Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
2.12.2008 | 21:12
Skalli
19Borgarmenn Jeríkó sögðu við Elísa: "Borg þessi liggur að vísu vel, eins og þú sjálfur sérð, herra, en vatnið er vont, og landið veldur því, að konur fæða fyrir tímann."
20Hann sagði við þá: "Færið mér nýja skál og látið í hana salt." Þeir gjörðu svo. 21Og hann gekk út að uppsprettu vatnsins, kastaði saltinu í hana og mælti: "Svo segir Drottinn: Ég gjöri vatn þetta heilnæmt. Upp frá þessu skal það eigi valda dauða né ótímaburði." 22Þá varð vatnið heilnæmt samkvæmt orði Elísa, því er hann hafði talað, og er svo enn í dag.
23Þaðan hélt hann til Betel. Og er hann gekk upp veginn, gengu smásveinar út úr borginni, hæddu hann og kölluðu til hans: "Kom hingað, skalli! Kom hingað, skalli!" 24Sneri hann sér þá við, og er hann sá þá, formælti hann þeim í nafni Drottins. Þá komu tvær birnur út úr skóginum og rifu í sundur fjörutíu og tvo af drengjunum. 25Þaðan fór hann til Karmelfjalls og sneri þaðan aftur til Samaríu.
Þetta ætti að kenna fólki að vera ekki að abbast upp á sköllótta menn og uppnefna þá, sérstaklega ef þeir eru í náðinni hjá alvaldinu. Persónulega finnast mér viðbrögð spámannsins dálítið yfirdrifin. Sérstaklega í ljósi þess að honum var sjálfsagt í lófa lagt að fá hár sitt til að vaxa með því að nota sömu aðferð og hann notaði til að gera vatnsuppsprettuna heilnæma.
Einn af forfeðrum mínum, ef marka má móðurafa minn Gísla Guðmundsson sem missti hárið á tvítugsaldri og kenndi þar um ætterni sínu, var Grímur Kveldúlfsson landnámsmaður í Borgarfirði. Hann var sagður ljótur maður, dökkur á brún og brá, berserkur mikill en skáld gott. Hálfþrítugur að aldri var hann orðinn nauðasköllóttur og fékk því viðurnefni sitt Skallagrímur, en undir því nafni þekkjum við hann flest.
Íslendingum þótti greinilega lítið til hárleysis koma á söguöld, hvort sem um höfuð eða andlitshár var að ræða. Frægt er háðið sem Njál á Berþórshvoli og synir hans urðu að þola fyrir skeggleysi sitt og þeir uppnefndir taðskegglingar.
Austur Asíu þjóðir virðast hafa öðruvísi viðhorf til höfuðshárs en vesturlandabúar. Þar er afar algengt að raka allt hár af höfðinu. Mongólar til forna skildu eftir langa fléttu aftast á hnakkanum svo almættið gæti náð taki á einhverju til að kippa þeim inn í himnaríki þegar þeir dóu í miðjum bardaganum. Helgum mönnum og munkum þótti það sjálfsögð afneitun á hégóma þessa heims að raka höfuð sitt og það viðhorf barst meira að segja til hins kristna menningarheims og skýrir að nokkru afar sérkennilegan hárstíl munka í Evrópu á miðöldum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.11.2008 | 00:08
Afmæli
Þessa dagana, 27- 28. Nov. er eitt ár síðan að ég byrjaði að blogga og ýtti fyrst á "vista og birta" og "skoða síðu" takkana og sá fyrsta bloggið mitt á blog.is birtast þann 29.
280 misgóðum færslum og rúmlega 58.000 góðum gestum síðar er ég enn að, þótt þetta hafi í upphafi átt að vera einhverskonar tilraunastarsemi. Fyrstu mánuðina komu hér fáir enda tekur tíma að grundvalla blogg.
Um leið og ég þakka lesendum og bloggvinum "samvistirnar", "samræðurnar" og "samstöðuna" á þessu tímabili bíð ég í smá blogg-veislu af tilefni dagsins. Ég ætla sem sagt að birta nokkur blogg í dag með jöfnu millibili en ég lofa því jafnframt að þau verða ekki þungmelt.
Hér í lokin, endurbirti ég fyrsta bloggið sem mér finnst bara ágætt enn, þrátt fyrir ellina. Góðar stundir.
Shakespear og Biblían
Þegar að þýðingu The King James Biblíunnar var lokið árið 1610 var William Shakespear 46 ára.
Sumir halda fram að William hafi komið nálægt þýðingu hennar og sett mark sitt á hana með því að fela nafn sitt í 46. Sálmi.
Fertugasta og sjötta orð sálmsins er "shake" og fertugasta og sjötta orð talið frá enda sálmsins er "spear". Ekki á að telja viðbótarorðið "selah" með, enda seinni tíma viðbót.
Dæmið sjálf;
Psalm 46... 1God 2is 3our r4efuge 5and 6strength, 7a 8very 9present 10help 11in 12trouble. 13Therefore 14will 15not 16we 17fear, 18though 19the 20earth 21be 22removed, 23and 24though 25the 26mountains 27be 28carried 29into 30the 31midst 32of 33the 34sea; 35Though 36the 37waters 38thereof 39roar 40and 41be 42troubled, 43though 44the 45mountains 46shakewith the swelling thereof. Selah. There is a river, the streams whereof shall make glad the city of God, the holy place of the tabernacles of the most High. God is in the midst of her; she shall not be moved: God shall help her, and that right early. The heathen raged, the kingdoms were moved: he uttered his voice, the earth melted. The LORD of hosts is with us; the God of Jacob is our refuge. Selah. Come, behold the works of the LORD, what desolations he hath made in the earth. He maketh wars to cease unto the end of the earth; he breaketh the bow, and cutteth the 46spear 45in 44sunder; 43he 42burneth 41the 40chariot 39in 38the 37fire. 36Be 35still, 34and 33know 32that 31I 30am 29God: 28I 27will 26be 25exalted 24among 23the 22heathen, 21I 20will 19be 18exalted 17in 16the 15earth. 14The 13LORD 12of 11hosts 10is 9with 8us; 7the 6God 5of 4Jacob 3is 2our 1refuge. Selah.Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.11.2008 | 13:13
Nálaraugað
Engin veit nákvæmlega hvenær mannkynið byrjaði að nota fatnað. Það þykir samt nokkuð ljóst að fatnaður var notaður til að skýla líkamanum fyrir náttúruöflunum, hita og kulda, vatni og vindi, og til að verjast skordýrum. Án vafa var fyrsti fatnaðurinn gerður úr skinnum.
Rannsóknir á litningum lúsa sýna að þær hafi tekið sér bólfestu meðal manna og á mannslíkamanum fyrir meira en 130.000 árum.
Vegna hárleysis mannsins geta lýs ekki hafst við á líkamanum nema hann sé klæddur. Aðrar rannsóknir á erfðamengi lúsa benda til að lýs og men hafi átt samleið miklu fyrr eða fyrir allt að 530.000 árum.
Til að gera sér fatnað þurfti maðurinn að ráða yfir tækni sem gerði honum kleift að skera til efnið sem hann notaði og halda því saman utan á líkamanum, jafnvel þótt hann væri á hreyfingu. Þvengir og ólar hafa eflaust þjónað þessu hlutverki til að byrja með, en elstu saumnálar sem fundist hafa eru rétt um 40.000 ára en þær fundust í Kostenki í Rússlandi árið 1988. Þær voru gerðar úr beinum og tré.
Í norður Ameríku notuðu frumbyggjar aðrar aðferðir. Þeir lögðu í bleyti lauf Agave plöntunnar uns trefjar þess skildu sig frá kjötinu. Trefjarnar enduðu í oddhvössum þyrni og eftir að hvorutveggja hafði verið þurrkað var þar með komin bæði nál og tvinni.
Þeir eru ekki margir munirnir sem notaðir voru af forfeðrum okkar á þeim tímum er þeir reikuðu út úr Afríku, sem enn eru notaðir svo til á hverju heimili. Svo er þó um saumnálina.
Í dag eru saumnálar einkum gerðar úr stáli og húðaðar nikkel eða gulli til að vernda þær fyrir tæringu. Bestu nálarnar eru samt gerðar úr platínu.
Nálar koma oft fyrir í sögum og ævintýrum heimsins og nálaraugað orðið mörgum hugleikið og oft notað á táknrænan hátt í dæmisögum og trúarbrögðum.
Í Babýlónísku Talmútunum notar rabbíninn nálaraugað til að skýra eðli drauma og hvernig þeir eru sprottnir úr huga mannsins;" Þeir sýna manni ekki pálmatré úr gulli eða fíl ganga í gegn um nálarauga."
Í Midrash (Gyðinglegu afbrigði) af ljóðaljóðunum er að finna skírskotun til nálaraugans í tengslum við vilja og getu Guðs til að frelsa syndarann. "Hinn heilagi sagði, opna fyrir mér dyr á stærð við nálarauga og ég mun opna fyrir þér dyr sem tjöld og Kameldýr komast um."
Í Kristindómi er nálaraugakenning Krists afar merkileg. Ungur og auðugur maður kemur til hans og spyr hvað hann þurfi að gera til að komast í himnaríki. Kristur segir að hann eigi að halda boðorðin, selja eigur sínar og gefa fátækum og síðan fylgja sér.
Ungi maðurinn vildi þetta ekki og þá mælti Kristur við lærisveina sína: "Sannlega segi ég yður: Torvelt verður auðmanni inn að ganga í himnaríki. Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki." Matt. 19:23:24
Þeir sem þróuðu auðhyggjuna (Kapítalismann) út frá Kalvínískum hugmyndum um að auður og ríkidæmi væri merki um velþóknun Guðs, hafa greinilega ekki haft til hliðsjónar þessa litlu dæmisögu Krists.
Í tengslum við þessa sögu hefur verið bent á að grísku orðin fyrir kameldýr og kaðal eru afar áþekk og þarna gæti verið um mistök í afritun að ræða.
Aðrir hafa bent á að hlið eitt á útveggjum Jerúsalemborgar kallað "Nálaraugað" var svo þröngt að Kameldýr komst aðeins í gegn um það á hnjánum og án byrða. Engar sögulegar heimildir eru fyrir því að þetta hlið hafi nokkru sinni verið til en e.t.v. hefur sagan gefið auðmönnum smá von um að komast í himnaríki.
Í Kóraninum er nálaraugað notað til að sýna fram á ólíkindi þess að eitthvað geti gerst.
"Fyrir þá sem hafna táknum vorrum og nálgast þau með yfirlæti, mun engin glufa opnast á himnum, né munu þeir komast inn í garðinn fyrr en kameldýrið getur komist í gegn um nálaraugað. Slík eru laun syndaranna. Al-Araf (The Heights) 7:40.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.11.2008 | 02:11
Engiltár
Fyrir mörgum árum skrifaði ég stutta sögu fyrir litla stúlku sem núna er löngu orðin fullorðin kona. Þegar ég las hana aftur fyrir skömmu fannst mér hún eiginlega alveg geta verið fyrir börn á öllum aldri, jafnvel fullorðin börn. Sagan sem gerði tilætlað gagn á sínum tíma, hefur í mörg ár ferðast milli tölvanna sem ég hef átt og nú síðast dvaldist hún á einum minniskubbnum mínum þar sem hún átti sér litla von um að verða aftur lesin. Ég veit að það er algjört bloggtabú að birta nokkuð svona langt og ég lái ykkur ekkert þótt þið nennið ekki að lesa. En fyrir þá sem hugsa enn eins og börn hafa þolinmæði eins og afar og ömmur, here goes.
Engiltár
Hátt yfir iðagrænum dal, á dálitlum skýhnoðra, sem vafði sig purpura hnígandi sólar, sat engill og grét. Tárin streymdu í stórum glærum perlum niður bústna og kringluleita vanga hans, og féllu svo til jarðar í löngum taumum. Líkt og dýrindis festar endurvörpuðu þau óteljandi litum síðustu geislum sumarkvölds-sólarinnar, og urðu þannig til að vekja athygli lítillar stúlku sem stóð og horfði út um glugga efst í gömlum turni úr steini, sem reis þétt upp við bergið í enda dalsins. Engillinn var alveg viss um að enginn sæi til hans þar sem hann sat í háloftunum yfir þessum ákaflega afskekta og að hann hélt, óbyggða dal. Sorg hans og tregi höfðu slæpt hann svo og sljóvgað, að honum hafði yfirsést varðturninn gamli, sem reyndar hafði kænlega verið valinn staður, þar sem hann rann saman við bergið og duldist í samlitum gráma þess. Og hvern hefði grunað að þarna byggi stúlka, sem á hverju kvöldi í tæp tvö ár, hafði horft út um gluggann á sólsetrin fögru, milli fjallanna háu sem umluktu dalinn. Og nú þar sem hún stóð og dáðist af samspili ljóssins og vatnsins, sá hún hvar eitthvað féll niður í döggvott grasið á flötinni fyrir framan turninn. Hún trúði varla eigin augum því ofan af himninum hrundu í löngum glitrandi taumum perlulaga eðalsteinar. Í undran sinni og hrifningu hrópaði hún upp yfir sig, klappaði sama höndum og hló. Í gegnum eigin ekkasog greindu ákaflega næm eyru engilsins hljóð, sem fengu gullfiðraða vængi hans til að blaka sér svolítið ósjálfrátt og stöðvaði samstundis grát hans. Var þetta virkilega óp, óp úr barka dauðlegrar veru, alls ekki svo fjarri heldur ómögulega nærri. Firna fráum augum leit hann eftir dalnum og um hlíðar fjallanna og fann samstundis gamla varðturninn. Hann kom einnig auga á stúlkuna, sem enn stóð við gluggann og horfði opnum munni, stórum sægrænum augum, beint á hann, að honum fannst. Engiltaugarnar tóku viðbragð og á svipstundu var hann búin að færa sig lengra inn á skýið. Hann vonaði heitt og innilega, að hún hefði ekki séð hann. En tárin höfðu greinilega komið upp um hann. Hvernig hafði hann annars getað verið svona kærulaus. Afar varfærnislega gerði hann örlítið gat á mitt skýið, til þess að geta fylgst með stúlkunni. Þegar hann loks áræddi að gægjast í gegn, sá hann að hún var horfin. Svo birtist hún aftur skömmu síðar, valhoppandi út um dyr turnsins og hóf að safna saman engiltárunum í hugvitsamlega samanhnýtta hvíta svuntu sína. Öðru hvoru leit hún upp og skimaði í kring um sig og englinum fannst að stúlkan hlyti að vita af honum þar sem hann fylgdist með henni í gegnum gægjugatið. Loks lauk stúlkan við að tína upp öll tárin og hraðaði sér með feng sinn inn í turninn aftur og lokaði rammgerðri hurðinni vandlega á eftir sér. Um leið stökk sólin endanlega á bak við fjöllin og nóttin lagðist eins og dimmblá blæja yfir dalinn. Englinum var orðið ljóst að honum var verulegur vandi á höndum. Orsakir grátsins og táraflóðsins, bliknuðu verulega í samanburði við þær ógöngur sem hann hafði nú ratað í. Það að skorta örlæti, var að vísu ástæða til hryggðar, því örlæti var dyggð sem allir englar þurftu að hafa tileinkað sér. En nú hafði hann með óvarkárni sinni, hugsanlega brotið ófrávíkjanleg lagafyrirmæli almættisins sjálfs, sem að allir englar, háir jafnt sem lágir urðu að lúta og kváðu á um að enginn engill mætti geranokkuð það sem gæfi mannfólkinu ástæðu til að trúa eða efast um að þeir væru til. Þetta voru lög sem aðeins almættið sjálft gat veitt undanþágu frá, að viðlagðri hegningu sem ákvörðuð skyldi hverju sinni af tíu þúsund píslarvottum. Það lá við að engillinn færi aftur að vola við tilhugsunina um mögulegar afleiðingar augnabliks óvarfærni sinnar, þá hann fann sér fyrr um daginn, stað til að brynna músum á. Hann harkaði samt af sér og hóf að hugsa ráð sitt. Ef hún hefði ekki séð hann var jú mögulegt að hana mundi ekki gruna að dýrgripirnir sem hún hafði undir höndum væru engiltár. En hvað mundi henda ef hún kæmist að dularnáttúru þeirra, leyndarmáli sem engir aðrir en Guð og englar vissu. Ef hún mundi uppgötva það, þó af tilviljun væri, yrðu afleiðingarnar hræðilegar. Því neytti einhver engiltára, yrði sá hinn sami samstundis eilífur. Eilíf tilvera á jörðinni, klædd takmörkunum holds og blóðs, hversu eftirsóknarverð sem hún kunni að virðast fávísum mönnunum við fyrstu sýn, var sannarlega písl og kvöl sem enginn átti skilið.Engillinn þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda. Ef slík ógæfa hlytist af óvarkárni hans, mundi öll sköpunin gráta miklum harmagráti. Hann reyndi að sefa kvíða sinn með því að hugsa um hve hverfandi litlar líkur væru á því að stúlkan færi að leggja sér tárin til munns, sérstaklega ef hún gerði sér grein fyrir vermæti þeirra sem aðalsteina. Hann vissi samt að þá áhættu gat hann ekki tekið og að hann yrði að ná tárunum til baka tafarlaust, hvað sem það kostaði. Hefðu tárin aðeins fengið að liggja kyrr til morguns, hefðu þau gufað upp eins og döggin á grasinu fyrir geislum morgunsólarinnar. En um leið og mennskar hendur snertu þau, misstu þau þann eiginleika sinn og urðu að varanlegu föstu efni. Hann varð að láta til skarar skríða strax og ná eilífðar-elexírnum, engiltárunum sínum aftur, en umfram allt, vera varkár og flana ekki að neinu.
En hver var þessi stúlka og hvað var hún að gera þarna alein að því er virtist í óbyggðunum, þar sem ekki hafði sést til mannaferða í margar aldir og hvaðan kom hún eiginlega. Engillinn velti þessum spurningum fyrir sér um stund og ákvað svo að leita svara. Hann hóf sig á loft og með örfáum öflugum vængjatökum flaug hann niður að turninum og settist hljóðlega á sylluna fyrir utan gluggann þar sem hann hafði fyrst séð stúlkuna. Ofur varlega leit hann svo inn um gluggann. Inni í turnherberginu var ákaflega dimmt, en hann sá samt að það var autt og tómt. Á miðju gólfi var stigaop og upp um það lagði föla flöktandi gula birtu. Engillinn smeygði sér varlega inn um gluggann og gægðist niður opið. Klunnalegur tréstigi teygði sig frá skörinni og niður á steinlagt gólfið fyrir neðan og í skímunni frá kertisstúf sem brann á hrörlegu eikarborði, sá hann hvar stúlkan sat og horfði hugfangin á engiltárin sem lágu í stórri hrúgu fyrir framan hana á borðinu. Birtan frá kertinu brotnaði á þeim og varpaði dansandi myndum á andlit hennar.
Engillinn virti stúlkuna gaumgæfilega fyrir sér og reyndi eftir mætti að draga einhverjar ályktanir af útliti hennar. Hún leit ekki út fyrir að vera meira en tólf ára gömul. Ljósir hrokknir lokkar léku um axlir hennar og römmuðu inn undurfrítt andlitið, sem geislaði af fádæma sakleysi rósrauðra vara og rjóðra kinna, undir skærum sægrænum augum sem endurspegluðu eitthvað allt annað. Kjóllinn sem hún klæddist, var úr dökkbláu flaueli, ákaflega einfaldur að sniðum og féll vel að fagurlimuðum og fíngerðum líkama hennar. Um mitti hennar var hnýtt mjallhvít bróderuð svunta og berir fætur hennar hurfu ofan í mjúka skinnskó, bláa að lit með ísaumaðri perluskel á ristum.
Englinum duldist ekki að þessi litla stúlka hlaut að vera mjög sérstök og ef til vill af tignum ættum. Útlit hennar og fas, bar augljósan vott um smekkvísi og glæsileika. En hvað var hún að gera hér?
Hann kom ekki auga á neitt sem skírði það á einhvern hátt. Umhverfi hennar var í hrópandi mótsögn við útlit hennar. Við hlið borðsins stóð stórt gamalt rúm og yfir það var lagt þykkt ullarteppi. Utan þess, borðsins og stólsins sem hún sat á, voru engin önnur húsgögn í víðu hringlaga herbergi turnsins. Ekkert matarkyns sá hann heldur í þessari frumstæðu vistarveru.
Engillinn settist hljóðlega niður á skörina og gætti þess vel að ekki sæist til hans neðan frá, og hugsaði sinn gang. Trúlega yrði hann að bíða þar til stúlkan sofnaði og freista þess þá að ná tárunum. Svo hófst biðin. Hann beið í margar klukkustundir án þess að stúlkan sýndi þess nokkur merki að syfju sækti að henni. Hún hafði að vísu fært sig úr stólnum upp í rúmið, en þar sat hún bara og lék sér að tárunum, sem hún þreyttist aldrei á að handfatla og skoða. Þótt engillinn væri í eðli sínu, mjög þolinmóður og vanur eilífðartíma, tók þessi bið mikið á hann og þegar skammt var í dögun og stúlkan enn glaðvakandi, gafst hann upp á að bíða og ákvað að breyta um aðferð. Eins og allir englar kunni hann ýmislegt fyrir sér sem mennirnir mundu kalla yfirnáttúrulega kunnáttu. Hann gat meðal annars breitt um útlit að vild. Einmitt þann eiginleika ákvað hann að hagnýta sér. Hann stóð upp, hóf sig á loft og flaug út um gluggann.Þegar hann lenti fyrir framan dyr turnsins, leit hann ekki lengur út eins og engill, heldur einhyrningur, mjallhvítur á litinn, með gullið fax og tagl. Hornið sem stóð út úr miðju enni hans, notaði hann til að drepa á dyrnar. Eftir nokkra bið, opnuðust þær í hálfa gátt. Stúlkan rak upp stór augu þegar hún sá einhyrninginn, en sýndi samt engin merki um hræðslu, og ekki heldur þegar hann ávarpaði hana á mannamáli.
"Komdu sæl stúlka litla og afsakaðu ónæðið á þessum óvenjulega tíma sólahringsins. En ég er vera eins og þú sérð, sem eðli mínu samkvæmt mundi aldrei raska ró nokkurrar manneskju af ófyrirsynju. Þar af leiðandi getur þú varla efast um að erindi mitt sé brýnt, og þar eð það varðar þig sjálfa, bið ég þið um að hlýða á mál mitt.
Stúlkan svaraði einhyrningnum engu, en horfði á hann eins og hún skildi ekki orð af hinni háfleygu þulu sem hann hafði romsað út úr sér. "Ég varð fyrir smá óhappihélt einhyrningurinn áfram og ákvað að einfalda mál sitt eftir mætti.Ég tapaði í gærkvöldi, einhversstaðar hér í grenndinni ákaflega verðmætum sjóði eðalsteina, og mér datt sí svona í hug að þú stúlka góð, hefðir ef til vill fundið hann. Einhyrningurinn leit á stúlkuna stórum spyrjandi augum, og vonaðist eftir jákvæðum viðbrögðum.verið getur að vegleg verðlaun séu í boði handa þeim, sem á einhvern hátt getur aðstoðað mig við að endurheimta hinar týndu gersemar. bætti hann svo við. Stúlkan sneri sér hægt við í dyrunum og leit í átt að rúmi sínu þar sem engiltárin lágu í bing á ullarteppinu. Svo vatt hún sér aftur að einhyrningnum og sagði hvatvíslega."Eitthvað er nú bogið við þessa sögu þína ágæti einhyrningur. Ef þú hefðir vængi eins og hesturinn Pegasus eða værir fugl eins og Fönix, gæti ég ef til vill lagt trúnað á sögu þína. Sannleikurinn er sá að í gærkveldi féllu af himni ofan, niður á flötina hérna fyrir framan, nokkrar stjörnur. Ég hef enga ástæðu til að ætla, að þær tilheyri þér frekar en mér. Þú getur hæglega hafa séð mig safna þeim saman, ágirnst þær og ákveðið að reyna að komast yfir þær með einhverju móti."
Það lá við að englinum félli allur ketill í eld. Svo undrandi varð hann yfir að vera vændur um að segja ósatt að hann stóð hvumsa um stund. Þegar stúlkan gerði sig líklega til að loka hurðinni og ljúka þar með samtalinu, áttaði hann sig og sagði með semingi.
"Ég skal viðurkenna að vissulega er hægt að líta á málavöxtu eins og þú gerir, og að þú hefur að sönnu engar sannanir fyrir því að fjársjóðurinn á rúminu þínu sé með réttu mín eign. En sé það næg sönnun, að þínu mati, að ég geti flogið, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ég haldi fyrir þig smá flugsýningu."
Einhyrningar geta ekki flogið, svaraði stúlkan um hæl.
"Vertu ekki svona viss um það stúlka góð sagði einhyrningurinn og byrsti sig. Í sannleika undraðist hann hversu kotroskin og framhleypin stúlkan var.Ég get auðveldlega sannað að ég get flogið, en það vekur furðu mína að ung stúlka eins og þú, og að því er virðist reynslulítil, skulir dirfast að standa upp í hárinu á jafn merkilegu fyrirbæri og ég er. Einhyrningar eru nefnilega ákaflega sjaldséðar skepnur og einstakar af allri gerð. Væri því ekki tilhlýðilegt að lítil stúlka, sem sér og ræðir við einhyrning í fyrsta sinn, sýndi honum og erindi hans, meiri virðingu en raun ber vitni? Engillinn var að vonast eftir að vekja með stúlkunni vitund um hversu sérstæðar aðstæðurnar væru og hún yrði þar af leiðandi hógværari í samskiptum sínum við hann. En sú litla lét sér fátt um finnast og svaraði fullum hálsi;"Þú sagðir að þú gætir flogið og ef þú getu það skulum við ræða málin, annars eru frekari umræður tilgangslausar."
Engillinn gerði sér grein fyrir að frekari undanfærslur voru gagnslausar. Þetta var ekkert venjulegt stúlkubarn sem hann átti í útistöðum við. Hann efaðist stórlega um að þó hann flygi fyrir hana, myndi hún trúa sögu hans. Hér þurfti eitthvað meira að koma til. Hann sté nokkur skref aftur á bak og sagði;
"Horfðu nú á og taktu vel eftir því sem þú sérð.
Á örfáum augnablikum tók engillinn á sig fjölmargar myndir. Hann ummyndaðist fyrst í hinn vængjaða Pegasus, síðan fuglinn Fönix, þá í risavaxinn svan, á eftir fylgdi hans eigin raunverulega engilmynd, silfurlitaður dreki, Svinx og fuglmenni af ýmsu tagi. Loks breytti hann sér aftur í mynd einhyrningsins og stóð að því búnu hljóður og reyndi að lesa úr svip stúlkunnar áhrif stórkostlegra sjónhverfinga sinna. En úr honum varð ekkert ráðið. "Ein af þessum myndum sem ég sýndi þér er mín sanna mynd, en allar gátu ímyndirnar flogið, svo að um þá getu mína þarftu ekki lengur að efastmælti einhyrningurinn. Stúlkan kinkaði kolli, opnaði dyrnar upp á gátt og sagði;"Ég held það sé best að svo komnu máli, að þú komir inn, hver sem þú ert. Þetta var sannarlega tilkomumikil sýning hjá þér og sannfærði mig um að hugsanlega geti steinarnir fögru verið þín eign.
Einhyrningurinn þáði boðið samstundis og brokkaði inn í turninn. Stúkan lokaði dyrunum að baki honum, settist svo við borðið með kaupmanns svip og sagði;"Því miður á ég ekkert matarkyns í kotinu til að bjóða þér, svo við getum snúið okkur beint að efninu. Þú minntist á að fundarlaun væru í boði handa þeim sem aðstoðaði þig við að endurheimta gersemarnar.Já fyrir alla muni, ljúkum þessu af sem fyrst. Eins og þig sjálfsagt grunar eftir að hafa séð hversu ég er megnugur, er ekki ómögulegt að ég gæti orðið við einhverri ósk þinni. Lát oss því heyra hvers þú óskar þér að launum fyrir fjársjóðinn. svaraði einhyrningurinn.
"Eitt er það sem ég ágirnist og þrái öðru fremur. En svo þú skiljir fullkomlega hvað ég fer fram á, og hvers vegna, verður þú að hlýða á sögu mína. sagði stúlkan.
Þetta samþykkti einhyrningurinn umyrðalaust því hann var forvitinn mjög um hagi þessarar undarlegu stúlku. Hann lagðist á gólfið og bjó sig undir að hlusta, og hún hóf frásögn sína."Fljótlega eftir að ég fæddist, varð foreldrum mínum ljóst að þau höfðu eignast harla óvenjulegt barn. Faðir minnvar skósmiður og móðir mín saumakona en þau bjuggu í litlu sjávarþorpi og lifðu eins og milljónir annarra, venjulegu, og frá sjónarhóli mennta- og aðalstéttanna sem stjórnuðu landinu, ákaflega ómerkilegu lífi. Móðir mín tók þegar eftir því að þrátt fyrir að ég hafnaði alfarið móðurmjólkinni og fengist ekki til að neyta annarrar fæðu, óx ég og dafnaði eins og önnur börn. Fyrst í stað, reyndi hún samt að þröngva ofan í mig mat af ótta við að ég dæi úr hugnir. Þegar henni varð ljóst að fæðuleysið hafði engin áhrif á vöxt minnog viðgang, hætti hún öllum tilraunum til að halda að mér fæðu. Sjálf fann ég aldrei fyrir hungri, en fannst ég verða þróttlaus ef sólar naut ekki við í langan tíma. Smá saman fékk ég vissu fyrir því að ég nam alla þá næringu sem ég þurfti, beint úr sólarljósinu. Vel má vera að ég hefði getað átt álíka ævi og önnur börn á mínu reki, ef ekki hefði önnur og öllu einkennilegri sérkenni komið í ljós í fari mínu, eftir því sem ég varð eldri. Eins og hálfs árs var ég orðin altalandi, ekki aðeins á móðurmálið heldur einnig fjórtán önnur tungumál. Að sjálfsögðu var ég læs og skrifandi á þau öll. Tónlist og aðrar listgreinar lágu það vel fyrir mér, að fljótlega urðu þær í mínum augum barnalegar dægradvalir og leikir. Hugur minnog atgervi var slíkt að ég útheimti stöðugt erfiðari viðfangsefni til að kljást við og var á þeim sviðum algerlega óseðjandi. Þegar ég var aðeins fimm ára, og ég orðin alkunn fyrir ýmis afrek á sviðum lista og vísinda um gjörvallan heim, bættist við afburðargetu mína sá eiginleiki að geta séð fyrir óorðna atburði. Fyrst birtustu þeir mér í draumum, en síðar líkt og þeir lifðu fyrir augu mín. Samhliða þeirri þróun, hvarf þörfin til að sofa, jafnvel hvílast, því ég virtist ætíð hafa næga orku til alls. Afleiðing alls þessa var að dagar og nætur urðu samfella ómerkilegra atburða og leiðindi tóku að sækja að mér. Brátt var svo komið að ég þoldi illa við með öðru fólki. Mér fannst það allt vera heimskt og klunnalegt, ómenntað og gróft. Jafnvel færustu vísindamenn og hugsuðir stóðu mér engan veginn snúning og urðu sér að atlægi í návist minni. Ég fór að fyrirlíta allt samferðafólk mitt. Allan ófullkomleika þess, heimsku og galla. Auðvitað vakti afstaða mín og viðhorf, andúð fólks á sjálfri mér sem jókst í samræmi við getu mína til að sýna fram á yfirburði mína á öllum sviðum. Ég var hötuð og forsmáð, fyrirlitin og öfunduð. Jafnvel foreldrar mínir sem lengst allra sýndu mér ást og alúð, misstu þolinmæðina, gáfu mér þennan klæðnað og vísuðu mér á brott. Um tíma þvældist ég um eiminn og þegar ég náði tíunda aldursári var ástandið orðið algerlega óviðunandi, því ég óttaðist stöðugt um líf mitt. Stærilætisleg framkoma mín og óbilgirni höfðu aflað mér margra óvina og sumir töldu mig réttdræpa ófreskju. Aðeins forsjálni mín forðaði mér frá að verða óvinum mínum að bráð. Að auki við þá eiginleika sem ég hef þegar upp talið, bættist við aðlaðandi útlit og fríðleiki. Hvar sem ég fór vakti ég óskipta athygli. Jafnvel þar sem enginn þekkti mig í sjón, þó þeir hefðu eflaust heyrt mín getið. Þegar hér er komið við sögu, rann það upp fyrir mér hversu gáfur mínar og vitsmunalegir burðir voru í miklu ósamræmi við siðferðilegt atgervi og andlega þroska minn. Ég hafði vissulega reynt að tileinka mér þær dyggðir sem nægt hefðu venjulegri mannveru til að komast í gegnum lífið án stöðugra árekstra við með bræður sína. Afburða manneskju eins og mér, nægðu þær ekki. Sú var í raun ástæðan fyrir því hversu illa mér gekk að lynda við venjulegt fólk og andúð þess var svo rík í minngarð. Ég ákvað að hverfa úr samfélagi manna, draga mig í hlé og freista þess í einrúmi að ráða bót á vandamáli mínu. Ég leitaði uppi þennan afskekkta og óbyggða dal og með aðsetur í þessum forna varðturni hóf að iðka íhugun og sjálfsaga, sem ef til vill yrði til þess að ég sæi mér fært um síðir, að snúa aftur til samfélags manna. Hér hef ég dvalist í því næst tvö ár og stundað hinar andlegu íþróttir af kostgæfni og kappi, án teljandi árangurs, verð ég samt að segja. Þú ágæti einhyrningur, eða hvað sem þú í reyndinni kannt að vera, ert fyrsta veran, fyrir utan fugla og dýr, sem ég hef heyrt eða séð í allan þann tíma. nú þegar þú hefur heyrt sögu mína og veist hvernig í öllu liggur, get ég vel viðurkennt fyrir þér, að mér kom aldrei til hugar að þessir fögru steinar sem duttu af himnum í gærkveldi væru stjörnur. Um gerð þeirra get ég samt ekkert fullyrt þó ég hafi brotið um þá heilann í alla nótt. Þeir líta út eins og tár einhverrar himneskrar veru. En þarna liggja þeir og þú getur tekið þá með þér, ef þú getur uppfyllt ósk mína. Ég leyfi sjálfri mér að efast um að þú getir það, þrátt fyrir að þú hafir sannað að þú ráðir yfir umtalsverðum hæfileikum. Þú sannaðir samt ekki að þú getir framkvæmt eitthvað sem aðeins máttarvöld ofar mínum skilningi kunna að geta. Það sem ég sækist eftir er fullkomnun og það sem mig skortir til að geta talist fullkomin er eilíft líf. Ósk mín er sú að þú sjáir svo um, að ég hljóti eilíft líf".
Einhyrningurinn sem legið hafði tiltölulega rólegur og hlustað, varð svo mikið um orð stúlkunnar að hann stökk nú á fætur, frísandi og fnæsandi eins og hver annar stóðhestur. Hann hlaut að vera óheppnasti engill frá upphafi tíma. rétt þegar lausn vanda hans var innan seilingar, og stúkan búin að samþykkja að skila honum tárunum aftur, hvers eðlis hún hafði komist svo óþægilega nærri að uppgötva, bað hún um að launum nákvæmlega það sem hann hafði verið að reyna að afstýra að hún fengi. Hann var kominn í sjálfheldu sem ekki yrði auðvelt að sleppa úr. Honum leist svo á þess stúlku, að ekki mundi ganga að bjóða henni eitthvað annað. En hvernig gat hann veitt henni eilíft líf á jörðinni. Jörðin var aðeins byrjunarreitur, ekki endastöð, og að vera dæmdur til eilífrar jarðvistar, var eins og að vera getin, og svo skikkaður til að fæðast aldrei og verða að eyða öllu lífi sínu innan takmarka móðurlífsins. Það mátti sannarlega ekki vera hlutskipti nokkurrar manneskju, þrátt fyrir að hún óskaði þess sjálf. Á meðan hugur engilsins leitaði lausna með leifturhraða í öllum viskubrunnum alheimsins og ráðfærði sig við ótal véfréttir og vættir á nokkrum augnablikum, beið stúlkan óþolinmóð eftir svari.
Svo laust svarinu niður í huga hans með slíku afli, að hann var viss um að sjálft almættið hafði skorist í leikinn. Lausnin var svo augljós að hann hálf skammaðist sín fyrir að finna hana ekki strax. Stúlkan hafði beðið um eilíft líf, og eilíft líf skyldi hún fá. Eilíft líf eins og allir aðrir menn áttu í vændum, en ekki eins og tárin gátu gefið. Eilíft líf sem komið undir ræktun andlegra dyggða og eiginleika sem nýtast mundi í samskiptum hennar við aðra menn. Vissulega mundi ýmislegt í fari stúlkunnar breytast. Ef hann gerði stúkunni mögulegt að öðlast eilíft líf, mundi hún missa alla þá yfirburði sem hún hafði haft yfir aðrar mannverur, og verða að venjulegri tólf ára stúlku.
"Samþykkt hrópaði hann svo að bergmálaði í turninum.Samþykkt, samþykkt, samþykkt. Eilíft líf er þér hér með veitt, ásamt öllum þeim eigindum sem þú þarf á að halda til að þú getir gert það að hamingjuríku lífi. Lánaðu mér nú svuntuna þína til að bera í fjársjóðinn minn og ég geti haft mig á brott. Engillinn var svo ánægður með þessi málalok að hann langaði til að dansa. Stúlkan virtist líka vera hæst ánægð með kaupin, því hún hló svo að spékopparnir í kinnum hennar dýpkuðu um helming. "Ég hef eignast eilíft líf, eilíft líf, eilíft líf. sönglaði hún um leið og hún sópaði engiltárunum saman í svuntu sína, batt hana saman á hornunum og smeygði henni upp á gullið horn einhyrningsins.Vertu blessaður ágæti einhyrningur, eða hvað sem þú raunverulega ert, og þakka þér kærlega fyrir,sagði hún svo og opnaði dyrnar og hleypti einhyrningnum út. Í þann mund brutust fyrstu geislar morgunsólarinnar upp yfir fjöllin og fyllti dalinn af sólstöfum."Ég sé enga ástæðu til að dveljast lengur á þessum stað, sagði stúlkan allt í einu,og það er langur vegur til byggða. Má ég ekki sitja á baki þínu þar til leiðir skiljast, svona í kaupbæti, ágæti einhyrningur?"Hoppaðu þá á bak og ég skal reiða þig út úr dalnum, en þá verð ég líka að snúa aftur, svaraði einhyrningurinn. Stúlkan stökk á bak honum umyrðalaust og saman héldu þau út eftir dalnum, og skildu eftir sig slóð í morgundögginni. Ég er svo hræðilega svöng, hugsaði litla stúlkan um leið og hún teygði sig í stórt rautt epli, sem óx á voldugri eik á leið þeirra. Það er einkennileg tilfinning að vera svöng sagði hún um leið og hún beit í eplið og hottaði á einhyrninginn.Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
6.11.2008 | 01:36
Barack Hussein Obama
Heimsbyggðin er enn að átta sig á stórtíðundunum sem berast nú frá Bandaríkjunum. Þar hefur frjálslyndasti öldungadeildarþingmaður Demókrata verið kosin fertugasti og fjórði forseti Bandaríkjanna.
Fyrir utan að vera frjálslyndur er hann þeldökkur sem setur hann í þá sérstöku sögulegu stöðu að geta hafa verið einkaeign alla vega sjö þeirra fjörutíu og þriggja hvítra karlmanna sem gengt hafa á undan hinum því embætti sem hann hefur nú verið kosinn til að gegna. Fyrir fjörutíu árum þegar Obama var sjö ára hefði hann ekki fengið þjónustu á mörgum veitingastöðum í Bandaríkjunum og hefði þurft að nota sér salerni á bensínstöðum í suðuríkjum Bandaríkjanna.
En Barack Hussein er ekki bara þeldökkur, hann er líka að hálfu Afrískur og á ömmu og ættmenni á lífi sem búa í þeirri hrjáðu álfu. Hann ber auk þess nafn einnar helstu og þekktustu hetju Íslam. Hussein Ali var nafn annars sona Fatímu dóttir Múhameðs stofnanda Íslam. Hann var í miklu uppáhaldi hjá afa sínum og margar sögur fara af hversu líkir þeir voru. Hann dó píslavættisdauða ásamt sjötíu og tveimur köppum sínum í orrustu við Karbala í Írak, en mikil helgi hvílir á hinum og nafni hans, sérstaklega meðal Shia múslíma.
Hversu sögulegar þessar kosningar eru er varla hægt að segja til um núna með einhverri vissu, til þess eru við allt of nálægt atburðinum. En víst er að hann er ekki hægt að ofmeta. Sú staðreynd ein að Obama náði kjöri, hvert sem framhaldið verður, á eftir að valda grundvallarbreytingum á hugarfari og sjálfsmynd þeldökkra í Bandaríkjunum og víða um heim. Eða eins og Jesse Jackson, fyrrum forsetaframbjóðandi og blökkumannaleiðtogi í Bandaríkjunum komst að orði eftir að Obama hafði tryggt sér sigurinn, "Ef það gat gerst í Bandaríkjunum, getur það gerst í Bretlandi og öðrum Evrópulöndum og hvar sem er".
Fjölþjóðleg fjölskylda Baracks Obama
Foreldrar og fósturfaðir
Móðir Obama; Stanley Ann DUNHAM var fædd 27. Nóvember 1942í Wichita, Kansas og lést 7. Nóvember 1995 af legkrabbameini. Hún hóf háskólanám sitt við Háskólann á Hawaii árið 1960. Þar hitti hún fyrri mann sinn; Barack Hussein OBAMA eldri. Hann og Stanley Ann DUNHAM voru gefin saman árið 1960 á Hawaii og áttu saman Barack Hussein OBAMA yngri, f. 4. Ágúst 1961.
Barack Hussein OBAMA eldri var fæddur 1936 í Nyangoma-Kogelo, Siaya Héraði í Kenya. Hann lést í bílslysi í Nairobi í Kenyaárið 1982. Hann skildi eftir sig þrjár eiginkonur, sex syni og eina dóttur. Öll börn hans búa í Bretlandi eða í Bandaríkjunum nema eitt. Einn bræðranna lést árið 1984 og er grafinn í þorpinu Nyangoma-Kogelo, Siaya héraði í Kenya.
Systkini
Fjölskyldusaga Obama yngri er dálítið flókin. Svo virðist sem faðir hans hafi þegar verið giftur þegar hann gekk að eiga Stanley Ann móður hans. Hann átti konu í Kenýa, Kezia að nafni. Að sögn Stanley Ann höfðu þau Obama eldri og Kezia verið gefin saman af öldungum þorps þeirra en engin skjöl voru til að sanna það. Með Kezia átti Obama eldri tvö börn, Roy og Auma, sem bæði starfa núna við félagsþjónustuna í Berkshire í Englandi.
Það hefur verið til þess tekið eftir að Obama yngri tryggði sér forsetaefnisútnefninguna að hálf bróðir hans Roy er trúaður múslími. Hann er sagður hafa snúið baki við lífsstíl veturlandabúa eftir bitra reynslu og horfið aftur til trúar föður síns og afa og Afrískra gilda.
Þegar Obamavar tveggja ára skildu foreldrar hans. Faðir hans fluttist til Connecticut til að halda áfram menntun sinni. Þegar að Obama eldri lauk námi sínu við Harvard og héllt til baka til Kenýa var þriðja kona hans Ruth (Bandarísk) í för með honum. Sú ól honum tvo syni og einn að þeim lést í mótorhjólaslysi. Obama eldri hélt áfram að hitta Kezia fyrstu konu sína eftir komu sína heim.
Þegar Obama yngri var sex ára giftist móðir hans Lolo Soetro, frá Indónesíu. Árið 1967 þegar að óeirðir miklar brutust út þar í landi, missti Soetro námspassann sinn og þau hjónin urðu að flytjast til Jakarta. Þar var hálf-systir Obama, Maya Soetro fædd.
Fjórum árum seinna sendi Stanley Ann son sinn til Bandaríkjanna til að búa hjá Afa sínum og Ömmu.
Barack Obama yngri útskrifaðist frá Columbia Háskóla og síðan Harvard Law School, þar sem hann hitti konuefni sitt Michelle Robinson. Þau eiga tvær dætur; Malia og Sasha.
Afar og ömmur
Föður afi Obama yngri hét Hussein Onyango OBAMA og var fæddur árið 1895 en lést árið 1979. Áður en hann gerðist ráðsettur matreiðslumaður fyrir trúboða í Nairobi, ferðaðist hann víða og barðist m.a. fyrir Bretland í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann heimsótti Evrópu og Indland og bjó um tíma í Zanzibar þar sem hann yfirgaf Kristna trú og gerðist múslími. Hussein Onyango OBAMA átti margar konur. Fyrsta kona hans Helima bar honum engin börn. Með annarri konu sinni Akuma eignaðist hann Söru Obama, Barrack Hussein Obama eldri og Auma Obama.
Þriðja kona Onyangos var Sarah og er sú sögð vera amma Obama foretaefnis. Hún sér að mestu leiti um fjölskylduna eftir að Akuma lést langt um aldur fram.
Móðurafi Obama yngri hét Stanley Armour DUNHAM og var fæddur 23. Mars 1918 í Kansas og lést 8. Febrúar 1992 í Honolulu á Hawaii. Hann er jarðsettur í Punchbowl National Grafreitinum í Honolulu, Hawaii.
Móðuramma Obama hét Madelyn Lee PAYNE og var fædd 1922 í Wichita, Kansas. Hún er nýlátin en bjó í Oahu á Hawaii.
Stanley Armour DUNHAM og Madelyn Lee PAYNE voru gefin saman 5. May 1940.
Trúmál og siðferði | Breytt 7.11.2008 kl. 01:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2008 | 17:07
Landið bláa
Af fréttum, bloggi og fáeinum símtölum er ljóst að vargöld ríkir á Íslandi. 300.000 manns æða um í hamslausri bræði yfir því að blekkingavefurinn (matrixið þeirra) hefur verið rofinn.
Samsæriskenningar um "Falið vald" og "Zeitgeist" kynda undir gremjunni og fólk talar fullum fetum með krepta hnefa um byltingu og uppreisn.
Kannski er fólk enn of reitt til þess að hugleiðing af þessu tagi komi að nokkru gagni.
Í hverri viku koma eftir undarlegum leiðum fram upplýsingar sem auka enn á reiðina og staðfesta það sem allir vita innst inni að það er sama hversu oft fatan er látin síga í bruninn, alltaf kemur upp sama fúla vatnið.
Einhverjir líta í kring um sig og vonast eftir því að lausnarinn komið stígandi niður á skýjum himins, bjargvætturinn sem öllu reddar og vissulega eru margir til kallaðir. Vonabíar og jaðar-spámennirnir stíga fram hver af öðrum og heimta hárri röddu hver í kapp við annan að blekkingarmeistararnir verði dregnir fyrir rétt og vonast sjálfsagt eftir því að einhver muni eftir háreysti þeirra þegar frá líður og velji þá til að stjórna skútunni ef og þegar hún losnar af strandstað.
Spurningarnar hrannast upp en þeir sem hafa svörin gefa ekki viðtöl. Og ef fyrir tilviljun næst í skottið á einum þeirra, vefst þeim ekki tunga um tönn við að útskýra hvernig allt sé í eins góðum höndum og hægt er að búast við undir svona kringumstæðum og að þeir séu í óða önn að búa til nýjan vef sem komist í gagnið innan skamms. Þeir haga sér eins og sannir blekkingarmeistarar og fyllast sjálfsvorkunn og særðri réttlætiskennd til skiptis en passa sig á því að láta samtryggingakerfið, sem er þeirra á meðal, ekki klikka.
Allar fögru falskenningarnar um "sjálfstætt líf" auðmagnsins eru allt í einu afsannaðar og í ljós hefur komið að á bak við tjöldin hafa það alltaf verið "bara menn" sem réðu ferðinni. Bankar og fjármálstofnanir eru mannlegar stofnanir, gerðar til að þjóna manninum og stjórnað af mönnum. Samt lætur fólk enn eins og þessi Mammonsmusteri séu fjöregg þjóðarinnar. Þegar allt kemur til alls er tilgangur Banka aðeins að halda bókhald. Þeir framleiða sjálfir ekki neitt nema tölur.
Á meðan pólitíkusarnir vinna ósvinnuna sína, reyna fyrir sér hér og hvar með að fá lán til að allir geti látið um sinn að lífið geti haldið áfram eins og það var, koma sigurvegararnir, þeir sem voru búnir að koma eignum sínum fyrir í útlandinu, sterkir til leiks. Þeir hafa nú tíma til að taka sér formlega sæti í stjórn fyrirtækja sinna í útlöndum því Landið Bláa, nú blátt af heift og blóðleysi, gnægtabrunnurinn sem ól þá og gaf þeim allt, er þurrausin og draumalandið orðið að martraðarskeri.
Allar góðar góðar sjálfshjálparbækur benda fólki á að þegar að erfiðleikar steðja að sé best að mæta því með því að byggja á styrkleikunum. Eins og stendur, velta Íslendingar sér aðallega upp úr veikleikum sínum.
En hverjir eru styrkleikar þjóðarinnar? Það hefur alla tíð verið ljóst að fái íslendingar til þess tækifæri, er þeim fátt auðveldara en að afla peninga. Veikleikin er m.a. að þeir eru fljótir að eyða þeim.
En þessi styrkleiki er enn fyrir hendi og tækifærin eru enn til staðar.
Enn er varmi í jörðinni, orka í fallvötnunum, fiskur í sjónum, vit í kollum og ferðamenn sem vilja heimsækja landið. Efnislega eru tækifærin enn sannarlega öll til staðar.
Og andlega er þjóðin alveg á sama stigi og fyrir hrunið. Það er vandamálið. Hún heldur enn að hamingjan sé fólgin í því sem Bankarnir áttu að varðveita og er þess vegna afar annt um að hamingjuræningjarnir verði látnir gjalda fyrir rán sitt.
Hinir eiginlegu styrkleikar þjóðarinnar ættu að felast í karakter hennar. Til að endurreisa efnahagslíf þjóðarinnar á öðrum grunni en þeim gamla sem pólitíkusarnir eru nú í óða önn að reyna, þarf að koma til ný sýn á tilgang þessa alls. Það er greinilegt að þau siðferðilegu viðmið sem þjóðin reyndi að notast við, koma ekki lengur að gagni, ef þau hafa þá nokkru sinni gert það. Við erum að tala um að venda okkar kvæði í kross.
Þeir eiginleikar sem ekki eru mikils metnir í "heimi fjármagnsins" verður nú að setja á oddinn í samskiptum fólks. Það er ekki eins og okkur séu þeir alls ókunnugir, því vel flestum okkar voru þeir innrættir í æsku. Einhvern veginn virtust þessir eiginleikar samt hverfa þegar komið var inn á samskipti fólks á sviði stjórn- og fjármála.
Þessir eiginleikar eru m.a. hjálpsemi, miskunnsemi, samkennd, auðmýkt, ósérhlífni, fórnfýsi, virðing, traust, þolinmæði og fordómaleysi. Taki hver og einn upp með sjálfum sér meðvitaða rækt á þessum eiginleikum munu samskipti fólks breytast á stuttum tíma.
Bankar og ríkisstofnanir ættu að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa þessa eiginleika að leiðarljósi í störfum sínum um ókomna framtíð. Við sjálf ættum að tileinka okkur þá og innleiða í öll samskipti okkar á milli.
Eiginleikar "gamla Íslands", græðgi, samkeppni, öfund, óbilgirni, lævísi, flokkadrættir, klíkuskapur og miskunnarleysi, verða upprættir að sjálfu sér með upptöku hinna nýju sjónarmiða.
Eflaust munu einhverjir sakna eiginleikans "réttlætis" úr þessari upptalningu. Staðan er sú að til að skapa réttlæti þarf að vera sameiginleg sýn á hvað réttlæti er. Hún er ekki til staðar nú, en hún mun myndast eftir því sem okkur tekst betur að móta með okkur nýtt siðferði byggt á hinum jákvæðu eignleikum.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
1.11.2008 | 00:50
Olmekar, frummenning Ameríku
Árið 1862 unnu starfsmenn á plantekru einni þar sem nú er Tabasco fylki í Mexíkó við að ryðja upp jarðvegi. Þeir komu niður á það sem þeir héldu að væri stór járnketill grafinn í jörð. Í von um að hafa fundið falinn fjársjóð grófu þeir áfram uns ljóst var að þarna lá risastórt tilhöggvið steinhöfuð.
Þetta var fyrsta steinhöfuðið af mörgum sem síðar fundust á svipuðum slóðum í Mexíkó og talið er að hafi verið gerð af fólki sem bjó á þessu svæði fyrir 3500 árum. Siðmenning þeirra og það sjálft er kennt við þetta svæði þ.e. OLMEK undirlendið.
Síðan hefur komið í ljós að þessi mennig er sú elsta sem fundist hefur í mið-Ameríku, forverar hinna frægu Maya og allra síðari menninga í þessum hluta Ameríku. Talið er að Olmeka menningin hafi hafist u.þ.b. 1500 árum fk. og horfið í kring um 400 fk. Þar hafa samt fundist mannvistarleifar allt að 22.000 ára gamlar. Líklegt er að Olmekar hafi blandast öðrum þjóðflokkum því menning þeirra á margt sameiginlegt með þeim sem á eftir komu.
Þykkar varir og andlitsdrættir steinhöfðanna þóttu minna mikið á Afríkunegra sem síðan varð til þess að sumir álíta að Olmekar hafi komið frá Afríku. Sú staðreynd að tungumál þeirra líkist mjög nútímamáli Mali búa og líkamsör þeirra svipar til líkamsskreytinga Yoruba þjóðarinnar í Vestur Afríku þykir renna stoðum undir þær kenningar.
Olmekar bjuggu í þremur borgum. La Venta í Tabasco (Eystri hluta landsins), sem verslaði með Kókaó, gúmmí og salt. San Lorenzo Tenochtitlan í Verakruz sem var miðdepill Olmeka siðmenningarinnar og stjórnarsetur og trúar miðstöðvar þjóðarinnar voru staðsettar. Laguna de los Cerros, var einnig í Verakruz, til vesturs. Sú borg stjórnaði hinum mikilvægu Basalt námum en Basalt var notað í millusteina, minnisvarða og styttur.
Olmekarnir hljóta að hafa haft listina í hávegum ef dæma má að þeim fjölda hellamálverka og steinhöggmyndum, jaðistyttum og munum sem fundist hafa á menningarsvæði þeirra. Dæmigerðar fyrirmyndir Olmeka voru Jagúar, hermenn með þykkar varir, karlmenn með tjúguskegg og börn. Olmekar virtust trúa því að þeir væru komnir af Jagúarköttum og þeir báru mikla virðingu fyrir dýrinu. Snákurinn var einni í hávegum hafður. Þeir fylgdu t.d. 365 daga dagatali, byggðu píramída, ræktuðu Maís og tilbáðu sömu guði frjósemi, stríðs, himins og náttúrunnar.
Sólin var einnig tengd ártrúnaðinum sem varð miklu langlífari en þjóðin sjálf og virðist hafa verið iðkuð meðal þjóða sem á eftir komu eins Zapoteka, Teotihuakana og Maya ásamt táknmálinu sem þeir fundum upp og byggingarlistinni sem þeir þróuðu. Það var ekki fyrr en að Spánverjar og kaþólska kirkjan kom til sögunnar að henni tókst að ganga af átrúnaði Olmeka dauðum.
Sum af hinum risastóru basalt höfðum hafa fundist í meira en 100 km. fjarlægð frá þeim stað sem steininn í þau var numinn. Sú staðreynd hefur valdið fornleyfafræðingum miklum heilabrotum því erfitt er að sjá hvernig hægt var að flytja höfuðin eða hráefnið í þau þetta langan veg án þess að nota til þess hjólið sem var tækniþekking sem Olmekar réðu ekki yfir þrátt fyrir að nota það við gerð leikfanga. Líklegasta skýringin þykir vera að Olmekar hafi flutt þau á flekum sem þeir drógu um ár og viðamikið síkjakerfi sem fundist hafa vísbendingar og menjar um.
Olmekar voru fyrstir þjóða til að læra að nýta sér gúmmí og hægt er að sjá á mismunandi styttum af boltaleikmönnum að boltinn var sleginn með olnbogum, mjöðmum og hnjám en að nota hendurnar var ólöglegt. Greinilegt er að þessi boltaleikur var eins og "ísknattleikur" indíána í Kanada nokkru seinna, hluti af trúariðkun Olmeka.
Það sem mér finnst menning Olmeka færa okkur heim sanninn um að fólk er ætíð tilbúið að leggja miklu meira á sig fyrir hugmyndir sem eru stærri enn mannfólkið sjálft.
Guð, guðir, eða guðdómlegir hlutir, lífið eftir dauðann og kosmísk áhrif, fá manninn til að byggja píramída, styttur og mannvirki sem hann mundi aldrei gera í nafni sjálfs síns. Til að byggja mikil manvirki þarf fjöldi fólks að sameinast um verkið. Um þetta vitnar sagan, sama hvar niður er komið í henni. Aftur á móti eru stærstu mannvirkin sem byggð eru í dag, byggð í svokölluðum "hagnýtum tilgangi" eða til dýrðar og fyrir fjármagnið.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.10.2008 | 20:37
Aðfangadagskvöld allra heilagra messu.
Senn líður að messu allra heilagra sem haldin er samkvæmt hefðum þann 1. Nóvember og í kjölfar hennar; "Allra sálna hátíðin" sem er haldinn 2. Nóvember.
Aðfangadagskvöld allra heilagra hátíðarinnar sem haldin er 31. Október er að sjálfsögðu betur þekkt undir ameríska nafninu Halloween.
Bæði messa Allra heilagra og Dagur allra sálna eru kaþólskir helgidagar, en aðfangadaginn ber upp á hátíð sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til forn Kelta og nefndist þá Samhain hátíðin. Samhain (trúlega samstofna íslenska orðinu "sumar") var lokadagur sumars þar sem tvær megin árstíðirnar vetur og sumar mætast.
Það var Gregory IV páfi (827-844) sem flutti dag Allra heilagra, sem var sameiginlegur dagur allra dýrlinga sem ekki áttu sér þegar sérstakan dag, frá 13 Maí til 1. Nóvember og hafði þá líklega í huga að velja dag sem ekki var helgidagur fyrir eins 13. Maí sem var forn Rómverskur helgidagur kenndur við Lúmeríuhátíðina.
Aðfangadagskvöld allra heilagra messu (Halloween) sem hefur til skamms tíma verið kallað á íslensku "Hrekkjavaka" svipar mikið til Jónsmessunætur og þrettánda dags jóla. Sem kunnugt er er það sá tími þegar álfar og huldfólk og aðrar vættir eru á sveimi öðrum tímum fremur og menn eru líklegri til að sjá þær og hafa við þær samskipti.
Á "hrekkjavökunni" eru draugar og yfirnáttúrulegar verur sagðar á ferð og mörk þess sem er raunverulegt og óraunverulegt færast úr stað. Haldið er upp á kvöldið í Bandaríkjunum, Kanada, Írlandi, Puerto Rico, Japan, Nýja Sjálandi, Bretlandi og sumstaðar í Ástralíu. Í Svíþjóð er Allraheilagra messa haldin hátíðleg fyrsta laugardag í Nóvember.
Í Bandaríkjunum ber Hrekkjavökuna upp á svipaðan tíma og grasker verða fullþroska. Úr þeim er gjarnan gert ljósker og skrumskælt andlit skorið út úr kerinu. Þá er einnig siður barna að klæðast grímubúningum og fara hús úr húsi til að snýkja sér sælgæti.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.10.2008 | 01:17
100 milljónir punda, söguleg upphæð!
Á seinni hluta nítjándu aldar reyndur hinar sterku Evrópuþjóðir hvað þær gátu til að fá Kína til að versla af sér vestrænan varning. Kína vantaði fátt af því sem vesturlönd höfðu upp á að bjóða og vildu enn færra. Talsverð eftirspurn var samt í Kína eftir Ópíum.
Í hinum svokölluðu Ópíumstríðum sem háð voru á sjöunda áratug nítjándu aldar neyddu Bretar Kínverja til að kaupa Ópíum í skiptum fyrir kínversku afurðirnar sem þeir girntust svo mjög. Í hverri höfn í Kína var komið upp verslunarverum fyrir ópíum sem Bretarnir fluttu inn. Þær stærstu voru í Shanghai, þar sem franskir, þýskir, breskir og bandarískir kaupmenn heimtuðu víðáttumikil lönd til umráða sem kallaðar voru "sérlendur" sem þýddi m.a. að þau heyrðu ekki undir kínversk lög heldur lög heimalanda kaupmannanna og landsherranna. Í Shanghai var að finna víðfrægt skilti sem á stóð; "Hundar og Kínverjar bannaðir".
Kristniboð Evrópubúa, járnbrautalagning, Ópíumverslunin og sú niðurlæging sem Kína varð að þola þegar landið tapaði yfirráðum sínum í Kóreu urðu til að vekja mikla andúð Kínverja á öllu sem útlenskt gat talist. Stjórn landsins var of veik til að standa gegn erlendum stjórnvöldum og því kom að því að almenningur reis upp og reyndi að varpa af sér útlendingaokinu.
Í norður Shandong héraði í Kína spratt upp öflug hreyfing sem kallaði sig "Samtök hinna réttlátu og samræmdu hnefa".
Meðlimir hennar, ekki ósvipað og draugadansarar indíána í norður Ameríku nokkrum árum áður, trúðu því að með réttri þjálfun, réttu mataræði, ákveðinni bardagatækni og bænahaldi fengju þeir yfirnáttúrlegum hlutum áorkað eins og að yfirstíga þyngdarlögmálin og fljúga og orðið ónæmir fyrir sverðlögum og byssukúlum. Að auki lýstu þeir því yfir, að þegar til orrustu kæmi, mundi her látinna áa eða "anda-hermanna" stíga niður frá himni og aðstoða þá við að hreinsa Kína af "erlendu djöflunum".
Vesturlandabúar kölluðu þá boxara og við þá er helsta uppreisn þessa tímabils kennd en hún hófst með morðum og pyntingum á kristnu fólki og kristnum trúboðum í Shandong héraði og síðan með árás á borgirnar Tianjinog Bejiing.
Keisaraynjan Cixi dró taum boxaranna og neitaði að senda heri sína gegn þeim. Þess í stað sendi hún 50.000 mann herlið sem tók þátt í uppreisninni ásamt boxurunum.
Frá upphafi til enda stóð uppreisnin aðeins í 55 daga. Hún fjaraði út í Ágúst mánuði árið 1900 þegar að 20.000 manna herlið vesturlanda Austurríkis-Ungverjalands Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japan, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, réðist gegn uppreisnarmönnunum þar sem þeir sátu um fáliðaða erindreka og kaupmenn sem vörðust í borgarvirki sem þeir höfðu komið sér fyrir í borginni Bejiing. Í umsátrinu sem hófst í Júní mánuði féllu 230 kaupmenn og erlendir erindrekar. Talið er að yfir 20.000 boxarar hafi tekið þátt í umsátrinu en alls létust í uppreisninni 115.000 manns, þar af 109.000 Kínverjar.
Í virkinu höfðust við fáliðaðir kaupmenn og stjórnarerindrekar. Þeir höfðu eina fallbyssu til afnota og var hún kölluð alþjóðlega byssan. Hlaup hennar var breskt, hleðslan ítölsk, kúlurnar voru rússneskar og byssumennirnir Bandaríkjamenn.
Eftirmálar uppreisnarinnar urðu all-sögulegir. Blöð á vesturlöndum og í Japan ýktu mjög fjölda þeirra sem féllu fyrir hendi Boxaranna og birtu upplognar sögur af hroðalegri meðferð þeirra sem í höndum uppreisnarmanna lentu. Við slíkan fréttflutning gaus skiljanlega upp mikið hatur í garð Kínverja og þeir voru af öllum almenningi álitnir réttdræpir villimenn.
Hefndaraðgerðir vesturvelda fylgdu í kjölfarið með tilheyrandi drápum og nauðgunum. Fræg var skipum Vilhjálms ll Þýskalandskeisara til hermanna sinna er hann sagði í ræðu; "Gerið nafnið Þjóðverja svo minnisstætt í Kína næstu þúsund árin svo að engin Kínverji muni þora aftur að brýna augun á Þjóðverja."Einmitt í þeirri ræðu minntist Vilhjálmur á Húna sem varð til þess að Þjóðverjar voru uppnefndir Húnar bæði í heimstyrjöldinni fyrri og þeirri síðari.
Meðal þeirra sem voru heiðraðir fyrir vasklega framgöngu í boxarauppreisninni var Sjóliðsforinginn Georg Ritter von Trapp, sem seinna varð heimsfrægur sem faðirinn í söngleiknum Tónaflóð (The Sound of Music) en hann þjónaði um borð í SMS Kaiserin und Königin Maria Theresa sem var eina orrustuskip Austurríkis við strendur Kína um þær mundir.
Kína var gert að greiða himinháar skaðabætur fyrir uppreisnina, eða 450,000,000 tael (1 tael er 40 gr.) af silfri, um 100 milljónir punda á verði dagsins í dag. Upphæðin átti að greiðast á 39 árum með 4% vöxtum á ári. Til að flýta fyrir borguninni var fallist á að setja útflutnings toll á fram að þessu tollfrjálsan varning og auka þann sem fyrir var úr 3.18% í 5%.
Uppreisnin og eftirmálar hennar urðu til þess að valdtíð Qing keisaraættarinnar sem ríkt hafði frá árinu 1644 lauk árið 1912 og Kína varð að Kínverska Alþýðulýðveldinu.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.10.2008 | 01:47
Síðasta blómið
Ég ætla að fara að ráðum bloggvinar míns Kreppumannsins og blogga um "eitthvað fallegt og uppbyggilegt." Auðvitað er það persónulegt hvað fólki finnst fallegt og uppbyggilegt en það sem hér fer á eftir finnast mér uppfylla þau skilyrði.Ein af þeim bókum sem hreyfst af í æsku var bókin Síðasta blómið. Skilaboð bókarinnar, ljóðsins og teikninganna eftir James Thurber sem kom fyrst út á Ensku 1939, höfðu djúp áhrif á mig. Thurber var bandarískur teiknari og húmoristi og var vel kunnur fyrir skopmyndir sínar og smásögur sem birtust m.a. í hinu virta blaði eins og The New Yorker Magazine.Thurber var fæddur í Columbus í Ohio 1894 og lést árið 1961. Hann lýsti móður sinni sem "fæddum grínara" og sem "mestu hæfileikamanneskju sem ég hef þekkt". Hún átti það til að þykjast vera fötluð á kristnum vakningarsamkomum og stökkva svo um með látum eftir að hún hafi hlotið "lækningu."Thurber átti tvo bræður; William og Robert. Eitt sin léku þeir sér saman og þóttist William vera William Tell. Leikurinn endaði þegar William skaut ör í auga Thurber. Thurber tapaði auganu og með aldrinum varð hann því næst blindur á hinu auganu líka. Í æsku tók Thurber lítinn þátt í íþróttum og örum leikjum en þróaði með sér í staðinn sköpunargáfu sem augljóst er af verkum hans.Myndirnar í bókinni Síðasta blómið, voru einfaldar, nánast barnalegar en hæfðu samt erindinu ákaflega vel.Hér kemur ljóðið og fyrr neðan það getið þið séð teikningarnar ásamt enska textanum á stuttu myndbandi.Seinna sömdu Utangarðsmenn lag við íslenska textann eftir Magnús Ásgeirsson og því er líklegt að margir kannist við ljóðið.Síðasta blómið Undir XII. alheimsfrið |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)