðast rétt við næst þegar slíkt eða svipuð mál koma upp innan kirkjunnar, því ekki er hægt að búast við að þeir geti alfarið komið í veg fyrir að slíka verknaði. Þannig geta þeir huggað þeir sig við að þessi skelfilegi verknaður æðsta manns kirkjunnar verði að lokum til einhvers góðs. -
Hafði ekki áhrif á málsmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.10.2011 | 22:01
Skrímsli í biskupsskrúða
Í bókinni Æviþættir lýsir Ólafur Skúlason Biskup því mærðarlega hvaða áhrif ásakanirnar á hendur honum höfðu á dóttur hans Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur.
"Hann segir þó að það hafi ekki verið af því að hún efaðist um föður sinn, heldur fyrir það að konur sem hún þekkti gætu látið svona. Um Guðrúnu Ebbu segir hann: [S]árast var það fyrir eldri dóttur okkar, Guðrúnu Ebbu, sem þekkti sumar þeirra kvenna, sem hvað harðast dæmdu föður hennar í algjörri einsýni. Hún hefur alla tíð verið mikið pabba barn og breytist ekki þó árunum fjölgi. DV 24. ágúst 2010;
"Aðspurður hvernig kirkjan ætli að bregðast við þessu ásökunum á hendur Ólafi sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup:
Það er mjög erfitt að bregðast við slíkum ásökunum sem koma fram með þessum hætti. Séra Ólafur er látinn. Við verðum að muna það og hafa það í huga að enginn mannlegur máttur getur dæmt í þessu máli." DV 20. ágúst 2010
Karl Sigurbjörnsson biskup, finnst ekki að kirkjan geti aðhafst nokkuð í máli Ólafs. - Allt sem eftir hann stendur á ferlinum skal áfram standa, gott og blessað í fyllstu orðsins merkingu.
Séra Björn Jónsson segir þessi öfugmæli um Ólaf í grein á sjötugsafmæli hans:
Í einkalífi sínu hefir herra Ólafur verið mikill gæfumaður. Hinn 18. júní 1955 gekk hann að eiga Ebbu Guðrúnu Brynhildi Sigurðardóttur, sem ættuð er frá Siglufirði. Ebba er einstök kona, í ríkum mæli búin þeim eiginleikum, sem fegurst mega konur skrýða. Hún er falleg og hjartahlý, göfug og góð. Brosið hennar bjarta minnir á heiðan himin, staðfastur vilji og viðleitni til þess sem bætir og blessar er í ætt við hið styrka og hreina stál. Það er Ólafi biskupi lífstíðargæfan mesta, að eiga slíkan förunaut sér við hlið. Með slíkan ástvin hið næsta sér er enginn einn á ferð. Þau hjónin eiga þrjú börn. Elst þeirra er Guðrún Ebba, formaður Félags grunnskólakennara, gift Stefáni Ellertssyni, hafnsögumanni í Reykjavík, þá er Sigríður, húsmóðir í Reykjavík, gift Höskuldi Ólafssyni viðskiptafræðingi og yngstur er Skúli Sigurður, prestur á Ísafirði, kvæntur Sigríði Björk Guðjónsdóttur, sem gegnir skattstjóraembætti þar.
Mikið barnalán er biskupshjónum sístætt gleði- og þakkarefni. Og í dag eru barnabörnin orðin sjö talsins, öll vel af Guði gerð og hvert öðru efnilegra.
Fáir ef nokkrir íslendingar hafa notið jafn mikilla mannvirðinga og Ólafur.; Fjórum sinnum var hann t.d. heiðraður fálkaorðunni. Fáir ef nokkrir aðrir áttu það minna skilið að vera heiðaraðir.
Ólafur Skúlason dómsprófastur fékk riddarakross árið 1982
Ólafur Skúlason vígslubiskup fékk stórriddarakross árið 1987
Ólafur Skúlason biskup fékk stórriddarakross með stjörnu árið 1990
Ólafur Skúlason biskup fékk stórkross árið 1999
Beitti hana ofbeldi árum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.10.2011 | 10:43
Trúarrit á sama stall og klám
Afkristnun þjóðfélagsins heldur áfram og gengur bærilega. Trúleysingjar fagna því. Þeim finnast tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur vera til mikilla bóta ef eftir þeim verður þá farið. En tillögurnar vekja upp margar spurningar. Trúarrit eru t.d. þarna sett á sama stall og klám, sem eru einu ritin sem fram að þessu hafa verið bönnuð í skólum landsins.
Krossar og helgimyndir verða að hverfa af veggjum skólanna og þá er ekki langt í að börnum verði bannað að bera á sér trúartákn, eins og krossa um hálsinn, til að það mengi ekki huga annarra barna.
Ekki má lengur gefa skólabörnum nein trúarrit að lesa í skólum landsins, né mega lífsskoðunar félög boða þar skoðanir sínar. Hvað er lífsskoðunarfélag? Er stjórnmálaflokkur lífsskoðunarfélag, samtök áhugafólks um mismunandi kynlífsaðferðir, skátarnir?
Vonandi fylgir þessum tillögum listi yfir hverjir mega koma í skólana og hverjir ekki.
Og hvernig verður tekið á helgidagahaldi? Verður áfram aðeins gefið gefið frí á kristnum helgidögum? Munu litlu jólinhverfa að fullu? Og hvað með tímatalið? Hvernig stendur á að skólar miða enn tímatalið við fæðingu Krists? Og væri ekki hægt að breyta nafninu á föstudegi? -
Trúin í skammarkrókinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
29.9.2011 | 16:09
Ætla að hengja prestinn
Jósef Nadarkhani er 34 ára kristinn íranskur prestur. Honum hefur verið gefið að sök að hafa gengið af trúnni (Íslam) og stunda trúvillu. Í réttarhöldunum yfir honum á síðasta ári kom fram að írönsk yfirvöld álíta að hann hafi verið múslími þegar hann var 15 ára (fullveðja samkvæmt lögum Íslam) og hafi því réttlega gengið af trúnni þegar hann tók kristna trú.
Þessu neitar Jósef og segist aldrei hafa verið múslími. Dómararnir bentu þá á að hann væri af íslömskum ættum og dæmdu hann til dauða. Yfirréttur staðfesti þann dóm nýlega en gaf Jósef þrjú tækifæri til að afneita hinni kristnu trú fyrir dóminum og komast þannig hjá aftöku. Jósef þáði ekkert þeirra og bíður nú eftir dauðadómnum verði fullnægt í þessari viku.
Þrátt fyrir að kristnir, gyðingar og fylgjendur Zóroasters eigi að njóta friðhelgi (sem fólk bókarinnar) undir Íslam samkvæmt Kóraninum, hefur aukin harka færst í ofsóknir á hendur þessum minnihlutahópum í Íran síðustu misseri. - Hún er rakin til yfirlýsingar Ayatollah Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins og yfirklerks, sem hann sendi frá sér fyrir u.þ.b. ári síðan; "Markmið óvina Íslam er að veikja trúarbrögðin í írönsku samfélagi og til að ná því markmiði útbreiða þeir siðleysi, tómhyggju, falska dulhyggju, Bahai-isma og stofnsetja heimakirkjur."
Ofsóknirnar eru vitanlega í blóra við allar alþjóðasamþykktir og jafnvel einnig stjórnarskrá Íran sem kveður á um að trúfrelsi skuli vera í landinu. Enn eins og í öðrum löndum þar sem þjóðernishyggjan og hræðsluáróðurinn beinist fyrst og fremst að innri óvinum frekar en þeim sem landinu ógna utanfrá, gleymast fljótt lög og reglur, hvaðan sem þær koma. Ofsóknabrjálæði stjórnvalda í Íran beinist nú í auknum mæli gagnvart öllum sem ekki tilheyra rétttrúnaði Shia klerksins í Qom.
Í Íran búa um 70 milljónir manns. Rétt um 2% heyra ekki til Islam. Shia grein Íslam er þar allsráðandi en þótt rétt um 8% tilheyri suni greininni eru þeir einnig beittir miklu misrétti. Í höfuðborginni Theran, þar sem a.m.k. ein milljón þeirra býr fá þeir ekki að byggja sér tilbeiðsluhús (mosku).
Langstærsti minnihlutahópurinn (700.000) í Íran eru bahaiar en fjöldi þeirra sitja án dóms og laga í írönskum fangelsum en þeir hafa sætt ofsóknum í landinu allt frá upphafi trúarinnar.
Talið er að kristnir í Íran telji um 300.000 og eru flestir þeirra af armenskum uppruna.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2011 | 00:48
Samstilltar lífsklukkur
Biblían kennir að lengd æviskeiðs okkar allra sé forákvarðað af Guði upp á dag og að enginn megi sköpun renna, sem reyndar er einnig forn-norrænn siðaboðskapur.
"Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn." segir í Sálmunum. -
Þetta hafa Fransisku-munkarnir og eineggja tvíburarnir Julian og Adrian eflaust vitað. Líf þeirra var svo samfléttað og líkt að genetískar lífklukkur þeirra hafa verið algjörlega samstilltar.
Að eineggja tvíburar deyi með stuttu millibili er alls ekki óalgengt þótt Bandarískar heimildir segi að þar í landi líði að meðaltali 10 ár á milli dauða þeirra.
Svo dæmi séu nefnd þá náðu tvíburasysturnar Emma og Florence, áttatíu og tveggja ára aldri en þær fundust látnar í örmum hvers annars, á heimili sínu í San Antonio, eftir að mikil hitabylgja hafði gengi yfir borgina 2009. Rannsókn leiddi í ljós að loftælingin í íbúðinni, þar sem þær bjuggu saman, hafði bilað.
Þá þótti það einnig fréttnæmt þegar að í ljós koma að þeir Richard og Michael Walsh, 33 ára, sem létust báðir í sama húsbrunanum við Canada Square í Waterford á Írlandi árið 2008, voru eineggja tvíburar. Þeir bjuggu saman og höfðu báðir gleymt að slökkva á kertum sem loguðu í sitt hvoru svefnherberginu.
Eineggja tvíburar létust sama dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.6.2011 | 21:15
97% Íslendinga trúa aðeins á efnislega tilvist?
Það býr ýmislegt athyglivert í þessum tölum frá Gallup um að 71% Íslendinga trúi á Guð. Það fyrsta sem maður rekur augun í er að meðal karla er ekki endilega fylgni milli þess að trúa á Guð og á líf eftir dauðan. Einhver hluti karla getur sem sagt vel hugsað sér að það sé til eitthvað sem fallið getur undir skilgreininguna Guð, en samt hljóti líf hvers manns að enda við líkamsdauðann. - Þetta er reyndar afstaða bæði Votta Jehóva og Sjöundadags aðventista, sem trúa því að allir deyi að lokum og ekkert líf sé eftir líkamsdauðann, nema fyrir fáa útvalda. Auðvitað vonast þeir allir til að verða í þeirra hópi. Þeir vilja meina að sú tilvist sé efnisleg, ekki andleg og eiga því það sameiginlegt með trúleysingjum að trúa aðeins á á efnislega tilvist.
Þá kemur það fram að 68% trúa á kenninguna um "miklahvell". 68% hlýtur því að trúa því að einhverstaðar handan endamarka alheimsins þar sem áhrif mikla hvells gætir ekki enn, sé ekkert til. Þar er ekkert efni, enginn tími og ekkert rúm, þ.e. sama "ástand" og var allstaðar áður en mikli hvellur varð og alheimurinn varð til.
Samt trúir 71% að til sé Guð, en 68% trúa ekki að þessi Guð hafi skapað alheiminn, ef ég skil þessa könnun rétt.
Guð þeirra 68%, sem ekki trúa á Guð sem skapara, hljóta þá að trúa á einhvern Guð sem er sjálfur hluti af "sköpuninni" og/eða tilheyrir þeim alheimi sem varð til við mikla hvell. Sá Guð hlýtur að vera eins og allt annað sem við þekkjum og tilheyrir þeim alheimi, háður tíma og rúmi. Hann er því ekki "andlegur" Guð heldur efnislegur Guð.
Þeir sem trúa á efnislegan Guð eru þá sem sagt 68% og þeir sem ekki trúa á neinn Guð, skapara eða líf eftir dauðann 29%. Þeir sem gera aðeins ráð fyrir efnislegri tilvist eru því samtals 97% Íslendinga.
Þetta verða að teljast góðar fréttir fyrir vantrúarmenn og aðra trúleysingja og greinilegt að auðmjúkur áróður þeirra er að skila sér, big time.
Íslendingar trúa á Guð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.5.2011 | 13:16
Ósýnilegar konur
Myndin af Obama og Co þar þau fylgjast með aftöku Osama bin Ladens í beini útsendingu var látin í té af Hvíta húsinu til birtingar í fjölmiðlum með ákveðnum skilyrðum. Fréttastjórum dagblaðsins Der Tzitung í Brooklín er greinilega nokkuð sama um þau skilyrði. Þær Hillary Clinton og Audrey Tomason eru báðar gerðar ósýnlegar á þeirri útgáfu af myndinni sem blaðið birti. Skilmálar Hvíta hússins eru svona;
"This official White House photograph is being made available only for publication by news organizations and/or for personal use printing by the subject(s) of the photograph. The photograph may not be manipulated in any way and may not be used in commercial or political materials, advertisements, emails, products, promotions that in any way suggests approval or endorsement of the President, the First Family, or the White House."
Ef að fréttablað hefur ákveðið að halda sig við miðaldaviðhorf gagnvart konum og birta ekki einusinni af þeim myndir, er vandséð hvað vakir fyrir þeim að birtingu þessarar breyttu ljósmyndar yfirleit, þegar þeir vita að þeir eiga yfir höfði sér lögsókn fyrir að hafa rofið birtingarskilmálanna. Blaðið hefði átt að sleppa fótósjoppinu og halda sig við tækni sem hæfir hugarfari ritstjórnarinnar.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.4.2011 | 09:18
Gagarin og Guð
Nafn hans var á hvers manns vörum fyrir 50 árum. Hann var fyrsti geimfarinn og fram til þessa hafa aðeins um 500 jarðarbúa fetað í fótspor hans. Í augum flestra var hann hetja, og í Sovétríkjunum þar sem geimvísindi voru einskonar trúarbrögð á þessum tíma, varð Gagarin að Guði.
Slík var dýrkunin á þessum manni að kirkjur sem lagðar höfðu verið af í hinu guðlausa veldi kommúnismans, voru enduropnaðar og helgaðar Yuri Gagarin. Mynnisvarðar og styttur risu um gjörvöll Sovétríkin af Yuri og hann var viðstaddur alla stórviðburði ríkisins á meðan hann lifði.
Samtímis fór áróðursvél stjórnvalda í gang. Haldið var fram að Gagarin hefði sagt þegar hann komst á sporbaug um jörðu; "Ég sé ekki neinn Guð hérna uppi." Í afriti af samskiptum Gagrins við jörðu á meðan á ferð hans stóð, er þessa setningu hvergi að finna. - Seinna var þessi kvittur rekin beint til leiðtogans sjálfs, Nikita Khrushchev. Á ráðstefnu sem haldin var um áróður gegn trúarbrögðum sagði hann; "Gagarin flaug út í geyminn og sá engan Guð þar." "Sá sem aldrei hefur mætt Guði á jörðinni, finnur hann ekki út í geimnum" er samt setning sem höfð var eftir Gagarin.
Þegar hann lést í flugslysi 1968 urðu til ýmsar samsæriskenningar um dauða hans, en ástæður slyssins hafa aldrei verið skýrðar til fulls.
Eftir fall Sovétríkjanna dró mikið úr hverskonar hetjudýrkun í löndum þeirra svo og átrúnaðurinn á Gagarin.
Samt eimir eftir af þeim í heimabæ hans þar sem Gagarin söfnuðurinn var á sinum tíma hvað sterkastur.
Meðal rússneskra geimfara tíðakast ýmsir siðir sem tengjast Gagarin. Meðal þeirra er skilja eftir blóm við minnismerki Gagarins, heimsækja skrifstofu hans og biðja anda hans um leyfi áður en ferðin hefst. Skrítnasti siðurinn er e.t.v. sá að karlgeimfarar pissa á hægra afturhjól farartækisins sem ekur þeim út að geimflaugunum. Kvengeimfarar geta í stað þess að pissa á hjólið, skvett á það þvagi úr máli. -
50 ár frá fyrstu geimferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2011 | 18:32
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna afhöfðaðir
Pokapresturinn Terry Jones sem á heima í Flórída, lét langþráðan draum rætast fyrir nokkrum dögum. Hann sviðsetti réttarhöld í kirkju sinni yfir kóraninum og brenndi hann síðan. Ódæðið var tekið upp og ekki leið álöngu fyrr en upptakan var komin á netið.
Þessi kristni predikari hafði áður valdið fjaðrafoki með því að boða til Kóran-brennu, en var talið tímabundið hughvarf af helstu ráðamönnum Bandaríkjanna. -
Þegar klerkahyskið í bænum Mazar-i-Sharif í norður - Afganistan heyrði af verknaðinum, skipulögðu þeir mótmælagöngu. Hún endaði með að ráðist var á bækistöðvar Sameinuðu þjóðanna í bænum og þar var murkað lífið úr að þvi að talið er 20 manns. Sumir voru afhöfðaðir, aðrir skornir á háls.
Terry Jones finnst hann ekki hafa gert neitt rangt. Hann neitar að biðjast afsökunar á að brenna Kóraninn. Hann segir að bókina illa.
Klerkarnir í Mazar-i-Sharif segja að Talibanar hafi tekið yfir mótmælin og beint fólkinu að bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sjálfir hafi Þeir ætlað að hafa mótmælin friðsamleg.
Terry Jones vissi vel að viðbrögð herskárra múslíma mundu verða ofbeldisfull ef hann brenndi kóraninn opinberlega. Þegar að hann ætlaði að benna kóraninn á síðasta ári gerðu hinir máttugu fjölmiðlar heimsins hann að hættulegum manni með að beina kastljósinu að honum.
Nú er skaðinn skeður og hann er mikill.
Trúmál | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
29.3.2011 | 19:25
Á hafi óvissunnar
Ef að satt reynist, verða trúleysingjarnir sem halda því fram að Kristur hafi ekki verið til og að allar sögurnar sem sagðar eru af honum séu hreinn skáldskapur, að endurskoða afstöðu sína. Nema auðvitað að trúleysi þeirra sé svo staðfast að ekkert fái þá til að efast.
Þarna kann að vera frumheimild sem er frá svipuðum tíma og heimild söguritarans Josephusar (37-96) sem minnist á kristni í ritum sínum, að því er sumir segja fyrstur manna. Margir efasemdarmenn hafa reyndar talið þá heimild seinni tíma fölsun.
Þá er hætt við að málin geti blandast enn frekar hjá hinum kristnu, ef í þessum ritum er að finna útgáfu af upprisu Krists sem sætt getur og samræmt þær þrjár sem nú þegar eru þekktar og finna má í NT. Svo er einnig mögulegt að hún sé í mótsögn við guðspjallamennina sem um upprisuna skrifa.
Segja má því að enn um sinn séu trúaðir og trúlausir þarna á sama báti á hafi óvissunnar.
Elstu rit um kristni fundin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)