Blekpennar senda frá sér ruslpóst

spam-283x300Eitthvað er ekki að virka þarna hjá Blekpennum.Com. Nú eru þeir farnir að senda bloggin sín beint til fólks á þær tölvupósta addressur sem þeir hafa komist yfir. Ég hef ekki skráð mig á Blekpennar.com eða óskað eftir svona ruslpósti, en það virðist ekki skipta neinu máli.

Í morgun var ruslpóstur frá Skúla Skúlasyni í tölvu póstinum mínum;  enn eitt framlag hans í anda hrydjuverka. Hann er að hallmæla Bandaríkjastjórn fyrir að gera ekkert í málum Saudí Araba, eins og t.d. að hætta að kaupa af þeim olíu, vegna þess að þeir styðja hryðjuverkasamtök. - Hræsni Bandaríkjamanna er löngu kunn hvað þetta varðar, en Skúli var greinilega að fatta þetta fyrst núna.  

En aftur að Blekpennum.com þá eru þeir greinilega orðnir úrkula vonar um að nokkur komi til að lesa þá, fyrst þeir verða að grípa til svona "direct marketing" bragða. En slíkt virkar bara einu sinni. Hér eftir getur maður eitt póstinum um leið og ljóst er hvaðan hann er.  Meðal bloggara hefur friðhelgi tölvipósta heimilisfanga verið virt og þær aðeins notaðar fyrir persónuleg samskipti og athugasemdakerfin látin duga öðru leiti.

Ég hef líka orðið var við að orðsendingakerfið hér á blog.is er notað í auknum mæli til að vekja athygli á færslum bloggara. Satt að segja finnst mér það líka óviðeigandi. Það er allt í lagi þegar mikið liggur við, en ekki svona almennt finnst mér.

-----------------------------------------------------------------------

Ég vil aftur vekja athygli á skoðunarkönnuninni hér til hliðar þar sem spurt er um hvort jafnrétti ríki á Íslandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kreppumaður

Rambaði inn á þessa síðu um daginn og verð að segja að mér finnst hún vera illa upp sett og ómálefnaleg (ekki það að ég sé málefnalegur og ætti jafnvel heima þar síðu með mitt röfl?) og stofnuð af þeim sem úthýst hefur verið af blog.is, eflaust til þess að geta ausið saur yfir annað fólk án ritskoðunar?  Best að gleyma þessum idjótum sem fyrst!

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sæll gamli,

fékk slíkt bréf sjálf í morgun. Svo sem allt í lagi að senda á mig tölvupóst en fór hins vegar inn á blekpennar og var að lesa þar. Þar töluðu menn saman um að miðaldra kerlingar ættu ekkert að vera að ybba gogg og gætu bara farið í saumaklúbba og rætt sin mál þar!! Var mjög óhress með þá lesningu.

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 15:50

3 Smámynd: AK-72

Ég fékk einnig þennan póst og ég er ekki beint sáttur og reiður. Fyrir utan það að þarna er verið að spamma á fólk óumbeðið  og í fullkomri óþökk, þá hef ég engan áhuga á að fá óþverraskrifin af blekpennum sent til mín og það í vinnuna, adressu sem á að vera friðhelg fyrir svona, og hefur ekki verið gefin upp sem adressa til að hafa samband við mann.

Algjört virðingarleysi og dónaskapur.

AK-72, 30.9.2008 kl. 16:30

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svanur og aðrir "seningarþegar ruslpósts". Þetta er eitthvað sem mér er alls ókunnugt um og ég get ekki annað en beðið ykkur afsökunar. Ég mun kanna þetta mál nú þegar og reyna að búa svo um að það endurtaki sig ekki. Þetta á ekki einu sinni að geta gerst þar sem við erum með spam-varnir í kerfinu okkar. Vinsamlegast sendið mér afrit af umræddum pósti.

Rut mín, þarna var maður sem notaði þetta um ákveðinn hóp tiltekinna kvenna. Kvenna sem hafa tekið sig saman og lagt aðra skrifara í einelti með róg og rætni. Það er fjarri því að þú sért viðloðandi slík "samtök". Sjálf er ég miðaldra kella sem ybbi minn gogg til hægri og vinsti og læt engan þagga niður í mér. Það veit ég að þú gerir ekki heldur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.9.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við höfum kannað þetta mál og Einar (eiginmaður minn og kerfisstjóri hjá www.blekpennar.com)  er að skrifa þér athugasemd.

Ég hélt reyndar að svona rógur væri fyrir neðan þína virðingu, Svanur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.9.2008 kl. 17:08

7 identicon

Við fengum sjálf svona póst og hann var EKKI frá okkar kerfi. Netfangið sem sent er frá er ekki Blekpenna-netfang, heldur er það sent frá einstaklingi. Bréfið sem við fengum var sent frá netfangi þessa einstaklings og hafði vísun á slóðina http://hermdarverk.blogcentral.is/vefstjorn/blogg/breyta/15423417/ sem tengist okkur ekki á nokkurn hátt og þar er hvergi minnst á Blekpenna. Menn ættu nú aðeins að STOPPA og hugsa áður en ráðist er opinberlega á aðila sem eru alsaklausir af þessum spam sendingum.

Virðingarfyllst,

 Einar Erlingsson

www.blekpennar.com

Einar Erlingsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 17:13

8 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mér sýnist það lið sem skrifar á blekpennum.com hæfa hvert öðru, fólk með ruddalegt og sóðalegt orðbragð og fordóma og hatursfullann áróður..... allt í nafni málfrelsis.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 30.9.2008 kl. 17:17

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er sammála þér Svanur að það er frekar vafasamt að nota skilaboðakerfið til að auglýsa bloggfærslur. Sjálfur hef ég margoft fárast yfir því að fá þessi skilaboð frá bloggvinum trekk í trekk þar sem verið er að auglýsa nýjar færslur og fólk beðið um að senda athugasemdir.

Það er skömminni skárra að benda á bloggfærslur í athugasemdum hjá öðrum og ég hef sjálfur gert það nokkrum sinnum, þegar mér hefur leiðst að fá engin viðbrögð.

Menn verða samt að hafa það í huga að fjöldi bloggara er farinn að skipta þúsundum. Ég lít svo á að maður eigi að blogga út frá sinni sannfæringu og hjarta, en ekki breyta sínum áherslum bara til að fá athygli og vinsældir.

Mig langar samt að taka mér það bessaleyfi að vekja athygli þína á bloggi Halldórs Magnússonar (Mofi) um Bahá'ulláh. Gaman væri að fá þitt álit. Greinin er hér.

Theódór Norðkvist, 30.9.2008 kl. 17:25

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Helga, kannski hef ég ekki lesið þetta rétt, ætla samt ekkert að hætta að ybba minn gogg í mínum miðaldra yndislegheitum. Enda aldrei verið í saumaklúbbi.

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 17:28

11 Smámynd: AK-72

Ég tek útskýringuna gilda, en pósturinn innihélt auglýsingu um að fara og skoða skrif á blekpennum, og ekki því skritið að sú ályktun sé dregin, að þið tengist þessu.

Það þýðir þó ekki að framferði viðkomandi einstaklings sé afsakanlegt, sérstaklega þar sem hann fór yfir ákveðið strik.

AK-72, 30.9.2008 kl. 17:29

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Helga, Aðfinnsla er ekki rógur. Ég ýja að ástæðunni að baki þessari sendingu hjá Skúla og það er allt og sumt. Aðfinnsla mín við notkun skilaboðakerfis blog.is má þá alveg setja undir róg á sömu forsendum og þú gefur þér. Þú afsakar, en ég skil þær ekki.

Það er einnig eitthvað skrýtið við það að þú skulir biðja fólk afsökkunnar á þessu og brigsla svo þeim sem á þessu vekur athygli um róg. Það skil ég ekki heldur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 17:42

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar: Eftirfarandi er neðanmáls á bréfinu sem ég fékk:

Þýtt og endursagt afbloggara
 
Hægt er að gera athugasemdir við greinina á http://www.blekpennar.com 
 
Færslunúmerið er: http://blekpennar.com/?p=323#comments

Hér er klárlega verið að auglýsa færslu á blekpennar.com. Einn af "blekpennunum"  sendi það, en ekki eins og þú hefur nú skýrt þú eða konan þín. En það er ósatt sem þú heldur fram að hvergi sé minnst á blekpenna eins og ég hef sannað með ofnagreindu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 17:49

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svanur, í því tilfelli að einhver hefði hakkað inni kerfið hjá okkur og væri að senda þaðan spam-póst þá fannst mér það ekki annað en almenn kurteisi að biðjast afsökunar og kanna málið í hvelli. Sem ég gerði.

Ég sé þig ekki biðja mig afsökunar á þessari færslu þinni, sem ég get ekki flokkað undir neitt annað en róg. Blekpennar senda frá sér ruslpóst er fyrirsögnin hjá þér. Það eru hrein og klár ósannindi sem ég hlýt að vænta þess að þú leiðréttir.  Það munu aldrei koma spam-sendingar frá mér og þessháttar "kynning" á efni er mér verulega á móti skapi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.9.2008 kl. 17:53

15 Smámynd: Neddi

Helga, þú getur ekki neitað því að Skúli er einn af pennum blekpennar.com og þar af leiðandi er hægt að segja að blekpennar séu að senda frá sér ruslpóst.

Það að hann hafi gert það frá sínu eigin netfangi breytir því ekki að einn af pennunum ykkar er að auglýsa bloggið með því að senda fólki hatursáróðurinn sinn óumbeðin.

Neddi, 30.9.2008 kl. 18:08

16 identicon

Svanur. Með sömu lógik ertu að segja að allar tilvísanir á aðrar síður séu spam (amasendingar). Held ég að þar sértu kominn út á heldur betur hálan ís og værir þú maður að meiri ef þú einfaldlega viðurkenndir að hafa hlaupið á þig og bæðir Helgu afsökunar.

Bréfið sem ég fékk frá Skúla innihélt enga tilvísun á síðu Blekpenna. Það eru þá fleiri en eitt bréf í gangi. Það eru margir skráðir á Blekpenna og þar skrifar hver á sína ábyrgð um mismunandi hluti, rétt eins og hér. Þú getur varla ætlast til að konan mín sé ábyrg fyrir öðrum skrifum en hennar eigin, þó hún hafi stofnað vefsíðuna og sé jafn mótfallin ritskoðun sem hún er.

Með kveðju,

Einar Erlingsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:15

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar.

Ég veit ekkert um samskipti þín og Skúla en ég legg til að þú athugir nú vel þinn og hans gang. Eins og Neddi bendir á er ekki hægt að skilja þetta bréf öðruvísi en það sé verið að auglýsa Blekpenna. Um það vitna tilvísanirnar í niðurlagi bréfsins líka sem æeg hef þegar tilgreint.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 18:27

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bíðið nú aðeins hægir hér! Gjörið svo vel að lesa skrif mín áður en þið komið með viðbjóðslegar aðdróttanir og persónuníð. Nazistar og kveðjur þeirra eru mér verulega ógeðfelldar og ég hafna því algerlega að fá svona ómaklegar árásir. Það er einn maður sem skrifar þar sína pistla og ver þann flokk.

Ef þið hafið lesið það blogg þá sjáið þið að sú skoðun á ekki uppá pallborðið hjá neinum öðrum sem þar eru skráðir. Ég hef ekki farið í felur með skoðanir mínar - og ég hef lýst andúð minni á nazisma hjá viðkomandi, sem og annars staðar.

En ykkur er sennilega sama um sannleikann. Það sýnist mér hér.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.9.2008 kl. 18:34

19 identicon

Sæll Svanur minn

Ég skal reyna að útskýra þetta á sem einfaldastan hátt. Setjum upp dæmisögu: Þú, Svanur situr við morgunverðarborðið þitt þegar inn um bréfalúguna þína dettur bréf sem er stílað á þig, á bakhlið bréfsins kemur fram að sendandi bréfsins er Einstaklingur Einstaklingsson. Þú auðvitað opnar bréfið og finnur þar tilvísanir á t.d. fyrirtæki1 og svo fyrirtæki2 - nú auðvitað grípur þú eldhúskoll og brunar niður í Austurstræti, stígur á kollinn og byrjar að hrópa hástöfum að þú hafir fengið skíta póst frá Fyrirtæki1 og fyrirtæki2??

Cmon maður, þetta flokkast undir RÓG! Bréfið var frá hr. Einstaklingi!

 Þetta er nógu einfalt fyrir þig, er það ekki?

Einar Erlingsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:44

20 Smámynd: Kreppumaður

Svanur hvernig datt þér í hug að blogga um þetta lið á blekpennar.com, vitandi að það býður bara eftir tækifæri til þess að lenda í ritdeilu við þig í kjölfarið.  Bloggaðu um blóm, nema að þú sért að sækjast eftir því að hafa þau hoppandi og híandi í bakgarðinum hjá þér?

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 19:03

21 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einar;

Ég fékk "skítapóst" frá einstaklingi sem selur vöru sína á Blekpennar.com. Hann sagði í póstinum að ef ég vildi kaupa vöruna eða eiga við hann viðskipti ætti ég að koma á Blekpennar.com. -

Ef að Blekpennar vilja ekki að það sé sendur út "skítapóstur" og bent á að varan sem hann auglýsir fáist hjá þeim, ættu Blekpennar að setja reglur þar að lútandi, gagnvart sölumönnum sínum sem selja á markaðinum "Blekpennar" en ekki vera að agnúast út í þá sem segja öðrum frá þessu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 19:12

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sorry, Svanur. Ég sé það núna að þú vilt ekki skilja. Það getur enginn verið svona tæpur. Haldu bara áfram vinur og biddu bænirnar þínar. Ég skal biðja Guð að hjálpa þér líka. Það getur enginn mannlegur máttur aðstoðað þig hér.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.9.2008 kl. 19:29

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Fékk þetta bréf líka í tölvupóstinum, var ekki sátt við það, en sting því í ruslpóstinn með viagra auglýsingum og nígeríusvindli.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.9.2008 kl. 20:06

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jóhanna; Ég er alveg viss um að það gerður flestir. Ég hef samt ekki orðið var við það áður að íslenskir bloggarar auglýsi pistla sína með þessum hætti. Blekpenninn sem þarna átti í hlut er reyndar kunnur fyrir óvönduð vinnubrögð og það er að bitna á blekpennar.is þar sem hann kennir sig og boðskap sinn við þá.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 20:25

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svanur minn, ég á það til að hvæsa þegar mér er klappað andhæris og hérna var bara réttlætiskennd minni misboðið. Ég er nýbúin að opna vefsíðu þar sem ég hef boðið hverjum sem er að tjá sig óhindrað og án þess að nokkur væri að anda ofan í hálsmálið aðrir en kannski bara aðrir skrifarar í athugasemdum.

Skúli er einn af þessum skrifurum og ég met hann mikils eins og flestar manneskjur. En það gerir mig hvorki áskrifanda að skoðunum hans né sammála öllu sem hann segir og gerir. Það sama á við um aðra sem þar skrifa. Enda áskil ég mér - og nýti mér - þann rétt minn að lýsa mig ósammála þegar mér býður svo við að horfa.

Málfrelsið er mér algerlega heilagt mál. Það vita þeir sem þekkja til mín. Ég berst fyrir því eins og ungamamma fyrir ungann sinn. Með öllum tiltækum vopnum og lífi mínu ef þyrfti. Vona samt að svo langt muni ég ekki þurfa að ganga.

En góð vinkona hefur sagt mér að þú sért hinn allra vænsti drengur og að við ættum ekki að láta illa. Ég er sammála henni. Verum góð.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.9.2008 kl. 20:47

26 Smámynd: Gulli litli

Alltaf sam fjörid hér..

Gulli litli, 30.9.2008 kl. 22:00

27 identicon

Gott kvöld Svanur  G.  Ég datt nú bara inn á bloggið þitt svona af tilviljun og sé að ég er alltaf jafn vinsæll hjá þér og genginu sem er  umhverfis þig  og er það vel.  Ég hef jafn mikið álit á ykkur og þið á mér  og þykir jafn vænt um  ykkur og ykkur þykir um mig.En  eftir að hafa lesið þennan þráð þinn þar sem þú ert  að álasa blekkpennum  fyrir það sem ég skrifa og segja að ég hafi sent  frá þeim, þá   fer ég að hallast að því að þú sért það sem einn bloggari á moggabloggi sagði um þig  ,,TREGUR“   en  það er nú ekki stórmál að því er mig varðar.  Líklega hefðirðu þurft að lesa dreifibréfið frá mér  10-20 sinnum áður en þú fórst að úthúða aðstandendum blekpenna fyrir nokkuð sem ég gerði.  Í framtíðinni skaltu snúa þér beint að mér ef þú ert með einhverjar  kvartanir en  ekki óviðkomandi.En hvað var nú tilefnið fyrir þessari geðshræringu þinni og gengisins sem er umhverfis þig hér á moggablogginu.  Það var að þér var bent á grein  á blekpennar.com  sem fjallar um niðurstöðu þingnefndar í Bandaríkjaþingi,  um að Sádi Arabar séu höfuð fjármagnarar hryðjuverka. Það var það sem setti þig úr jafnvægi  og jábræður þína hér á moggabloggi.  Goðið ykkar var afhjúpað.Ég veit ekki betur en að það sé fullkomlega löglegt að senda fólki  kynningar bæði í pósti og öðruvísi og á meðan svo er þá hugsa ég mér að notfæra mér þann rétt.Stofnun  blekpennar.com  er frábært  framtak þeirra hjónanna Helgu Guðrúnar og Einars og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að auka heimsóknir á síðuna í framtíðinni, svo að hún verði miklu meira lesin og vinsælli heldur en moggabloggið, sem er greinilega komið með uppdráttarsýki, þar sem góðir bloggarar kveðja hver af öðrum og snúa sér annað.  Einn af kostum síðunnar er að hún er utan Íslenskrar lögsögu og því ekki háð íslensku lagakerfi.MBK.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:04

28 Smámynd: Kreppumaður

Svanur þú ert of greindur og of góður drengur til þess að hlustaá þessar dreggjar samfélagsins.  Blockaðu ip-tölurnar og snúðu þér að því að skrifa eitthvað fallegt og uppbyggilegt, en það er eitthvað sem þessi sníkjudýr munu aldrei geta gert.  Ef þau kommenta á mitt blogg, svo mikið sem einu sinni, mun ég úthýsa þeim þar enda er ekkert fyndið eða skemmtilegt við það sem þau segja, bara niðurrif og skítkast til þess að fá athygli.  Neikvæða athygli.  Æji, ég útskrifaðist úr leikskóla til þess að þurfa aldrei oftar að standa í því að kasta sandi í augun á næsta manni.

Kreppumaður, 30.9.2008 kl. 22:11

29 Smámynd: Linda

Svanur þó, ég trúi þessu ekki upp á þig, það er búið að leiðrétta mál, engin hópsending var send út af dómeini blekpennar.com, og þú neitar að leiðrétta þín eigin skrif, ég hafði svo innilega vonað að þú hefðir meiri manndóm í þér en þetta. Ja hérna hér.

Linda, 30.9.2008 kl. 22:24

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Linda; Hvað á ég að leirétta? Fyrirsögnina? Hún stendur fyrir sínu eins og dæmin sanna sem hér hafa verið tekin. Ef að þú færð bækling frá búð í Kringlunni sem vísar á sig í kringlunni og þú síðan segir að bæklingurinn hafi komið úr Kringlunni, er það rétt. Hvað er þá að leiðrétta?

Segjum að fyrirsögnin hafi verið "Blekkpenni sendir frá sér ruslpóst" við hern er átt. Einhvern af skrifurum Blekpenna.com væntanlega. Ef ég skrifa Blekpennar þá á ég við þá sem þar skrifa, fleiri en einn. Og nú hefur einmitt borist annar póstur til mín frá "blekpenna" sem greinilega heldur að þetta sé svoða sniðug aðferð til að koma sínu á framfæri.

Ég get lýst því yfir að umræddur tölvupóstur sé ekki frá þeim sem reka Blekpennar.com. Það hefur komið í ljós og ég trúi því. En hvernig að það leiðréttir  fyrirsögnina sé ég ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 23:44

31 identicon

Góðan daginn lesarar og skrifarar á þessu þessum þræði hans SvansG,

 

 

Ég  tel enga ástæðu til að eiga orðaskipti við þennan hóp hér sem hefur ráðist að blekpennum.com , sem er nú að verða öflugri og öflugri samkeppnisaðili  moggabloggsins.  Það mun ekki hafa nein áhrif á mig persónulega  þó að  til sé fólk sem ekki þolir  tjáningarfrelsið  og eys yfir mig hrakyrðum, því  ég blæs á allt slíkt.  Tilvitnun eins aðila hérna ,,kjarra“  er auðvitað út í hött og sýnir aðeins að hann hefur ekkert kynnt sér málið og upphefur óhljóð í takt við aðra meðlimi þöggunarkórs moggabloggsins. 

 

Svanur G   hefur nú áttað sig á því að hann gerði skyssu og misskildi bréf  mitt og var heldur fljótur á sér að fara að úthúða blekpennum.com fyrir nokkuð sem þeir gerðu ekki.  En hefur ekki manndóm í sér til að afsaka frumhlaup sitt.  Hann veit hins vegar ekki hvernig hann á að leiðrétta fyrirsögnina.  Það  er vegna þess að hugbúnaður moggabloggs er lélegur og hann er það lélegur að þegar ég afritaði skrif mín seint í gærkvöldi úr MS- Office 2007, þá fór uppsetningin öll í hrærigraut, greinin birtist í einni bendu án greinaskila og letrið allt of stórt. 

Viðbrögðin hér á þessu þræði Svans við grein minni um Fjármögnun hryðjuverka er mér mikil hvatning til frekari skrifa um það efni, það virðist koma illa við kaunin á ýmsum.

 

 

Lifið heil.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:20

32 Smámynd: Neddi

hahahaha, blekpennar.com öflugur samkeppnisaðili moggabloggsins, með alla sína 14 höfunda.

Neddi, 1.10.2008 kl. 12:14

33 identicon

Blekpennar þjóna alveg ágætu hlutverki sem rotþró hins íslenska bloggheims.

Það er kannski bara ágætt að ruslið sé allt á sama stað.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:08

34 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Svanur Gísli;  Þú veldur mér vonbrigðum, eftir allt það góða, fróðlega og uppbyggilega, svo ég tali nú ekki um það skemmtilega sem ég hef lesið frá þér.

Mér finnst skrif þín vera orðin í stíl við Villa nokkurn Vitlausa í Köben (Vilhjálm Örn) sem er með hárbeittan hatursáróður í öfuga átt við Skúla Skúlason.

Ég er sjálfur Blekbloggari og finnst ég vera í skemmtilegum litlum hóp sem stækkar hægt en örugglega.

Þó einhver einstaklingur sé í áskrift að Morgunblaðinu og/eða DV og ekur á bíl þinn af ásettu ráði og skemmir hann, réttlætir það ekki að þú getir úthúðað öllum áskrifendum Morgunblaðsins og/eða DV sem ökuníðinga og glæpamenn.  Hvað gerir þú við póstburðarkonuna sem kemur með gluggaumslögin frá lánadrottnum þínum og innheimtumönnum?  Úthúðar þú blessaðri póstburðarkonunni fyrir að vera ræfill og fantur að koma til þín með þennan andstyggilega póst?  Fyrir að vera í vondum félagsskap!?

Þetta heitir "fordómar" (prejudice) og er afar vont mál hjá þér.  Lyktar af Jenný Önnu "FemíNazista" eins og hún kallar sig sjálf. 

Farið hefur fé betra, Svanur Gísli Þorkelsson.  Þetta tekur mig sárt.

Munið frjálsu bloggsíðuna;  http://blekpennar.com    Kær kveðja, Björn bóndiïJð        

Sigurbjörn Friðriksson, 2.10.2008 kl. 21:11

35 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Kommaliðið grætur því einhversstaðar er tjáningarfrelsi fyrir Íslendinga

Alexander Kristófer Gústafsson, 5.10.2008 kl. 18:48

36 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

kjarri,ég get bent þér á að hýsa  nýnasistasíður sem hvetja til ofbeldis gegn kynþáttum er 100% löglegt í bandaríkjunum

Alexander Kristófer Gústafsson, 6.10.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband