Rapa Nui, lexía fyrir heiminn

moaiAllt frá því að Hollendingar komu fyrst til Rapa Nui á páskasunnudag 1722, eyjanna sem nú eru þekktar undir nafninu Páskaeyjar, hefur hróður þeirra sem jarðnesk paradís farið um heiminn. Þeir sem heimsótt haf eyjarnar standa dolfallnir yfir steinstyttunum stóru á ströndinni við Moais flóa og spyrja; hvers vegna voru þær höggnar, hvernig voru þær fluttar, hversvegna standa þær þar sem þær standa, o.s.f.r. Svörin eru ekki flókin og svipar til um það sem virðist hafa gerst um  heim allan á mismunandi tímum, hvort sem um er að ræða Stonehenge í Bretlandi eða Píramída í Egyptalandi. Fæstir spyrja mikilvægustu spurningarinnar, hvers vegna eru stytturnar allar eins? Þær standa þarna og horfa til himins tómum augnatóftum án skilnings þegar tungl og sól renna um himinhvolfið fyrir ofan þær.

En jarðnesk paradís er ekki gerð úr tómum endurtekningum. Þessi steinandlit eru merki um samfélag manna sem mistókst að stíga fyrstu skrefin í átt að þróun vitsmunalegrar þekkingar og þar með til stighækkandi siðmenningar. 2364972390_2b7c8a5cd4

Páskaeyjar eru meira en 1700 km frá næstu byggðu eyjum í vesturátt sem eru Pictcairn eyjar. Til Juan Fernandez eyja í austri eru um 2500 km, en það eru eyjarnar þar sem Alexander Selkirk, hinn upprunalegi Robinson Crusoe varð strandaglópur á 1704.

Slíkar fjarlægðir verða ekki sigldar nema að til komi þekking á gangi himintunglanna og stöðu stjarnanna sem geta vísað þér leið. En hvernig komust frumbyggjarnir til eyjanna spyrja þá einhverjir. Því er auðsvarað, af slysni. Það er óumdeilt. Spurningin ætti miklu fremur að vera, hvers vegna sigldu þeir ekki burtu? Þeir komust hvergi vegna þess að þeir höfðu ekki þekkingu á gangi himintungla sem gátu vísað þeim leiðina. Og hversvegna ekki? Á suðurhimni sést pólstjarnan ekki. Við vitm að hún er mikilvæg vegna þess að jafnvel fuglar nota hana í förum. Þess vegna eru farfuglar miklu algengari á norðurhveli jarðar en suðurhvelinu.

28-6_Rapa_NuiFrumbyggjar Rapa Nui, Páskaeyja, voru sem sagt strandaglópar. Eyjarnar voru jarðnesk Paradís að því leiti að nóg var að bíta og brenna sem hægt var að safna með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. En þá skorti þekkingu og þá skorti það sem kveikir og er eðlilegur farvegur nýrrar þekkingar, samneyti við annað fólk af öðrum toga en það er sjálft.

Af Rapa Nui fólkinu, ekki bara stöðnun þeirra listrænt og andlega séð, heldur einnig hvernig frumbyggjarnir voru langt komnir með að eyðileggja umhverfi sitt af vanþekkingu,  er hægt að læra ákveðna lexíu. Sérstaklega ættu þeir sem hafa einangrað sig hugmyndafræðilega frá meginstraumi þekkingaröflunar í heiminum í dag, þ.e. vísindunum, að huga að örlögum Rapa Nui. Annars er hætt við að þeir verði að andlegum styttum líkt og stara upp í himinn á Páskaeyjum, allir eins, allir blindir og allir steinrunnir.


Sköpunarsinnar í USA eru hættulegir öðrum jarðarbúum.

l_1f28975ff216b5fddd5893d54b6f9368Þróun er margslungin. Aðeins lítill hluti Þeirra sem fjalla um þróun hvort sem þeir eru með eða á móti, hafa lagt vinnu í að skilja í smáatriðum hvað þróun er. Ef þú kallar þróun feril  frá einföldum lífverum til flókinna, geta líffræðingar bent þér á að það sé ekki allskostar rétt. Ef þú kallar þróun kenninguna um að hinir hæfustu komist af, munu líffræðingar segja þér að það sé aðeins hluti af mörgum þáttum sem stjórna þróun.  Fullyrtu að að þróun sé staðreynd og líffræðingar munu segja þér að hún sé líka kenning.  Segði að hún sé kenning og líffræðingar munu segja þér að hún sé líka staðreynd.  Það er ekki að furða þótt margir hristi hausinn yfir þessu og spyrji af hverju sé ekki til einfalt svar við spurningunni hvað er þróun.

20061215100810727Svarið er auðvitað að vísindalegar staðreyndir eru jafn einfaldar eða flóknar og náttúran leyfir og náttúran tekur ekki tillit til þeirrar þarfar margra okkar að fá allt skýrt í fimm sekúndna löngum setningum. Það gilda sömu lögmál hvað þetta varðar; um vísindi og heimsspeki. Eðli viðfangsefnisins krefst nákvæmni og þolinmæði.

Sköpunarkenning Biblíunnar er ómótstæðilega aðlaðandi (fyrir þá sem ekki vilja leggja á sig að skilja) og einföld. "Guð gerði það."  Heimspekilega forsendan sem gengið er út frá er svo einföld að börn geta skilið hana. "Þú getur ekki sannað að Guð sé ekki til". Framhaldið er auðvelt. Þú þarft engar skýringar því þú hefur allt sem til þarft í hnotskurn í sköpunarsögu Biblíunnar. Og það er satt, vegna þess að efnislega er sköpunarsagan svo einföld að hún rýmast auðveldlega í hnotskurn.

titian_adam&eveÍ flestum löndum hins vestræna heims er sköpunarsagan sem betur fer ekki kennd í skólum sem möguleg skýring á tilurð alheimsins.  Þessu er því miður ekki eins farið í Bandaríkjunum. Þetta skýrir að hluta þá gjá sem er að myndast milli heimsmyndar Bandaríkjamanna og Evrópumanna.

Í Bandaríkjunum hafa sköpunarsinnar svokallaðir (ég á við þá sem trúa á bókstaflega túlkun sköpunarsögu gamla testamentisins) reynt að spyrna gegn þróunarkenningunni á öllum sviðum mannlegs samfélags. Fræðileg og vísindaleg deila þeirra var stutt og snörp og þeir töpuðu þeirri umræðu skiljanlega snemma á 20 öldinni. Í dag reyna fáir sköpunarsinna að nota vísindi að einhverju ráði til að verja þá fásinnu að jörðin sé aðeins 6000 ára gömul og að allar lífverur jarðarinnar fyrr og síðar hafi myndast í því formi sem þær eru fyrir skipun Guðs og þær hafi síðan siglt með Nóa í syndaflóðinu. image607049x

Eftir að málefnalega umræðan var töpuð reyndu sköpunarsinnar að taka málstað sinn fyrir dómstólanna. Kirkjufeðrunum til forna hafði gagnast sú aðferð ágætlega á þeim tíma þegar lög og biblíubókstafur fóru saman. En ekki í þetta sinn. Sköpunarkenningin stóðst ekki fyrir dómsstólum.

Sköpunarsinnar voru ekki á því að gefast upp og tóku baráttu sína inn á það svið sem fæstum reglum lýtur þ.e. stjórnmálanna. Þar loks náðu þeir árangri. Talið er að 45% Bandaríkjamanna trúi því að Guð hafi skapað manninn í núverandi mynd fyrir 6000 árum.

orkin_hans_noa_240602Nú er svo komið að vinsælustu stjórnmálmenn Bandaríkjanna eru dyggir stuðningsmenn hinnar biblíulegu sköpunarkenningu. Þar með vísa þeir á bug niðurstöðum sem byggja á fjölda mismunandi vísindagreina og sanna að þróun er hluti af náttúrunni.

Þeir draga þar með í efa fjölda vísindalegra staðreynda sem eru undirstöðuatriði í líffræði, læknisfræði, efnafræði og jafnvel stærðfræði. Þeirra skoðun er að Guð hafi skapað heiminn eins og honum er lýst í Biblíunni og láti hann bara líta út eins og Vísindin lýsa honum til þess að reyna á trú okkar. Þannig virkar t.d. geislafræðin ekki í þeirra augum því hún sannar að til eru hlutir í alheiminum og á jörðinni sem eru meira 6000 ára gamlir.

Allt í efnafræðinni og lífræðinni sem sanna að sumir hlutir geti ekki verið til nema af því  að þeir hafa fengið hundruð þúsundir ára til að myndast, eru falsvísindi í þeirra augum.

Nú reyna pólitíkusar sem aðhyllast sköpunarsöguna meira að segja að fá skóla til að breyta gildi Pi til samræmis við þá tölu (slétta 3) sem grunnflötur musteri Salómons í Biblíunni var reiknaður út frá.

Fáfræði er skaðleg og sköpunarkenningin sem hluti af pólitískri sannfæringu stjórnmálamanna í Bandaríkjunum gerir þá hættulega öðrum jarðarbúum. Ef heldur fram sem horfir verður litið á afleiðingu bókstafstrúar Votta Jehóva sem ekki vilja þiggja blóð þegar þeir þurfa á blóðgjöf að halda, sem smá sérvisku, miðað við afleiðingarnar af afneitun vísinda í þeim mæli sem sköpunarsinnar gera.


John Steinbeck og kaleikurinn helgi

John%20SteinbeckEinn fremsti og fjölhæfasti rithöfundur Ameríku á síðustu öld John Steinbeck er líklega frægastur fyrir bækur sín "Mýs og menn" (1937) og  "Þrúgur reiðinnar" (1939) sem lýsa eymd og ömurleika lífsins í Bandaríkjunum í kreppunni miklu. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1962.  

Steinbeck er minna kunnur fyrir tilraun sína til að endursegja miðalda-hetjusögu Thomas Malory; Le Morte d'Arthur, sem hann kláraði aldrei en var samt gefin út eftir andlát hans árið 1976. Bókin er kölluð The Acts and Deeds of King Arthur and his Noble Knights,og inniheldur einnig bréf og frásagnir sem lýsa þessari merku tilraun Steinbecks

John Steinbeck hóf undirbúning að ritun sögunnar árið 1956 og varðveist hafa merkilegar heimildir um þróun þess verks í bréfum sem hann skrifaði útgáfustjóra sínum Elizabeth Otis og góðvini sínum Chase Horton. Af þeim er aðskilja að Steinbeck hafi áætlað að eyða ekki minna en tíu árum í ritun bókarinnar sem hann lýsir sem mesta og mikilvægasta verki lífs síns. "Þetta verður mesta verk lífs míns og veitir mér mestu ánægjuna" skrifar hann í einu bréfanna 1958.Bedivere

Hann fór til Englands árið 1957 og aftur 1958 til að afla sér heimilda og árið 1959 dvaldist hann í níu mánuði við rannsóknir sínar á ferð um Bretland. Hann ferðaðist víða og komst meðal annars yfir eintak af upphaflegu útgáfu William Caxton á verki Malory, frá seinni hluta fimmtándu aldar. Hann heimsótti  fæðingarstað Malory í Warwickshire og flesta staði sem tengdust goðsögninni um Arthúr konung. Þar á meal Glastonbury og Tintagel. Að auki safnaði hann bókum, ljósmyndum, örfilmum og fjölda skjala um viðfangsefnið. Hann sagðist hafa farið til Englands til að fá tilfinningu fyrir legu landsins, lit á mold, mýrum heiðum og skógum, en umfram allt til að reyna að nálgast Thomas Malory sjálfan.

260Malory heillaði Steinbeck og til eru óvenju miklar heimildir um feril hans frá 15 öld.  Fyrir utan að vera ljóðskáld og þingmaður var Sir Thomas Malory ofbeldisfullur glæpamaður. Meðal annarra glæpa var hann árið 1449 ásakaður fyrir að hafa setið fyrir og drepið  Buckingham greifa, og hann var sekur fundinn fyrir nauðgun og fjárkúgun árið 1450. Sagt er að  Le Morte d'Arthur hafi verið samin og skrifuð í fangelsi. "kannski er ég að að leitast við að sameina bestu og herramannslegustu skrif miðalda við grimmd höfundar þeirra" skrifaði Steinbeck til Chase Horton árið 1957.

Veturinn 1958/59 þjáðist Steinbeck af andleysi og hann ákvað að halda til Englands í von um innblástur. Hann skrifaði;

"Ég reiði mig á að Summerset gefi mér eitthvað nýtt sem ég þarf svo sannarlega á að halda. Það er von mín að Avalon komi mér í samband við hið forna, fornara en þekkingu, og að þetta verði mér stökkpallur að einhverju nýrra en þekkingu."(3 Jan. 1959)DSC_0114

Steinbeck kom til Plymouth ásamt þriðju konu sinni Elaine, um vorið 1959. Hann settist að í Discove í bænum Bruton í Summerset og leigði sér þar lítið hús. Eftirfarandi eru nokkrar glefsur úr bréfum hans til vina sinna í Ameríku frá þeim tíma.

"Sveitin er að verða girnileg eins og plóma.Allt er að springa út. Eikurnar eru að verða rauðar álitin eins og bólgnir hnappar áður en þær verða gráar og grænar." 

" Tíminn missir merkingu sína. Friðurinn sem mig hefur dreymt um er hér, raunverulegur, þéttur eins og steinn og veikur eins og eitthvað fyrir hendurnar".

Glastonburyabbey"Ég er að reyna að skjóta kanínu út um gluggann. Þetta grey er svo saklaust og sætt. En hún er að éta allt kálið sem ég gróðursetti í garðinum hjá mér. Annað hvort verð ég að drepa hana eða vera án kálsins." 

"Ég get ekki lýst gleði minni. Á morgnanna vakna ég snemma til að hlusta á fuglana.Þá eru þeir uppteknir. Stundum geri ég ekkert klukkustundunum saman annað en að horfa og hlusta og frá þessum munaði kemur hvíld og friður og eitthvað sem ég get aðeins lýst sem "innhverfu". (In ness)
Og þegar að fuglarnir hafa lokið störfum sínum og sveitin vaknar fer ég upp í litla herbergið mitt til að skrifa. O tíminn milli setunnar og skrifanna verður styttri með hverjum deginum sem líður."
 

arthur-404_683230cSamkvæmt einni heimildinni var Arthúr  kristinn keltneskur stríðsherra sem lifði á hinum myrku miðöldum eftir að Rómverjar fóru frá Bretlandi. Hann barðist fyrir menningu og landi við innrásarseggina hina heiðnu og grimmu Engla og Saxa einhvern tíman á sjöttu öld E.K. Goðsögnin segir að hann hafi búið í Sommerset, orustan  við Mons Baden fór fram í Bath, Kamelot var í  South Cadbury, Vatnadísin hafðist við í vatninu neðan við Somerset hæðir sem áin Brue rennur í og Glastonbury var Avalon eyja, þar sem Arthur var grafinn ásamt hinum helga kaleik.

arthurAvalon Malorys var staðsett í mið-Sommerset og fylgdi þannig hefð sem var hundruð ára gömul. Árið 1190 sögðu munkarnir í Glastonbury klaustri hafa fundið gröf Arthúrs og Guinevere. Fornleyfafræðin staðfestir að þarna mun hafa verið forn gröf en að konungurinn sem var og mun verða hafi verið fjarlægður úr henni. Árið 1607 lagði William Camden fram teikningu af letur-greyptum krossi sem honum hafði verið sagt að hefði fundist í gröf Arthúrs í Glastonbury og staðfesti að þar væri konungurinn grafinn og eiginkona hans.  


Steinbeck lauk aðeins við sjö fyrstu kaflana í bók sinni um Arthúr sem átti að verða magnum opus hans. Útgefanda hans þóttu þeir ófullnægjandi sem vændist eftir annarri samtímasögu. Sjálfur var Steinbeck ekki allskostar ánægður með skrifin. Hann fann ekki röddina sem hann leitaði að í Sommerset og fór að lokum frá Bruton hryggur og þunglyndur. Eins og svo margir aðrir fann hann ekki hinn helga kaleik sem hann leitaði svo ákaft að.  


Samt sem áður var Steinbeck afar ánægður með dvöl sína í  Sommerset. Hann gaf heldur aldrei algjörlega upp á bátin að hann mundi klára bókina um Arthúr á næstu tíu árum. Og hann gleymdi aldrei Bruton. Á dánarbeði sínu í Desember 1968 spurði hann Elaine konu sína; Hvað tími var bestur sem við áttum saman?" Þau svöruðu eins. "Tíminn sem við dvöldumst í Discove".


Ár töfrandi hugsunnar

Um þessar mundir fer breska leikkonan Vanessa Regrave um Bretland og sýnir í öllum betri leikhúsum landsins einleikinn The year of Magical thinking (Ár töfrandi hugsunnar). Verkið er eftir JoanDidion_051230123023263_wideweb__300x440 Bandaríska blaðkonu sem skrifar um lífsreynslu sína, einkum þá sem tengist andláti eiginmanns síns og dóttur. Verkinu er leikstýrt af David Hare og sem fyrr segir fer Vanessa Redgrave með hlutverk blaðakonunnar Joan Didion.

Hugmyndin var nú ekki að skrifa neina leikrýni hér, en ég var svo heppinn að sjá sýningu þessa í dag í Theatre Royal í Bath.

the-year-of-magical-thinking_003463_1_MainPictureVanessa situr á sviðinu og segir sögu sína í réttar 90 mínútur. Mér fannst þessi upplifun eins og að lenda við hliðina á afar ræðinni manneskju í langferðabíl eða flugvél.

Hún byrjar að kynna fyrir þér ytri umgjörð lífs síns en brátt ertu komin á kaf í allt það sem að baki býr. Lífið,gleðin ástin, dauðinn,sorgin,  allt það sem máli skiptir í lífshlaupi allra. - Sviðsetning þessa verks ber þess auðvitað merki að vera unnin upp úr bók,  ævisögu Joan Didion. En viðvera og nálægðin við Vanessu er svo sterk að þú finnur ekki fyrir monologískum textanum sem  rennur upp úr leikkonunni eins og ferskt sætt vatn úr lind.

Hrærandi reynsla sem ég vildi óska sem flestum að upplifa.


Brúðkaupið í Kína

Brúðkaupsmyndir, eru misjafnlega góðar og spennandi fyrir ókunnuga á að líta. Fólk er yfirleitt brosandi á góðri stundu og brúðhjónin leika við hvern sinn fingur. Hér koma afar óvenjulegar brúðkaupsmyndir.

Þann tólfta Maí síðastliðinn (2008) var efnt til brúðkaups í um eitt hundarð ára gamalli kirkju í þorpinu Sichuan í Kína.

sichuan1Hjónavígslan hófst rétt um klukkan 14:00 á hefðbundinn hátt. Þessi mynd var tekin af brúðhjónunum á kirkjutröppunum.

 

sichuan2Skyndilega, kl:14:28 að staðartíma hófust miklar jarðhræringar. Yfir reið mesti og mannskæðasti jarðskjálfti í Kína síðan að Tangshan skjálftinn 1976 skók landið.

Jörðin skalf í þrjár mínútur og kirkjan byrjaði að hrynja. Brúðkaupsgestirnir 33 stóðu enn fyrir utan kirkjuna sem betur fór.

Stórir hnullungar hrundu úr kirkjunni yfir kirkjugesti.

sichuan31Brúðguminn sást varla fyrir ryki

sichuan4Og brúðurin sést hér með kirkjurústirnar í bakgrunni.

sichuan7Skelfingu lostnir brúðkaupsgestir eftir að aðalskjálftanum lauk.

sichuan6Það sem eftir stóð af kirkjunni

sichuan5Jarðskjálftinn varð um 100.000 manns að bana og enn er verið að grafa lík úr rústum húsa eftir þennan skjálfta í Kína. 17.000 manns er enn saknað.  


Vogue, Gere, Clooney og Lebron James

richardgereqr3Vogue hefur í fjölda ára verið álitið fremsta og besta tísku tímarit heims enda meira en 100 ára gamalt. Við skulum ekki rugla Vogue saman við Men´s Vogue, enda tvo algjörlega óskyld tímarit þar á ferð.  

Það fólk sem prýtt hefur forsíðu tímaritsins hverju sinni hefur ætíð fyllt flokk þeirra sem talið er best  fylgja tískunni. Venjulega eru það aðeins kvenmenn  og yfirleitt einhver af ofur fyrirsætunum svokölluðu.

clooneyvoguesm5

 

Árið 1992 var brotið blað í sögu tímaritsins, því þá prýddi  karlmaður í fyrsta sinn forsíðu þess. Það var ofur-sjarminn , Richard Gere sem þann heiður hlaut en hann var myndaður fyrir blaðið ásamt þáverandi (1991-1995) eiginkonu sinni , ofur-fyrirsætunni Cindy Crawford.

 

Átta árum seinna í Júní hefti blaðsins árið 2000 varð annar hjartaknúsari til að brosa framan í heiminn á forsíðu Vogue. Hann heitir  George Clooney og lét mynda sig í fylgd ofur-fyrirsætunnar Gisele Bundchen.

lebronjamesvoguebl2þriðji karlmaðurinn og  sá síðasti í röðinni fram að þessu til að láta heiminn njóta þokka síns á þennan hátt er NBA stjarnan LeBron James. Hann og fyrrnefnd Bundchen sjást hér framan á Apríl heftinu 2008.


Elsti bloggarinn

Þetta ku vera einn af elstu, ef ekki sá al-elsti, bloggari í heimi. Hann heitir Donald Crowdis og skrifar bloggið "Don to Earth" sem er virkilega skemmtilegt aflestrar. Hann á heima í Kanada og er níutíu og fjögra ára gamall. Konan hans er á elliheimili en sjálfur býr hann enn heima hjá sér að mér skilst. Don er afar vinsæll bloggari en nú fyrir stuttu brá svo við að hann hætti að blogga.

Eftir dúk og disk kom svo stutt yfirlýsing frá honum þar sem hann sagðist ekki vera dauður, heldur hefði hann þurft að sinna mikilvægum fjölskyldumálum. Þið getið lesið þessa sérkennilegu yfirlýsingu hér ásamt öðrum pistlum hans Dons. Einn þeirra fjallar að hluta til um afa hans sem bjó í Kanada á nítjándu öld. 

Mín stefna er að verða svona krúttlegur eins og þessi kall.


Konan í apelsínugula jogging gallanum

Vanessa_Redgrave_536916876Þær eru ekki margar bresku leikkonurnar fyrir utan Glendu Jackson og Helen Mirren sem ég hef verið afskaplega hrifinn af. Ein hefur þó alltaf átt alla mína aðdáun, ekki bara af því að hún er frábær leikkona, heldur einnig vegna þess að hún er frábær einstaklingur. Ég er að tala um stórleikkonuna Vannessu Redgrave. 

Allt frá því snemma á sjöunda áratug síðustu aldar hefur hún studd dyggilega við bakið á ýmsum mannréttindasamtökum, afvopnunarhreyfingum og friðarhreyfingum vítt og breitt um heiminn. Hún hefur varið meira af tekjum sínum til þessara málefna en nokkur önnur kvikmyndastjarna og verið ötulli talsmaður verðugra málstaða en flestir stjórnmálamenn. Starf hennar og framganga er of viðamikið til að gera því einhver almennileg skil í þessari færslu en þeir sem hafa áhuga geta lesið sér til um Vannessu m.a. á síðunni sem ég linka við nafnið hennar hér að ofan.

Sem einlægur aðdáandi Vannessu varð ég glaður mjög þegar mér áskotnaðist í fyrradag miði á leiksýningu hennar "The year of Magical thinking" (Ár töfrandi hugsanna) sem sýnt er um þessar mundir í Theatre Royal hér í borg. (Bath)

Ég flýtti mér niður í leikhús til að ná í miðann en sýningin er á morgunn (Laugargdag). Þegar ég kom að leikhúsinu sé ég hvar kona ein, klædd í appelsínu-gulan jogging-galla með baseball-derhúfu á höfði, dálítið hokin í herðum, stendur og púar sígarettu. Ég þekkti hana vitaskuld strax. Þetta var Vanessa Redgrave.

a-vanessa-redgraveUm leið og ég gekk fram hjá henni, kinkaði ég kolli til hennar og ávarpaði hana. "Þú ert Vanessa er það ekki".

Hún brosti með sígarettuna í miðjum munninum og kinkaði kolli.

"Ég er mikill aðdáandi þinn" sagði ég aulalega.

Hún tók sígarettuna út úr sér og sagði brosandi. "Ertu búin að sjá sýninguna"? 

"Eh, nei, ég er að ná í miða á sýninguna á laugardaginn".

Vannessa henti sígarettunni í götuna, steig á stubbinn.

"Ég sé þig þá" sagði hún glaðhlakkalega og hvarf svo inn um hliðardyrnar á leikhúsinu, snör og kvik eins og táningur. (hún er 72 ára)

Ég hlakka mikið til að sjá leikritið á morgunn. Það er eftir Joan Didion blaðakonu til margra ára og er einleikur. Það verður ekki ónýtt að fá að fylgjast með Vanessu Redgrave í 90 mínútur einsamalli á sviði.

Verkið hefur að sjálfsögðu fengið frábæra dóma þrátt fyrir að vera eintal einmanna konu um dauða eiginmanns síns. Segi kannski meira frá því á morgunn.


Loks allt á hreinu með rendurnar

1852630Tískulöggurnar segja að konur (og karlar) sem hafi mjúkar línur, eigi alls ekki að klæðast þverröndóttum fatnaði. Það hefur verið óskrifuð tískulög að rendur sem liggja þvert á, geri það að verkum að sá sem klæðir sig þannig fötum, sýnist meiri um sig. Hinsvegar hefur ætíð verið haft fyrir satt að lóðréttar rendur á klæðnaði, láti mann líta út fyrir að vera grennri og jafnvel hærri.

Nýlegar vísindalegar rannsóknir benda til þess að þetta sé ekki alls kostar rétt. Reyndar þveröfugt. Lóðréttar rendur gera mann feitari í útliti og láréttar grennri. Þessar merkilegu niðurstöður voru kynntar á "The British Association´s Festival of Science" í Liverpool í gær.

Í könnun sem var gerð um málið var hópi fólks sýndar myndir af jafn háu og jafn þungu kvennfólki sem annað hvort var klætt í þverröndóttan klæðanað eða með lóréttum röndum. Niðurstaðan var sú að sú sem klædd var í þverröndótt föt þótti yfirleitt grennri og hærri en þær sem klæddust teinóttum klæðanaði. Félagsfræðingurinn frá Háskólanum í York sem kynnti þessar niðurstöður sagði að ekki væri ljóst hvers vegna fólki fyndist þverröndótt virka grennandi því yfirleitt skapaði teinótt munstur meir dýpt.

180_2_1Til gamans má geta þess að til eru 150 ára kenningar frá þýskum sálfræðingi (Hermanvon Helmholtz) sem halda því sama fram og vísindalegar rannsóknir hafa nú staðfest. Í handbók sem hann skrifaði 1867 segir hann m.a. "Kjólar kvenna sem eru þverröndóttir gera það að verkum að þær sem klæðast þeim líta út fyrir að vera hærri".

Hermann hélt því líka fram í sömu handbók að herbergi sem í væru húsgögn litu út fyrir að vera stærri en þau sem engi hefðu og einnig ef munstraður veggpappír væri á veggjum í stað einlitrar málningar. Þessar kenningar hafa samt ekki verið staðfestar af vísindunum enn.

Þeir sem ekki vilja láta sannfærast af þessum niðurstöðum York háskólans geta alltaf klætt sig í svart. Vísindalegar niðurstöður sanna að svartur hringur á hvítum bakgrunni virkar smærri en jafnstór hvítur hringur á svörtum grunni. En þeir sem eru hugaðir geta líka reynt að klæðast svörtu með þverröndóttu í bland.


Bretar flytja sorpið sitt til Indlands

1182250006_et1koec21Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið þessa frétt. Vissulega eru þær margar fréttirnar sem verðskulda fyllilega að um þær sé fjallað og rætt, en stundum sér maður umfjallanir sem eru svo lýsandi fyrir ríkjandi afstöðu fólks og þar af leiðandi ástand mála, að þær virka eins og vekjaraklukka á fullu. -

Um aldir þótti það vel verjanleg póltík fyrir vestrænar þjóðir að sölsa undir sig lönd í Afríku og Asíu og sjúga úr þeim merginn hvort sem hann var í mynd ódýrs vinnuafls eða auðlinda. Þegar vesturlönd flest hypjuðu sig loks á brott og skildu eftir sig íbúanna ómenntaða og nánast á því steinaldrastigi sem þeir voru á þegar nýlendan varð til, hófst barátta þeirra við að komast inn í tuttugustu öldina. 

trash in IndiaFrá miðbiki síðustu aldar hafa þessar þjóðir barist í bökkum við styrjaldir og hungursneyðar og mörgum hefur ekki enn tekist að komast af stigi þróunarríkja. Vesturveldin hafa fundið sér margar leiðir til að viðhalda áhrifum sínum á þessum svæðum, sérstaklega þar sem olía hefur fundist í jörðu. Indland hefur á síðast liðnum þrjátíu árum þrátt fyrir mikla fátækt stigið stór skref fram á við og orðið eitt af hinum nýju efnahagslegu undrum í heiminum.

Þess vegna er það sérstaklega sláandi þegar það spyrst út að fyrrverandi nýlenduherrar standa nú í því að flytja sorp sitt alla leið til Indlands þar sem það er notað í uppfyllingu. Það er alls ekki svo að Indland skorti uppfyllingarefni eða jarðveg. Það er einfaldlega ódýrara fyrir Breta að sigla bresku sorpi til Indlands. Fyrir utan það að vera lýsandi fyrir það gildismat sem stjórnar flestum aðgerðum stjórnavalda á vesturlöndum, sé ég í þessu mikla kaldhæðni og minnir óneitanlega á gamlan brandarann um hámark ósvífninnar. Þú kúkar á tröppurnar hjá náunga þínum og hringir svo dyrabjöllunni til að biðja hann um salernispappír.


Klikkað klukk

Það verður varla lengur undan skorast. Annars verða allir löngubúnir að fá leið á leiknum og farnir í "yfir" eða parís.  Hér kemur sem sagt mitt klukk.

Fjögur störf sem ég hef unnið;

Upp og útskipun við höfnina í Keflavík

Þjónn á Hótel Hafnia í Þórshöfn í Færeyjum

Lögreglumaður í Vestmanneyjum

Útvarpsstjóri við Útvarp Suðurlands

Fjórir staðir sem ég hef búið á;

Norðfirði

Dýrafirði

Fuglafirði (Færeyjum)

Bedford (Kanada)

Fjórar kvikmyndir sem ég hef dálæti á;

Bladerunner

The Sting

The Godfather (1 og 2)

Fjórar bækur sem ég les reglulega;

Dawn-breakers (Upphafsaga Bahai trúarinnar)

The Decline and fall of the Roman Empire (Gibbon)

Bænabókin mín

Þekking og blekking (Níels Dungal)

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég hef horft á;

The Ascent of man (J.Bronowski)

X-Files

Stiklur (Ómar Ragnarsson)

Little Britain

Fjórar netsíður sem ég les reglulega;

BBC

Mbl

Visir.is

The Jerusalem Post

Fjórir réttir sem mér finnast góðir;

Cecar sallad

Hamborgarahryggur með öllu

Poppkorn

Harðfiskur með smjöri

Fjórir staðir sem ég hef komið á;

Key West Flórída

Baldur  Kanda

Elat Israel

Bjarnarey

Fjórir staðir sem ég vildi hafa komið á;

Auswitsch

Bora Bora

Nýja sjáland

Bókasafn Vadíkansins

Fjórir bloggarar sem ég klukka;

Skattborgara

Skessu

Hippo

Rut

 

 

 


Blásokkur

Bluestockings3Í kring um 1750 varð til kvennahreyfing á Bretlandi sem kenndi sig við bláa hásokka og var kölluð blásokku-hreyfingin. Að mörgu leiti var um að ræða stælingu á franskri hreyfingu með áþekku nafni en áherslur þeirrar ensku voru öðruvísi þar sem þær lögðu meiri áherslu á menntun og samvinnu frekar en einstaklingshyggjuna sem einkenndi frönsku hreyfinguna. 

Stofnandi ensku blásokku-hreyfingarinnar hét Elizabeth Montagu.Hún kallaði saman nokkrar aðalskonur í einskonar bókaklúbb. Til sín buðu konurnar ýmsum fyrirlesurum þar á meðal hin fræga útgefanda og þýðanda Benjamín Stillingfleet. Segir sagan að hann hafi verið svo fátækur að hann hafi ekki haft efni á að klæðast hinum svörtu silkisokkum sem tilheyrðu viðhafnarklæðnaði þess tíma og í staðinn komið í hversdaglegum bláum sokkum. Þannig fékk hugtakið blásokkahreyfing þá merkingu að hugsa meira um menningarlegar samræður heldur en tískuna sem fram að því þótti eina sæmilega umræðuefni kvenna.

Rowlandson-BluestockingsHreyfingin varð að lauslega samanhnýttum samtökum forréttinda kvenna sem höfðu áhuga á menntun og komu saman til að ræða bókmenntir. Konurnar áttu það sameiginlegt að vera ekki eins barnmargar og flestar stöllur þeirra á Bretlandi á þeim tímum. Menntun kvenna afmarkaðist öllu jöfnu við saumaskap og bandprjón og aðeins karlmenn fengu aðgang að háskólum. Það var talið afar "óaðlaðandi" fyrir konur að kunna latínu eða grísku og sérstaklega framhleypnilegt ef þær vildu verða rithöfundar. Það þótti sjálfsagt mál að fertug kona væri fáfróðari en tólf ára drengur. Blásokkurnar héldu enga meðlimaskrá og fundir þeirra voru óformlegir, sumir fámennir aðrir fjölmennir. Yfirleitt voru þeir í formi fyrirlestra um stjórnmál og bókmenntir þar sem boðið var upp á samræður á eftir ásamt te og kökubita.

E-MontaguMargar af blásokkunum styrktu hvor aðra í viðleitni þeirra til að mennta sig frekar með lestri, listgerð og skrifum. Meðal þeirra sem mest bar á eru Elisabeth Carter(1717-1806) sem gaf út fjölda ritgerða, ljóðabækur og þýddi Epictetus á ensku. Þá ber að geta Önnu Miegon sem samdi samtímalýsingar á konum og gaf út á bók sem ber heitið Biographical Sketches of Principal Bluestocking Women.

Þótt að blásokku-hreyfingin yrði ekki langlíf og yrði á meðan hún lifði fyrir barðinu á hæðni karla og þeirra kvenna sem ekki sáu tilgang í menntun, hafa margir seinni tíma rithöfundar orðið til að benda á að í henni megi finna neistann sem seinna varð að báli kveinréttindabarátunnar á vesturlöndum


Hjúkka

Sjúkrahús eins og aðrar mannlegar stofnanir hafa ekki ætíð verið til. Í byrjun níttjándu aldar voru aðeins tvö sjúkrahús starfrækt í Bandaríkjunum og árið 1973 voru þau aðeins 178. Ástæðan fyrir því að sjúkrahús voru ekki stofnsett almennt í ríkjum heims fyrr en í byrjun tuttugustu aldar, var að umönnun sjúkra var álitið í verkahring fjölskyldunnar. Hræðsla við sjúkleika ókunnugra, smit og hvers kyns líkamslýti áttu sinn þátt í að koma í veg fyrir þróun líknarstarfa á samfélagslegum grundvelli.

hospitalinteriorwebAssýríumenn og nánast allar siðmenningar í kjölfar þeirra, breiddu út þann boðskap að sjúkleiki væri refsing fyrir syndir manna sem aðeins gæti læknast með iðrun eða með göldrum. Þar af leiðandi var lítil virðing borin fyrir þeim sem reyndu að veita sjúkum líkamlega aðhlynningu og það féll venjulega í hlut ekkna, skækja eða atvinnulauss sveitafólks. Hjúkrun var oftast ekki launað starf og þeir sem hana lögðu fyrir sig gátu í besta falli búist við húsaskjóli að mat að launum og voru ávallt skilgreindir sem þjónar. Í lögum Theodusar Keisara (438 EK) var  hjúkrunarkonum bannað að sækja leikhús vegna "óskammfeilni þeirra, grófleika og ofbeldishneigðar".

Image51Stundum voru líknarstörf stunduð af þeim sem sögðu líkn vera dyggð og vildu mótmæla grimmd heimsins. Rómverska konan Fabíóla var eins slík. Hún var tvískilin og náði að sefa óhamingju sína með því að gerast kristin og setja á stofn sjúkrahús þar sem hún vann sjálf myrkrana á milli við að hjúkra hverjum þeim sem að garði bar. Annar var Basil Hinn Mikli, biskup í Caesarea (300-79 EK) sem lét byggja heilt úthverfi þar sem hann gat líknað sjúkum og hrjáðum, kysst holdsveika til að sýna þeim stuðning og sinnt þörfum þeirra. Öðru fólki þótti þetta líknarstarf vera tilraun til að snúa öllu við á annan endann. Þannig varð til þriðja ástæðan fyrir því að líkn næði að verða samfélagsleg ábyrgð, því flesta langaði alls ekki að verða píslarvottar, munkar eða nunnur, hvers sál skipti meira máli en líkaminn.

Árið 1633 var Líknarsystra-reglan stofnuð í Frakklandi sem varð að fyrirmynd góðhjartaðra kvenna sem stunduðu mannúðarstörf í Evrópu og Ameríku. - Þær bjuggu ekki í klaustrum né sóttust þær eftir heilagleika með íhugun og bænum. Þær ferðuðust um Frakkland og seinna til annarra landa og aðstoðuðu sjúka og hugguðu bæði sorgmædda og fátæka. Samt nálguðust þær starf sitt eins og af yfirbót eða sem píslarvætti.

Stofnendur þessarar líknarreglu voru undraverðir einstaklingar sem sameinuðu krafta sína í sönnum kærleika. Vincent de Paul (1581-1660) var fátækur bóndasonur sem var rænt af sjóræningjum og hnepptur í þrældóm í Túnis í a.m.k. ár þangað til honum tókst að flýja. Louise de Marillac (1591-1660) var ósligetið barn aðalsmanns sem var alin upp sem "bæði kona og maður". Hún hlaut nokkra menntun í heimsspeki og málaralist, giftist konunglegum ritara og þjáðist af þeirri hugsun að hún ætti að skilja við mann sinn og gera eitthvað þarflegra við líf sitt. - Þau trúðu bæði að hver betlari væri Kristur á jörðu og hver sjúklingur væri að upplifa krossfestingu hans. Þess vegna ætti að líkna þeim og þjóna í mikilli auðmýkt. Til að ná sannri auðmýkt ætti hjúkrunarkonan að vinna á ókunnum slóðum. "Það er nauðsynlegt að líkna ókunnugum" sögðu þau. Hamingja til handa þeim sjálfum var ekki markmið heldur að miðla hamingju og ánægju þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti. Haft er eftir Louise að ekki hafi dagur liðið á ævi hennar án sársauka.

Allar þær væringar sem urðu á seinni tímum meðal stétta í umönnunarstörfum voru fyrir séðar af þessum tveimur dýrlingum.- Þau voru staðráðin í að koma í veg fyrir valdastreitu meðal reglusystkina sinna með því að láta þær skiptast á um að sjá um skipulagningu og neita öllum um sérréttindi og yfirráð. Fyrirmyndin að sjálflausu hjúkrunarkonunni varð þar með til.

early-nurseEn þessi fyrirmynd var ekki gallalaus. Hjúkrunarstörf voru unnin bæði af bæði körlum og konum sem önnuðust sjúklinga hvert af sínu kyni. Á sautjándu og átjándu öld varð hjúkrun að kvennastarfi eingöngu. Þetta opnaði mikla möguleika fyrir konur en með ófyrirsegjanlegum og hörmulegum tilfinningalegum afleiðingum. Fólk fór að trúa því að að konur einar gætu sinnt hjúkrunarstörfum og að slík störf væru sambærileg við húsmóðurstörf sem auðvitað voru á endanum háð yfirvaldi karlmannsins.

Yfirmaður skurðdeildarinnar við Sjúkrahúsið í New York lét fara frá sér þá yfirlýsingu árið 1860 að; "karlmenn, þótt þeir séu öllum kostum gæddir, geta ekki komið á móts við þarfir hinna sjúku. Þeir hafa ekki tilfinningu fyrir því sem með þarf". Álitið var að konur einar réðu yfir þeirri næmni sem þurfti til að hjúkra sjúkum á fullnægjandi hátt.

Á liðnum öldum heyrði það til undantekninga að læknar störfuðu við sjúkrahús, enda voru þau að mestu geymslur fyrir fátæklinga. Starf hjúkrunarkvenna var að mestu fólgið í að gefa sjúklingunum að borða, enda var það hungrið sem hrjáði fátæklingana mest.  Seint á átjándu öld mótmæltu læknar því að besta leiðin til að lækna sjúka væri alltaf að gefa þeim sem mest að borða og hófu að taka stjórn sjúkrahúsa í sínar hendur. Þeir umbreyttu sjúkrahúsunum smám saman í rannsóknastofnanir þar sem beitt var tæknilegum lausnum til lækninga sjúkdóma í stað þess að einblína á andlega heilsu sjúklingsins. Loks fór svo að sjúkrahús urðu að vísindastofnunum sem hægt var að reka á fjárhagslegum grundvelli og þar með náði tæknin og virðingarsessinn yfirhöndinni. Líknin hvarf ekki en varð að undirsáta framleiðninnar.

Florence Nightingale sagði eitt sinn; "Ég hlakka til þegar öll sjúkrahús verða aflögð". Hún var talsmaður þess að hjúkrun færi fram á heimilum og varaði við því að hjúkrunarkonur myndu verða harðbrjósta af of mikilli læknisfræði. "Þú getur ekki orðið góð hjúkrunarkona án þess að vera góð kona" sagði hún.

Í dag, þegar heimurinn dáist að hjúkrunarfólki hvar sem það er að störfum í heiminum er það undarvert að þeim er gert erfiðara fyrir en nokkru sinni fyrr að stunda starf sitt með ánægju.  Óánægja hjúkrunarfólks er meira en sambærilegar menntastétta. Ástæðan er ekki endilega lágt kaup, sem er samt staðreynd, heldur að því finnst það vera hindrað í að gefa sjúklingum þá umönnun sem það telur sæmilega og sá mikli ágreiningur sem er á milli gilda heilbrigðikerfisins og þeirra. Samhliða þessum ágreiningi þarf fólk í umönnunarstörfum að takast á við streituna sem skapast af því að halda stöðugt utan við umræðuna því sem viðkemur kynlífi, úrgangi og dauða sjúklinga, allt mál sem enn eru tabú meðal almennings.

Heimildir;

An Intimate history of Humanity Theodore Zeldin

A History of Civilizations Fernand Braudel

Society Sketches in the XVlllth Century Norman Pearson

 

 


Hvað er að vera Englendingur?

i004Af og til birtast í breskum fjölmiðlum kannanir um hvað sé enskast af öllu ensku og útkoman er afar fyrirsjáanleg, fiskur og flögur í fyrsta sæti, drottningin og fjölskylda í öðru og Paul McCarney í þriðja til tíunda. Leit Englendinga að sjálfum sér er jafn óþreytandi og hún er tilgangslaus. Þeir eiga ríka sögu sem um leið er saga Evrópu, Indlands, Ástralíu, Ameríku og Afríku. Þeir tala tungumál sem sigrað hefur heiminn sem þeir bókstaflega réðu einu sinni yfir enda minjasöfn þeirra full af menningu annarra þjóða. 

Samt er eins og þeir hafi ekki neina skýra mynd af hverjir þeir eru eða fyrir hvað þeir standa. Jafnvel fótboltafélögin þeirra eru smá saman að fyllast af útlenskum spilurum, þjálfurum og eigendum. Í byrjunarliði Chelsea í síðasta leik held ég að hafi verið einn Englendingur.

Aðrir Bretar þurfa ekki að efna til skoðunarkönnuna af og til til að muna hvað þeir eru.

Skotar vita alveg hvað það er að vera Skoti. Skotapils og sekkjapípugaul, blóðpylsa og Nessí ásamt öllum slagorðunum um frjálst Skotland og óborganlegum hreiminum gera Skota að sérstakri þjóð. Welsbúar með sín óskiljanlega-löngu orð, sér fótboltalið og heimaræktaða molbúahátt eru sömuleiðis öruggir með sjálfa sig.

Aðeins Englendingar eru í endalausri tilvistarkreppu að manni sýnist. Kannski er það hin stöðuga afneitun þeirra á borgarlífinu sem gerir þeim svona erfitt fyrir. Allir Englendingar sakna sveitarinnar. Iðnbyltingin sem þeir voru fyrstir til að láta endurmóta þjóð sína er enn ófreskja í þeirra augum. Þeir telja það til dyggða að fara í gúmmístígvéli og ganga um sveitina. Þeim finnst það hreinsandi fyrir sálu sína. Þeir eru flestir en haldnir sektarkennd yfir að hafa mergsogið aðrar þjóðir á heimsveldistímabilinu og lifað á auði þeirra. Þess vegna hleypa þeim öllum inn í land sitt án þess að hafa nokkra stjórn á innflytjendum. Stjórnkerfi þeirra er gamalt og nánast úrelt og þess vegna eru þeir efar þolinmóðir gagnvart "manlegum mistökum" sem samt bætta úr með smá kerfisbreytingu. 


Cheddar ostur og mannát

800px-Somerset-CheddarÞað þykir sjálfsagður hluti af allri sannri siðfágun nú til dags að kunna skil á vínum og ostum. Íslendingar, sem lengi vel þekktu aðeins sinn mjúka mjólkurost og mysuost,  geta nú valið úr fjölda tegunda osta í matvöruverslunum, bæði íslenskum og erlendum, þar á meðal Cheddar ostum sem vafalaust eru frægastir allra enskra osta. 

cheddar2Cheddar ostur er gerður af kúamjólk og getur verið bæði sterkur og mildur, harður eða mjúkur. Það sem fyrst og fremst gerir alvöru Cheddar ost að Cheddar osti, er að hann sé búin til í Cheddar, fornfrægu þorpi sem stendur við enda Cheddar gils í Somerset sýslu í mið-suðaustur Englandi. Elstu ritaðar heimildir um  þessa osta eru þúsund ára gamlar og talið er víst að þekkingin á gerð þeirra sé miklu eldri. Eftir endilöngu gilinu er að finna fjölda hella og voru sumir þeirra notaðir til að geyma í ostinn sem þarf allt að 15 mánuði í þurru og köldu lofti til að taka sig rétt.   

4196cheddargorgeCheddar gil er dýpsta og lengsta gil á Bretlandi. Þar hafa fundist mannvistarleifar sem eru 100.000 gamlar. Í einum hellinum fannst árið 1903 afar heilleg beinagrind af manni sem er 9.000 ára gömul (Cheddar maðurinn). Beinagrindin er elsta beinagrind sem fundist hefur á Bretlandi.  Þá  hafa fundist talvert eldri mannbein á þessum slóðum eða allt að 13.000 ára gamlar. Rannsóknir á litningum beina þessara fornaldarmanna sem voru uppi a.m.k. 3.000 árum áður en landbúnaður hófst á Bretlandi, sýna að enn í dag er að finna ættingja þeirra í Cheddar og sanna að ekki eru allir Bretar afkomendur hirðingja (Kelta) frá Miðjarðarhafslöndunum eins og haldið hefur verið fram.

CheddarmanSum af þeim mannbeinum sem fundist hafa í hellunum í Cheddar gili, þar á meðal bein Cheddar mannsins sjálfs, bera þess merki að egghvöss steináhöld hafa verið notuð til að granda viðkomandi. Sýnt þykir að sumir hafi verið teknir af lífi (skornir á háls) líkt og skepnur. Þetta hefur rennt stoðum undir þær kenningar að fornmenn í Cheddar gili hafi stundað mannát. cheddar_man_203x152


Gunnuhver, Selmatseljan og Sagan af Hermóði og Háðvöru

Hér koma þrjár þjóðsögur. Hvor um sig er hin skemmtilegasta lesning en þær eru mjög ólíkar. Spurning mín til þeirra sem hafa nennu og hug til að lesa þær allar þrjár er hvort þið komið  auga á ákveðið atriði sem þær eiga sameiginlegt. Hvert er það atriði og tilhvers er það?  

Gunnuhver  

Vilhjálmur Jónsson lögréttumaður bjó á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi; hann dó 1706. Hann átti illt útistandandi við kerlingu eina sem hét Guðrún Önundardóttir, út af potti sem hann átti að hafa tekið af henni, líklega upp í skuld. Kerling tók sér það svo nærri að hún heitaðist við Vilhjálm.

Þegar hún var grafin var Vilhjálmur þar við, en leið hans lá um Skagann sem kallaður er fyrir utan Útskála. Hann fór heimleiðis um kvöldið, en fannst daginn eftir dauður á Skaganum og var þá allur blár og beinbrotinn.

gunnuhverLík hans var flutt í bænhúsið á Kirkjubóli og Gísli prestur á Útskálum fenginn til að vaka yfir því á næturnar, því allir þóktust vita að Gunna hefði drepið hann og væri nú afturgengin. Þóktist prestur eiga fullt í fangi að verja líkið fyrir kerlingu að ei drægi hún það úr höndum sér.

Afturgangan magnaðist síðan mjög og nú dó ekkja Vilhjálms snögglega; var Gunnu það kennt. Fólk sem fór um Skagann villtist sumt, en sumt varð vitstola. Var það allt af völdum Guðrúnar og sáu menn nú óvætt þenna fullum sjónum. Gjörði þá Gunna skaða mikinn svo ekki var viðvært mönnum né málleysingjum.

Þegar í slíkt óefni var komið og enginn gat stemmt stigu fyrir afturgöngunni, þá voru tveir menn nokkuð kunnandi sendir til fundar við séra Eirík í Vogsósum til að biðja hann hjálpar. En með því prestur var ekki alténd vanur að taka slíkum málum greiðlega, þá voru þeir látnir færa honum nokkuð af brennivíni, því allir vissu að honum þókti það gott.

Sendimenn fóru nú á fund Eiríks prests og gjörðu allt eins og fyrir þá var lagt. Tók hann þeim vel, en þegar þeir fóru á stað aftur fékk hann þeim hnoða og sagði að þeir skyldu láta Gunnu taka í lausa endann á hnoðanu. Sagði hann að hnoðað mundi þá sjálft velta þangað sem hún mætti vera að ósekju.

Sneru sendimenn heim við þetta og gjörðu allt sem prestur hafði fyrir þá lagt. En undireins og Gunna hafði tekið í lausa endann á hnoðanu valt það á stað, en hún fór á eftir. Sást það seinast til að hvort tveggja, hnoðað og Gunna, steyptist ofan í hver þann suður á Reykjanesi sem síðan er kallaður Gunnuhver. Hefir síðan ekki orðið meint við afturgöngu Gunnu.

Sumir segja að hnoðað færi ofan í hverinn, en Gunna héldi í endann; var endinn svo langur að Gunna gat staðið hálfbogin uppi á hverbarminum og trítlar hún þannig einatt til og frá kringum hverinn á blábrúninni hálfbogin, því hún vill fyrir hvern mun sízt fara ofan í vilpu þessa.

 

Selmatseljan.

222413724_4c800dac06Prestur var eitt sinn fyrir norðan sem hafði upp alið stúlkubarn. Frá prestssetrinu var selstaða langt á fjöllum uppi og hafði prestur þar jafnan fé og kýr á sumrum, ráðskonu og smala. 
   Þegar fósturdóttir hans varð eldri varð hún selráðskona og fór henni það sem annað vel úr hendi því hún var ráðdeildarkvenmaður, fríð sýnum og vel að sér um marga hluti. Urðu því margir efnismenn til að biðja hennar, því hún þótti hinn besti kvenkostur norður þar. En hún hafnaði öllum ráðahag við sig.
   Einu sinni kom prestur að máli við uppeldisdóttur sína og hvatti hana mikillega að giftast og taldi það til að ekki yrði hann ætíð til að sjá henni farborða þar sem hann væri maður gamall. Hún tók því allfjarri og kvaðst engan hug leggja á slíkt og sér þætti vel sem væri og ekki sæktu allir gæfu með gjaforðinu. Skildu þau að svo mæltu um hríð.
   Þegar leið á veturinn þótti mönnum selráðskonan þykkna undir belti og fór þykktinni því meir fram sem lengur leið á. Um vorið kom fóstri hennar aftur að máli við hana og bað hana segja sér frá högum hennar og sagði hún mundi víst vera barnshafandi og að hún mundi ekki í selið fara það sumar.
   Hún neitaði þverlega að hún væri eigi einsömul og kvað sér ekki til meina og selstörf skyldu hún annast eins það sumar og áður.
   Þegar klerkur sá að hann kom engu áleiðis við hana lét hann hana ráða en bað menn þá er voru í selinu að ganga eigi nokkru sinni frá henni einni og hétu þeir honum góðu um það. Síðan var flutt í selið og var ráðskonan hin kátasta. Leið svo fram um hríð að ekki bar til tíðinda. Selmenn höfðu sterkar gætur á ráðskonunni og létu hana aldrei eina. 
   icesheepEitt kvöld bar svo við að smalamanni var vant alls fjárins og kúnna. Fór þá hvert mannsbarn úr selinu nema selráðskonan var ein eftir. Sóttist leitarmönnum seint leitin og fundu eigi féð fyrr en undir morgun með því niðþoka var á.
   Þegar leitarmenn komu heim var matseljan á fótum og venju fremur fljót á fæti og létt á sér. Það sáu menn og þegar frá leið, að þykkt hennar hafði minnkað en ekki vissu menn með hverju móti og þótti mönnum að þykktin hefði verið annars kyns þykkt en barnsþykkt.
   Var svo flutt úr selinu um haustið heim, bæði menn, fénaður og söfnuður. Sá prestur það að matseljan var mjóslegnari um mittið en hún hafði verið veturinn áður.
   Gekk hann þá á hina selmennina og spurði þá hvort þeir hefðu brugðið af boði sínu og gengið allir frá selmatseljunni. En þeir sögðu honum svo sem var að þeir hefðu alls einu sinni frá henni farið að leita því alla málnytuna hefði vantað.
   Klerkur reiddist og bað þá aldrei þrífast sem breytt hefðu boði sínu og kvað sig hafa grunað þetta þegar selmatseljan fór í selið um vorið.
   Veturinn eftir kom maður að biðja fósturdóttur prestsins og tók hún því allfjarri. En prestur sagði hún skyldi ekki undan komast að eiga hann því hann hafði almenningslof á sér og var góðra manna. Hann hafði tekið við búi eftir föður sinn um vorið og var móðir hans fyrir framan hjá honum. Varð svo þessum ráðahag framgengt hvort konunni var það ljúft eða leitt. 
   huldumaðurUm vorið var brullaup þeirra hjá presti. En áður konan klæddist brúðarfötum sínum sagði hún við mannsefnið: "Það skil ég til við þig fyrst þú átt að ná ráðahag við mig að mér nauðugri að þú takir aldrei vetursetumann svo að þú látir mig ekki vita áður því ella mun þér ekki hlýða," og hét bóndi henni því.
   Leið svo af veislan og fór hún heim með bónda sínum og tók til búsforráða en þó með hangandi hendi því aldrei var hún glöð eða með hýrri há þótt bóndi hennar léki við hana á alla vegu og vildi ekki láta hana taka hendi í kalt vatn. Hvert sumar sat hún inni þegar aðrir voru að heyvinnu og tengdamóðir hennar hjá henni til að skemmta henni og annast um matseld með henni. Þess á millum sátu þær og prjónuðu eða spunnu og sagði eldri konan tengdadóttur sinni sögur henni til skemmtunar.
   Eitt sinn þegar gamla konan hafði lokið sögum sínum sagði hún við tengdadóttur sína að nú skyldi hún segja sér sögu. En hún kvaðst engar kunna. Hin gekk því fastar að henni svo hin hét þá að segja henni þá einu sögu sem hún kynni og hóf þannig frásögn sína:
   "Einu sinni var stúlka á bæ. Hún var selmatselja. Skammt frá selinu voru hamrar stórir og gekk hún oft hjá hömrunum. Huldumaður var í hömrunum, fríður og fallegur, og kynntust þau brátt við og varð þeim allkært saman. Hann var svo góður og eftirlátur við stúlkuna að hann synjaði henni einskis hlutar og var henni til vilja í hvívetna. Fóru þá svo leikar þegar fram liðu stundir að selmatseljan var eigi einsömul og gekk húsbóndi hennar á hana með það þegar hún átti að fara í selið sumarið eftir en stúlkan neitaði áburði þessum og fór í selið sem hún var vön. 
   VIG-AzH_6bEn húsbóndinn bað þá er í selinu voru að fara aldrei svo frá henni að hún væri ein eftir og hétu þeir honum góðu um það. Eigi að síður fóru allir frá henni að leita fjárins og þá tók hún léttasóttina. Kom þá maður sá til hennar er hún hafði haft samræði við og sat yfir henni og skildi á milli, laugaði barnið og reifaði. En áður hann fór burtu með sveininn gaf hann henni að drekka af glasi og það var sá sætasti drykkur sem ég hef. . .," í því datt hnoðað úr hendinni á henni, sem hún var að prjóna af, svo hún laut eftir hnoðanu og leiðrétti, -- "sem hún hafði smakkað, vildi ég sagt hafa, svo hún varð á samri stundu alheil allra meina.
   Upp frá þeirri stundu sáust þau ekki, stúlkan og huldumaðurinn, en hún giftist öðrum manni sárnauðug því hún þráði svo mjög hinn fyrri ástmann sinn og sá aldrei upp frá því glaðan dag. Og lýkur hér þessari sögu."
   Tengdamóðir hennar þakkaði henni söguna og setti hana vel á sig.
   Fór svo fram um hríð að ekki bar til tíðinda og konan hélt teknum hætti um ógleði sína en var þó góð við mann sinn.
   Eitt sumar þegar mjög var liðið á slátt komu tveir menn, annar stærri en annar, í teiginn til bónda. Báðir höfðu þeir síða hetti á höfði svo óglöggt sást í andlit þeim. Hinn meiri hattmaður tók til orða og bað bónda veturvistar. Bóndi kvaðst ekki taka nokkurn mann á laun við konu sína og kvaðst hann mundi hitta hana að máli áður en hann héti þeim vistinni.
   Hinn meiri maður bað hann ekki mæla svo óvirðulega að slíkur höfðingi ætti það konuríki að hann væri ekki einráður í slíkum smámunum sem að gefa tveimur mönnum mat einn vetrartíma. Svo það verður að ráði með þeim að bóndi hét mönnum þessum veturvist að konu sinni fornspurðri.
   Um kvöldið fara komumenn heim til bónda og lét hann þá fara í hús nokkurt frammi í bænum og bað þá þar vera. Bóndi gengur til húsfreyju og segir henni hversu nú var komið. Húsfreyja snerist illa við og sagði þetta hina fyrstu bæn sína og að líkindum þá seinustu. En fyrir því að hann hefði einn við mönnunum tekið þá skyldi hann og einn fyrir sjá hvað hlytist af veturvist þeirra og skildu svo talið.
   Var nú allt kyrrt þangað til húsfreyja og húsbóndi ætluðu til altaris um haustið. Það var venja þá, sem enn er sums staðar á Íslandi, að þeir sem ætla sér að vera til altaris ganga fyrir hvern mann á bænum, kyssa þá og biðja þá fyrirgefningar á því sem þeir hafi þá styggða. Húsfreyja hafði allt til þessa forðast vetursetumennina og aldrei látið þá sjá sig og svo var og að þessu sinni að hún kvaddi þá ekki.
   Svo fóru hjónin af stað. En þegar þau voru komin út fyrir túngarðinn sagði bóndi við húsfreyju: "Þú hefur sjálfsagt kvatt vetursetumennina." Hún kvað nei við.
   Hann bað hana ekki gjöra þá óhæfu að fara svo hún kveddi þá ekki.
   "Í flestu sýnir þú að þú metur mig lítils, fyrst í því að þú tókst við mönnum þessum að mér fornspurðri, og nú aftur þar sem þú vilt þröngva mér til að minnast við þá. En ekki fyrir það, ég skal hlýða, en þú skalt fyrir sjá því þar á ríður líf mitt og þitt með að líkindum."
   Hún snýr nú heim og seinkar henni mjög heima. Bóndi fer þá heim og kemur þangað sem hann átti von á vetursetumönnum og finnur þá í herbergi þeirra. Hann sér hvar veturvistarmaður hinn meiri og húsfreyja liggja bæði dauð í faðmlögum á gólfinu og höfðu þau sprungið af harmi. En hinn veturvistarmaðurinn stóð grátandi yfir þeim þegar bóndi kom inn en hvarf í burt litlu síðar svo enginn vissi hvert hann fór.
   Þóttust nú allir vita af sögu þeirri er húsfreyja hafði sagt tengdamóður sinni að hinn meiri komumaður hefði verið huldumaður sá sem húsfreyja hafði kynnst við í selinu og hinn minni sonur þeirra sem á burt hvarf.

SAGAN  AF  HERMÓÐI  OG  HÁÐVÖRU

Það var einu sinni konungur og drottning í ríki sínu; þau áttu eina dóttir er Háðvör hét. Hún var mjög fríð og fögur mær og þar eð konungur og drottning áttu ekki fleiri börn þá var hún borin til ríkis.

king&queen_1_lgKóngur og drottning áttu líka uppeldisson er nefndist Hermóður. Hann var hér um bil jafnaldri Háðvarar, fríður sveinn og vel að sér gjör um alla hluti. Hermóður og Háðvör léku sér tíðum saman meðan þau voru í æsku og kom mjög vel saman svo þau þegar á unga aldri hétu hvert öðru tryggðum heimuglega.

Nú liðu fram stundir þangað til drottning tekur sótt, og þegar hún fékk hugmynd um það að það mundi verða sótt til dauða gjörir hún boð eftir konungi. Þegar hann kemur segir hún að hún muni skammt eiga eftir ólifað og kveðst ætla að biðja hann einnar bónar, og hún sé sú að ef hann gifti sig í annað sinn þá gjöri hann það fyrir sín orð að eiga enga aðra en drottninguna af Hetlandi góða. Konungur lofar þessu og svo deyr drottingin.

En er fram liðu stundir fer konungi að leiðast einlífið, býr skip sitt og leggur í haf. Á ferð þessari kemur mikil þoka yfir hann og kemst því í hafvillur. Eftir langa mæðu hittir hann land og leggur þar að skipi sínu og gengur einn á land. Þegar hann hafði gengið nokkra stund verður fyrir honum skógur; fer hann lítið eitt inn í hann og staðnæmist þar. Heyrir hann þá fagran hljóðfærasöng og gengur á hljóðið þangað til hann er kominn að rjóðri einu; sér hann þá hvar þrjár konur eru í rjóðrinu; situr ein þeirra á gullstól og í ljómandi fögrum búningi; heldur hún á hörpu og er augljóslega sorgbitin. Önnur var mjög tíguglega búin, en unglegri að sjá og sat hún einnig á stóli sem þó var ekki eins kostulegur. Sú þriðja stóð hjá þessum; var hún rétt hreinleg á að líta, en Í grænum möttli var hún ystum fata og var það auðséð á öllu að hún var þerna hinna.

Konnngur gengur til þeirra þegar hann hafði litla stund virt þær fyrir sér og heilsar þeim. Sú sem sat á gullstólnum spyr kónginn hver hann sé og hvað hann ætli að ferðast. Segir hann að hann sé konungur og sé búinn að missa drottningu sína, en hann hafi ætlað að sigla til Hetlands hins góða og biðja þar drottningar sér til handa.

Hún segir þá að forlögin hafi hagað þessu furðanlega; það hafi verið herjað á Hetland, víkingarnir hafi fellt konung sinn og bónda í orustu og þá hafi hún hrygg í huga stokkið úr landi og eftir langa mæðu hafi hún komist hingað, svo hún sé einmitt sú er hann leiti að, en með sér sé dóttir hennar og þerna.

prince&princess_1_lgKonungur lætur þá ekki bið á verða og biður hennar. Tekur hún blíðlega máli hans, verður glöð í bragði og játast honum strax í stað. Eftir stutta dvöl leggja þau öll á stað og nema ekki staðar fyrri en þau koma til skipsins.

Segir ekki af ferðum þeirra fyrr en konungur kemur heim í ríki sitt; stofnar hann þá mikla veislu og gengur að eiga konu þá er hann hafði flutt heim með sér. Er nú allt kyrrt um hríð, en samt gefa Hermóður og Háðvör sig lítið að drottningu eða þeim mæðgum; en þar á móti var Háðvör og sú aðkomna þerna drottningar sem hét Ólöf mjög samrýndar, og kom Ólöf oft í kastala Háðvarar.

Áður langir tímar liðu fer konungur í hernað, og þegar hann eru burtu farinn kemur drottning að máli við Hermóð og segir honum að hún hafi svo til ætlast að hann gengi að eiga dóttur sína. Hermóður segir henni hreint og beint að það muni ekki geta látið sig gjöra. Af þessu verður drottning reið, segir að þau muni ei strax fá að njótast, Hermóður og Háðvör, því nú leggi hún það á hann að hann skuli fara út í eyðieyju, verða ljón á daginn, en maður á nóttum svo hann muni einlægt til Háðvarar og kveljist því meira, og úr þessum álögum skuli hann ekki komast fyrri en Háðvör brenni ljónshaminn sem seint muni verða.

Þegar hún hefur þetta mælt segir Hermóður að hann mæli svo um að þegar hann komist úr sínum álögum þá skuli þær mæðgur verða önnur að rottu, en önnur að mús, og verða að rífast í höllinni þangað til hann drepi þær með sverði sínu. Eftir þetta hverfur Hermóður og veit enginn hvað um hann er orðið. Drottning lætur leita að honum, en hann finnst hvergi.

Einhverju sinni þegar Ólöf var í kastalanum hjá Háðvöru spyr hún kóngsdóttir hvert hún viti hvar Hermóður sé niður kominn. Við þessi orð verður Háðvör hrygg og segir að því sé miður að hún viti það ekki. Ólöf kveðst þá skuli segja henni það þar hún viti allt um það. Hún segir að hann sé burtu farinn fyrir tilstilli drottningar, hún sé tröllskessa og einnig dóttir hennar, en hún hafi þannig breytt útliti þeirra mæðgna og þegar Hermóður eftir burtför konungsins hafi ekki viljað fara að ráðum drottningar að eiga dóttir hennar hafi hún lagt á hann að hann skyldi fara út í eyju eina, verða maður á næturnar, en ljón á daginn og ekki komast úr þeim álögum fyrri en Háðvör brenndi ljónshaminn.

lion_1_lgNú segir hún að Háðvöru sé líka fyrirhugaður ráðahagur, drottning eigi bróðir í undirheimum, þríhöfðaðan þursa; sé áformið að gjöra hann að fögrum kóngssyni og láta hann síðan eiga hana. Segir Ólöf að drottning finni þannig upp á einum brögðunum á fætur öðrum, hún hafi numið sig burt úr húsi foreldra sinna og neytt sig til að þjóna sér, en hún hafi aldrei getað gjört sér mein því að græni möttullinn sem hún hafi yfir sér komi því til leiðar að hana saki ekki þó eitthvað ætti að gjöra henni.

Háðvör verður nú áhyggjufull og hrygg út af þeirri fyrirhuguðu giftingu hennar og biður Ólöfu fyrir alla muni að leggja sér nú góð ráð. Ólöf segist gjöra ráð fyrir að biðillinn muni koma upp um kastalagólfið hjá henni, en þá skuli hún vera viðbúin þegar undirgangurinn fari að koma og gólfið taki að springa í sundur, að hafa við hendina logandi stálbik og hella ótæpt ofan í sprungurnar því það muni vinna á honum.

Um þetta leyti kemur kóngur heim úr stríði sínu, þykir mjög sárt að verða að þola það að vita ekki hvað af Hermóði er orðið. En drottning huggar hann sem best hún getur og er nú ei annars getið en konungur yrði rólegur.

Nú víkur aftur sögunni til Háðvarar að hún er í kastala sínum og hefur nú viðbúnað að taka móti biðli sínum.

Ekki löngu síðar er það eina nótt að mikill undirgangur og skruðningur kemur undir kastalann; veit Háðvör hvað valda muni og biður þjónustumeyjar sínar að vera viðbúnar. Skruðningurinn og dynkirnir fara einlægt vaxandi þangað til gólfið fer að springa; þá lætur Háðvör taka bikkatlana og hella óspart í sprungurnar. Fara þá dunurnar smátt og smátt að minnka og verða loksins engar.

Næsta morgun vaknar drottning snemma og kveðst þurfa að fara á fætur og lætur kóngur það eftir henni. En sem hún er komin á fætur fer hún út fyrir borgarhliðið og er þar þá dauður þursinn bróðir hennar.

Þá segir hún: "Mæli ég um og legg ég á að þú verðir að hinum fríðasta kóngssyni og að Háðvör geti ekki neitt haft á móti þeim ásökunum sem ég gef henni." Verður nú lík þursans að líki hins fríðasta kóngssonar.

Síðan heldur drottning heim aftur og kemur að máli við konung, segir að ekki þyki sér dóttir hans vera það góðkvendi sem vera bæri. Segir hún að bróðir sinn hafi komið og farið að biðja hennar, en hún sé nú búin að drepa hann og hafi hún orðið þess vör að lík hans lægi fyrir utan borgina.

Konungur og drottning ganga nú út til að skoða líkið. Þykir konungi þetta vera mikil furða og kveðst halda að svo fagur sveinn sem þessi hafi verið fullboðinn Háðvöru og að hann mundi hafa samþykkt þvílíka giftingu. Drottning biður nú kónginn að lofa sér að ráða hverja hegningu Háðvör skyldi fá og er konungur fús til þess því hann kveðst ekki geta ákveðið straff dóttur sinnar. Leggur drottning svo ráðin á að hann láti búa haug mikinn að bróður sínum og verði Háðvör látin lifandi í hauginn til hans. Þykir konungi þetta óskaráð og hæfilegur dómsúrskurður. Eftir þetta fara þau heim í borgina.

mouseNú víkur sögunni til Ólafar; hún vissi alla þessa ráðagjörð, fer til kastala kóngsdóttur og segir henni hvað í ráði sé. Biður Háðvör hana að leggja sér einhver ráð. Ólöf segir að það sé það fyrsta sem hún skuli gjöra að hún skuli láta búa sér til mjög víðan stakk sem hún skuli hafa ystan fata þegar hún gangi í hauginn. Þursinn segir hún að muni ganga aftur þegar þau séu komin í hauginn, og þar muni hann hafa tvo hunda hjá sér; þursinn muni biðja hana að skera stykki úr kálfunum á sér til að gefa hundunum, en þetta skuli hún ekki lofa að gjöra nema hann segi henni hvar Hermóður sé niður kominn, og kenni sér ráð til þess að geta fundið hann. En þegar hún ætli að fara og þursinn láti hana fara upp á herðar sér til þess hún komist upp úr haugnum þá muni hann reyna til að svíkja hana og grípa í stakkinn til þess að kippa henni ofan í aftur, en þá skuli hún gæta þess að láta stakkinn vera lausan svo hann haldi eftir einungis stakknum.

Nú er haugurinn tilbúinn, þursinn lagður í hann eða sá dauði konungssonur, og Háðvör hlýtur að fara líka í hauginn án þess að geta komið nokkurri vörn fyrir sig. Það þarf ekki að fjölyrða það að svo fór sem Ólöf gjörði ráð fyrir, kóngssonur gengur aftur og verður þursi; tveir hundar eru hjá honum og hann biður Háðvöru að skera bita úr kálfum sínum handa þeim; en hún kveðst ei muni gjöra það nema hann segi sér hvar Hermóður sé og leggi sér ráð til þess að geta komist til hans. Þursinn segir að Hermóður sé í eyðieyju einni sem hann til tekur, en þangað geti hún ekki komist nema hún flái iljaskinnið af fótum sér og gjöri sér skó úr því, en á þeim geti hún gengið yfir láð og lög.

Eftir þetta gjörði Háðvör það sem þursinn beiddi, sker stykkin, fer síðan að flá iljaskinnið, býr til skó og þegar allt er búið þá segist hún vilja fara. Þursinn segir hún verði þá að fara upp á herðar sér og það gjörir hún, skreppur síðan upp, en þá er óþyrmilega gripið í stakkinn. Hún hafði gætt þess að láta hann vera lausan svo þursinn hélt honum eftir, en Háðvör slapp.

Hélt hún nú leiðar sinnar til sjávar og þangað að sem hún vissi að skemmst var út í eyjuna til Hermóðar. Gekk henni vel yfirferðin yfir sundið því skórnir héldu henni vel á loft.

Þegar hún var komin yfir um sá hún að sandur var með öllum sjónum, en háir hamrar fyrir ofan svo hún sá sér engan veg að komast upp, og bæði vegna þess að hún var orðin hrygg í huga og þreytt af ferðalagi sínu leggur hún sig fyrir og fer að sofa.

Henni þótti nú kona stórvaxin koma til sín og segja: "Ég veit að þú ert Háðvör kóngsdóttir og ert að leita að Hermóði; hann er á eyju þessari, en torvelt mun þér verða að finna hann ef þér er ekki hjálpað; þú getur ekki komist upp á þessa háu hamra af eigin ramleik, og því hef ég lagt festi ofan fyrir björgin sem ei mun bila þó að þú lesir þig eftir henni til að komast upp á eyjuna. Af því eyjan er stór getur vel skeð að þú finnir ekki svo fljótt híbýli Hermóðar. Legg ég þess vegna hérna hjá þér hnoða; skaltu halda í endann á bandinu sem er við það og þá mun það leiðbeina þér að takmarkinu. Ennfremur legg ég hér belti sem þú skalt spenna um mittið þegar þú vaknar, því þá muntu ekki örmagnast af hungri."

Eftir þetta hverfur konan, en Háðvör vaknar og sér að svo er sem hana dreymdi. Festi er komin í hamarinn, hnoða liggur hjá henni og belti líka; spennir hún beltið um mitti sér, gengur að festinni og kemst nú upp á klettana. Síðan tekur hún í endann á tauginni sem lá úr hnoðanu og eftir það tekur hnoðað til ferðar. Fylgir Háðvör hnoðanu þangað til það kom að hellir ekki allstórum. Hún gengur inn í hellirinn, sér þar eitt flet lítilfjörlegt, smýgur hún undir það og leggst þar fyrir.

Þegar kvöld er komið heyrir hún undirgang úti, síðan heyrir hún fótatak og verður vör við að ljón er komið að dyrunum og hristir sig, og eftir það heyrir hún að maður gengur inn og að fletinu. Dylst það þá ekki fyrir henni að þessi maður er Hermóður því hann er að tala við sjálfan sig um ástand sitt, um Háðvöru og fleira er hann endurminntist frá hinum fyrri tímum.

Háðvör lætur ekki neitt á sér bera og bíður þangað til Hermóður er sofnaður. En er hún heldur að hann sé búinn að festa svefninn rís hún á fætur, tekur eld og brennir ljónshaminn sem úti lá. Eftir það fer hún inn, vekur Hermóð og verða þar fagnaðarfundir.

Að morgni fara þau að hugsa til ferðalags og eru þau hugsandi út af því hvernig þau muni geta komist úr eyjunni. Segir Háðvör Hermóði frá draum sínum og segir að sig gruni að það muni einhver vera í eyjunni, sem kynni að geta hjálpað þeim. Hermóður kveðst vita af einni skessu sem sé vænsta skessa, mesta tryggðatröll, og mundi vera gott að finna hana.

Þau fara síðan að leita að hellinum og finna hann. Er þar ógnastór tröllskessa og fimmtán synir hennar ungir; biðja þau hana að hjálpa sér til lands. Hún segir að annað mundi auðveldara því haugbúinn muni ætla sér að verða á vegi fyrir þeim, hann sé orðinn að stórfiski og ætli að ráðast á þau þegar þau fari í land. Hún kveðst skuli ljá þeim skip, en ef að þau verði vör við fiskinn og þeim þyki sér liggja nokkuð á þá megi þau nefna nafn sitt. Þau þakka henni með mörgum fögrum orðum fyrir hjálp sína og góðu loforð og leggja svo á stað.

savanna_seamonsterÁ leiðinni í land sjá þau stórfisk með miklu busli og ólátum sem stefnir að þeim. Þau þykjast vita hvað vera muni, halda að sér muni aldrei liggja meir á að nefna nafn skessunnar og það gjöra þau. Rétt á eftir sjá þau hvar kemur á eftir þeim mjög stór steypireyður og fylgja henni fimmtán smáreyður. Þær renna fram hjá bátnum og á móti illhvelinu. Verður þar hörð aðsókn; sjórinn verður allur ókyrr svo varla var kostur á að verja bátinn í þeim öldugangi. En er bardaginn hafði staðið góða stund sjá þau Hermóður og Háðvör að sjórinn verður blóðugur og eftir það fer stóra reyðurin og hinar fimmtán smáu aftur til baka, en þau sem á bátnum voru komust hindrunarlaust í land.

Nú víkur sögunni til hallar konungsins; þar hafði orðið undarlegur atburður: drottning hvarf og dóttir hennar, en rotta og mús eru einlægt að fljúgast þar á. Margir vilja stökkva burtu þessum ófögnuði, en þess er ekki kostur. Líður þannig góður tími svo að konungur verður svo sem frá sér numinn af sorg bæði vegna missirs drottningar sinnar og af því að ókindur þessar skuli hindra alla gleði í höllinni.

En eitt kvöld þegar allir sátu í höllinni kemur Hermóður inn gyrtur sverði og heilsar konungi. Konungur tekur honum hið blíðasta. En áður Hermóður fengi sér sæti gengur hann þar að sem rottan og músin voru að fljúgast á og höggur hann þær í sundur með sverði sínu. Verða þá allir hissa er þeir sjá að tvö flögð liggja á hallargólfinu og brenna hami þeirra.

Síðan er konungi nú sögð öll sagan og fagnar hann mjög að hann er frelsaður frá þessum óvættum. Líður nú ekki langt um þangað til Hermóður gengur að eiga Háðvöru og þar eð konungurinn var orðinn gamall var hann strax kjörinn konungur. Ólöf fékk tignarlega og góða giftingu.

-- Og lýkur svo þessari sögu.

 

 


Galdrar eða ekki?

1

3

7

9


Sagan af Antony Payne; risanum gæfa frá Cornwall

PayneÞegar að Antony Payne var tuttugu og eins árs var hann sjö fet og tveir þumlungar á hæð. Faðir hans var bóndi og kom sveininum í vist hjá óðalsbóndanum  Sir Beville Granville frá Stowe. Vistin átti vel við Antony og hann óx tvo þumlunga í viðbót.

Þrátt fyrir stærð (2.27m), var Antony hinn liprasti maður og allir sem kynntust honum undruðust styrk hans og snögg viðbrögð. Hann var ekki luralegur í útliti og samsvaraði sér vel á allan hátt. Ekki skemmdi það fyrir að Antony var gáfaður og skapgóður.

Saga ein er oft sögð sem lýsir vel styrk Antony. Einn kaldan aðfangadag jóla, var drengur einn ásamt asna sendur frá óðalinu til skógar og átti hann að höggva í eldinn. Drengnum tafðist ferðin og þegar hann skilaði sér ekki eftir eðlilegan tíma, var Antony sendur til að leita hans. Antony fann drenginn þar sem hann stumraði yfir asnanum sem sat fastur með byrðarnar í for. Til að spara tíma, tók Antony asnan með byrðum sínum á axlirnar og bar hvorutveggja heim, en drengurinn hljóp við fót við hlið hans.

Þegar að stríð braust út á milli þings og Charles l konungs, árið 1642 studdi óðalsbóndinn Sir Beville konung og Payne sem var líka konungssinni gerðist lífvörður hans. Dag einn bárust þær fréttir að herlið undir stjórn þing-sinnans Stamfords Lávarðar, nálgaðist bæinn. Valdir menn með Payne í fararbroddi voru sendir til að mæta liðinu. Orrustunni lauk með því að lið Stamfords var hrakið á flótta. Payne skipaði mönnum sínum að taka grafir fyrir hina föllnu og lagði svo fyrir að tíu lík skyldu vera í hverri gröf. Þegar að níu líkum hafði verið komið fyrir og mennirnir biðu eftir að Payne kæmi með þann tíunda sem hann bar á öxlum sér að gröfinni, brá svo við að maðurinn sem allir héldu að væri dauður ávarpaði Antony;

"Ekki trúi ég Hr. Payne að þú ætlir að grafa mig áður en ég er dauður?"

Án minnstu fyrirhafnar, tók Antony manninn í fangið og svaraði; "Ég segi þér það satt, gröfin var tekin fyrir tíu manns, níu eru þegar komnir í hana og þú verður að fylla í skarðið". 

"En ég er ekki dauður, segi ég" maldaði maðurinn í móinn. "Ég á enn eftir nokkuð ólifað. Sýndu mér miskunn Hr. Payne og flýttu ekki för minni í jörðina fyrir minn tíma"

"Ekki mun ég flýta för þinni" svaraði Payne. "Ég mun setja þig varlega niður í gröfina og þjappa vel að þér og þá getur þú dáið þegar þér sýnist".

Auðvitað var hinn góðhjartaði Payne að gantast með skelkaðan manninn. Eftir að hann hafði lokið við að grafa hina föllnu bar hann særðan manninn til hýbýla sinna þar sem honum var hjúkrað.

Eftir að þing-uppreisninni lauk var John sonur Sir Seville skipaður yfirmaður virkisins í Plymouth af Charles ll konungi og þá fylgdi Payne honum sem atgeirsberi hans. Konungurinn hreifst mjög af þessum skapgóða risa og lét Godfrey Kneller mála af honum mynd.  Kneller kallaði málverkið "Tryggi risinn" og er það til sýnis í dag  Royal Institute of Cornwall Art Gallery.

Eftir að Payne náði eftirlaunaaldri, snéri hann aftur til Stratton þar sem hann bjó til æviloka. Þegar að koma átti líkama hans úr húsi eftir andlát hans, þurfti að rjúfa gólfið á láta hann síga í böndum sem festar voru í talíur, niður á neðri hæð hússins, þar sem hann var of þungur og of stór til að koma honum niður stigann. tugir líkburðarmanna voru fengnir til að bera feykistóra kistu hans í áföngum að Stratton kirkju þar sem hann var jarðsettur.



 


Tintagel; þar sem Arþúr konungur er sagður getinn

Tintagel1Í Cornwall verður ekki þverfótað fyrir stöðum sem tengjast sögu Bretlands og ekki hvað síst þeirri sögu sem Bretar sjálfir eru hvað hrifnastir af, goðsögninni um Arþúr konung.

Á norðurströnd Cornwall er að finna tanga einn sem ber nafnið Tintagel. Nafnið merkir "virki" á fornu máli íbúa Cornwall. Á tanganum er að finna rústir kastala sem sagan segir að hafi verið eitt af virkjum Gorlusar hertoga af Cornwall. Hann átti fagra konu sem hét Ígerna og dvaldist hún í Tintagel. Gorlus átti í útistöðum við Úþer Rauðgamm (Pendragon) sem reyndi að brjóta undir sig England og Cornwall.

tintagelTil að ræða sættir bauð Gorlus Úþer að koma til Tintagel og gerði honum þar veislu. Þegar Úþer sér Ígernu verður hann örvita af ást. Hann brýtur í framhaldi alla friðarsamninga við Gorlus sem varðist sem hann mátti í Dimilioc, öðrum kalstala sem hann átti ekki langt frá Tinagel.  Úþer kallaði til sín seiðkarlinn Merlín og biður hann um að hjálpa sér að ná fundum, ef ekki ástum Ígernar. Merlín gerir Úþer líkan Gorlusi og í því gerfi sængar hann hjá Ígerni og getur með henni frægasta son Bretlands, Aarþúr konung. Þá sömu nótt var Gorlus veginn og Úþer tók Ígernu sér fyrir konu.  

stone of ArthurÞær kastalarústir sem nú má sjá á Tintagel eru að mestu frá 1230 þegar að Ríkharður Prins af Cornwall byggði sér þarna virki. Hann byggði samt á eldri grunni sem talinn er vera frá 1141 og Reginald nokkur Jarl er sagður hafa lagt. Fornleifar nokkrar hafa fundist á staðnum, frá fimmtu öld þær elstu. Um er að ræða leirkersbrot frá Túnis og diskabrot frá Karþagó. -  Árið 1998 fannst á staðnum steinhella ein og af henni mátti lesa orðið ARTONOU sem gæti verið skírskotun til Arþúrs, en orðið merkir "björn" á fornri tungu Kelta.

spaceball2423009348_b32a94c65fNiður við sjávarmál undir tanganum, er að finna hellisskúta einn og sá kenndur við Merlín. Í einni af fjölmörgum útgáfum sögunnar um Arþúr, tekur Merlín Arþúr í fóstur skömmu eftir fæðingu og felur hann um stundarsakir í þessum helli.


Bankararnir í Cornwall

Um þessar mundir er ég staddur í Cornwall, sem er suðvestur hluti Bretlands. Hér er ströndin ögrum skorin og þorp eða bær við hverja vík. Sjóræningjar og smyglarar tengjast sögu hverrar kráar hér um slóðir en nú eru þær fullar af ferðamönnum enda Cornwall vinsæll ferðamannastaður á sumrum. Hér var fyrrum blómleg útgerð og námuvinnsla. Mest var unnið tin úr jörðu og ku saga námuvinnslu hér teygja sig aftur um árþúsundir, frekar en hundruð, eða allt frá því að Fönikíumenn sigldu hingað í leit að málminum sem notaður er til að búa til brons. Bretland var þá meira að segja kallað Cassiteriades eða Tin-Eyjar af Grikkjum og öðrum þeim sem bjuggu fyrir botni Miðjarðarhafsins. -

293619067_ea9f462c7dÍ tengslum við námuvinnsluna urðu til margar þjóðsögur og hjátrú sem enn lifir meðal íbúa Cornwall, þar á meðal trúin á verur sem kallaðir eru upp á enskuna "Knockers".

Knockers eða bankarar eru taldir frumbyggjar landsins sem voru hér fyrir þegar að Keltar komu yfir sundið frá Frakklandi. Bankararnir unnu í námunum og voru samskipti við þá góð eða slæm eftir því hvernig komið var  fram við þá. Bankarar voru að sjálfsögðu ósýnilegir nema að þeir vildu sjálfir gera sig sýnilega og minna reyndar um margt á jarðálfa eða jafnvel svartálfa. Þeir gátu verið hrekkjóttir en ef þess var gætt að halda þeim ánægðum þóttu þeir til lukku.

Ein sagan af samskiptum manna og Bankara segir af námumanninum Tom Trevorrow. Hann hóf að grafa í námu sem talin var snauð af tini en kom brátt niður á æð sem hann vissi að gæti gert hann ríkan. Brátt heyrir hann kveðið innan úr grjótinu.

"Tom Trevorrow! Tom Treverrow!

Leave me some of thy fuggan for Bucca.

Or bad bad luck to thee tomorrow.

"Fuggan" er hefðbundið nesti námumanna í Cornwall, einskonar kaka gerð úr höfrum og svínafeiti og Bucca er annað orð yfir bankara og dregið af enska orðinu "puck" eða pjakkur. - Tom virti bankarana ekki viðlits og þegar þeir mæltu aftur voru þeir ekki eins vinsamlegir.

"Tom Trevorrow! Tom Treverrow!

We´ll send thee bad luck tomorrow,

Thou old curmudgeon, to eat all thy fuggan

And leave not a didjan for Bucca.

"Curmudgeon" merkir gamall illskeyttur karl og "didjan" smábiti eða moli.-

Þegar að Tom kom að námunni næsta dag hafði orðið mikið hrun í henni og öll tól hans oig tæki grafin undir.  Óhepnni virtist elta hann eftir það og hann varð á endanum að hætta námuvinnslu og gerast vinnumaður á bóndabæ. 

Kveðja frá Cornwall.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband