Færsluflokkur: Bloggar

Salisbury, Silbury og Solsbury

Á Englandi eru þrír sögufrægir staðir sem bera svo svipuð nöfn að það er ekki óalgengt að Bretar sjálfir rugli þeim saman hvað þá útlendungar sem til landsins koma til að berja þá augum. Þessir staðir eru bærinn Salisbury í  Wiltshire, Silbury hóll sem einnig er í  Wiltshire og Solsbury hæð í nálægt Batheaston í Somerset. - Það eykur enn á ruglinginn hversu nálægt hver öðrum staðirnir eru í sveit settir. Fyrir utan að bera áþekk nöfn sem fólk gjarnan heldur að séu mismunandi útgáfur af sama orðinu, (svo er ekki)  eiga staðirnir þrír ýmislegt sameiginlegt. 

Old_SarumBærinn sem í dag er kallaður Salisbury (eða Nýja Sarum) var ekki reistur fyrr en um 1220 en á svæðinu hafa fundist menjar sem benda til að byggð hafi verið þar frá örófi. Á nærliggjandi hæð er að finna vísbendingar um virki sem fyrst var reist á steinöld.

Þegar Rómverjar hernumdu landið kölluðu þeir hæðina "Sorviodunum" en "dunum" merkir virki eða vígi á latínu og er algeng ending á enskum bæjum og borgum í dag. Í fyrndinni voru virki á Englandi gjarnan byggð á hæðum eða hólum sem veittu gott útsýni yfir næsta nágrenni. Á keltnesku þýðir orðið "dun" einnig hóll eða borg. Oðrið "sorvio" er ekki til í latínu en "sorfio" á keltnesku þýðir þurr. Sorviodunum er því rómverka útfærslan á keltneska orðinu Sorfidun sem einfaldlega merkir "Þurra borg".

Þá er vitað að Saxar byggðu sér einnig virki á hæðinni og kölluðu það á sinni tungu Særesbyrig. Þeir reynd sem sagt að halda orðinu "sorfio" til haga en nota engilsaxneska orðið "bær" í staðinn fyrir hið rómverska "dunum".

Trérista af virkinuNormannar tóku við virkinu eftir innrásina 1066 og og byggðu á hæðinni kastala. Í Dómsdagsbókinni (1086) þar sem Vilhjálmur l lét skrásetja öll byggðarlög í ríki sínu, er byggðin kölluð "Saresberi", skrifað að hætti normanna Salesberi

Af  þessum fræga virkishóli dregur því bærinn Salisbury sem er í rúmalega tveggja kílómetra fjarlægð frá henni,  nafn sitt.  Einnig Salisbury sléttan en Stonehenge er frægasta mannvirkið sem upp af henni rís. 

Silbury hillSilbury Hóll heitir manngerð hæð úr kalksteini sem stendur ekki langt frá hinum fornfrægu Avebury steinhringjum. Hóllinn er rétt um 40 metra hár og tveir hektarar að flatarmáli. Hann gerður í nokkrum áföngum og er innsti og elsti hluti hans um 5000 ára gamall en sá ysti og yngsti um 4300 ára.

Hóllinn er sögð stærsta manngerða hæðin í Evrópu og er stundum kölluð "enski píramídinn". Forðum hefur hvítur kalksteinninn eflaust gert hólinn tignarlegan á að líta þar sem hann reis upp úr annars  flatri sléttunni en í dag er Silbury hóll grasi vaxinn og lítur út eins líkt og hundruð hæða og gróinna holta sem prýða enskt landsslag og gera það svo sérstakt.  

Nokkuð hefur verið til reynt til að uppgötva til hvers hólnum var hrúgað upp á sínum tíma. Nokkrum sinnum hefur verið grafið í hann, bæði ofaní og undir hann, en ekkert komið í ljós sem gefið gæti vísbendinu um hversvegna forfeður Englendinga lögðu á sig þessa miklu jarðvinnu. Það hefur samt ekki staðið í vegi fyrir því að fjöldi tilgáta hefur verið settar fram um tilgang Silbury, án þess þó að nokkur þeirra sé talin sennilegri en aðrar.

Silsbury Hill 1Nafnið Silbury er talið samsett úr keltneska orðinu zilsem þýðir auga. Það er skylt orðinu sil í grísku saman ber Silvía mánagyðja og er einnig rótin að orðinu silfur. Nafn hæðarinnar getur því hæglega útlagst á íslensku "Mánaborg".  

Silbury er eins og áður er getið í Wiltshire. Í búar þess skýris eru oft nefndir "Mánarakarar". Sagan segir að að þeir bændur hafi forðum verið nokkuð stórtækir smyglarar, einkum á vín frá  Frakklandi. Tollmenn konungs voru á hverju strái og þurfti oft að leika á þá. Eitt sinn földu smyglararnir víntunnur sínar í tjörn einni. Tollmenn komu að tjörninni og sáu hvar bændur stóðu og rökuðu tjörnina í óða önn. Tollararnir furðuðu sig á athæfinu sem von var og spurðu hvað um væri að vera. Þeim var svarað því til að verið væri að raka saman ostinum sem í  tjörninni væri og bent á hvernig fullt tungl endurspeglaðist í tjörninni. Tollararnir hlógu að einfeldni bænda og hröðuðu sé á braut. Eftir þetta festist uppnefnið "Moonraker" við íbúa svæðisins sem þeir láta sér það vel líka.

Solsbury HillSolsbury Hæð er nafn allstórrar hæðar skammt frá borginni Bath í Somerset. Nafn hæðarinnar er dregið af  keltnesku gyðjunni Sulis sem var dýrkuð af Keltum á þessu svæði í fyrndinni og hæðin sjálf helguð henni. Leiðin til hinna hlegu véa gyðjunnar við heitu uppspretturnar í Bath, lágu meðfram hæðarrótunum.  

SólborgSuil  á gamalli írsku merkir "auga" eða "gap"  sem var inngangurinn í undirheima. En talið er að Gyðjan Sulis hafi fengið nafn sitt frá upphaflegri merkingu Indóevrópska orðsins orðsins  "sawl" (á latínu sol)  og á íslensku Sól. Upphaflega heiti hæðarinnar var því "Sólborg".

Efst á hæðinni eru ummerki eftir virki sem fyrst var byggt fyrir 2300 árum.

Peter Gabriel samdi á sínum tíma ansi gott lag um hæðina , en hljómver hans og reyndar heimili líka er staðsett þar um slóðir. Hér er það lag fyrir áhugasama.


Eva Joly elur á hégómagirnd Íslendinga

Augu heimsins eru afar flöktandi. Þau hvíla sér til hægðarauka meira við dægurhjal,  sögur af vanfærum kvikmyndastjörnum og poppsöngkonum, en af árásum NATO á Líbíu búa, mannfallstölum af Fílabeinsströndinni, sjálfsmorðssprengjum í Írak eða Pakistan og flóðahættu og kjarnorkuvá í Japan.

En á morgun er mikilvægur dagur fyrir Ísland og þá þykir okkur sjálfsagt að augu heimsins hverfi til okkar. Eva Joly þekkir þjóðina kann að kitla hégómagrind hennar eins og fyrirsögnin á þessari grein ber vitni um.

Litla Ísland leiðir heiminn einu sinni enn. Fyrir fáum árum var tónninn sá sami þegar rætt var um "íslenska efnahagsundrið". sem frelsa mundi heiminn.  Þeir sem vildu koma sér í mjúkinn hjá Íslendingum þurftu ekki annað en að lofa útrásir þeirra í hástert og segja þá mesta og besta. Fyrr en varði  þeir voru komnir um borð í þotur á leið til að eta gull í Dubai.

Þetta ofmat á eigin verðleikum hefur oft komið Íslendingum í koll. Að kinda undir því með greinum eins og þessum af fólki sem þjóðin treystir, einhverra hluta vegna, er ljótur leikur. - Vissulega munu úrslit kosninganna á laugardag vekja athygli og þau munu eflaust hafa áhrifa út fyrir landsteinana að einhverju marki. En að tala um kosningarnar eins og einhvern heimsviðburð, er stórlega orðum aukið.


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nár í karrí

Mannát er enn algengt víða um heim. Mest er það stundað í Afríku, einkum í Líberíu og Kongó þar sem seiðmenn sækjast eftir líkamshlutum af bækluðu fólki og albínóum til átu. Seiðmennirnir og þeir sem á þá trúa eru sannfærðir um að ákveðnir líkamshlutar vanskapaðs fólks og hvítingja hafi sérstakan lækningarmátt og gefi þeim sem af etur, yfirnáttúrulega krafta. -

Þá er mannát enn stundað  meðal sumra ættflokka í Malasíu við helgiathafnir. Yfirleitt er mannát tengt þeirri hjátrú að sá sem etur öðlist krafta þess sem etin er.

Í Pakistan eru flestir íbúar landsins múslímar. Mannát í Íslam er stranglega bannað. Þess vegna er athæfi þeirra bræðra Arif og Farman ekki hluti af menningu Pakistans. -

Nár í karríFram kemur í greininni að bræðurnir séu ekki aðeins mannætur, heldur náætur, þ.e. þeir leggja sér munns lík sem búið er að grafa. Einnig að unga konan sem þeir grófu upp og átu í karrí rétti, lést úr krabbameini. Vitað er að drengirnir þekktu konuna enda bjó hún í sama þorpi og þeir. Malik Abdul Rehman lögreglustjóri heldur því fram að bræðurnir hafi stundað náát um nokkurt skeið. Hann segir þá hafa grafið upp lík af fjögra ára stúlku á síðasta ári og etið hana.

Ekkert hefur komið fram sem skýrt getur hegðun þessara ungu manna sem ekki koma illa fyrir á myndum og myndböndum sem birst hafa af þeim. - Hinar hefðbundnu skýringar á mannáti eiga hér ekki við, hvað þá nááti sem er mjög hættulegt.

Auðvitað er líklegast að hér sé um alvarlega brenglun að ræða eða geðröskun. Einhvern veginn finnst mér skýringar lögreglunnar í Pakistan ekki sérlega sannfærandi þegar þeir segja að "drengirnir virtust vera eðlilegir".


mbl.is Bræður gripnir við mannát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æðsti draumurinn

lunaAllar kýr dreymir um að verða hestar. Því miður verða fáir til að veita þeim tækifæri til þess að láta þann draum rætast. Flestir eru þeirrar skoðunar að þó að margt búi í hausum þeirra, séu þær ekki hestar og eða annarskonar reiðdýr.

Sem strákur í sveit á Snæfellsnesi, gerði ég samt mitt besta til þess að gera þennan alheimslega beljudraum að veruleika og það var minn sveitapilts draumur að verða knár kúaknapi. 

Grána gamla var afar þekkur reiðskjótti og  í hvert sinn sem ég sótti kýrnar út fyrir stekk hleypti ég henni á skeið og hætti á að þola skammir afa míns í staðinn. Þess vegna er ég sérlega  ánægður að heyra að Lúna í Þýskalandi upplifi nú drauminn til fulls, jafnvel þótt ég geti ekki betur séð en að hún sé naut.


mbl.is Heldur að hún sé hross
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Make me one with everything

Íslenska pylsan er einn af fáum réttum sem getur gert tilkall til þess að kallast þjóðarréttur íslendinga. Það líður sjaldan langur tími frá því að ég stíg á íslenska grund og þangað til ég er kominn inn í einhverja sjoppuna til að fá, það sem fyrir mér er hinn eina sanna pylsa.

Hér áður fyrr, áður fyrr þegar Prins póló var og hét og bragðaðist eins og Prins á að bragðast, var það hluti af þjóðarréttinum, eins konar eftirréttur. En eftir Chernobyl slysið breyttist bragðið og síðan umbúðirnar og þá fór þjóðlegi svipurinn af því.

Eins og pylsa með öllu er nú góð og vinsæl á landinu er mesta furða að útlenskir  matargurúar hafi ekki fyrir löngu tekið hana upp á sína arma líkt og gert er í Huffington Post. En þá ber þess að gæta að smekkurinn fyrir réttinum er "áunninn" því margir af þeim útlendingum sem ég hef boðið upp á góðgætið, eru ekki eins hrifnir og ég, alla vega ekki í fyrsta sinn.

Besti pylsubrandarinn sem ég hef heyrt er svona; Búddisti gekk upp að pylsusalanum í New York og sagði; make me one with everything.


mbl.is Íslenska pylsan slær í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldrifjaður Björgólfur Thors

BTBAuðvitað þarf breskt blað til að vekja athygli á að Björgólfsfeðgar hafi tekið út 32 milljarða úr Landsbankanum sama dag og hann var þjóðnýttur.

Geta þessir Bretar ekki verið til friðs og og leyft Íslendingum að halda áfram að trúa því að peningarnir sem Landsbankinn rakaði að sér frá trúgjörnum hollenskum og breskum innlánurum hafi gufað upp.

Björgólfur Guðmundsson er sagður gjaldþrota. Hann tók greinilega skellinn gamli maðurinn eins og svo títt er á Íslandi og bjargaði syninum.  Björgólfur Thors Björgólfsson er hins vegar einn af auðugustu mönnum heims. En hann er það vegna þess að hann er skuldseigur. Það hefur ætíð verið litið upp til skuldseigra manna á Íslandi.

Hann saug síðustu krónurnar út úr svikamillunni sem hann og faðir hans settu upp í Landsbankanum og honum finnst sjálfsagt að eftirköstin falli á þjóðina. Björgólfur Thors er greinilega ekki aðeins skuldseigur, hann er einnig kaldrifjaður. Þess vegna er hann vinamargur og dáður af fólki í öllum flokkum. Þess vegna mun hann komast upp með að borga aldrei þessa 32 milljarða til baka.


mbl.is 32 milljarða millfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og Hitler

hitler8_308x385Svei mér þá ef herra Mike Godvin hefur ekki rétt fyrir sér. Eins og mörgum er kunnugt setti hann árið 1990 fram þá kenningu í hálfgerðu gríni að því lengri sem athugasemdahalinn í umræðum á netinu verður, sama hvert málefnið er,  því meira aukast líkurnar á því að einhver kynni Hitler og/eða nasisma til sögunnar. -

Og eins og enn fleiri vita er oftast um að ræða sérstaka rökvillu sem heitir Reductio ad Hitlerum sem hefur þann sérstaka eiginleika að steindrepa alla uppbyggilega umræðu. Þetta má sannreyna með að kíkja á nokkra af lengstu athugasemdahölunum sem finna má hér á blog.is

Á meðan þið gerið það, ætla ég að skemmta mér við að horfa á þessar óvenjulegu og merkilegu myndir.

Hitlerköttur


Fleki á milli fleka

Holan í San AntonioAlmannagjá er tvímælalaust ein merkilegasta náttúrperlan á Íslandi. Jarðfræðilega og sögulega er hún einstök.

 Ferðamenn sem til landsins koma taka gjarnan andköf á Hakinu þegar þeir líta yfir þingvelli og Þingvallavatn "yfir til Evrópu og þegar þeir ganga niður gjána drýpur sagan ef hverri nibbu.

Þessi hola niður í "nýja gjá" undir gamla þjóðveginum sem liggur niður Almannagjá á bara eftir að auka á undrið sem við köllum "þingvelli" og þar með ánægju ferðamanna sem sækjast eftir að sjá áþreifanleg og ný merki um að landið sé að gliðna í sundur eins og flekakenningin gerir ráð fyrir. 

Að byggja fleka yfir holuna eða  byrgja hana á annan hátt, eins og segir í fréttinni að eigi að gera,  eru mistök. Það er í lagi að girða hana ef hætta er á hruni, en mér finnst sjálfsagt að fólk fáið að berja hana augum.

Hún er svo sem ekki stór þessi hola og jafnast kannski ekki á við holuna sem opnaðist  í San Antonio í Gvatamala á síðasta ári en sú er 70 metra djúp og varð einmitt til af völdum vatnsrofs.


mbl.is Almannagjá opnuð aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú mátt fá hana því ég vil ekki sjá hana

Stephanie NaumoskaÞað er vandlifað i heimi tísku og fegurðar. Fegurðarsamkeppnir eru ein leiðin fyrir ungar stúlkur til að gerast þátttakendur í því "rottukapphlaupi" og ef þær ætla að ná árangri, verða þær að skilja að líkami þeirra tilheyrir þeim ekki lengur.

Fyrir tveimur árum þótti hin ástralska Stephanie Naumoska  of mjó og vannærð til að geta verið fulltrúi álfunnar í Fröken Alheimur, þrátt fyrir að hún hafi borið sigurorð að meira en 7000 keppendum. Stephanie reyndi að afsaka sig með því að hún væri af makedónskum uppruna og þar væru konur svo grannar.

Domonique Ramirez þótti of feit eins og fréttin ber með sér, þótt hún hafi unnið titilinn aftur fyrir dómsstólum.

Domonique RamirezÍslenskar stúlkur, og þær eru nokkrar, sem fetað hafa þessa slóð og náð þar talverðum árangri, hafa fæstar enst lengi í alþjóðlega fegurðarbransanum, einmitt vegna þess hve miklar kröfur hann gerir til ákveðinnar lágkúru.

Þótt kvikmyndin Litle MISS SUNSHINE fjalli um fegurðarsamkeppni telpna, tekur kvikmyndin á frábæran hátt á þeim tvískinnungi sem fegurðarsamkeppnir yfirleitt eru þekktar fyrir.

Gott dæmi um hann er þegar að fyrsta svarta ameríska fegurðardrottningin (1983) Vanessa Lynn Williams þurfti að segja segja af sér embættinu vegna þess að í ljós koma að til voru af henni nektarmyndir.  - Skelfilegt fyrir konu sem vinnur keppni þar sem skylda er fyrir keppendur að koma fram svo til naktir.

Engin stúlka hefur nokkru sinni verið svipt titlinum fyrir að vera ekki nógu falleg "innanfrá", eða fyrir að vera of heimsk.


mbl.is Svipt titli fyrir að vera of feit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pokaljón

Ljón í ÁstralíuÍ Ástralíu finnast engin stór rándýr nú til dags, en þangað til fyrir 30.000 árum var pokaljónið (Thylacoleo carnifex) útbreitt um álfuna.

Varðveist hafa margar þokkalega heillegar beinagrindur af þessari kjötætu af ætt pokadýra, en nýlega hafa fundist hella ristur sem gefa til kynna hvernig þessi skepna leit út holdi og skinni klædd.

Árið 2008 ljósmyndaði náttúrufræðingurinn Tim Willing nokkrar fornar steinristur í helli á norðvestur strönd Ástralíu. Mannfræðingurinn Kim Akerman, telur að þær séu af pokaljóni og geti ekki verið af neinni annarri dýrategund.

Fyrir utan einkenni sem koma vel heim og saman við beinagrindurnar, sýnir myndin að pokaljónið hefur haft strípur á baki, skúf á rófunni og uppreist eyru.

Þessi einkenni sjást ekki af beinagrindunum en frumbyggjar Ástralíu sem búið hafa í álfunni a.m.k. í 40.000 ár, hljóta að hafa haft góða hugmynd um útlit dýrsins.

Til eru aðrar hellamyndir í Ástralíu sem einnig er taldar sýna pokaljón en útlínur þeirra eru of máðar til að segja megi um það með vissu. Þær gætu eining hafa verið af Tasmaníutígur, sem varð útdautt af manna völdum árið 1936 eins og líklegt er að hafi orðið örlög pokaljónsins fyrir ca. 30.000 árum. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband