Síðasta blómið

462px-James_Thurber_NYWTSÉg ætla að fara að ráðum bloggvinar míns Kreppumannsins og blogga um "eitthvað fallegt og uppbyggilegt." Auðvitað er það persónulegt hvað fólki finnst fallegt og uppbyggilegt en það sem hér fer á eftir finnast mér uppfylla þau skilyrði.  
Ein af þeim bókum sem hreyfst af í æsku var bókin Síðasta blómið. Skilaboð bókarinnar, ljóðsins  og teikninganna eftir James Thurber sem kom fyrst út á Ensku 1939, höfðu djúp áhrif á mig. Thurber var bandarískur teiknari og húmoristi og var vel kunnur fyrir skopmyndir sínar og smásögur sem birtust m.a. í hinu virta blaði eins og The New Yorker Magazine. 
Thurber var fæddur í Columbus í Ohio 1894 og lést árið 1961. Hann lýsti móður sinni sem "fæddum grínara" og sem "mestu hæfileikamanneskju sem ég hef þekkt". Hún átti það til að þykjast vera fötluð á kristnum vakningarsamkomum og stökkva svo um með látum eftir að hún hafi hlotið "lækningu."
Thurber átti tvo bræður; William og Robert. Eitt sin léku þeir sér saman og þóttist William vera William Tell. Leikurinn endaði þegar William skaut ör í auga Thurber. Thurber tapaði auganu og með aldrinum varð hann því næst blindur á hinu auganu líka. Í æsku tók Thurber lítinn þátt í íþróttum og örum leikjum en þróaði með sér í staðinn sköpunargáfu sem augljóst er af verkum hans.
Myndirnar í bókinni Síðasta blómið, voru einfaldar, nánast barnalegar en hæfðu samt erindinu ákaflega vel.
Hér kemur ljóðið og fyrr neðan það getið þið séð teikningarnar ásamt enska textanum á stuttu myndbandi.Seinna sömdu Utangarðsmenn lag við íslenska textann eftir Magnús Ásgeirsson og því er líklegt að margir kannist við ljóðið.

Síðasta blómið

Undir XII. alheimsfrið
(eins og fólk mun kannast við).

eftir blóðug öfgaspor
endursteyptist menning vor
.

Heimsbyggð öll var eydd að grunni.
Uppi stóð ei tré né runni.

Bældir heimsins blómsturgarðar.
Brotnir heimsins minnisvarðar.

Lægra en dýr með loðinn bjór
lagðist mannkind smá og stór

Horfin von, með hlýðni þrotna,
hundar sviku lánadrottna.

Sótti á bágstatt mannkyn margur
meinkvikinda stefnisvargur.

Músík-, bóka- og myndalaus
manneskjan sat með kindahaus,
gleði-, dáða- og girndalaus.

Glötunin virtist þindarlaus…

Pótintátar XII. stríðsins,
tórandi enn á meðal lýðsins,
mundu orðin ekki par
út af hverju stríðið var.

Hvort til annars drós og drengur
dreymdum augum renndu ei lengur,
heldur gláptu öndverð á:
Ástin sjálf var lögst í dá…

Ein síns liðs á víðavangi
vorkvöld eitt var telpa á gangi
og hún fann á sínu sveimi:

Síðasta blóm í heimi.

Heim hún stökk þá sögu að segja
að síðasta blómið væri að deyja.

Ungum pilti út í haga
einum fannst það markverð saga.

Saman forðuðu sveinn og meyja
síðasta blóminu frá að deyja.
Í heimsókn komu, að heilsa því,
hunangsfluga og kólibrí.

Bráðum urðu blómin tvö
og blómin tvö að fjórum,
fimm, sex, sjö… …
og síðast breiðum stórum.

Laufgast tók hvert tré og lundur.
(Telpan fékk sér snyrtingu).

Piltinum fannst hún alheims undur.
Ástin var í birtingu.

Börnin tóku að hoppa og hlæja
hnellin, keik og létt á brá.

Hundar snéru heim til bæja
(hefði verið að ræða um þá).

Ungi maðurinn framtaksfús
fór að byggja úr steinum hús,

og senn fóru allir að hlaða og hýsa,
og heimsins byggðir að endurrísa,

og söngvar lífsins upphófust menn,

og fram komu fiðlarar
og fjölbragða smágusar
og skraddarar og skóarar
og skáld og listamenn,
höggmeistarar, hugvitsmenn
og hermenn!

Og aftur komu ofurstar
og aftur risu upp kapteinar
og majórar og marskálkar
og mannkynslausnarar!

Niður í dölum, fram til fjalla
fólk sér dreifði um veröld alla.

En fyrr en varði fjallahyggja
fór að sækja á dalabyggja,

og þeir sem áttu heima á hæðum
hugann sveigðu að lægri gæðum.

Lýðinn ærðu í lygaskaki
lausnarar, með guð að baki,

uns eftir skamma hríð
hófst alheimsstríð.

Í stríði því var öllu eytt

ekki neitt
lifði af þann lokadóm,

nema einn piltur

nema ein telpa

nema eitt lítið blóm

Upprunalegur texti James Thurber, þýðing: Magnús Ásgeirsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svanur enn og aftur takk

Hólmdís Hjartardóttir, 1.10.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk..þetta er ótrúlega áhrifa mikið ljóð, ég var örugglega mjög ung þegar ég heyrði það fyrst og hreyfst af því þá.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.10.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Ég sé að þú velur þér góðar fyrirmyndir ;) Fallegt!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 1.10.2008 kl. 03:01

4 identicon

 góðan daginn Svanur

Blómið mitt fagra í brekkunni stóð

brosti til himins og sólar

í krónu þess ljómaði lífsins glóð

og svo var það étið af hesti

....óvart

..bara grín

Les alltaf bloggið þitt, það er mannbætandi. Þakka þér.

kv

sigurvin (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 05:45

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er fallegt ljóð !

Takk

Kærleikur til þín

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.10.2008 kl. 07:12

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Einfalt en um leið mjög áhrifamikið.

Aðalsteinn Baldursson, 1.10.2008 kl. 10:10

7 identicon

Þarna negldir þú það Svanur, bæði fallegt og uppbyggilegt. Veit ekki hve oft ég las þessa bók hér í denn. Takk fyrir að minna mig á :)

kær kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:45

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.  Mikið skelfing er þetta fallega ort.

Eitt af mínum uppáhalds.

Ekki vond lesning á ísköldum degi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.10.2008 kl. 11:06

9 Smámynd: Kreppumaður

Tengi þetta ljóð alltaf því að alast upp sem barn við kjarnorkuógn og heimsendaspár.  Fór stundum tíu ára gamall í rúmið, fullvissum að ég mundi ekki vakna aftur eða það sem verra er - vakna upp við sveppalagaský yfir Keflavík.  Enda er ég ein taugahrúga ennþá eftir ógnir bernskunnar.

Kreppumaður, 1.10.2008 kl. 12:23

10 Smámynd: Gulli litli

Þetta er eitt magnaðasta ljóð sem ég hef heyrt.

Gulli litli, 1.10.2008 kl. 12:28

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk Svanur, hef ekki lesið þetta í hundrað ár. Góð upprifjun á frábæru ljóði.

Rut Sumarliðadóttir, 1.10.2008 kl. 12:33

12 identicon

Duck and cover

Ingó (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:03

13 identicon

Ingó (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:05

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég á þessa bók með teikningunum (útg. 1946 - Helgafell) og þykir mjög vænt um hana. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:34

15 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Skemmtileg lesning, svolítið átakanleg en gefur von.   Ég hef lítið hlustað á Bubba...ekki einu sinni í Utangarðsmönnum, þannig að ég held ég hafi ekki séð þetta eða heyrt áður. Takk!

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.10.2008 kl. 17:50

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurvin; þetta var skemmtilegt :)

Takk öll fyrir athugasemdirnar. Það virðast margir eiga minningar tengdar þessu ljóði og það er gaman að rifja þær upp og búa til nýjar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 18:10

17 Smámynd: Brattur

... Magnús Ásgeirsson var náttúrulega snillingur í þýðingum sínum... en man  ekki eftir þessari bók... sum ljóðanna sem Magnús þýddi og staðfærði eru svo rammíslensk að það er næstum því svekkjandi að þau skuli vera erlend að uppruna!... Laugardagskvöldið á Gili... sem dæmi...

Brattur, 1.10.2008 kl. 23:20

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Brattur.

Sammála. Ljóðið hans Magnúsar Sæipasta blómið er nánast orginalt. Upprunalegi textinn er ekki bundinn. Magnús býr sem sagt til íslenskt ljóð upp úr teiknimyndasögu á ensku.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 23:23

19 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Magnús Ásgeirsson var stórmerkilegur þýðandi. Flest allt sem hann þýddi varð betra í hans þýðingu en á frummálinu. Geri aðrir betur!

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.10.2008 kl. 01:23

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tek undir orð Láru Höllu og þakka þér fyrir þessa góðu viðbót Grétar Eir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband